Morgunblaðið - 01.12.2004, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 35
MINNINGAR
✝ Margrét Sigurð-ardóttir fæddist í
Reykjavík 3. janúar
1923. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans í Kópavogi að-
faranótt mánudags-
ins 22. nóvember
síðastliðins. Foreldr-
ar hennar voru Jó-
hanna Einarsdóttir
og Sigurður Pálsson.
Margrét giftist ár-
ið 1947 Jóhanni
Magnússyni, skip-
stjóra og yfirhafn-
sögumanni, f. 1918,
d. 1999. Þau eignuðust þrjár dæt-
ur, þær eru: 1) Jóhanna, f. 1949,
giftist Andreasi Lapas, f. 1948, d.
1987, börn þeirra eru; a) Jóhann
Kristos, maki Jóna Björk Helga-
dóttir, dóttir þeirra er Andrea, b)
María, maki Vilhjálmur Þór Arn-
arsson, sonur þeirra er Jóhann
Þór, og c) Alexand-
er. Vinur Jóhönnu til
margra ára er Einar
Örn Lárusson. 2)
Kristín, f. 1952. 3)
Áslaug, f. 1956, gift
Sigurði Sigurðssyni
f. 1955, börn þeirra
eru; a) Grímur, maki
Anna Björg Erlings-
dóttir, dóttir þeirra
er Hrafnhildur
Hekla, b) Magnús og
c) Ásta Margrét.
Margrét var
heimavinnandi hús-
móðir þar til dæt-
urnar voru komnar vel á legg, þá
hóf hún störf utan heimilis. Hún
vann við verslunarstörf og mót-
töku auk sjálfboðastarfa hjá
Rauða krossi Íslands.
Útför Margrétar verður gerð
frá Áskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Fyrstu kynni mín af tengdamóður
minni voru árið 1974. Ég kom þá í
fyrsta skipti á heimili hennar og Jó-
hanns eiginmanns hennar með dóttur
þeirra, Áslaugu, sem síðar varð eig-
inkona mín. Í minningunni stendur
Magga í eldhúsinu og er að framreiða
sveskjugraut sem hún hafði víst oft
gert áður og átti einnig eftir að gefa
mér margsinnis. Ég áttaði mig ekki á
því fyrr en löngu seinna að Magga
var enginn listakokkur. Ég var ekki
vanur neinum sérstökum veislurétt-
um þaðan sem ég kom og var því
þakklátur og ánægður með allt sem
tengdamamma mín rétti að mér. En
seinna lærðist mér að Magga eldaði
meira af skyldu en ánægju, enda lá
áhugasvið hennar annars staðar en
við heimilisstörf og matartilbúning.
Magga var sannkölluð Reykjavík-
urmær sem kunni best við sig í mið-
borginni, sitjandi á kaffihúsum eða á
Austurvelli, að virða fyrir sér mann-
lífið. Hún vildi vera og var þátttak-
andi í borgarlífinu af lífi og sál. Á
seinni árum þegar Magga var orðin
ein og engum háð tók þetta áhugamál
hug hennar allan ásamt sjálfboða-
störfum hennar fyrir Rauða kross-
inn. Hefðbundinn dagur hjá Möggu,
komin á níræðisaldur, gat litið svona
út: hún vann í búð Rauða krossins
fram yfir hádegi, hitti gamlar vinkon-
ur á kaffihúsi síðdegis, síðan búðarölt
eða sundlaugarferð og jafnvel leik-
húsferð um kvöldið. Magga var full af
lífsgleði og fann sér alltaf eitthvað
skemmtilegt til dægrastyttingar og
lét sér aldrei leiðast. Hún fór allra
sinna ferða fótgangandi eða í strætó.
Hún þreytti ekki ættingja sína á
kvabbi eða kvörtunum heldur fann
sér sína eigin leið til að njóta lífsins og
hafði gaman af því. Magga var jafn-
lynd og sá ég hana aldrei skipta skapi
þau þrjátíu ár sem ég þekkti hana.
Að leiðarlokum vil ég þakka af öllu
mínu hjarta minni góðu tengdamóður
fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir
mig en þó sérstaklega fyrir konu
mína og börn, en góðmennsku henn-
ar í þeirra garð voru engin takmörk
sett.
Blessuð sé minning hennar.
Sigurður tengdasonur.
Mig langar til að minnast ömmu
minnar með nokkrum orðum.
