Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 25 UMRÆÐAN STEINUNN Jóhannesdóttir lít- ur svo á að það séu mannréttindi fólks að fá gerða um sig sjónvarps- þætti. Í Morgunblaðinu þann 26. nóv. sl. lýsir hún eftir opinberri rannsókn á því hvers vegna ekki varð af gerð sjónvarpsþáttar um „prófessorsmálið“ svokallaða. Á sínum tíma var leitað eftir því við mig að ég kæmi fram í slíkum þætti en ég hafnaði því. Ég hafði ekki áhuga á að taka þátt í að framleiða „skemmtiefni“ um harma mína og minna og fannst slíkt efni lítið erindi eiga við almenning. Má vera að þessi afstaða mín hafi vald- ið einhverju um að hætt var við gerð þáttarins, en raunar er mér ókunnugt um það, enda var ég fluttur úr landi þegar þetta var. Í þætti af þessu tagi hefði reyndar mátt spyrja hvernig það megi vera að maður sem er sýkn- aður af æðsta dómstóli Íslands verði að sæta aðför í ýmsum helstu fjölmiðlum landsins. Maður sem að líkum er saklaus og að lögum sýkn er gerður að þjóðníðingi, fyrir at- beina skörunga á borð við Stein- unni. Steinunn telur það aðfinnsluvert eða jafnvel saknæmt að ekki varð af gerð sjónvarpsþáttarins, enda stóð víst ekki til að halda fram hlut hins sýknaða manns í þætt- inum. Steinunn er mikil áhugamann- eskja um þennan harmleik og hef- ur margsinnis tjáð sig um hann opinberlega af mikilli innlifun og berorðum fjálgleik. Næsta víst er að framhald verður á þessari mál- gleði um annarra harm og má það vera þeim nokkur huggun sem áhyggjur hafa af því að ekki sé nóg skrafað. Þeim manneskjum sem um sárt eiga að binda í þessu hryggilega máli verður hins vegar hvorki gleði né gagn af frjálslegri útrás og tjáningu Steinunnar Jóhannes- dóttur á leiksviði þjóðlífsins. Lokaorðin fæ ég að láni frá séra Hallgrími Eldjárnssyni, áa mínum: „En um þitt ráð tönn fyrir tungu set ég.“ Málgleði um annarra harm Halldór Ármann Sigurðsson svarar Steinunni Jóhannesdóttur ’Næsta víst er að fram-hald verður á þessari málgleði um annarra harm …‘ Höfundur er prófessor, nú búsettur í Svíþjóð. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landakröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eign- arland Biskupstungna- og Svínavatnshreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inn- taki engu fremur háskólagráð- ur en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn FRAM til ársins 2002 hafði skort- ur á góðu tónlistarhúsi um langa hríð háð tónlistarfólki við Eyjafjörð. Í október árið 2000 barst sveit- arstjórn Eyjafjarðarsveitar erindi frá stjórn Tónlistarfélags Akureyr- ar þar sem sú hug- mynd var reifuð að Steinway-flygill af stærstu gerð í eigu Minningarsjóðs Ingi- mars Eydal yrði komið fyrir í félagsheimilinu Laugarborg. Sveit- arstjórn tók erindinu með opnum hug, enda féll það vel að hug- myndum sem uppi voru um nýtingu Laugarborgar, og ákvað að kanna hvort ekki mætti gera þær breytingar á húsnæði félagsheimilisins sem hæfðu til tónlistar- flutnings. Til að gera langa sögu stutta var Tónlistarhúsið Laug- arborg síðan opnað með sérstakri dagskrá 19. janúar árið 2002 og um leið undirritaður samningur milli sveit- arstjórnar og stórnar Tónlistarfélags Ak- ureyrar um varðveislu áðurnefnds flygils og afnot af honum. Fullyrða má að breytingar sem gerðar voru á Laugarborg hafi tekist vel og