Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 39
Daníel Jónsson sýndi fjölda kynbótahrossa á landsmótinu í sumar og þeirra á meðal Þórodd frá Þóroddsstöðum og
er það ekki hvað síst góð sýning Daníels á honum sem tryggði honum útnefninguna knapi ársins.
EINN þáttur í uppskeru hesta-
manna er að útdeila viðurkenn-
ingum til knapa sem þótt hafa skar-
að fram úr og þess ræktunarbús
sem bestum árangri hefur náð í
kynbótadómum.
Hápunktur knapavalsins er án
efa knapi ársins en þar var það
Daníel Jónsson sem hlaut titilinn að
þessu sinni. Kynbótasýningar hafa
verið vettvangur Daníels undan-
farin ár og hefur hann hægt og bít-
andi siglt þar til metorða og má
segja að nú hafi toppnum verið náð.
Hæst ber í árangri Daníels á árinu
sýning hans á stjörnu stóðhestinum
Þóroddi frá Þóroddsstöðum sem
hlaut 9,04 í einkunn fyrir hæfileika
og 8,74 í aðaleinkunn. Báðar þessar
einkunnir munu vera met hjá fimm
vetra stóðhesti. Þess má geta að
Daníel hefur tamið Þórodd og verið
með frá upphafi. Þótt alltaf sýnist
sitt hverjum um val á knapa ársins
er engum blöðum um að fletta að
Daníel er afar vel að titlinum kom-
inn og hægt að segja það góðan
endapunkt á góðu ári hjá honum.
Gæðingaknapi ársins var valinn
Þorvaldur Árni Þorvaldsson og þar
stendur hæst öruggur sigur hans
og Rökkva frá Hárlaugsstöðum í
B-flokki gæðinga á landmsótinu í
sumar. Sigldu þeir af miklu öryggi
í gegnum keppnina, voru efstur í
öllum þremur þáttum hennar og
óumdeildir sigurvegarar. Auk þess
var Þorvaldur með fleiri hesta í
góðum sætum gæðingakeppninnar
á landsmótinu.
Íþróttaknapi ársins var valinn
Björn Jónsson sem náði einstæðum
árangri í töltkeppni á árinu á
gæðahryssunni Lydíu frá Vatns-
leysu. Hæst ber sigur á landsmóti
og Íslandsmóti en þar fyrir utan
unnu þau góða sigra á ísmótum
fyrri hluta ársins. Það spillir ekki
góðum árangri að Björn er rækt-
andi Lydíu, hefur alltaf átt hana og
tamið sjálfur og þjálfað frá upp-
hafi.
Skeiðknapi ársins var valinn Sig-
urbjörn Bárðarson sem lengi hefur
verið í fremstu röð á þessum vett-
vangi. Auk margra góðra sigra á
mótinu þá voru það tveir sigrar á
landsmóti í 150 og 250 metra skeiði
sem öðru fremur tryggðu honum
útnefningu til þessa titils auk silf-
urverðlauna í 100 metra skeiði á
mótinu.
Efnilegasti knapi ársins var svo
valin Heiðrún Eymundsdóttir sem
sýndi meðal annars frábæra reið-
mennsku á landsmóti á hryssunni
Golu frá Ysta-Gerði en þær sigruðu
í flokki ungmenna á mótinu. Á síð-
asta ári voru í fyrsta skipti afhent
sérstök heiðursverðlaun sem ekki
voru veitt í ár enda ekki ætlast til
þess að þau séu veitt árlega heldur
aðeins þegar rík ástæða þykir til.
Það voru eins og áður sérhæfðir
blaðamenn í hestamennsku sem
völdu ofangreinda knapa en áður
höfðu fimm til sex knapar verið út-
nefndir í hverjum flokki sem kynnt
var á landsþingi LH fyrr í haust.
Ræktunarbú ársinns var valið
Fet í Rangárvallasýslu þar sem þau
hjónin Brynjar Vilmundarson og
Kristín Torfadóttir standa fyrir
metnaðarfullri hrossarækt. Þetta
er í annað skiptið sem Fet hreppir
þennan titil en alls voru sýnd 27
hross á árinu úr þeirra ræktun og
fóru 11 þeirra í fyrstu verðlaun.
Fjölmargar viðurkenningar veittar á uppskeruhátíð hestamanna
Daníel kominn á toppinn –
Fet ræktunarbú ársins
Hrossin frá Brynjari Vilmundarsyni á Feti gerðu það gott í dómum ársins
og hlýtur ræktun hans titilinn ræktunarbú ársins en hér er Brynjar með
hinn eftirsótta Sleipnisbikar sem Guðni Ágústsson afhenti honum fyrir ár-
angur Kraflars frá Miðsitju. Tekið skal fram að árangur Kraflars er ekki
reiknaður Fetbúinu til tekna vegna áðurnefndrar útnefningar.
