Morgunblaðið - 01.12.2004, Side 33

Morgunblaðið - 01.12.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 33 MINNINGAR ekki datt mér þá í hug að næst þegar ég kæmi til vinnu værir þú ekki þar. Þú með þeim hressari á heimilinu, með allt á hreinu og allt á sínum stað. Þú hafðir farið á sjúkrahús, en komst aftur á Garðvang, þó svo að sjúkra- flutningamennirnir vildu snúa við í Hafnarfirði á leiðinni suður þá vildir þú halda áfram á Garðvang. Þökk sé Guði, þar fengum við syst- urnar að sitja við rúmið þitt til skiptis þar til þú kvaddir þennan heim. Það var undarleg tilviljun að á því augna- bliki er þú skildir við var ég stödd við leiði föður míns og fékk fregnina þar. Með þessum versum langar mig að kveðja þig, mamma mín, og þakka þér samfylgdina. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (Matthías Jochumsson.) Elsku mamma, hvíl í friði og Guð geymi þig. Við sjáumst. Þín dóttir Sylvía. Lítil stúlka kemur labbandi heim að bænum Undirvegg í Kelduhverfi í fylgd vinnumanns af næsta bæ. Þetta var á miðri jólaföstu árið 1922 en systkinunum á Undirvegg hafði verið komið fyrir daginn áður á næstu bæj- um vegna veikinda móður þeirra eftir barnsburð, litla stúlkan fann að eitt- hvað var að og þó sérstaklega þegar hún kom inn í baðstofuna og sá að rúm móður hennar var tómt. Hún var látin, frá fimm ungum börnum þar af tveimur nýfæddum. Þessi litla stúlka var móðir mín Kristín Gunnþóra Haraldsdóttir. Þessa miklu og sáru lífsreynslu bar hún með sér alla daga síðan og undr- aðist seinna á lífsleiðinni að hún var ekki búin betur undir heimkomuna og það er hennar beið. Faðir hennar brá þá búi fljótlega, enda Undirveggur engin kostajörð og þau höfðu aðeins búið þar í tæplega ár, hann tók eldri soninn Sigurð með sér og gerðist vinnumaður, en þeir feðgar fylgdust svo að á lífsleiðinni alla daga eftir það, því þegar Sigurður hóf búskap settist Haraldur að hjá honum og var þar til dauðadags, en hinum börnunum var komið fyrir í fóstur í næsta nágrenni. Mamma fór á Kópasker til hjónanna Björns Kristjánssonar og Rannveigar Gunnarsdóttur, þau reyndust henni alla tíð mjög vel ásamt börnum þeirra og hélt hún góðu sambandi við þau allt til hinstu stundar. Á heimili þeirra hjóna var mamma snemma liðtæk í þeirri vinnu er tíðkaðist á hverju heimili í þá daga. Þetta var stórt og mannmargt heimili og öllum er bar að garði var veitt af rausn, engum í kot vísað. Þar voru ófá handtökin og góður skóli fyrir framtíðina. Skólaganga mömmu var ábyggilega nokkuð góð miðað við það sem þá var í boði, far- kennsla einhverja vetur og einn vetur var hún á Héraðsskólanum Laugum. Þegar mamma hleypti heimdragan- um fór hún suður til Reykjavíkur, þar var hún um tíma þjónustustúlka á Víf- ilsstöðum hjá lækni sem þar starfaði upp úr 1930. Þessi læknir hvatti hana til að læra hjúkrun og fór það svo að hún fór á Landspítalann og byrjaði í því námi, en lauk því aldrei. Á þeim tíma hitti hún barnsföður sinn, Dósó- þeus Tímótheusson, hún varð ófrísk að fyrsta barni sínu en þegar dró að fæðingu fór hún norður til fósturfor- eldra sinna, ól dóttur sína Rannveigu þar, fór síðan nokkrum mánuðum síð- ar suður aftur og hugðist halda áfram með hjúkrunarnámið. Þessi áætlun gekk ekki upp, það varð ekki meira úr sambandi þeirra Dósa. Mamma hafði hlotið skipbrot. Það hafa verið henni þung spor þegar hún ákvað að fara aftur á æskuslóðirnar ógift með barn, en þá kom best í ljós hvað hún hafði verið heppin með fósturforeldra. Seinna gerðist mamma ráðskona á Sigurðarstöðum á Sléttu, þá fóru þau pabbi að draga sig saman og hún kom í Skinnalón vorið 1938 þar sem þau bjuggu til ársins 1947 og voru þá búin að eiga þrjú börn og missa tvö. Á heimilinu hjá þeim voru líka afi minn og amma, Þorsteinn og Ólöf. Þau hættu síðan búskap í Skinnalóni 1947 og fluttust til Raufarhafnar, en þá var að hefjast mikill uppgangur þar, en í Skinnalóni var fremur hrjóstrugt en ágætis aukabúgrein var silungur í vötnum, fiskveiðar og æðarvarp. Á Raufarhöfn fæddust síðan fjórar dætur til viðbótar og