Morgunblaðið - 01.12.2004, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
KÆRI Karl Sigurbjörnsson, bisk-
up.
Fimmtudaginn hinn 14. október
2004 birti Morgunblaðið mjög at-
hyglisverða grein eftir Guðrúnu
Lilju Hólmfríðardóttur.
Í grein þessari ber höfundur
ákveðinn geðlækni, stjórnendur
Ríkisútvarpsins og nýskipaðan
hæstaréttardómara þungum sök-
um.
Fyrir okkur flest er það ger-
samlega ómögulegt að gera sér
grein fyrir sannleiksgildi þessara
ásakana. Það er okkur jafnframt
óskiljanlegt hvernig þeir sem sök-
unum eru bornir geta starfað
áfram í þágu almennings án þess
að þær verði rannsakaðar ítarlega.
Ég fluttist frá Íslandi 1984 og
hef síðan verið búsettur í Þýska-
landi, Danmörku, Svíþjóð og á
Englandi. Ég er ekki í nokkrum
vafa um að ef slíkar ásakanir
kæmu fram í virtum fjölmiðli ein-
hverra þessara landa yrðu þær
teknar mjög alvarlega og tafar-
laust rannsakaðar til þess að kom-
ast að sannleiksgildi þeirra.
Það er mín skoðun að það sé
skylda íslenskra stjórnvalda að sjá
til þess að skipuð verði opinber
rannsóknarnefnd sem fái það hlut-
verk að komast að því hvort ásak-
anir Guðrúnar Lilju séu sannar
eða ósannar.
Ert þú sammála þessari skoðun
minni?
PS. Til þess að koma í veg fyrir
misskilning vil ég taka fram að ég
þekki engan sem tengist þessu
sérstaka máli og hef þess vegna
engra hagsmuna að gæta annarra
en þeirra að mér er umhugað um
að Íslendingar geti í framtíðinni
talist til siðmenntaðra þjóða.
SIGMUNDUR
GUÐMUNDSSON,
Nöbbelövs kyrkoväg 105,
226 53, Lundi, Svíþjóð.
Sannleikurinn
gerir yður frjálsa
Frá Sigmundi Guðmundssyni
stærðfræðingi
Opið bréf til Karls Sigurbjörnssonar biskups
STJÓRNMÁLASAGA áranna
1900–1929 hefur fengið mikla umfjöll-
un í íslenskum fjölmiðlum á árinu og
þá sérstaklega þáttur Hannesar Haf-
stein. Það hefur að mínu áliti ekki
verið neitt skjall þó
hans þáttur sé gerður
stór í þeirri sögu. Hann
var fyrsti ráðherra Ís-
lands með aðsetur í
Reykjavík og gegndi
því starfi í 7 ár og 2
mánuði. Ekki er ástæða
í þessari stuttu grein til
að bæta um betur með
umfjöllunina um Hann-
es Hafstein svo mikil
hefur hún verið.
Annar merkur leið-
togi þjóðarinnar á
þessu tímabili, Jón
Magnússon, hefur aftur
á móti litla umfjöllun
fengið. Jón Magnússon
var fyrsti forsætisráð-
herra landsins og sat
sem forsætisráðherra í
7 ár og 6 mánuði, lengst
allra forsætisráðherra á
tímabilinu 1900–1929
og sat á þingi nær óslit-
ið frá árinu 1902–1926.
Þáttur Jóns Magn-
ússonar í mótun ís-
lenskra stjórnmála hef-
ur fallið í skuggann af
Hannesi Hafstein og
einnig öðrum stjórnmálamönnum
eins og Jóni Þorlákssyni. Sá síð-
arnefndi var mikill hugsuður þó hann
væri aldrei valdamaður á borð við
Hannes Hafstein og Jón Magnússon.
Jón Þorláksson var forsætisráðherra
í aðeins í rúmt ár.
Pólitískan árangur Jóns Magnús-
sonar tel ég fyllilega jafnast á við ár-
angur Hannesar Hafstein og álít ég
að þeir tveir standi upp úr af stjórn-
málamönnum tímabilsins 1900–1929.
Jón var einstaklega laginn maður í
pólitík en hann var einn af fáum
stjórnmálamönnum sem lét ekki hátt
en hafði sitt fram. Hann virðist hafa
komið að nánast öllu sem máli skipti í
stjórnmálalífi landsins á meðan hans
naut við. Hann var hægri hönd Hann-
esar Hafstein frá fyrsta degi í stjórn-
arráðinu sem skrifstofustjóri. Jón
Magnússon tók að sér formennsku í
Sambandsflokknum að beiðni Hann-
esar Hafstein og tók seinna við af
honum í Heimastjórnarflokknum síð-
ari þegar hann var þrotinn að kröft-
um. Þannig leiddi Jón Magnússon
pólitískt starf Hannesar Hafstein og
hélt hugsjónum hans gangandi.
