Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 27 M enn eru með fanga í Guantanamo sem skipta ekki miklu máli, ekki myndi tapast neitt þótt þeir yrðu látnir lausir. En ráðamenn í Washington segja: við getum notað þá til að láta dómstóla skilgreina hve langt megi ganga í því að brjóta ákvæði Genfarsáttmálans um rétt- indi fanga, alþjóðalög gegn pynt- ingum, til að kanna í hve miklum mæli við getum hunsað stjórnarskrá Bandaríkjanna, sjá hvar mörkin séu,“ segir breski blaðamaðurinn David Rose. Hann hefur síðustu árin einkum ritað greinar fyrir Vanity Fair og Observer en gaf fyrr á árinu út bók um Delta-búðirnar í herstöð Banda- ríkjamanna í Guantanamo á Kúbu. Þar vitnar hann m.a. í rannsóknir Gísla Guðjónssonar sálfræðings á vafasömu gildi játninga undir þrýst- ingi og bendir Rose á að sé beitt harðræði og pyntingum til að fá fram upplýsingar sé sjaldan hægt að nota þær til nokkurs. Rose segir að aðstæður í Guantanamo séu skelfi- legar og meðferðin á föngunum fyrir neðan allar hellur. Oft hafi menn- irnir verið handteknir í Afganistan á röngum forsendum, misskilningur óreyndra túlka hafi ráðið úrslitum. Rose flytur í hádeginu í dag fyr- irlestur um Guantanamo í Reykja- víkurakademíunni. Bók hans er nú komin út á íslensku undir heitinu Guantánamo – Herferð gegn mann- réttindum. Rose heimsótti fanga- búðirnar í fyrra en þar eru nú nær 600 fangar. Auk þess að taka viðtöl við fangaverði og aðra starfsmenn, þ.á m. fangabúðastjórann, ræddi Rose við menn sem sleppt hefur ver- ið úr búðunum. Fangana sjálfa fékk hann ekki að ræða við. Ómanneskjulegar búðir og aðferðin virkar ekki „Ég álít að það hvernig Banda- ríkjamenn hafa hunsað eigin lög og alþjóðalög geri að verkum að líta beri á Guantanamo-búðirnar sem geysilega mikilvægt mál, mikilvæg- ara en fólk geri sér almennt grein fyrir,“ segir Rose. „Þess vegna fannst mér mikilvægt að skrifa strax þessa bók og lýsa því vandlega hvað deilt er um. Ég ræddi við fjölda bandarískra embættismanna, í Washington og víðar og nokkra af föngunum sem hefur verið sleppt. En það er tvennt sem ég vil reyna að koma á framfæri í bókinni. Í fyrsta lagi að búðirnar séu ómanneskjulegar og ólöglegar en í öðru lagi að aðferðin virkar ekki í baráttu gegn hryðjuverkum. Eng- ar gagnlegar upplýsingar hafa feng- ist frá föngunum vegna þess að þeir sem þar dveljast eru ekki hryðju- verkamenn. Og aðferðirnar sem eru notaðar við að yfirheyra eru eins og hannaðar til þess að fá rangar og villandi upplýsingar.“ – Hvernig geturðu verið viss um að þeir séu ekki hryðjuverkamenn? „Ég dreg ályktanir af því sem mjög háttsettir bandarískir emb- ættismenn hafa sagt mér. Einn þeirra sem ég vitna í, Tony Christino undirofursti, var yfirmað- ur í deild baráttu gegn hryðjuverk- um í Guantanamo. Hann sá allar upplýsingar um þau efni sem komu frá bækistöðinni og hafði umsjón með föngum sem teknir voru í Afg- anistan og fluttir til Guantanamo, hann veit því vel hvaða fólk er þarna. Hann telur að þetta séu ekki réttu mennirnir og ekkert gagn sé að upplýsingum sem þeir gefa. Fleiri embættismenn sem ég talaði við taka undir með honum. Við vitum líka að Bandaríkja- menn hafa klófest nokkra mik- ilvæga forsprakka al-Qaeda eftir 11. september 2001. Þeir hafa ekki ver- ið fluttir til Guantanamo og verða það vafalaust aldrei, þangað eru ekki sendir mikilvægir fangar.