lífið gekk út á að koma þessum börnum til manns. Mamma var víkingur til vinnu, hún vaknaði fyrst á morgnana og kveikti upp í kolavélinni áður en heimilisfólk- ið fór á fætur og hennar síðasta verk áður en hún gekk til náða var að slökkva eldinn. Hún vann utan heim- ilis við síldarsöltun, hreingerningar, í frystihúsi, hún taldi upp úr skipum á hafskipabryggjunni tómar tunnur í land, og útskipun á fiskimjöli, vann við frágang á síldinni á haustin, auk þess var hún oft með kostgangara í fæði í lengri eða skemmri tíma, tók að sér að þvo rúmfatnað fyrir Valtý hjá Pósti og síma, en þar voru herbergi sem lánuð voru fyrir aðkomumenn. Mamma var einnig eftirsótt sem að- stoðarkona við barnsfæðingar og ekki veit ég hvað hún var viðstödd margar slíkar, en þá kom kunnáttan frá Landspítalanum í góðar þarfir, hún var líka beðin um hjálp við að ganga frá látnum í kistuna. Mamma var félagsvera, hún tók virkan þátt í öllu félagslífi staðarins og var örugglega ekki bónbetri mann- eskja til, því hún neitaði ábyggilega engum sem til hennar leitaði ef hún gat leyst það er um var beðið. Hún var trygg þeim störfum er hún tók að sér og annaðist þau af stakri trú- mennsku. Um heimilishaldið fyrst í Dvergasteini og síðar í Höfðaborg ætla ég ekki að hafa mörg orð, en þar var oft fullskipaður bekkurinn. Húsmóðirin, annálaður dugnaðar- forkur eldaði, bakaði, þvoði og strauj- aði og allir voru velkomnir að hennar borði jafnt að nóttu sem degi. Ekki var nóg með að ala upp sín börn held- ur voru fjögur barnabörn í hennar umsjón um lengri eða skemmri tíma. Eftir fjörutíu og fimm ára búsetu á Raufarhöfn, þegar allar dæturnar voru fluttar suður og aldur að færast yfir, pabbi orðinn lasburða, var tekin sú ákvörðun að flytjast suður í Garð þar sem þá voru fjórar dætur búsett- ar og njóta meiri samveru við afkom- endurna. Þessi ákvörðun reyndist hin besta og fluttu gömlu hjónin í Garðinn í ágúst 1992. Þau undu hag sínum vel og mamma átti hér yndisleg ár, hún gat verið á ferð og flugi, en það var hennar yndi og undruðumst við systur oft þvílík þrek sú gamla hafði, orðin þetta full- orðin, að taka þátt í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún gekk í Kvenfélagið Gefn, tók þátt í starfi aldraðra, fór m.a. í allar ferðir á þeirra vegum og kynntist mörgu nýju fólki. Í desember 1997 flutti mamma síðan á Dvalarheimilið Hlévang í Keflavík, en þá var hún bú- in að vera ein í Silfurtúni í u.þ.b. tvö ár hún var óörugg að vera svona ein og vildi meiri félagsskap. Á Hlévangi undi hún hag sínum ágætlega, hún tók þátt í öllu félagsstarfi framan af, var dugleg við hannyrðir og féll aldrei verk úr hendi fremur en fyrri daginn, en það sem hún var að gera í höndum varð samt helst að nýtast einhverjum, þá var hún ánægð. Sumarið 2003 hætti hún allri handavinnu, þá var sjónin farin að gefa sig, þannig að hún sá ekki alveg það sem hún var að gera og þá fóru erfiðir tímar í hönd. Í janúarbyrjun nú í ár fékk mamma svo blóðtappa í annan fótinn, en henni hafði verið að smáhraka frá því 20. október er hún varð níræð og gat illa annast sig sjálf og fluttist þá á Hjúkr- unarheimilið Garðvang, en það ótrú- lega gerðist að eftir að hún kom þang- að tók hún miklum framförum, var m.a. farin að geysast um alla ganga fram og til baka. En svo dró að leið- arlokum og hún kenndi sér meins er búið var að hrjá hana allt frá árinu 1997, þá fór hún í hnjáliða skiptingu, hún fékk garnaflækju tveimur dögum eftir aðgerðina og var skorin upp, var vegna mistaka sett í endurhæfingu með hnjáliðinn sem gerði það að verk- um að hún sleit einhverja sauma, það var eitthvað sem ekki fékkst lagað og hún lærði að lifa með. Í dag er ég þakklát himnaföðurnum fyrir að leyfa henni að fara eins og hún fór, hún var tiltölulega skýr í kollinum og með allt á hreinu og fylgdist með öllu fram til síðustu stundar, stolt af sínu framlagi til þjóðarbúsins, 8 börnum, 32 barna- börnum og 51 barnabarnabörnum eða samtals 91 afkomanda. Nú við leiðarlok vil ég fyrir hönd okkar systkinanna og fjölskyldna þakka öllu hinu góða starfsfólki á Garðvangi og Hlévangi fyrir þess að- stoð til að létta henni lífið síðustu árin. Með þessum orðum hef ég stiklað í stórum dráttum yfir lífsferil móður minnar og er þó lítið sagt en mér finnst við hæfi að ljúka þessu með orðum skáldsins frá Fagraskógi Dav- íðs Stefánssonar, það eru orð sem lýsa vel þeirri konu sem hér er kvödd. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Blessuð sé minning þín, elsku mamma mín, þín dóttir Jóna. Þegar ég hugsa um ömmu Stínu, hugsa ég um alla viskuna sem ég sá skína í augum hennar, og hlýjuna sem maður fann bara af því að vera í kringum hana. Ég man mig sem barn að koma til hennar á Raufarhöfn og mjúku hend- urnar hennar sem struku vanga mína, að hjá henni var alltaf eitthvað gott borða. Það var sama hversu upptekin hún var, hún lét mér alltaf líða sem ég væri eina manneskjan sem skipti máli á þeirri stundu. Leiðir okkar skildu snemma á lífsleið minni þar sem ég flutti frá Íslandi en hún var ávallt í hjarta mínu. Þegar ég kom í heim- sóknir til hennar leið okkur alltaf eins og við hefðum aldrei verið aðskildar, fjarlægð og tími var afstæður. Ég þakka Guði fyrir að hafa verið hér á Íslandi á hennar síðasta afmælisdegi þegar hún varð 91 árs, og fyrir það að hafa getað verið hjá henni og kvatt þegar hún yfirgaf þennan heim. Ég veit að þú hvílir í friði núna og ert innan um ástvini þína sem kvöddu á undan þér. Elsku amma, ég þakka þér fyrir alla þá ást sem þú ávallt sýndir mér og það er mér heiður að hafa verið barnabarn þitt. Það fylltist upp í tómarúm í hjarta mínu að vera komin heim til þín á ný. Hvíldu í friði, amma mín, þú verður alla tíð í hjarta mínu. Einn af mínum uppáhalds sálmum er sálmur 91, og þar sem þú yfirgefur okkur afkomendur þína 91 að tölu og 91 árs gömul, þá finnst mér passa að kveðja þig með þessum orð- um: Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, Sá er gistir í skugga Hins almáttka. Sá er segir við Drottin: ,,Hæli mitt og Háborg, Guð minn, er ég trúi á!“ Að eilífu þín Edda Björk Ragnarsdóttir. Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 10% afsláttur af legsteinum til 10. desember Englasteinar www.englasteinar.is Móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR FINNSDÓTTIR fyrrv. kennari og skólastjóri, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 2. desember kl. 13.00. Geir Agnar Guðsteinsson, Sigurbjörg Gestsdóttir, Finnur Jakob Guðsteinsson, Fanney Sigurðardóttir, Guðlaug Guðsteinsdóttir, Örn Blævarr Magnússon. Minningarathöfn um elskulega móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORSTEINU KRISTJÖNU JÓNSDÓTTUR frá Hanhóli, verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. desem- ber kl. 11.00. Útförin verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 4. desember kl. 11.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku systir okkar og frænka, GUÐRÚN L. VILMUNDARDÓTTIR, Dunhaga 11, Reykjavík, sem andaðist miðvikudaginn 24. nóvember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. desember kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörg á höfuðborgar- svæðinu, sími 551 7868. Þórunn Vilmundardóttir, Jón Árni Vilmundarson, Valgerður Vilmundardóttir og frændsystkini. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR, Aðallandi 1, Reykjavík, er lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 25. nóvember, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 3. desember kl. 15.00. Bolli Björnsson, Constanze Björnsson, Björn Vignir Björnsson, Guðrún Nikulásdóttir, Þóra Ragnheiður Björnsdóttir, Ágúst Kr. Björnsson, Hildigunnur Guðmundsdóttir, Þórunn Gyða Björnsdóttir, Stefán S. Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HINRIK ALBERTSSON, Framnesvegi 20, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 3. desember kl. 14.00. Ráðhildur Guðmundsdóttir, Albert Hinriksson, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Guðmundur Hinriksson, Guðríður Guðjónsdóttir, barnabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.