Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristín Gunn-þóra Haralds-
dóttir fæddist á
Grjótnesi á Mel-
rakkasléttu 20. októ-
ber 1913. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Garðvangi í Garði
23. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Harald-
ur Sigurðsson, f. á
Meiðavöllum í
Kelduhverfi 9. júlí
1885, d. 17. desem-
ber 1963 og kona
hans Kristbjörg
Stefánsdóttir, f. á Hrafnsstöðum í
Lundarbrekkusókn, S-Þing., 15.
október 1887, d. 9. desember
1922. Systkini Kristínar eru fimm:
Sigurður Þórarinn, f. 15. apríl
1915, d. 5. september 1995, dreng-
ur, f. 16. júlí 1918, lifði aðeins einn
eða tvo daga, Jón Friðrik, f. 17.
nóvember 1919, d. 3. febrúar 1946
og tvíburarnir Kristbjörg og
Bergljót, f. 6. desember 1922.
Kristín ólst upp frá 9 ára aldri hjá
Birni Kristjánssyni, kaupfélags-
stjóra á Kópaskeri, seinna alþing-
ismanni, f. 22. febrúar 1880, d. 10.
júlí 1973 og seinni konu hans,
Rannveigu Gunnarsdóttur, f. 6.
nóvember 1901, d. 29. janúar
1991. Þau Björn og Rannveig áttu
saman fjórar dætur og tvo syni,
þessi börn ásamt syni Björns frá
fyrra hjónabandi talaði Kristín
ætíð um sem uppeldissystkini sín.
1949, býr í Garði, maki Theodór
Guðbergsson, þau eiga fjögur
börn og sjö barnabörn. 8) Ólöf
Hallsdóttir, f. 1951, býr í Garði,
maki Jens Sævar Guðbergsson,
þau eiga fimm börn og sjö barna-
börn. 9) Lóa Hallsdóttir, f. 1953,
býr á Selfossi, maki Agnar Kol-
beinsson, þau eiga fjögur börn og
tíu barnabörn. 10) Ásta Hallsdótt-
ir, f. 1954 býr á Selfossi, maki
Guðlaugur Guðmundsson, þau
eiga tvö börn. Einnig ólst upp hjá
Kristínu frá sjö ára aldri og fram
yfir fermingu Sigríður Kristjáns-
dóttir, f. 1934. En hún og Hallur
voru systkinabörn.
Kristín og Hallur hófu búskap í
Skinnalóni árið 1938 í apríl og
bjuggu þar til ársins 1947 er þau
brugðu búi og fluttu til Raufar-
hafnar. Þar bjuggu þau í fjörutíu
og fimm ár eða til ársins 1992, en í
ágúst það ár fluttu þau suður í
Garð. Kristín dvaldi á Dvalar-
heimilinu Hlévangi í Keflavík frá
desember 1997 til janúar á þessu
ári en þá fluttist hún á Hjúkrunar-
heimilið Garðvang í Garði. Á
Raufarhöfn starfaði Kristín sem
verkakona ásamt húsmóðurstörf-
unum, hún var einnig matráðs-
kona tímabundið hjá Söltunar-
stöðinni Borgum og hjá SR en
síðustu árin sem hún vann utan
heimilis starfaði hún á sauma-
stofu. Kristín gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir Verkalýðsfélag
Raufarhafnar á árunum 1959 til
1973, var m.a. gjaldkeri þess um
árabil. Hún var jafnframt virkur
félagi í Kvenfélaginu Freyju, var
m.a. formaður þess í fjögur ár auk
ýmissa annarra trúnaðarstarfa.
Kristín var gerð að heiðursfélaga
í Kvenfélaginu 1984.
Útför Kristínar Gunnþóru fer
fram frá Útskálakirkju í Garði í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Þau eru í aldursröð
þessi; Þórhallur, f.
1910, látinn, Gunn-
þórunn, f. 1919, Krist-
veig, f. 1921, d. 1924,
Gunnar Kristján, f.