Hann kunni að tengja
Það var eins og enginn vissi alveg
hvar Jón Magnússon væri í pólitík og
fór það í taugarnar á
mörgum þó hann væri
alltaf heimastjórn-
armaður meðan sá
flokkur var til. Margir
hægrimenn sögðu Jón
Magnússon alltaf vera
að verja Framsókn eða
eins og Matthías Jo-
hannessen hefur eftir
Sigurbirni Þorkelssyni í
bókinni Ólafur Thors, 1.
bindi: ,, og svo var hann
[Jón Magnússon] alltaf
með Framsókn … og
tók alltaf svari Fram-
sóknar og Sigurðar
Jónssonar frá Ysta-
felli.“ Þetta eru sérstök
ummæli um farsælan
stjórnmálaforingja með
síðari tíma sögu í huga.
Hversu oft hafa ekki
forsætisráðherrar
Sjálfstæðisflokksins
borið blak af samráð-
herrum sínum og þótt
klókt! Það var auðvitað
drengilegt af Jóni
Magnússyni sem for-
sætisráðherra að
standa með samráð-
herrum sínum og klókt að styrkja
með þeim hætti samstarfið inn á við
og stöðu ríkisstjórnarinnar út á við.
Slíkan stjórnunarstíl tileinkuðu sér
síðar forsætisráðherrar eins og Ólaf-
ur Thors og Davíð Oddsson með góð-
um árangri.
Jóni Magnússyni virðist hafa tekist
umfram aðra að ná með sér stórum
hópum þingmanna úr öllum flokkum
þegar mikið lá við. Í tvígang kom það
í hlut Jóns Magnússonar að mynda
starfhæfa ríkisstjórn eftir að öðrum
hafði mistekist það. Það var eftir
kosningarnar 1919 þegar enginn inn-
an þings gat leyst þá stjórnarkreppu
sem uppi varð og þurfti því að leita til
Jóns þó hann hafi fallið af þingi í þeim
kosningum. Sama átti sér stað 1924
en þá tók Jón Magnússon að sér að
mynda stjórn fyrir Íhaldsflokkinn
eftir að Jón Þorlákssonar formaður
flokksins gafst upp við það verk. Jón
Magnússon tók þátt í stjórnmála-
starfi í nokkrum flokkum og stóð að
stofnun sumra þeirra. Flokkarnir
hans urðu því margir: Heimastjórn-
arflokkur, Sambandsflokkur, Heima-
stjórnaflokkurinn síðari, Sparnaðar-
bandalagið og Íhaldsflokkurinn. Ef
hann hefði lifað lengur er nokkuð víst
að hann hefði orðið einn af stofn-
endum Sjálfstæðisflokksins síðari.
Hans helsti samstarfsmaður eftir að
Hannes Hafstein dró sig í hlé var ein-
mitt Jón Þorláksson fyrsti formaður
Sjálfstæðisflokksins. Það sem mun þó
halda nafni Jóns Magnússonar lengst
á lofti er lokaáfanginn í sjálfstæð-
isbaráttu þjóðarinnar. Það var Jón
Magnússon sem leiddi Íslendinga til
fulls sjálfstæðis árið 1918 og undirrit-
aði sem forsætisráðherra sam-
bandslögin fyrir hönd þjóðarinnar
ásamt Kristjáni konungi X. Þar með
lauk Jón Magnússon farsællega
þeirri sjálfstæðisbaráttu sem Jón
Sigurðsson hóf um 70 árum fyrr.
Dagur Jóns
Magnússonar
Ástæður fyrir þögninni í kringum
Jón Magnússon eru hugsanlega
margar. Ein getur verið sú staðreynd
að hann eignaðist ekki afkomendur
sem héldu nafni hans á lofti. Önnur
líkleg ástæða gæti verið að hann nær
ekki að lifa til þess tíma að vera einn
af stofnendum Sjálfstæðisflokksins
síðari og hans merki því ekki verið
haldið á lofti af þeim flokki. Fáir áttu
þó meiri þátt í að leiða hægrimenn að
því loka marki að sameinast í Sjálf-
stæðisflokknum síðari. Enginn getur
talist tengja saman Heimastjórn-
arflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn síð-
ari sterkari böndum en einmitt Jón
Magnússon. Hann er ekki heldur
sveipaður ljóma Heimastjórnarflokks
Hannesar Hafstein. Að mínu áliti er
tímabært að þögnin um Jón Magn-
ússon verði rofin og störf hans fyrir
land og þjóð metin að verðleikum.