allir þeir tónlistarmenn sem nýtt hafa sér húsið hafa lýst ánægju sinni með þær og þá möguleika sem til- vist þess skapar fyrir tónlistarlíf og tónlistarmenningu við Eyjafjörð. Laugarborg stendur í raun eitt húsa við Eyjafjörð undir nafni sem tónlistarhús þó svo að Dalvíkingar hafi fylgt í kjölfarið og stórbætt að- stöðu sína til tónleikahalds með endurbótum á Dalvíkurkirkju og kaupum á nýjum, glæsilegum flygli. Tónlistarfélagið á Akureyri nýtti sér aðstöðuna í Laugarborg um skeið en lagðist starfsemi þess síð- an niður meðal annars vegna fjár- sveltis og þess viðmóts sem þáver- andi stjórn þess var sýnt af hálfu bæjaryfirvalda. Eftir nokkur ár í dvala hefur félagið nú verið end- urvakið og ber að fagna því. Athygli vekur þó að við skipulagningu tón- leikahalds á vegum félagsins virðist ekki vera gert ráð fyrir nýtingu þeirrar góðu aðstöðu sem Laug- arborg býður uppá þrátt fyrir frum- kvæði félagsins að breytingum á húsinu til tónleikahalds, tilveru sennilega besta flygils á svæðinu auk ókeypis aðgangs Tónlistar- félagsins að Laugarborg samkvæmt samningi. Þess í stað lætur félagið bjóða sér aðstöðuleysi á Akureyri og býður tónlistarmönnum sínum uppá mun verri hljóðfæri – þ.e. ef viðkomandi er píanóleikari – og mun verri salarkynni en vera þyrfti. Óhjákvæmilega veltir maður fyrir sér hvort stjórn félagsins sé undir þrýstingi um að halda tónleika sína innan bæjarmarkanna. Getur verið að bæjaryfirvöld á Akureyri skammist sín fyrir úrræða- og framkvæmdaleysi þegar kemur að aðstöðu til tónleikahalds og geti ekki horft uppá afleiðingar aðgerða- leysis síns – að tónleikahald færist frá Akureyri? Á tímum umræðu um sameiningu sveitarfélaga skjóta slíkar hugrenningar þó skökku við. Tónlistarfélagið á Akureyri er hér með boðið velkomið til tónleika- halds í Tónlistarhúsinu Laug- arborg. Í gagnrýni í Morgunblaðinu mánudaginn 22. nóvember sl. kvart- ar Jón Hlöðver Áskelsson réttilega undan áðurnefndu aðstöðuleysi á Akureyri. Hann skrifar m.a. „Reyndar get ég ekki sleppt að lýsa yfir vandlætingu minni á að enn og aftur þurfi að kosta miklu til að flytja flygil milli húsa til að af slík- um tónleikum geti orðið í Listagili í höfuðstað Norðurlands. Ég hef sjálfur tekið þátt í skipulagi tónleika á Akureyri á fjórða ára- tug og hélt satt best að segja að þessi útnesja- mennska, sem maður svo alltof oft tók þátt í áður, heyrði nú sög- unni til. Hvar er nú framsýnin?“ Til að svara spurningu Jóns Hlöðvers þá er fram- sýnin ekki langt und- an, nánar tiltekið að- eins í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Og flutn- ingar á flygli og kostn- aður honum tengdur er algerlega óþarfur. Benda má á, til að menn átti sig á þeim fjarlægðum og tíma sem um ræðir, að það tekur aðeins um tíu mínútur að aka til dæmis innst úr Foss- voginum inn í miðbæ Reykjavíkur, finna bílastæði og koma sér á tónleikastað. Slíkt ferðalag vefst ekki fyr- ir mörgum hafi sá hinn sami yfirleitt hug á að sækja tón- leika. Sér er nú hver útnesja- mennskan. Ætli það væri nú ekki skyn- samlegri leið að sveitarfélög sýndu sameiningarvilja sinn í verki og hæfu samstarf um litlar einingar eins og til dæmis tónleikahald. Í framhaldi af opnun Tónlistar- hússins Laugarborgar hefur Eyja- fjarðarsveit nú stigið skrefið til fulls. Í haust var