1924, Guðmundur, f.
1925, d. 1988, Krist-
veig, f. 1927 og Ásta,
f. 1930.
Maður Kristínar
var Hallur Þorsteins-
son, f. í Sveinungsvík
í Þistilfirði 15. mars
1911, d. 30. janúar
1998. Foreldrar hans
voru Þorsteinn Jóns-
son, bóndi í Skinnalóni á Sléttu og
farkennari, f. 2. ágúst 1870, d. 2.
janúar 1943 og Ólöf Guðmunds-
dóttir, f. 7. október 1881, d. 21.
mars 1971.
Kristín eignaðist 10 börn og eru
þau í aldursröð þessi: 1) Rannveig
Ísfjörð, f. 1935, býr í Reykjavík.
Faðir hennar var Dósóþeus
Tímótheusson, f. 9. september
1910, d. 13. mars 2003. Rannveig á
sjö börn og sautján barnabörn. 2)
Þorsteinn Hallsson, f. 1941, býr á
Raufarhöfn, hann á tvo syni og
fjögur barnabörn. 3) Kristbjörg
Hallsdóttir, f. 1943, býr í Njarð-
vík, hún á fimm börn og fimm
barnabörn. 4) Sylvía Hallsdóttir, f.
1944, býr í Garði, maki Rúnar
Guðmundsson og eiga þau tvö
börn og þrjú barnabörn. 5 og 6)
Tvíburadrengir, andvana fæddir
1946. 7) Jóna Halla Hallsdóttir, f.
Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð,
en ekkert um þig, ó, móðir góð? –
Upp, þú minn hjartans óður!
Því hvað er ástar og hróðrar dís,
og hvað er engill úr paradís
hjá góðri og göfugri móður?
(Matthías Jochumsson.)
Með örfáum orðum kveð ég þig
mamma mín, með sorg í hjarta. En
það má helst ekki vera þannig. Held-
ur horfa fram á veginn, þar sem ég
veit að þú varst orðin svo þreytt og
þráðir að fá að sofna, hinn síðsta
blund.
Þó svo hugurinn væri enn opinn og
frjór var líkaminn þreyttur. Ég þakka
af alhug allt sem þú gerðir fyrir mig
og börnin mín.
Að síðustu kveð ég þig með erindi
úr ljóðinu ,,Jólakveðja til mömmu“,
eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur frá
Brautarholti.
Ég hef engin orð að sinni, aðeins bæn og
helga þökk
fyrir alla æskudaga, er ég jafnan minnist
klökk.
Þegar eitthvað lundu lamar, leita ég í
gömul skjól,
ætíð því ég held í huga hátíðleg hjá
mömmu jól.
Hví í friði, elsku mamma.
Þín dóttir,
Rannveig.
Ég var staddur á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í Fossvogi þriðjudag
23. nóv. sl. í sjúkrarúmi framan við
svokallaðan undirbúning að bíða eftir
að vakna eftir létta svæfingu, en verið
var að setja svokallaðan lyfjabrunn í
höfuðhvelið. Svæfingin átti sér stað
kl. 15 og tæpum klukkutíma síðar var
ég að vakna. Verð ég þá var við að
mamma er komin að rúminu til mín
og vill komast uppí. Ég hugsa að
þröngt verði í rúminu fyrir okkur
bæði og reyni að ýta mér til hliðar.
Það skiptir þá engum togum að sú
aldraða vippar sér yfir grindina og á
grúfu og öfug við mig með fæturna á
koddanum hjá mér og er að bauka
eitthvað til fóta. Eftir smá stund rís
hún á fætur og gengur aftur fyrir
rúmið og horfir niður og er búin að
renna niður rennilásnum á jakkanum.
Svo lyftir hún hendinni líkt og í
kveðjuskyni og líður fram ganginn.