Þar ber hæst forustuhlutverk hans
sem valdamesti maður landsins að
ljúka sjálfstæðisbaráttunni með full-
um sigri fyrir íslensku þjóðina. Af
þeim verkum á hann skilið titilinn
þjóðhetja við hlið Jóns Sigurðssonar
og Hannesar Hafstein.
Ég legg því til að minning Jóns
Magnússonar verði heiðruð með þeim
hætti að fullveldisdagurinn 1. desem-
ber ár hvert beri nafn hans og mætti
dagurinn heita: Dagur Jóns Magn-
ússonar.
Jón Magnússon
Kristján Pálsson fjallar um
Jón Magnússon, fyrsta
forsætisráðherra landsins
’Að mínu álitier tímabært að
þögnin um Jón
Magnússon
verði rofin og
störf hans fyrir
land og þjóð
metin að verð-
leikum.‘
Kristján Pálsson
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
UM 94 til 95% Íslendinga eru
skráðir í kirkjudeildir sem kenna sig
við Jesú Krist. Þar af eru um 86%
þjóðarinnar skráð í íslensku þjóð-
kirkjuna. Við erum því kristin þjóð
hvernig sem á það er
litið, að minnsta kosti
að nafninu til. Að sjálf-
sögðu með fullri virð-
ingu fyrir þeim fimm
til sex prósentum sem
aðhyllast önnur trúar-
brögð eða telja sér trú
um að þeir trúi ekki á
neitt, sem eru nátt-
úrlega heilmikil og
flókin trúarbrögð út af
fyrir sig.
Þjóðin sækir til
kirkjunnar og leitar á
náðir trúarinnar þegar
eitthvað kemur upp á. Fólki finnst
gott að vita af kirkjunni sinni og hafa
Guð einhversstaðar uppi í skáp ef á
þyrfti að halda.
Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina
að þegar á reynir skiptir trúin þetta
þjóðfélag og einstaklinga þess per-
sónulega, miklu máli og fólk vill ekki
vera án hennar, þó sumir vilji
kannski halda henni í ákveðinni fjar-
lægð. Trúin á Guð, náð hans, fyr-
irgefningu og kærleika er jafnvel
akkerið í tilverunni þegar allt kemur
til alls. Það besta sem menn geta
hugsað sér og vildu því ekki fyrir
nokkurn mun sjá hana hverfa úr
þjóðfélaginu, tilverunni eða lífinu.
Heldur að hún haldi áfram að móta
einstaklinginn, mannlífið og kom-
andi kynslóðir.
Fáir eru þeir hins
vegar sem tala um trú
sína, hvers virði hún er
þeim. Hún virðist vera
eitthvert feimnismál.
Það tíðkast helst ekki
að bera hana á borð
fyrir aðra. og menn
byrgja hana inni. Hún
er jú einkamál hvers og
eins, eins og margir
segja. Eitthvað á milli
viðkomandi ein-
staklings og Guðs.
Sannarlega er það
rétt að vissu leyti. Hitt
er þó ljóst að trúin berst bara ekki
frá manni til manns eða til komandi
kynslóða nema einhver segi frá og
vitni um trú sína. Segi frá því hvað
trúin, bænin og samfélagið við Guð
er viðkomandi einstaklingi mikils
virði. Á hvað menn trúi og hvers
vegna. Öðru vísi berst trúin ekki frá
hjarta til hjarta, eins og henni ber að
gera.
Það er ekki raunhæft að ætlast til
þess að fáeinir prestar eða þar til
gerðir atvinnumenn sjái alfarið um
misjafnar prédikanir, trúfræðslu og
trúaruppeldi og miðli þannig trú-
ararfinum til komandi kynslóða með
þeim hætti. Trúin miðlast nefnilega
fyrst og fremst inn á heimilum, frá
foreldrum til barna og með persónu-
legum vitnisburði og í umgengni og
framkomu einstaklinga. Sem sagt
með jafningjafræðslu.
Því hvet ég alla kristna Íslendinga
til þess að koma, án öfga, hávaða eða
láta, „út úr skápnum“, með trú sína,
og segja frá hvað hún er þeim mikils
virði og miðla henni.
Trúin á Jesú Krist vekur nefni-
lega von. Hún eflir kærleika og telur
í menn kjark. Hún eykur samstöðu,
umburðarlyndi og skilning, virðingu
og víðsýni. Hún boðar fyrirgefningu
og gefur líf.
Njóttu þess að fegra umhverfi þitt
með vitnisburði um trú á kærleik-
ann. Því að hjörtum sem reiða sig á
kærleika Guðs líður einfaldlega bet-
ur. Þau trúa á lífið.
Út úr skápnum
Sigurbjörn Þorkelsson segir að
trúin á Jesú Krist veki von ’Þjóðin sækir til kirkj-unnar og leitar á náðir
trúarinnar þegar eitt-
hvað kemur upp á.‘
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju.