“ – En hvers vegna fluttu Banda- ríkjamenn mennina þangað? Varla finnst þeim málið vera heppilegt í áróðursstríðinu eða hvað? „Þetta er hræðilega vont fyrir Bandaríkin í áróðurstríðinu. En ég held að stjórn Bush hafi ekki miklar áhyggjur af því, ef svo væri myndi hún hafa breytt mörgu í stefnu sinni fyrir löngu! Ég held að hlutverk Guantanamo sé m.a. táknræns eðlis og það hlutverk var einkum mik- ilvægt fyrst eftir árásirnar 2001. Búðirnar áttu að sýna að menn væru að gera eitthvað, þær full- nægðu kröfunni um hefnd. Við erum hérna með nokkra íslamska ofstæk- ismenn, svona ætlum við að fara með þá, sögðu menn. Myndir af föngum í gulum göllum og lönd múslíma En í löndum múslíma hafa mynd- irnar frægu af föngunum, í appels- ínugulum göllum, bundum og kefl- uðum, virkað sem mjög hættulegt heróp. Þær hafa gert hryðjuverka- mönnum kleift að laða að sér fleiri liðsmenn en venjulega. Ég held að í Bandaríkjunum hafi sumir hugsað með sér að eitthvað væri þó verið að gera og óþarfi væri að velta því allt of mikið fyrir sér hvort þetta væri endilega rétta fólkið sem væri í haldi, það væri aukaatriði. Hin ástæðan fyrir því að búðirnar voru reistar og eru enn notaðar, þrátt fyrir gagnsleysið, er eins kon- ar tilraunastarfsemi. Ráðamenn nota þær til að kanna hve langt þeir geti gengið. Ef maður les skýrslur sem ritaðar hafa verið síðustu mán- uði er rauði þráðurinn sá að á stríðs- tímum skuli menn ekki hefta at- hafnafrelsi forsetans, æðsta manns heraflans, með alþjóðlegum eða inn- lendum lögum. Innifalið er rétturinn til að yfirheyra menn í haldi og nota þær aðferðir sem mönnum þóknist í þeim efnum. Þeir völdu Guantanamo vegna þess að þeir töldu að staðurinn væri lagalega séð í tómarúmi. Að nafninu til er bækistöðin kúbverskt land en samkvæmt samningi frá 1903 hafa Bandaríkjamenn lagalegt forræði þar. Lögfræðingar stjórnar Bush töldu að bandarísk lög gætu ekki gilt þar og erlendir borgarar sem væru þar í haldi gætu því ekki höfð- að til bandarískra réttarreglna um habeas corpus [um að skylt sé að kalla handtekið fólk fyrir dómara innan tveggja sólarhringa frá hand- töku] og réttar til aðgangs að verj- anda. Hæstiréttur í Washington vísaði þessari túlkun þeirra á bug í júní. En í staðinn fyrir að viðurkenna ósigur fara ráðamenn út í mjög harkalega gagnsókn á sviði laganna. Í dag [miðvikudag] verður lagt fram mál í Washington af hálfu 12 fanga í Guantanamo en stjórnvöld krefjast þess að málinu verði vísað frá. Stjórn Bush er því ekki enn búin að samþykkja niðurstöðu hæstaréttar frá því í júní.“ Hann minnir á að Alþjóða Rauði krossinn hafi sagt að beitt sé pynt- ingum í Guantanamo, þetta sagði stofnunin þegar í júní á þessu ári. „Þetta var tveim mánuðum eftir hneykslið í Abu- Ghraib-fangelsinu í Írak. Evrópumenn hafa vitað öldum saman að hægt er að fá menn til að játa hvað sem er ef beitt er pynt- ingum og það er ekkert hægt að treysta upplýsingum sem fást með þeim hætti. Þetta er því ekki bara rangt heldur gagnslaust.“ En hvaða aðferðum ætti að beita í baráttunni gegn hryðjuverkamönn- um? Rose segist hafa stutt eindregið stríðið gegn talíbönum í Afganistan. það hafi verið nauðsynlegt en það sem fyrst og fremst þurfi að gera núna sé að auka samstarf milli emb- ættismanna löggæslunnar í vest- rænum ríkjum. Nú sé vitað að leyniþjónustumenn í mörgum lönd- um, m.a. í Þýskalandi, á Spáni og í Bandaríkjunum fylgdust með mörgum úr hópnum sem rændi flugvélunum 2001 en ekkert var að- hafst. „Það er kannski hægt að skilja að tilfinningarnar hafi verið á suðu- punkti eftir árásirnar 2001, að menn hafi verið reiðir, verið hræddir við að fleiri árásir yrðu ef til vill gerðar. En það sem þeir hafa gert virkar ekki. Sömu aðferðunum var beitt í Írak og í Guantanamo. Þær hafa ekki dugað til að ráða niðurlögum uppreisnarmanna í Írak, þeim hefur frekar vaxið ásmegin. Og þeir hafa fengið geysilegan stuðning vegna myndanna af pyntingunum í Abu Ghraib.