Amma hafði unun af því að hjálpa
öðrum, hvort sem það fólst í því að að-
stoða dætur sínar í amstri dagsins,
dekra við barnabörnin, ekki síst við
þann sem þetta skrifar, hjálpa vinum
sínum eða starfa við sjálfboðastarf
Rauða kross Íslands. Við þetta var
hún stöðugt á þönum og dagskráin
ávallt þéttskipuð, ekki síst síðustu ár-
in. En þannig leið ömmu best. Erfitt
gat því verið að ná í ömmu sökum
anna og að lokum féllst hún á að nýta
sér gsm-tæknina til að leysa það
vandamál.
Amma var aldrei gömul í mínum
huga. Hún var ungleg alla tíð, vissi
vel af því og hafði gaman af. Það var
fyrst og fremst fasið, hvernig hún bar
sig og hugsunarhátturinn sem gerði
hana svo unglega. Amma vissi alltaf
hvað var að gerast í þjóðfélaginu, hún
fylgdist vel með þjóðfélagsumræð-
unni, tísku og straumum, jafnt hjá
ungum sem öldnum. Svo hafði hún
einstaklega mikinn áhuga á fólki.
Hún hafði gaman af því að vera í
kringum ungt fólk, hlustaði vel og
hafði svo heilmargt til málanna að
leggja. Hún vissi alltaf hvað var í
gangi hjá barnabörnunum og sýndi
okkur mikinn áhuga.
Það var einkennandi fyrir ömmu
hvað hún var gjörsamlega laus við
alla fordóma, gaf öllum séns og tók
fólki eins og það var. Hún var alltaf
tilbúin að verja þá sem minna máttu
sín og í umræðum hafði hún sérstak-
lega gaman af því að vera á skjön við
aðra, ekki endilega til að fylgja sinni
sannfæringu, heldur til að krydda
umræðurnar svolítið.
Það er ekki auðvelt að skrifa um
ömmu án þess að afi komi upp í hug-
ann og allar ógleymanlegu stundirn-
ar sem ég átti með þeim. Ég held að
þau hafi átt mjög góða ævi saman og
fjölskyldan var ávallt númer eitt hjá
þeim. Ég, sem elsta barnabarnið, var
einstaklega heppinn að hafa fengið að
umgangast þau jafnmikið og raun
varð á. Mér hefur alltaf þótt mjög
vænt um afa minn og ömmu, borið
mikla virðingu fyrir þeim og ég get
aldrei fullþakkað þeim þá ást, hlýju,
öryggi og stuðning sem þau veittu
mér alla tíð.
Nú eru þau sameinuð á ný og við
munum halda áfram að heimsækja
þau, þótt það verði ekki á Sporða-
grunnið eða Grandaveginn.
Elsku amma, takk fyrir allt, hvíl í
friði.
Jóhann Kristos Lapas.
Nú er hún elsku Magga frænka,
móðursystir mín, búin að kveðja okk-
ur. Sameiningartákn stórfjölskyld-
unnar. Kona sem bar aldurinn ein-
staklega vel, svo eftir var tekið.
Ég á erfitt með að trúa því að
Magga frænka sé farin, hún var
þannig manneskja að manni fannst
að hún yrði alltaf til staðar og þannig
var hún alltaf gagnvart mér frá því að
ég man eftir mér.
Hún sýndi mér einstaka umhyggju
og var alltaf jafn áhugasöm um mína
hagi alla tíð.
Það hrannast upp endurminningar
um Möggu frænku og Jóa frænda
eins og ég kaus að kalla hann, þó svo
að hann væri ekki frændi minn, þar
sem hann var maðurinn hennar
Möggu frænku. Þau tóku manni allt-
af opnum örmum hvort sem maður
heimsótti þau á Sporðagrunninu eða í
sælureit þeirra í sumarbústaðnum
sem þau áttu og svo í lokin á Granda-
veginum.
Ein af skemmtilegum minningum
um Möggu er sú að henni þótti ein-
staklega gott að láta greiða sér og oft-
ar en ekki þegar ég heimsótti hana
sem barn, þá spurði hún: Lísa, viltu
ekki greiða mér? Maður var svona
misjafnlega spenntur fyrir því, en
Möggu tókst nú yfirleitt á sinn hátt
að ná ýmsu fram.
Fleiri minningar streyma fram
eins og nýtt slátur á haustin í eldhús-
inu á Sporðagrunni, þunna kaffið
hennar og óteljandi ferðir upp í sum-
arbústað, sem héldu áfram þegar ég
var komin með mín eigin börn. Alltaf
voru allir velkomnir til Möggu og Jóa.
Þegar ég sagði börnunum mínum
frá láti Möggu, þá sögðu þau: En hún
var alltaf svo hress. Þau þekktu
hennar góða viðmót eins og við hin.
Þetta er minning um frænku mína,
sem ég bar sterkar taugar til.
Elsku Jóhanna, Kristín og Áslaug,
hugur minn er hjá ykkur og ykkar
fjölskyldum og sendi ég ykkur inni-
legar samúðarkveðjur.