Ég finn nú með fætinum að hún hefur
komið með eitthvað færandi hendi og
lít aftur og sé þá að þetta er lítill engill
sem hún hefur lagt að fótum mér og
liggur þarna nokkurn veginn í
„Norwich-búningi,“ gulri peysu og
grænum buxum, og brosir til mín.
Þetta bros kannaðist ég við enda séð
það oft áður fyrir rúmum 42 árum er
ég kom heim, að loknum vinnudegi, í
Brunnvör forðum daga. Þá ber að
geta þess að mamma andaðist kl.
15.45 þennan sama dag, eftir stutta en
snarpa banalegu, á Garðvangi í Garði.
Nú er hún mamma gengin götu
sína á enda.
Að leiðarlokum vil ég þakka henni
fyrir allt sem liðin ár og dagar geyma.
Þinn eini sonur,
Þorsteinn Hallsson.
Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu
móður þinnar,
sem mildast átti hjartað og þyngstu
störfin vann
og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku
sinnar
og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann.
Þú veizt, að gömul kona var ung og fögur
forðum,
og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum
mest.
Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum.
Sú virðing sæmir henni og móður þinni
bezt.
Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína
móður,
að minning hennar verði þér alltaf hrein
og skír,
og veki hjá þér löngun til að vera öðrum
góður
og vaxa inn í himin – þar sem kærleikurinn
býr.
(Davíð Stefánsson.)
Ég leiði hugann aftur í tímann og
minnist móður minnar sem andaðist
23. nóvember síðastliðinn eftir stutt
veikindi, sem kannski kom mér ekki á
óvart þar sem ellihrumleiki hafði
hrjáð hana um nokkurt skeið. Að fá að
fara með öll skilningarvit í lagi og
þjást ekki lengur en hún gerði nú
undir lokin er guði þakkarvert. Þar
sem ég er þriðja í systkinaröðinni þá
man ég frá því þegar við fluttum frá
Skinnalóni austur á Raufarhöfn, ég
þá á fimmta ári. Þá fór mamma í
Kaupfélagið og keypti mjólkurkex,
þótti okkur Sylvíu þetta mikið sport
að fá kex til að borða á meðan við vor-
um látnar bíða í bílnum meðan bú-
slóðin var tekin inn, hún hefur eflaust
ekki verið mikil. Húsið sem við flutt-
um í var ekki stórt og ekki voru mikil
þægindi í því og ég efa að við nútíma-
konur kæmumst í gegnum það ef við
þyrftum að búa við slík skilyrði sem
konur á þessum tíma bjuggu við. Allt-
af var nóg pláss í litla húsinu fyrir þá
sem þar leituðu skjóls, hvort heldur
það var um stuttan eða lengri tíma. Í
þá daga var allur matur heimabúinn
að hausti og stóð matartilbúningur oft
í þrjár til fjórar vikur. Við systkinin
liðum aldrei skort því það var alltaf
eitthvað til að borða heima en hörð
hefur eflaust baráttan verið með öll
þessi börn að hafa í þau og á. Mamma
átti prjónavél og prjónaði allt á okkur
og einnig prjónaði hún fyrir fólk í
þorpinu. Ég held að ég fari rétt með
að ekki hafi hún tekið mikið fyrir og
var ekki það eina sem hún gerði fyrir
aðra. Hún var alltaf boðin og búin ef
einhvers staðar var þörf á aðstoð og
taldi það ekki eftir. Ég verð að segja
frá því er ég var 10 ára gömul, þá
stundaði mamma síldarvinnu eins og
svo oft áður. Þetta var sumarið ’53.
Hún fór að heiman kl. 13 á daginn og
kom heim á kvöldin kl. 19. Treysti hún
mér fyrir þremur systrum mínum
sem voru fjögurra og tveggja ára og
fimm mánaða gamlar, sumarkaupið
mitt var reiðhjól sem undrast var á að
hún skyldi láta mig hafa. Mamma
sagði að ég væri búin að vinna fyrir
því.