lagt upp með veg- lega tónleikaröð og hún kynnt með metnaðarfullum og faglegum hætti sem nú þegar hefur orðið öðrum til eftirbreytni og mun vonandi stuðla að meiri fagmennsku hvað varðar kynningar á tónlistarviðburðum til framtíðar. Er Eyfirðingum öllum óskað til hamingju með verkefnið sem Eyjafjarðarsveit á heiðurinn að. Styrkir voru veittir af rausn- arskap af Menningarsjóði KEA og úr Menningarborgarsjóði auk þess sem Sparisjóður Norðlendinga hef- ur stutt starfsemina. Er þessum að- ilum færðar bestu þakkir fyrir framlag sitt. Tónlistarmenn á Íslandi eiga at- hvarf við Eyjafjörð þar sem for- svarsmenn Tónlistarhússins Laug- arborgar í Eyjafjarðarsveit bjóða þá velkomna og bíða þess að fá að skapa þá umgjörð um list þeirra sem telst við hæfi. Laugarborg – tónlistarhús Eyfirðinga Þórarinn Stefánsson fjallar um tónlistarhús ’Getur verið aðbæjaryfirvöld á Akureyri skammist sín fyrir úrræða- og framkvæmda- leysi þegar kemur að að- stöðu til tón- leikahalds …‘ Þórarinn Stefánsson Höfundur er píanóleikari og verkefnisstjóri um markaðssetningu Tónlistarhússins Laugarborgar í Eyjafjarðarsveit. Á VETTVANGI siglingaöryggis- mála er um þessar mundir mikið rætt og ritað um siglingar og hafnavernd. Árlega farast þúsundir sjófarenda sem sigla um höfin og við strendur landa. Hafið tekur þennan mikla toll af þeim sem nýta sér siglingar. Um er að ræða bæði farmenn, fiskimenn og farþega sem margir hverjir eru óafvitandi að sigla á vanbúnum undir- málsskipum, sem ættu ekki að vera á sigl- ingu, oft við erfiðar aðstæður á haf- svæðum þar sem allra veðra er von. Við Íslendingar eig- um mikið undir sigl- ingum og sjómennsku. Því er okk- ur mikilvægt að fylgjast vel með því sem er að gerast á alþjóðavett- vangi á sviði siglingaöryggismála. Þess vegna þurfum við að halda uppi ströngu eftirliti með þeim skipum sem sigla í lögsögu okkar og koma til hafna. Liður í því að tryggja öryggi í siglingum á hafinu er svokallað hafnarríkiseftirlit en Ísland er aðili að samþykktinni um hafnarríkiseftirlit. Í byrjun nóvember var efnt til fundar í Vancouver í Kanada um hertar aðgerðir gegn vanbúnum skipum, sem í skjóli hentifána sigla án þess að forsvaranlegt eftirlit sé með viðhaldi þeirra, þjálfun áhafna og endurnýjun búnaðar. Til þessa fundar voru boðaðir ráðherrar sigl- ingamála þeirra landa sem staðfest hafa samþykktir um hafnarríkiseft- irlit auk fulltrúa alþjóðastofnana á sviði siglingamála. Var undirrituð yfirlýsing þar sem aðildarþjóðirnar herða enn á áformum sínum og að- gerðum til að tryggja öryggi sjó- farenda með svokölluðu hafnarrík- iseftirliti. Árlega ferst fjöldi skipa sem valda mengun hafs og stranda. Fá- ar þjóðir eiga jafnmikilla hags- muna að gæta í siglingaörygg- ismálum og Íslendingar. Í hafnir landsins koma árlega um 350 skip. Flest eru sem betur fer í góðu lagi og um borð vel menntaðar og vel þjálfaðar áhafnir. Hafnarríkiseft- irlitið kannar ástand skipa og stundum eru skip sett í farbann. Í Vancouver-samþykktinni er gert ráð fyrir að herða enn eftirlitið með undirmálsskipum en þau finn- ast á öllum skipaleiðum. Þjónusta þeirra er ódýr og margir freistast til að taka tilboðum um flutning með þeim. Svokölluð útflöggun flutningaskipa er að verða regla fremur en undantekning. Út- flöggun þýðir að skipafélög skrá flota sinn hjá ríkjum sem talin eru gera minni kröfur um eftirlit og réttindi sjómanna. Það kemur síð- an í hlut ríkja, sem eiga allt undir sigl- ingum og öruggum og góðum höfnum, að fylgjast með þeim skipum sem sigla í efnahagslögsögu þeirra og nota hafn- irnar. Eins og tölur um látna sjófarendur sýna er um að ræða mjög alvarlegt við- fangsefni. Fylgifiskur undirmálsskipa er aukið álag á björg- unarsveitir sem oft eru sjálfboðaliðar og taka á sig mikið starf í samræmi við hug- sjónir slysavarna- og björg- unarfélaga. Í samræmi við alþjóðlegar skyld- ur okkar hefur hafnarríkiseftirlitið verið eflt í þeim tilgangi að tryggja þá hagsmuni okkar sem felast í ör- yggi skipa sem við landið sigla og til að varna mengun hafanna sem vissulega fylgir sjóslysum. Yfirskrift Vancouver-yfirlýsingar aðildarríkjanna er ,,Styrkja skal feril ábyrgðar“ (Strenghtening the circle of responsibility). Yfirlýs- ingin miðar að því að koma í veg fyrir að undirmálsskip sigli um höfin. Í þessu sambandi var eink- um skírskotað til ábyrgðar og hlut- verks fánaríkja, flokkunarfélaga, farmeigenda, tryggingarfélaga, banka, Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar og Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar. Samkvæmt yfirlýsingunni skal m.a. vinna að bættu upplýsingastreymi á milli aðila um skip og aðgerðir. Stefnt er að því að vinna upplýsingar, greina áhættuskip, og einbeita kröftum að því að skoða þau en hlífa þeim útgerðum sem eru þekktar að því að hafa hlutina í lagi. Í samþykktinni leggja ríkin einn- ig áherslu á að framfylgja alþjóða- samþykktum sem er beint gegn þreytu og of miklu vinnuálagi. Þá er komið inn á mikilvægi sigl- ingaverndar og sammælast ríkin um að framfylgja nýjum kröfum af fullum þunga. Ríkin lýsa einnig yf- ir vilja sínum til þess að framfylgja ýmsum nýjum samþykktum Al- þjóðasiglingamálastofnunarinnar, sem beint er gegn mengun. Geta má þess að mörg ríki komu inn á nauðsyn þess að fylgjast vel með olíuflutningaskipum og einnig að skilgreina tiltekin hafsvæði sem viðkvæm svæði fyrir skipaumferð. Loks miða ríkin við að leggja Al- þjóðasiglingamálastofnuninni lið við að útfæra væntanlegar úttektir hennar á skoðunarstörfum aðild- arríkja sinna. Í ræðu minni fyrir Íslands hönd vakti ég athygli á mikilvægum at- riðum samþykktarinnar og hvatti ríkin til að framfylgja ákvæðum hennar varðandi staðfestingu al- þjóðasamþykkta um kröfur til fiskiskipa. Ráðstefnan var vel sótt og lýstu öll ríkin yfir stuðningi sín- um við yfirlýsingu hennar. Starfsmenn Siglingastofnunar hafa það vandasama hlutverk að fylgja eftir þeim reglum sem settar hafa verið. Ég vænti þess að ís- lenskir útgerðarmenn og sjómenn sýni því verkefni skilning. Það varðar framtíðarhagsmuni atvinnu- lífs okkar jafnt í siglingum, fisk- veiðum sem í iðnaði. Við Íslend- ingar eigum allt undir traustum og öruggum siglingum til landsins. Það er þess vegna sem við eigum að skera upp herör gegn siglingu vanbúinna skipa við strendur landsins. Skorin upp herör gegn vanbúnum skipum Sturla Böðvarsson skrifar um aðgerðir gegn vanbúnum skipum ’Í Vancouver-sam-þykktinni er gert ráð fyrir að herða enn eftir- litið með undirmáls- skipum en þau finnast á öllum skipaleiðum.‘ Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.