Elísabet (Lísa frænka).
Amma var svo létt og skemmtileg
týpa. Alltaf hress og til í að spjalla.
Hún fylgdist vel með öllu og þá sér-
staklega málefnum Séð og heyrt.
Hún var mannglögg og heilsaði iðu-
lega vinkonum mínum á götum úti.
Amma snattaðist um allan bæ í
strætó á pinnahælum og með sjal.
Hvernig sem viðraði var amma mætt,
hlaðin pinklum fullum af góðgæti fyr-
ir barnabörnin. Hún hafði lúmskt
gaman af því að vera spurð um skír-
teini þegar hún ætlaði að nýta sér
eldriborgaraafsláttinn og enn fyndn-
ara þótti henni þegar haldið var að
Jóhanna dóttir hennar væri systir
hennar. Við fjölskyldan gátum alltaf
hlegið þegar amma stóð upp í veislum
og hélt ræður. Ég sé hana fyrir mér
með stóru svörtu gleraugun og blöðin
þéttskrifuð, samt einhvernveginn
alltaf tapandi áttum og staðreyndirn-
ar á reiki. Það voru ófá skiptin sem
við Ásta Margrét eyddum í að krulla
á ömmu þykka og fallega hárið. Það
var alls ekki sama hvernig það var
gert.
Nú eru þau saman á ný, afi og
amma. Þau skilja við þrjár yndislegar
dætur, 6 barnabörn og 3 barnabarna-
börn. Þar mun minning þeirra lifa.
Þegar ég hugsa til baka tengi ég þau
við 3 staði. Fyrst ber að nefna Hóla-
bak. Ég sé afa fyrir mér vinna við að
gróðursetja, færa eða bera áburð á
trén sín með okkur barnabörnin
gjammandi sér við hlið. Amma var
alltaf uppí í húsi við stóra gluggann,
þar sat hún í stólnum sem afi smíðaði,
hlustaði á útvarp og vann handa-
vinnu. Það var svo notalegt að fá sér
hádegisblund með afa í lautinni á
heitum sumardegi eða að gera syst-
urnar þrjár gráhærðar með ærsla-
gangi í lauginni, en þar var oft mikið
fjör. Eftir mikinn leik var svo farið
inn til ömmu í kaffi og meðlæti sem
hún dró upp úr gömlu ferðatöskunni
sem var alltaf meðferðis. Sporða-
grunn 10, miðstöð fjölskyldunnar,
lykill í innri vasa í jakka nr. 2 við inn-
ganginn. Skondið hvað maður man
suma hluti vel. Um leið og ég kom inn
úr dyrunum spurði amma hvort ég
væri svöng, þá var boðið upp á heitt
brauð á pönnu og kakó. Eftir mat
sótti að manni syfja og þá var boðið
upp á sængina og koddann inn í stofu
(Jói bróðir fékk þó oftast þessa kon-
unglegu meðferð). Á Sporðó var lík-
lega minnsta jólatré í heimi og með
fylgdi ævafornt skraut. Ég tók oft
strætó á Þorláksmessu að skreyta
herlegheitin með afa. Kanaríeyjar,
þau fóru á hverju ári eins og farfuglar
og komu svo heim kaffibrún og sæl
með fullar töskur af skrítnum gjöf-
um,en amma passaði vel uppá að allir
fengju eitthvað við „sitt hæfi“.
Þau voru bestu afi og amma sem
hægt er að hugsa sér. Fyrirmyndar-
hjón, mjög ólík og vógu hvort annað
upp, skemmtileg og yndislegur fé-
lagsskapur. Eftirfarandi, er bæn sem
amma las fyrir mig á kvöldin þegar
ég gisti hjá þeim:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Hvíl í friði, elsku amma.
María Lapas.
MARGRÉT
SIGURÐARDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Mar-
gréti Sigurðardóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Guðrún Sig-
urjónsdóttir og Magnús Sigurðsson.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, stuðning og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður
og afa,
JÓNS K. FRIÐRIKSSONAR
hrossaræktanda,
Vatnsleysu,
Skagafirði.
Guð blessi ykkur öll.
Árdís M. Björnsdóttir,
Anna Þóra Jónsdóttir, Marjan Herkovic,
Björn F. Jónsson, Arndís B. Brynjólfsdóttir,
Jón Herkovic.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og útför eiginmans míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS JÓNS NORDAL
KARLSSONAR,
Búðardal,
Skarðsströnd.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Silfurtúns og
prestanna Ingibergs og Óskars.