Morgunblaðið/Vakri
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 39
HESTAR
ÁHUGAMENN um hrossarækt hafa síðustu
árin hist í nóvember þar sem fjallað er um
málefnið á margvíslegan hátt. Öfugt við það
sem áður var þegar hrossræktarmenn hitt-
ust eru þetta afar málefnalegar og gagn-
legar samkomur. Fyrr á árum stjórnaðist
umræðan meir af tilfinningahita og van-
þekkingu miðað við það sem nú gerist. Hinn
almenni hestamaður er í dag mun betur
upplýstur og af því leiðir að umræðan verð-
ur mun vitrænni og málefnalegri.
Hæst bar á þessari samkomu erindi Þor-
valdar Árnasonar kynbótafræðings sem bú-
settur er í Svíþjóð en hann kynnti nýtt og
væntanlega betra kynbótamat þar sem
gerðar hafa verið á því nauðsynlegar breyt-
ingar en kynbótamatið hefur verið í stöðugri
þróun allt frá því að það var tekið í notkun
1986. Hönnuður og hugmyndasmiður þess
er sem kunnugt er Þorvaldur sjálfur.
Auk þess að kynna ýmsar breytingar á
gerð kynbótamatsins kynnti Þorvaldur laus-
lega stöðu efstu hrossa í hverjum flokki.
Meðal breytinga sem Þorvaldur nefndi var
að arfgengi eldri gagna í kynbótamatinu
hefði verið ofmetið. Sagði Þorvaldur að
breytileiki og arfgengi hefði breyst með af-
gerandi hætti 1990 og því hafi þótt rétt að
dómar frá 1989 og síðar hefðu því minna
vægi en dómar frá 1990. Þá er nú í fyrsta
skipti reiknað út meðaleinkunn fyrir sköpu-
lag og hæfileika í kynbótamatinu.
Þá kom fram í máli hans að þeim hrossum
sem hafa minni skyldleika við stofninn verði
hyglað í matinu en þau sem aftur hafa mik-
inn skyldleika við stofninn þurfi að gjalda
þess. Á þessi viðleitni að vinna að því að
auka erfðabreytileika innan stofnsins. Sagði
Þorvaldur það vel þekkta tilhneigingu í allri
ræktun að sækja í fáliðaðan hóp bestu ein-
staklinga sem getur leitt til aukins skyld-
leika innan stofns og þar með dregið úr
erfðabreytileika innan hans.
Nýr hrossaræktarráðunautur Guðlaugur
Antonsson tók við bíllyklum úr hendi for-
vera síns Ágústs Sigurðssonar en sagði að
það væri líklega táknrænasta athöfnin sem
hann gat fundið til að undirstrika manna-
skiptin. Ráðunautarstarfinu hefur fylgt
Skoda bifreið og tók Guðlaugur sem sagt við
bifreiðinni með formlegum hætti. Báðir
munu þeir félagar Ágúst og Guðlaugur búa
á Hvanneyri en sá fyrrnefndi tekur við rekt-
orsstöðu Landbúnaðarháskólans á Hvann-
eyri og mátti vel skynja að með tilkomu
Ágústs í rektorsstól mundi skólinn gegna
mikilvægara hlutverki í hrossaræktargeir-
anum en verið hefur.
Kom fram í máli Þorvaldar að hann teldi
að framtíð í ræktun íslenska hestsins væri
mjög björt og Landbúnaðarháskólinn myndi
gegna þar lykilhlutverki. Þá væri framund-
an aukin samvinna við FEIF (Alþjóðasam-
band eigenda íslenskra hesta) í mótun á
ræktunarstefnu. Fyrir liggi útvíkkun rækt-
unarmarkmiða þar sem mikillar fjölbreytni
yrði krafist.
Nýr verðlaunabikar afhentur
Ágúst Sigurðsson gat þess á fundinum að
enginn farandbikar hefði verið afhentur í
flokki sex vetra hryssna á landsmótinu af
þeirri einföldu ástæðu að enginn hefði gefið
bikar í þann flokk. Hefði nú verið bætt úr
því, hjónin frá Miðsitju Jóhann Þorsteinsson
og Sólveig Stefánsdóttir hefðu gefið bikar til
minningar um hryssu sína Kröflu frá Mið-
sitju sem nú þegar hefur stimplað sig ræki-
lega inn sem mikill áhrifavaldur í íslenskri
hrossarækt. Afhentu þau Margréti S. Stef-
ánsdóttur bikarinn en hún er annar tveggja
eigenda hryssunnar Hryðju frá Hvoli sem
efst stóð í þessum flokki í sumar.
Eftir kaffihlé sýndi og útskýrði nýbak-
aður hrossaræktaráðunautur samantektar-
mynd þar sem stiklað var á því helsta á svo
til öllum landsmótum sem haldin hafa verið.
Var gerður góður rómur að þeirri mynd sem
sýnir á ótvíræðan hátt þær miklu framfarir
sem orðið hafa í hrossarækt og þá ekki síður
í reiðmennsku. Framan af vakti myndin kát-
ínu meðal fundarmanna og oft hlegið að til-
burðum manna og hesta. Eftir því sem á
myndina leið á dvínaði hláturinn líklega í
jöfnu hlutfalli við það sem fagmennskan
jókst. Mynd þessi sýnir vel í hnotskurn
miklar framfarir á öllum sviðum landsmót-
anna og væri ekki slæm hugmynd að fjöl-
falda þessa mynd og bjóða almenningi til
kaups.
Undir lok fundar var boðið upp á umræð-
ur um margvíslega málaflokka hrossaræktar
og meðal þeirra sem þar tóku til máls voru
Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossa-
sjúkdóma og sagði hún sláandi að fjórð-
ungur þeirra hrossa sem sýnd voru á lands-
mót hefði komið skaddaður úr leiknum.
Skráð voru öll tilvik þar sem áverkar eftir
ágrip ýmiskonar sáust á hrossum sem fram
komu í kynbótasýningum landsmóts. Taldi
Sigríður gott framtak að þetta skyldi skráð
og meginástæða fyrir svo mörgum áverka-
tilvikum væri sú að verið væri að krefja
hrossin um meira en þau réðu við með góðu
móti. Sagði hún að það væru ekki einungis
knapar sem bæru ábyrgð því eigendur
hrossanna væru þeir sem settu fram kröf-
urnar um sem hæstar einkunnir og hér væri
vissulega þörf viðhorfsbreytinga. Það væri
deginum ljósara að ekki væri leyfilegt að
gera hvað sem er til að ná árangri.
Þá gerði Sigríður að umtalsefni að þá
skoðun að leyfa ætti snúna afturfætur upp
að vissu marki til minnka hættu á ágripum.
Kvaðst hún mjög ósátt við þess stefnu og
með öllu óásættanlegt að menn væru vísvit-
andi að rækta snúna fætur. Lagði hún ríka
áherslu á að gera þyrfti allt sem mögulegt
væri til að koma í veg fyrir slys í sýningum
sem eyðileggja ímynd hrossaræktar.
Kristinn Hugason fyrrverandi hrossa-
ræktarráðunautur lét sitt ekki eftir liggja í
umræðunni, gerði bæði að skemmta fund-
armönnum með ýmiskonar gamanmálum
sem og að slá á alvarlegri strengi. Lagði
hann í máli sínu ríka áherslu á að komið
yrði á laggirnar svokölluðu keppniskynbóta-
mati þar sem keppnisárangur hrossa í gæð-
inga- og íþróttakeppni sem og kappreiðum
yrði lagður til grundvallar. Fráleitt væri
nægjanlegt að hafa hinn einsleita einstak-
lingsdóm til að leggja mat á gæði kynbóta-
hrossa. Sagði hann það fagnaðarefni að
búfræðikandídatinn Elsa Albertsdóttir hefði
valið þetta sem rannsóknarverkefni í mast-
ersnámi sínu og vonaðist til að það myndi
hraða þróun mótafengs.
Metnaðurinn beið hnekki
Þá sagði Kristinn að metnaður sinn og
vinar síns Sigurbjörns Bárðarsonar hefði
beðið allnokkurn hnekki þegar þeir upp-
götvuðu á fundinum að hinar kunnu skeið-
hryssur Lúta frá Ytra-Dalsgerði og Ósk frá
Litladal sem eru í þeirra eigu reyndust ekki
vera á topp tíu listanum fyrir skeið þegar
Þorvaldur kallaði fram þann lista á nýja
kynbótamatinu. Sagði Kristinn að þeir fé-
lagar ætluðu þó að kynna sér málið betur
áður en þeir legðust í þunglyndi. Einnig
lagði Kristinn til að kynbótahross myndi
einungis mæta á yfirlitssýningu á lands-
mótum en hætt yrði við að dæma þau upp á
nýjan leik eins gert hefur verið.
Að síðustu hvatti Kristinn til að aftur yrði
fjölgað í kynbótadómnefndum í þrjá dóm-
ara, taldi að tveir væru of lítið og taldi þetta
fyrirkomulag meðal annars eina skýringuna
á því að teygni í einkunnagjöf hefði aftur
minnkað. Skemmst er frá því að segja Ágúst
Sigurðsson fráfarandi ráðunautur var ósam-
mála Kristni flestum atriðum og hvatti til að
áfram yrði haldið að dæma hross með sama
hætti og gert hefur verið. Auk þess benti
hann á að hafa yrði tvo dómara á minni sýn-
ingum af fjárhagsástæðum meðal annars.
Hrossaræktin
í brennidepli
Hrossaræktarmenn héldu hina árlegu ráðstefnu sína nýlega og um kvöldið komu hestamenn saman og heiðruðu þá er fremstir þóttu
standa á sviði reiðmennsku og ræktunar hrossa. Valdimar Kristinsson mætti á ráðstefnuna sem þótti fróðleg og áhugaverð.