Í KVÖLD, fullveldisdaginn 1. des-
ember, verða haldnir sérstæðir út-
gáfutónleikar á Gauk á
Stöng. Átján af
fremstu hljómsveitum
landsins hafa lagt fram
skerf sinn til safnplötu
undir heitinu Frjáls
Palestína, sem gefin
var út í fyrradag, 29.
nóvember. Geisladisk-
urinn er samstöðu-
yfirlýsing með stríðs-
hrjáðum í hertekinni
Palestínu. Allir lista-
menn gefa vinnu sína
og allur ágóði af sölu
plötunnar og aðgangs-
eyrir að tónleikunum
rennur óskertur til
æskulýðsstarfs í Bal-
ata-flóttamannabúð-
unum í Nablus á Vest-
urbakkanum.
Dagsetningarnar
eru vel valdar. 29. nóv-
ember hefur um langt
árbil verið helgaður
samstöðu með réttindabaráttu pal-
estínsku þjóðarinnar og er það að
undirlagi Sameinuðu þjóðanna sem
hvatt hefur verið til fundahalda og
annarra aðgerða á þessum degi. Það
var þennan dag árið 1947 sem alls-
herjarþingið samþykkti tillögu,
lagða fram af sendiherra Íslands, um
skiptingu Palestínu í tvennt, milli
gyðinga og araba. Félagið Ísland-
Palestína var stofnað á þessum degi
árið 1987 og hefur síðan minnst
þessa dags með fundum og skrifum.
Félagið Ísland-Palestína er útgef-
andi geisladisksins, en allan heiður
af undirbúningi og útgáfu plötunnar
á Eva Einarsdóttir sem var sjálf-
boðaliði á vegum félagsins á síðasta
ári og hefur kynnst af eigin raun
skelfilegum aðstæðum íbúa her-
teknu svæðanna, ekki síst barna og
ungmenna í flóttamannabúðum.
Verkefnið Von (Project Hope) er
heiti á æskulýðsstarfsemi í Balata
sem nú skal aflað fjár til. Markmið
þess er að veita æskufólki í Palestínu
stuðning og von um betri framtíð.
Haldin eru námskeið á ýmsum svið-
um, meðal annars í leiklist, ensku og
skyndihjálp. Börnum og ungu fólki
er hjálpað til að vinna úr erfiðri lífs-
reynslu, örvæntingu og vonleysi.
Fullveldisdagurinn 1. desember
var löngum hátíðis- og baráttudagur
okkar Íslendinga. Um
árabil helguðu stúd-
entar 1. desember bar-
áttu gegn hernámi og
erlendri hersetu á Ís-
landi og afleiðingum
hennar á fullveldi þjóð-
arinnar, menningu og
stjórnmál. Það er ekki
úr vegi að við hugum
einnig að sjálfstæð-
isbaráttu annarra þjóða
á þessum degi. Ísland
er hluti þess samfélags
þjóða sem ber sérstaka
ábyrgð á hlutskipti Pal-
estínumanna, bæði
þeirra sem búa á her-
teknu svæðunum og
meirihluta þjóðarinnar
sem enn býr í flótta-
mannabúðum.
Hernám Ísraela í
Palestínu er orðið lang-
vinnara en nokkurt
annað í síðari tíma sögu
mannkynsins. Það hefur markað
djúp spor í líf og menningu Palest-
ínumanna, ekki síst æskufólksins
sem þekkir ekkert annað en grimmd
og niðurlægingu af hálfu Ísraels-
hers. Þetta framferði hersins, sem
heimurinn hefur horft upp á að-
gerðalaus, fer líka illa með það ísr-
aelska æskufólk sem gegnir her-
skyldu og er alið upp við hatur og
fyrirlitningu á palestínskum jafn-
öldrum sínum. Hætt er við að ástand
þessa fólks verði síst betra en banda-
rísku hermannanna sem sneru
margir hverjir heim niðurbrotnir
menn úr Víetnamstríðinu.
Hernáminu verður að linna og
réttur flóttafólks tryggður til að
réttlát lausn náist. Öðruvísi verður
ekki friður. Fullveldisdeginum er vel
varið til að minnast baráttu palest-
ínsku þjóðarinnar og Frjáls Palest-
ína er kröftug yfirlýsing og verðugt
framlag listamanna til baráttu sem
skiptir okkur öll máli.
Fullveldi og
frjáls Palestína
Sveinn Rúnar Hauksson
fjallar um útgáfutónleika
á fullveldisdaginn
Sveinn Rúnar Hauksson
’Markmiðið erað veita æsku-
fólki í Palestínu
stuðning og von
um betri fram-
tíð.‘
Höfundur er læknir, formaður
Félagsins Ísland-Palestína.