Valdís Þórðardóttir,
Guðrún Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Þorgeir Hafsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTÍN GUÐLAUGSDÓTTIR,
frá Hokinsdal í Arnarfirði,
síðast til heimilis í Furugerði 1,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum sunnu-
daginn 28. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Marý Anna H. Hjaltadóttir, Össur Torfason,
Gylfi Þór Magnússon, Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Anna Sigurlaug Magnúsdóttir, Frímann Ingi Helgason,
Jensína U. Kristjánsdóttir,
Guðlaug Hrönn Kristjánsdóttir
og ömmubörn.
Bridsfélagið Muninn,
Sandgerði
Lokið er haustsveitakeppni fé-
lagsins með þátttöku sjö sveita. Sig-
urvegarar urðu nýkrýndir Íslands-
meistarar í parasveitakeppni, þau
Svala Pálsdóttir, Karl Grétar, Bryn-
dís Þorsteinsdóttir og Heiðar Sigur-
jónsson en auk þeirra spilaði Pétur
Júlíusson í sveitinni sem hlaut sam-
tals 236 stig.
Sveit Sparisjóðsins í Keflavík var
önnur með 195, sveit Ævars Jónas-
sonar þriðja með 190 og sveit Lilju
Guðjónsdóttur fjórða með 185.
Í kvöld, 1. des., hefst þriggja
kvölda jólatvímenningur þar sem tvö
kvöld eru til verðlauna. Hangikjöt og
hamborgarhryggir verða í verðlaun.
Spilamennskan hefst kl. 19.30 í fé-
lagsheimilinu á Mánagrund. Heitt á
könnunni.
Opið hús hjá Bridssambandinu
Bridssamband Íslands býður alla
bridsspilara, vana og óvana, vel-
komna á Opið hús í Síðumúla 37,
miðvikudaginn 8. des. kl. 19:30.
Nemendur Bridsskólans og fram-
haldsskólanemendur sem hafa eða
hafa haft brids sem valgrein eru
boðnir sérstaklega velkomnir. Þátt-
taka er ókeypis og kaffi og smákökur
í boði hússins.
Sveit Svölu Pálsdóttur Íslands-
meistari í parasveitakeppni
Íslandsmótið í Parasveitakeppni
fór fram um helgina. Íslandsmeist-
arar urðu spilarar í sveit Svölu Páls-
dóttur með 135 stig. Í sigursveitinni
spiluðu: Svala Pálsdóttir, Karl G.
Karlsson, Bryndís Þorsteinsdóttir
og Heiðar Sigurjónsson.
Í öðru sæti var sveit Ljósbrár
Baldursdóttir með 127 stig. Í þriðja
sæti lenti sveit Stefaníu Sigurbjörns-
dóttur með 125 stig. Í fjórða sæti var
sveit Framvegis Símenntunarmið-
stöð með 117 stig.
Átján sveitir tóku þátt í keppninni
sem var jöfn og spennandi til loka.
Bridsdeild FEBK Gjábakka
Föstudaginn 26. nóv. var spilaður
tvímenningur á 9 borðum.
Meðalskor var 216. Úrslit urðu
þessi í N/S:
Bjarni Þórarinsson – Jón Hallgrímsson 258
Björn Kristjánss. – Gunnar Sigurbjss. 253
Helga Helgadóttir – Sigrún Pálsdóttir 246
A/V
Halla Ólafsdóttir – Jón Lárusson 296
Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 255
Júlíus Guðmundsson – Óskar Karlsson 248
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Spilað var á 9 borðum föstudaginn
26 nóvember. Meðalskor var 216.
Úrslit í N/S:
Sigurður Hallgrss. - Friðrik Hermannss. 261
Kristrún Stefánsd - Sverrir Gunnarsson 248
Sveinn Jensson - Jóna Kristinsdóttir 224
Jón Pálmason - Sverrir Jónsson 223
A/V
Sófus Berthelsen - Kristján Ólafsson 281
Ingimundur Jónsson - Helgi Einarsson 264
Stígur Herlufsen - Guðm. Guðmundsson 261
Jón Ó. Bjarnason - Ásmundur Þórarins 246
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Gullsmára spil-
aði tvímenning á 14 borðum mánu-
daginn 29. nóv. Efst vóru í NS:
Guðm. Guðveigss.- Róbert Sigmundss. 319
Guðm. Magnússon - Þórður Jörundss. 312
Dóra Friðleifsdóttir - Jón Stefánsson 299
Jón Bjarnar - Ólafur Oddsson 296
AV
Auðunn Bergsvss - Sigurður Björnsson 313
Elís Kristjánsson - Páll Ólason 309
Björn Björnsson - Sigríður Gunnarsd. 299
Jóna Kristinsdóttir - Sveinn Jensson 296
Spilað mánu- og fimmtudaga.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson