Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þóranna KristínErlendsdóttir
fæddist í Keflavík 17.
september 1930. Hún
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 22.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Oddný María Krist-
insdóttir og Erlend-
ur Jónsson. Þóranna
ólst upp hjá móður-
systir sinni Jónínu
Guðnýju Kristins-
dóttur og föðurbróð-
ur sínum Ólafi Jóni
Jónssyni frá 2 ára aldri á Kirkju-
vegi 44. Þóranna á sjö alsystkin,
þau eru: 1) Jóhanna Elín, f. 1924,
d. 2001, 2) Kristín Vigdís, f. 1925,
d. 1985, 3) Hlíf, f. 1927, 4) Jón
Ólafur, f. 1929, d. 1956, 5) Guð-
finnur Þórir, f. 1932, 6) Guðbjört
Guðrún, f. 1936 og 7) Andrés
Kristján Sæby, f. 1942, d. 1998.
Uppeldissystkini Þórönnu eru:
Jón Ólafsson, f. 1933, d. 1956,
Guðbjört Þóra Ólafsdóttir, f. 1940
og Vigdís Esther Ólafsdóttir, f.
1945, d. 1994.
Þóranna giftist 22. september
1956 Pétri Péturssyni sjómanni
frá Færeyjum, þau eiga fimm
börn, þau eru: 1)
Sigrún, f. 1951, gift
Jónatani Ægi Sigur-
jónssyni, f. 1946,
börn þeirra eru: a)
Þóranna Kolbrún, f.
1968, gift Berg Niel-
sen, f. 1968, sonur
þeirra er Dan Mart-
in, f. 1990, b) Ásdís,
f. 1973, í sambúð
með Richard H. Eck-
ard, f. 1979, börn
þeirra eru: Jónatan
Ægir, f. 1990, Aron
Ingi, f. 1993, Jacob
Elmar, f. 1997 og
Sigrún Birta, f. 2000. 2) Jón
Guðni, f. 1957, d. 1976. 3) Maríus
Sævar, f. 1958, kvæntur Þuríði
Jónasdóttur, f. 1958, börn þeirra
eru: a) Jónas Guðni, f. 1983, í
sambúð með Erlu Maríu Stur-
laugsdóttir, f. 1984, b) Jóhann
Ingi, f. 1987 og c) Fannar Orri, f.
1997, 4) Pétur Þór, f. 1961. 5)
Guðbjartur Kristján Högnaberg,
f. 1963, kvæntur Heidi Högna-
berg, f. 1960, börn þeirra eru:
Brian Högnaberg, f. 1981 og Þóra
Signý Högnaberg, f. 1989.
Útför Þórönnu fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ég veit ekki alveg hvernig það er
hægt að lýsa þér, móðir mín, nema
hvað þú varst mér bæði góður félagi
og móðir. Við gátum talað um alla
hluti, þú varst alltaf til í að hlusta og
taka þátt í því sem ég var að gera og
hugsa um að gera, leiðréttir mig ef
þurfti og hvattir mig að framkvæma
mínar hugmyndir. Ég veit ekki
hvernig ég fer að því þegar ég hef
þig ekki lengur til að ræða mínar
hugmyndir og að leiða mig að réttum
ákvörðunum. Þú varst það góð móðir
að það var ekki hægt að óska sér
betri móður né félaga. Það verður
mikill missir og söknuður fyrir mig
að vita það að geta ekki farið til þín
og fengið sér kaffi og ræða málin, já
eða bara sjá þig brosa, því það var
alltaf stutt í hláturinn hjá þér sem
virkaði eins og vítamín á alla sem í
kringum þig voru.
Þú varst ekki bara góð við mig, þú
tókst líka vel á móti félögum mínum
sem voru vanir að koma, þeim
Arnari og Óla, einnig Jón Þóri og
fjölskyldu sem þér þótti mjög vænt
um, enda voru þeir alltaf reiðubúnir
að veita þér aðstoð ef á þurfti að
halda.
Það var gaman að koma með vini
mína til þín og sérstaklega þegar þú
varst með fiskibollur á boðstólum,
sem var þín sérgrein, ég held það
verði ekki hægt að líkja eftir þeim,
né sósunni sem var alltaf með. Þú
hafðir líka gaman af að fá okkur í
mat því þú fékkst alltaf svo mikið
hrós frá okkur hvað bollurnar þínar
voru góðar og hvað þú áttir alltaf
mikið af þeim.
Ég gæti skrifað heilmikið um þig
móðir mín, en læt það vera í bili, eitt
er víst að ég mun sakna þín mikið.
Ég veit að guð mun venda þína sál
og þú verður alltaf í hjarta mínu.
Þinn sonur
Pétur Þór.
Elsku mamma mín, ég kveð þig
með söknuð í hjarta en ég veit að
Jónsi bróðir hefur tekið vel á móti
þér og þið brosið saman og vakið yfir
okkur hinum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Takk fyrir allt, mamma mín. Þín
dóttir
Sigrún.
Elsku mamma, tengdamamma og
amma, við kveðjum þig með söknuði
úr þessum heimi, en vitum að þér líð-
ur vel þar sem þú ert núna.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Sævar, Þuríður, Jónas Guðni,
Jóhann Ingi og Fannar Orri.
Elsku amma mín.
Þá er komið að kveðjustund og ég
þakka fyrir hvern dag sem við áttum
saman. Þú varst mér svo góð, ég veit
í hjarta mínu að þú ert á góðum stað í
dag og hefur það gott, þó að það sé
erfitt og sárt að hafa þig ekki hjá
okkur.
Þú varst ein af þessum konum sem
allir vilja eiga að, að eilífu. Nærvera
þín var hlý og notaleg og þú skildir
allt, þó svo ég hefði ekkert að segja,
þá hlustaðir þú á hjarta mitt og gafst
mér ást.
Ég minnist margra góðra stunda
okkar á milli og varðveiti þær í
hjarta mínu alltaf.
Elsku amma, takk fyrir að hafa
verið til og takk fyrir að ég mátti
þekkja þig.
Blessuð sé minning þín, elsku
amma.
Ég elska þig. Þín
Dísa.
Mánudagsmorguninn 22. nóvem-
ber bárust okkur þær þungu fréttir
að amma mín væri látin. Það er erfitt
að fá svona fréttir þegar maður er
svona langt að heiman. Ég hef í mörg
ár búið í Danmörku ásamt manni
mínum og syni og þess vegna gat ég
ekki átt eins margar góðar stundir
með ömmu minni, eins og ég átti á
mínum unglingsárum. Þegar ég kom
í heimsókn til Íslands þá fannst mér
ég aldrei almennilega vera komin
heim fyrr en ég var búin að fara í
heimsókn til ömmu og fá mér kaffi-
sopa og mola með henni. Við sátum
við eldhúsborðið fyrir framan eld-
húsgluggann og þar fékk ég svo allar
fréttirnar, um allar breytingar sem
höfðu átt sér stað síðan ég var í
heimsókn síðast. Það var alltaf gott
að koma í heimsókn til ömmu, hún
var alltaf í góðu skapi og brosandi þó
að heilsan hafi ekki alltaf verið sem
best þá heyrði ég hana aldrei kvarta
undan neinu. Ég hef aldrei kynnst
neinum sem var eins þrjósk og
amma og ef hún ætlaði sér eitthvað
þá gat hún það.
Ég og amma höfðum mjög sér-
stakt samband. Ég hef alltaf getað
sagt ömmu allt og verið viss um að
það færi ekki lengra. Þegar ég fyrir
mörgum árum kynntist manninum
mínum, tók hún á móti honum með
opnum örmum. Þegar sonur minn
kom í heiminn var það amma sem
keyrði okkur upp á sjúkrahús. Ég
var alltaf örugg um að ef mig vantaði
aðstoð með eitthvað stórt eða lítið þá
var hún alltaf tilbúin til þess að
hjálpa. Það er mikill söknuður fyrir
mig og fjölskyldu mína að missa
ömmu. Við hugsum til þín afi og biðj-
um Guð að styrkja þig og hjálpa þér í
gegnum sorgina yfir að missa konu
þína.
Blessuð sé minning þín, elsku
amma, og megi Guð styrkja okkur öll
sem höfum misst eins yndislega
manneskju og þig, elsku amma mín.
Þín dótturdóttir
Kolbrún og fjölskylda.
ÞÓRANNA KRISTÍN
ERLENDSDÓTTIR
✝ Ragnheiður Frið-riksdóttir hús-
móðir fæddist á Flat-
eyri við Önundar-
fjörð 11. janúar 1916.
Hún lést á Landspít-
ala háskólasjúkra-
húsi í Fossvogi
þriðjudaginn 23. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Friðrik Borg-
fjörð Einarsson, f.
4.2. 1892 og María
Hólm, f. 9.8. 1895, d.
4.5. 1969. Fósturfor-
eldrar Ragnheiðar
voru Jóhannes E. Guðmundsson,
f. 2.11. 1870, d. 23.9. 1960 og Val-
gerður Guðbjartsdóttir, f. 2.7.
1877, d. 5.11. 1965. Hálfsystkin
Ragnheiðar, sammæðra, voru
Georg Hólm, f. 28.7. 1914, d. 18.5.
1967 og Guðbjörg Torfadóttir, f.
1918, dó í æsku. Fóstursystkin
Ragnheiðar eru Sigríður Jóhann-
esdóttir, f. 11.10. 1902, d. 9.4.
1995, Eiríkur Jóhannesson, f.
1904, d. 6.1. 1926, Guðmundur
Valgeir Jóhannesson, f. 17.12.
1905, d. 9.5. 2000 og María Magn-
úsdóttir, f. 5.12. 1922.
Ragnheiður giftist 21.6. 1952
Reyni Eyjólfssyni kaupmanni í
Reynisbúð við Bræðraborgarstíg,
f. 28.7. 1916, d. 29.1. 1987. Hann
var sonur Eyjólfs Gíslasonar inn-
heimtumanns hjá Reykjavíkurbæ,
og Guðríðar Magnúsdóttur hús-
móður. Sonur Ragnheiðar og
Reynis er Jóhannes Valgeir, f. 2.9.
1953, kvæntur Gyðu Þórdísi Þór-
arinsdóttur, börn
þeirra eru Þórarinn
Reynir, f. 1988,
Ragnar Þór, f. 1992
og Benedikt Rúnar,
f. 1995. Synir Reynis
og stjúpsynir Ragn-
heiðar eru: 1) Árni, f.
10.12. 1941, kvæntur
Önnu S. Bjarnadótt-
ir og eiga þau tvær
dætur, a) Guðrúnu, f.
1968, í sambúð með
Sveinbirni Auðuns-
syni, þau eiga tvö
börn og b) Írisi, f.
1973, í sambúð með
Hreini Eggertssyni, þau eiga eitt
barn. 2) Eyjólfur, f. 6.2. 1943,
kvæntur Unu Gísladóttur og eiga
þau tvo syni, Reyni f, 1979 og
Gísla, f. 1982. 3) Jóhann, f. 12.4.
1945, í sambúð með Suphit Donk-
anha. Ragnheiður stundaði nám
við Húsmæðraskólann á Ísafirði
1938-39 og lærði fatasaum 1940-
41. Ragnheiður stundaði sauma-
störf og kennslu í fatasaumi til
1950, stundaði síðan heimilisstörf
en vann síðar jafnframt heimili-
störfunum við verslunarrekstur
með eiginmanni sínum til 1985.
Ragnheiður var stofnfélagi í
íþróttafélaginu Gretti á Flateyri
1933, söng með Söngsveitinni Fíl-
harmoníu frá stofnun 1959–1981
og hefur starfað í Lionsklúbbnum
Engey, Dalíuklúbbnum og Hús-
mæðrafélagi Reykjavíkur.
Útför Ragnheiðar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Mín ástkæra tengdamóðir, hún
Ragnheiður, er látin. Ragnheiður var
svo lánsöm að halda góðri líkamlegri
og andlegri heilsu til þess dags er hún
veiktist. Veikindin stóðu ekki lengi yf-
ir, rétt aðeins í tæpar tvær vikur.
Lífið er margbrotið og línan sem
við göngum er ekki neinn dans á rós-
um. Öll fæðumst við og öll deyjum við
og Ragnheiður átti því láni að fagna
að ná 88 árum hér í þessu lífi og það er
margt sem hún hefur upplifað í gegn-
um tíðina. Glaðlyndari, hógværari og
nægjusamari konu hef ég ekki kynnst
en henni tengdamóður minni. Hún
var alveg ótrúleg, það var aldrei sem
hún kvartaði þrátt fyrir háan aldur og
að hún gat búið á sínu heimili án ut-
anaðkomandi aðstoðar var yndislegt
og að hennar ósk. Farið var að minn-
ast á það við hana fyrir nokkrum ár-
um hvort ekki væri erfitt fyrir hana
að vera ein á Hringbrautinni, hvort
hún vildi ekki fara á elliheimili sem
var nú bara við hliðina á hennar heim-
ili, og hefði kannski ánægju og fé-
lagsskap af.
Nei, það var nú alls ekki. Ég er
bara ekki orðin nógu gömul, eða, það
er bara ekki fyrir mig, sagði hún yf-
irleitt. Það eru margar og bara
skemmtilegar minningar um Ragn-
heiði. Hún hafði alltaf eitthvað að
gera í höndunum. Þegar hún var
heima sat hún við sauma eða prjóna-
skap, en það sem átti hug hennar all-
an nú síðustu ár var postulínsmálun.
Eftir hana liggja alveg ótrúlega falleg
verk. Vandvirk var hún og ef eitthvað
var sem henni líkaði ekki þá hreinlega
gerði hún allt upp á nýtt og það lýsir
henni alveg, það var bara þannig að
ekki var fyrir nokkurn mun hægt að
sjá að þarna væri fullorðin kona að
verki og er ég nú svo lánsöm að eiga
nokkur verk eftir hana sem eru mér
mjög dýrmæt.
Ávallt bar Ragnheiður ást og kær-
leika til annarra og hafði áhyggjur af
heilsufari þeirra, sem minna mega
sín. Synir okkar þrír eiga eftir að
sakna Röggu ömmu sinnar og munu
jólin verða með öðru sniði, þar sem
Ragga amma mun aðeins vera með
okkur í anda og huga, nú um komandi
jól og aðventu.
Við trúum því að henni líði vel núna
með Reyni sínum, flögrandi um
sennilega syngjandi og bið ég þess að
þau muni vaka yfir barnabörnum sín-
um. Bið ég algóðan Guð um að taka
vel á móti henni og þakka um leið fyr-
ir allar góðu samverustundirnar með
Ragnheiði minni, blessuð sé minning
hennar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Gyða Þórdís Þórarinsdóttir.
Kveðja frá
Lionsklúbbnum Engey
Hún Ragnheiður okkar er látin 88
ára gömul. Ragnheiður var meðal
stofnenda Lionessuklúbbs Reykja-
víkur í ágúst 1985. Hún var síðan í
hópi stofnenda Lionsklúbbsins Eng-
eyjar þegar hann var stofnaður upp
úr Lionessuklúbbnum hinn 1. mars
1990. Ragnheiður var áhugasamur og
góður Lionsfélagi sem tók ávallt virk-
an þátt í störfum klúbbsins okkar. Ár-
ið 1994 var hún fyrir störf sín gerð að
Melvin Jones félaga sem er ein æðsta
viðurkenning Lionshreyfingarinnar.
Ragnheiður var mörgum góðum
kostum búin en einkennandi fyrir
hana var glaðværð hennar og hlýja.
Viðhorf hennar var ávallt jákvætt
hvert sem málefnið var eða hver sem í
hlut átti. Aldurinn færðist yfir Ragn-
heiði en á þessum góðu eiginleikum
hennar varð engin breyting. Hiklaust
má telja að hún hafi átt ríkan þátt í að
skapa góðan félagsanda í klúbbnum.
Okkur þótti öllum vænt um hana.
Við í Lionsklúbbnum Engey erum
þakklátar fyrir að hafa átt Ragnheiði
svo lengi í okkar hópi. Við þökkum
henni fyrir allt samstarfið og vinátt-
una. Sonum hennar og fjölskyldum
þeirra sendum við okkar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Ragn-
heiðar Friðriksdóttur.
Guðný Björnsdóttir.
RAGNHEIÐUR
FRIÐRIKSDÓTTIR
Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samhug og hlýhug við and-
lát og útför elskulegrar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu, langömmu og systur,
SVÖNU S. SIGURGRÍMSDÓTTUR,
Hólagötu 12,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjör-
gæsludeildar Landspítala við Hringbraut.
Örn Viðar Einarsson,
Daníel Emilsson, Elín Kristín Magnúsdóttir,
Lára L. Emilsdóttir, Viðar Guðmundsson,
Anna S. Ingimarsdóttir, Pétur Árnmarsson,
Sigurgrímur Árni Ingimarsson, Jenný Gunnarsdóttir,
Esther Ingimarsdóttir, Halldór Björgvinsson,
barnabörn og barnabarnabörn,
Rut Sigurgrímsdóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR,
Hringbraut 50,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 2. desember kl. 15.00.
Ólöf Ósk Sigurðardóttir,
Björn H. Sigurðsson, Bryndís Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.