“ Saddam hafði tengsl við al-Qaeda Rose segir að menn verði að horf- ast í augu við að það sem helst gagn- ist í baráttu gegn hryðjuverka- mönnum og samtökum þeirra séu ofur hefðbundnar rannsóknir og að- gerðir lögreglu og leyniþjónustu- manna. „Bretar notuðu á sínum tíma slíkar aðferðir gegn IRA. Mestu skiptir að ráða nógu marga menn til að afla upplýsinga þar sem þær er að finna, nota spæjara og hleranir. Þetta er afskaplega sein- legt en það eina sem dugar.“ Rose segist hafa á sínum tíma stutt Íraksstríðið og skrifað þá greinar í breska fjölmiðla sem hafi vakið reiði margra vina hans. En nú blasi við að Bandaríkjamenn hafi klúðrað svo undirbúningnum að ljóst sé að herförin hafi verið mistök. „Ég skrifaði greinar þar sem ég hélt því fram að Saddam Hussein hefði tengsl við hryðjuverkamenn og hann hafði vissulega tengsl við al- Qaeda, það er ég alveg sannfærður um. Rannsóknarnefndin sem Bandaríkjaþing skipaði gerði skýrslu þar sem segir að um tengsl hafi verið að ræða, þetta er rakið þar. Það eru engar vísbendingar um að Saddam hafi átt þátt í árásunum 2001 en hann hafði tengsl við al- Qaeda. Ég þekki manninn sem rannsakaði gögnin um þessi tengsl sem safnað var af bandarísku leyni- þjónustunni, CIA og leyniþjónustu Pentagon, hann er yfirvegaður og laus við allt ofstæki. En ráðamenn gátu ekki látið duga að segja frá þessum upplýsingum heldur ýktu þær og nú trúir þeim enginn. Ég hef verið í Kartúm í Súdan nokkrum sinnum og þekki embætt- ismenn þar. Það er alveg ljóst af samtölum við þá að snemma á tí- unda áratugnum voru náin tengsl milli Osama bin Ladens og Íraka. Maðurinn sem rak fyrirtæki bin Ladens í Súdan var íraskur leyni- þjónustuforingi, hann er enn þarna og ég hef tekið viðtal við hann. En Íraksstríðið var skelfilegt. Bandaríkjamenn hefðu átt að nota þrisvar sinnum fleiri hermenn, þeir leyfðu mönnum að ræna og rupla eftir að stjórn Saddams féll og þeir glutruðu meira að segja niður tæki- færinu til að skoða leyniþjón- ustugögnin sem hefðu sannað tengslin milli Saddams og al-Qaeda. Og nú horfa menn upp á blóðbað. Ef þeir hefðu búið sig betur undir þetta gæti verið að þegar væri búið að koma á lýðræði í Írak,“ sagði David Rose. Menn Bush vilja sjá hvað þeir komast upp með Breski blaðamaðurinn David Rose segir í við- tali við Kristján Jóns- son að stjórn Bush Bandaríkjaforseta hunsi bæði innlend lög og alþjóðalög í Guant- anamo-fangabúðunum. Morgunblaðið/Jim Smart David Rose: „Evrópumenn hafa vitað öldum saman að hægt er að fá menn til að játa hvað sem er ef beitt er pyntingum og það er ekkert hægt að treysta upplýsingum sem fást með þeim hætti.“ ’Búðirnar áttu aðsýna að menn væru að gera eitthvað, þær fullnægðu kröf- unni um hefnd.‘ kjon@mbl.is Kristján Þ. Davíðsson, aðstoðar- forstjóri HB Granda hf., sagði meðal annars í sinni framsögu að fyrir sína parta deildi hann ekki á auðlinda- gjaldið. „Það má að mínu mati færa sannfærandi rök fyrir því að notandi auðlindar greiði eigendunum arð af eigninni á sama hátt og notandi fjár- magns greiðir arð af hlutafé og vexti af lánsfé. En ég spyr hvers vegna er eingöngu nýting einnar tegundar sjávarauðlindar, þ.e.a.s. fiskistofna skattlögð sérstaklega.