Ég gæti skrifað margar síður um
ævi móður minnar en hún kynntist líf-
inu svo sannarlega því níu ára gömul
varð hún fyrir þeirri miklu sorg að
missa móður sína af barnsförum og
var hún elst fimm systkina. Talaði
hún oft um þetta áfall. Við mamma
vorum mjög nánar og sagði hún mér
margt sem ég geymi í hjarta mínu. Að
lokum vil ég þakka fyrir öll árin sem
við fengum að vera saman hér á þess-
ari jörð og alla þá miklu hjálp og
væntumþykju sem þú sýnir mér á erf-
iðum stundum. Einnig vil ég þakka
fyrir allt það sem þú hefur verið börn-
um og barnabörnum mínum, ég er
stolt af því að vera dóttir þín. Blessuð
sé minnig þín elsku mamma.
Kristbjörg.
Er ég hafði lokið vinnu minni á
Garðvangi, sunnudaginn 14. nóv. sl.
leit ég inn til þín eins og ég gerði oft,
KRISTÍN
GUNNÞÓRA
HARALDSDÓTTIR
Ástkær eiginkona mín, móðursystir okkar
og frænka,
SÓLBORG JÚLÍUSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Hörpugötu 4, Reykjavík,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund
fimmtudaginn 25. nóvember, verður jarð-
sungin frá Neskirkju fimmtudaginn 2. desem-
ber kl. 13.00.
Jens G. Guðmundsson,
Júlíus Óskarsson, Þorgerður Jónsdóttir,
Sigurður Óskarsson, Málfríður Björnsdóttir,
Trausti Óskarsson, Sólveig Ívarsdóttir,
Jón Óskarsson, Erla Hálfdánardóttir,
Jens Óskarsson, Íris Helgadóttir,
Jóhann Óskarsson, Ragnheiður Davíðsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
Eiginmaður minn,
JÓN S. ERLENDSSON
verkstjóri,
Dalalandi 12,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn
26. nóvember.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 2. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, vinsamlegast látið líknarstofnanir njóta.
Sigríður Jónasdóttir.
Elskuleg móðir okkar,
INGUNN BJÖRNSDÓTTIR,
Brekkukoti,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
mánudaginn 29. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn hinnar látnu.
Faðir okkar, afi, sonur, bróðir og mágur,
JÓN SIGBJÖRNSSON,
lést á heimili sínu mánudaginn 29. nóvember.
Hilmir Freyr Jónsson,
Guðjón Ívar Jónsson,
Kristín Jónsdóttir,
Guðlaug Jónsdóttir,
Sara Dögg Hilmisdóttir,
Kristín Jónsdóttir, Sigbjörn Brynjólfsson,
Sjöfn Sigbjörnsdóttir, Ólafur Steinþórsson,
Brynjólfur Sigbjörnsson,
Þórunn Ósk Sigbjörnsdóttir, Gestur Guðjónsson,
Ingibjörg Sigbjörnsdóttir,
Arnar Sigbjörnsson, Sigríður S. Gunnþórsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓHANN KRISTINSSON
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
Ránargötu 9,
Akureyri,
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn
21. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju föstudaginn 3. desember kl. 13.30.
Guðrún Aspar,
Kristinn Halldór Jóhannsson, Margrét Alfreðsdóttir,
Elín Björg Jóhannsdóttir, Sævar Sæmundsson,
Ingunn Þóra Jóhannsdóttir, Skúli Eggert Sigurz,
Björn Jóhannsson, Sigrún Harðardóttir,
Jóhann Gunnar Jóhannsson, Ragna Ósk Ragnarsdóttir,
Ásta Hrönn Jóhannsdóttir, Gísli Agnar Bjarnason,
Magnús Jóhannsson,
Sólveig Jóhannsdóttir, Þröstur Vatnsdal Axelsson,
afa- og langafabörn.