Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 19
MINNSTAÐUR
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Aukaflug til
Kanarí
í vetur
með Heimsferðum
Verð kr. 49.990
4.janúar - vikuferð
M.v. 2 í íbúð, 4. janúar,
Paraiso Maspalomas, vikuferð, 4.janúar,
með 10.þúsund kr. afslætti. Netverð.
Verð kr. 57.250
25.janúar – 2 vikur
M.v. 2 í íbúð Beach Flor, 2 vikur,
25.janúar, með 10.þúsund kr.
afslætti og netafslætti.
Verð kr. 28.095
4.janúar - vikuferð
M.v. hjón með 2 börn,
Paraiso Maspalomas, vikuferð, 4.janúar,
með 10.þúsund kr. afslætti. Netverð.
Aukaferð 12.apríl með Sigurði Guðmundssyni
• 22% afsláttur, m.v. verð 2004 – Paraiso.
• 10.000 kr. afsláttur af fyrstu
400 sætunum. Aðeins takmarkaður
fjöldi sæta í hverju flugi á afslætti.
• Gildir ekki um flugsæti eingöngu.
22% verðlækkun á Paraiso – einum vinsælasta gististað Heims-
ferða Þökkum ótrúlegar viðtöku. Nú hafa yfir 2000 manns tryggt
sér ferðina með Heimsferðum til Kanarí í vetur og aldei fyrr höfum
við tryggt jafn glæsilegt framboð hótel á jafn lágu verði. Nú höfum
við tryggt okkur viðbótargistingu á Paraiso íbúðarhótelinu á ótrú-
legu verði. Þeir sem bóka strax njóta nú forgangs að bestu gisti-
stöðunum og lægsta verðinu. Bókaðu á www.heimsferdir.is
Lægsta verðið til Kanarí hjá Heimsferðum
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Reykjavík | Borgarstjóraskipti verða í Reykjavík í
dag kl. 9 þegar Þórólfur Árnason, fráfarandi borg-
arstjóri, afhendir nýjum borgarstjóra, Steinunni
Valdísi Óskarsdóttur, lyklana að Ráðhúsi Reykjavík-
ur.
Þórólfur og eiginkona hans, Margrét Baldurs-
dóttir, kvöddu starfsmenn borgarinnar með því að
bjóða þeim í morgunmat í gærmorgun, og komu
nokkur hundruð starfsmenn í ráðhúsið til að kveðja
fráfarandi borgarstjóra.
Helga Jónsdóttir borgarritari þakkaði Þórólfi góð
störf í þágu borgarinnar fyrir hönd starfsfólksins,
og færði honum kveðjugjöf.
Að sögn starfsmanna sem komu í Ráðhúsið spilaði
hljómsveit Ráðhússins nokkur lög fyrir gestina, og
tók Þórólfur lagið með sveitinni og söng lagið
„King of the road“ við mikinn fögnuð viðstaddra.
Þórólfur þakkaði starfsfólkinu svo fyrir samstarfið
með stuttri ræðu, og sýndi þar að hann gæti átt
framtíðina fyrir sér sem skemmtikraftur með því að
herma eftir Alfreð Þorsteinssyni, formanni borg-
arráðs, og Halldóri Killjan Laxnes nóbelsskáldi.
Þórólfur kvaddi starfsmenn
Morgunblaðið/Golli
Kvöddu borgarstjóra Fjöldi starfsmanna kvaddi Þórólf Árnason fráfarandi borgarstjóra í Ráðhúsinu í gær.
Söng „King of the road“ með hljómsveit Ráðhússins
Miðborg | Stóllinn í horninu á Kaffi
París er hafður auður á föstudags-
morgnum þar til fastagesturinn
Gunnar Dal kemur, en eftir að hann
sest snúast samræður hópsins sem
hittist þarna á hverjum föstudegi að
heimspekilegum málefnum, auk
hefðbundinnar þjóðfélagsumræðu,
og segir einn úr hópnum að þarna sé
lífsgátan leyst, fyrir hádegi á föstu-
dögum.
Hróður þessara félaga, sem segjast
nema heimspeki á gamals aldri hjá
gömlum meistara, hefur borist víða,
og segja þeir ánægðir frá því að
blaðamaður og ljósmyndari frá New
York Times hafi litið í heimsókn á
dögunum til að ræða við þá um þau
áhrif sem skammdegið og veðurfarið
hefur á fólk sem býr í norðri.
Gunnar liggur ekki á skoðunum
sínum um þetta mál þegar blaðamað-
ur Morgunblaðsins lítur í heimsókn.