“ Kristján spurði einnig hvers vegna það sama gilti ekki um aðrar takmarkaðar náttúruauðlindir á landi eða í lofti, eins og hvað varðaði jarðhita vatnsföll og útvarps- og sjónvarpsrásir. Þetta skekkti sam- keppnisstöðu sjávarútvegsfyrir- tækja gagnvart öðrum iðnaði. Hann benti einnig á að á sama tíma og gerðar væru út opinberar stofnanir til að leita að erlendu fjár- magni til nýtingar vatnsorku með orkufrekum iðnaði væri sjávarút- vegsfyrirtækin hindruð í því að sækja sér hlutafé og meðfylgjandi viðskiptasambönd og þekkingu er- lendis að ekki væri minnst á það að þau mættu ekki fjárfesta erlendis og greiða með eigin hlutafé eins og iðu- lega væri gert í öðrum iðngreinum. Hann efaðist hins vegar stórlega um að erlend hlutafé til fjárfestinga í ís- lenskum sjávarútvegi væri á lausu. 50 milljarðar í hlutafé Yngvi Örn Kristinsson. fram- kvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbanka Íslands, sagði í sinni framsögu að meginástæðan fyrir skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkað á sínum tíma virtist hafa verið takmarkaður að- gangur að lánsfé og á tímabilinu 1992–2003 hafi sjávarútvegsfyrir- tæki í veiðum og vinnslu sótt ítrekað hlutafé til markaðarins eða samtals að upphæð 50 milljarðar króna á verðlagi ársins í ár. Oftast hafi þar verið um að ræða útgáfu á hlutafé vegna samruna félaga, en einnig hafi verið farið út í hlutabréfaútgáfu í tengslum við fjárfestingar í skipum eða vinnsluhúsum. Yngvi Örn fjallaði einnig um aukna samþjöppun í sjávarútvegi, sem væri athyglisverð í ljósi þess að upplýsingar um rekstur sjávarút- vegsfyrirtækja virtust ekki benda til stærðarhagkvæmni í sjávarútvegi, þ.e.a.s. arðsemi stóru fyrirtækjanna væri ekkert endilega betri en arð- semi minni fyrirtækjanna. Þetta skipti máli fyrir greinina varðandi áhrif kvótaþaksins svonefnda. Miklu meira máli virtist skipta að fyrir- tækið væri af réttri stærð miðað við sínar veiðiheimildir og stillti sig inn á þær bæði í veiðum og vinnslu held- ur en að það stækkaði mjög mikið. Yngvi Örn sagði ennfremur að skipulag íslensks sjávarútvegs hefði verið svolítið sérstakt. Við hefðum verið með dreifð útgerðar- og vinnslufyrirtæki sem hefðu verið í samstarfi í sölu og framleiðslu er- lendis, en erlendis sæjum við gjarn- an lóðrétta samþættingu allt frá veiðum til sölu til verslana. Á undanförn- um árum hefðu eigna- tengslin milli sjávarút- vegs- og sölufyrirtækj- anna verið rofin og sölufyrirtækin virtust vera í vaxandi útrás og eig- infjárstaða þeirra væri að styrkjast. Það stefndi í að 2–4 sjávarútvegsfyr- irtæki yrðu nálægt kvótaþakinu. Til lengri tíma litið yrði vaxandi spurn eftir sjávarfangi og framboðið mundi að öllum líkindum minnka. Aukið eldi mundi að einhverju leyti jafna þetta misvægi. Lykilatriði fyr- ir sölu og framleiðslu erlendis væri að tryggja aðgang að hráefni og það væri alveg hugsanlegt að mestur styrkur fengist með samruna stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna og sölufyrirtækjanna. þess ekki fjármála- þetta og ræðu erf- ni. k á kvóta g sagðist kmarkaði eð vaxta- ækja. „En n í því að fiskveiða sem slík miskonar ki er háð íslenskra ð þau eru kkert sem arútvegs- hagræð- sviði eru el ég víst eftir að er ekkert tvær eða an í fisk- sráðherra arkanir á útgerð og greininni kaði vaxt- g er ekki festingar- varútvegi ir að það að dæma . Eignar- farið allt um hlut- endingar vegsfyrir- er vitað í ] rið haldið t að tak- ra aðila í é að tak- u í sjávar- gja auð- u svo hún m mæli.“ essu væri ðferð sem takmarka sú eina g tel þó,“ tímabært nda fjár- kmörkun varútvegi útrás. stefnu Kauphallarinnar aks og skilegt ið/Sverrir Margar ástæður fyrir afskráningu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.