Hann segir valið standa milli þess að
upplifa árstíðir eða ekki, og segir frá
þýsku fólki sem hann kynntist á Ten-
erife sem hafði komið þangað í leit að
paradís, sem það skilgreindi sem ei-
líft sumar. Hann segist sjaldan hafa
séð daprari menn á ævinni, enda sé í
raun ekki hægt að upplifa að fullu vor
og sumar án þess að á undan hafi
gengið haust og vetur. Þess vegna
segir hann að árstíðirnar og dimmir
vetur séu alls ekki orsök þunglyndis
og leiðinda, það skýrist miklu frekar
af nútímalegum lífsháttum mannsins.
Hópurinn heldur áfram að ræða
þunglyndið, og segir Gunnar að það
tengist því að í lífi nútímamannsins
skorti öll átök, sem leiði af sér feita,
lata og þunglynda menn. Þess vegna
sé þó betra en ekki þegar menn fari á
fjöll á jeppum, þar fái þeir ef til vill að
upplifa spennu og óvissu sem geri líf-
ið skemmtilegra.
En heimspekin er ekki eina um-
ræðuefnið hjá þessum spekingahópi,
þeir skeggræða líka um daginn og
veginn. Talið berst að bókum sem
Gunnar er að gefa út á þessu ári, en
þær eru hvorki fleiri né færri en fjór-
ar, og finnst hópnum það að sjálf-
sögðu vel af sér vikið hjá manni kom-
inn á 82. aldursár.
Gunnar kenndi lengi vel íslensku
og heimspeki, og er greinilega mont-
inn af gömlu nemendunum sínum.
Hann segir frá því þegar hann kenndi
Björk Guðmundsdóttur, Sjón, með-
limum Mezzoforte-hljómsveitarinnar
og fjöldanum öllum af öðrum þekkt-
um Íslendingum. Félagarnir spyrja
hann strax um Björk, hvort Gunnari
finnist að íslenskunni hennar hafi
hrakað eftir að hún flutti til Bret-
lands. Gunnar svarar því einu til,
sposkur á svip, að stafsetningin hafi
nú aldrei verið hennar sterka hlið,
það hafi alltaf verið persónutöfrar
hennar.
Þegar blaðamaður yfirgefur þenn-
an hóp spekinga og hverfur út í amst-
ur dagsins er talið farið að snúast að
gömlum heimspekingum, og ljóst að
umræðurnar eiga eftir að standa
langt fram eftir morgni. Ekki veitir
af ef leysa á lífsgátuna fyrir hádegi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Kaffihúsaspekingar Sigurlaugur Þorkelsson, Halla Skjaldberg, Eysteinn Guðmundsson, Gunnar Dal og Gísli
Ferdinandsson hittast á föstudagsmorgnum. Á myndina vantar Albert Ríkharðsson.
Leysa lífsgátuna fyrir hádegi
Reykjavík | Skipulagsstofnun tel-
ur að lágreist brú yfir Kleppsvík
sé heppilegasti kosturinn fyrir
legu fyrsta áfanga Sundabrautar,
sú lausn sé heppilegri fyrir lífríki
víkurinnar en að búa til landfyll-
ingu eins og svokölluð eyjaleið
gengur út á.
Eyjalausnin gerir ráð fyrir
landfyllingu sem myndi eyju, og
verði Sundabrautin lögð eftir eyj-
unni með brýr sín hvorum megin
við hana. Skipulagsstofnun segir í
úrskurði sínum að eyjalausnin sé
ákjósanlegasta leiðin af þeim sem
stofnunin fékk til umsagnar, og sé
mun ákjósanlegri en hábrú eða
botngöng. Þó segir í úrskurði
stofnunarinnar að lágreist brú yf-
ir Kleppsvík eftir sömu leið og fyr-
irhugað sé að nota fyrir eyjalausn-
ina sé „ótvírætt betri kostur“ en
eyjaleiðin, með tilliti til áhrifa á
laxfiska, fugla og annað lífríki í
Grafar- og Elliðavogi.
Skipulagsstofnun féllst þó á all-
ar þrjár leiðirnar sem hún hafði til
umfjöllunar, og mismunandi út-
færslur af þeim, með skilyrðum
þó. Lágreist brú yfir Kleppsvík
var ekki ein af þeim hugmyndum
sem stofnunin fékk til umsagnar.
Sundabraut Hér má sjá tölvuteiknaða útfærslu frá ONNO ehf. af svo-
kallaðri eyjalausn. Skipulagsstofnun telur þetta ákjósanlega lausn.
Skipulagsstofnun
vill brú í stað eyju