Morgunblaðið - 01.12.2004, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 41
DAGBÓK
Landsbókasafn Íslands er tíu ára ídag, en það var stofnað við hátíðlegaathöfn 1. desember árið 1994 viðsamruna tveggja eldri safna, Lands-
bókasafns Íslands sem stofnað var 1818 og
Háskólabókasafns sem stofnað var árið 1940.
Safnið er stærsta rannsóknarbókasafn á Ís-
landi, en það hýsir um eina milljón bóka,
handrita og annarra gagna. Í tilefni afmæl-
isins verða ýmsir viðburðir í dag og næstu
daga, þar á meðal skemmtidagskrá í dag og
málþing á morgun í Hátíðarsal Háskóla Ís-
lands um framtíð þjóðbókasafna og háskóla-
bókasafna. Þá er afmælinu fagnað með útgáfu
ljósprentunar af íslensku galdrahandriti á
skinni frá 17. öld, bæklings um safnið og
starfsemi þess og opnun nýrrar heimasíðu
timarit.is, þar sem hægt er að nálgast texta
allra þeirra tímarita og dagblaða sem hafa
verið sett í stafrænt form.
Aðalfyrirlesarar málþingsins sem haldið er
á morgun eru Gerand van Trier frá Kon-
unglega bókasafninu í Hollandi, sem mun
fjalla um þjóðbókasöfn og hlutverk þeirra í
upplýsingasamfélagi framtíðarinnar, og Sarah
E. Thomas yfirbókavörður frá Cornell-háskól-
anum í Bandaríkjunum sem ræðir um framtíð
háskólabókasafna. Einnig mun landsbóka-
vörður Finnlands, Kai Ekholm, og lands-
bókavörður Dana, Erland Kolding Nielsen,
segja frá reynslu sinna landa af samvinnu og
samrekstri landsbókasafns og þjóðbókasafns.
Málþingið er haldið í samvinnu Lands-
bókasafns og Háskóla Íslands og er öllum
opið.
Emilía Sigmarsdóttir, fagstjóri menningar
og miðlunar hjá Landsbókasafni, segir Lands-
bókasafnið vera hornstein í öflun, varðveislu
og miðlun þekkingar um íslenskt samfélag og
á sviði vísinda og fræða. „Safnið er þekking-
arveita sem vinnur að því að veita faglega
upplýsingaþjónustu um íslenskt samfélag og
tryggja að Íslendingar standi jafnfætis öðrum
þjóðum hvað varðar aðgengi að hvers kyns
þekkingu og upplýsingum,“ segir Emilía.
„Markmiðið er að efla safnið sem þjóð-
bókasafn og bókasafn Háskóla Íslands og
auka fjölbreytni þess í þjónustu, skerpa ímynd
safnsins sem þekkingarveitu, efla það sem for-
ystuafl meðal íslenskra bókasafna og sem eft-
irsóttan vinnustað.
Hvaða verkefni eru framundan hjá ykkur?
Haldið verður áfram að koma íslenskum
blöðum og tímaritum á stafrænt form og gera
þau aðgengileg á vefnum. Hugmyndin er jafn-
framt að gera hið sama með gamlar íslenskar
bækur. Á sagnanetinu eru mörg handrit að-
gengileg og væri óskandi að geta bætt þar við
fleiri handritum sem kunna þó að vera af öðr-
um toga. Einnig stendur yfir söfnun á íslensk-
um vefsíðum en seinna meir verða þær gerða
aðgengilegar notendum.
Bókasöfn | Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn fagnar 10 ára afmæli
Emilía Sigmarsdóttir
er fædd í Reykjavík árið
1950.
Hún lauk háskóla-
prófi í íslenskum fræð-
um og starfar nú sem
fagstjóri menningar og
miðlunar hjá Lands-
bókasafni Íslands, Há-
skólabókasafni og á
sæti í stjórnarnefnd
Kvennasögusafns Ís-
lands.
Emilía er gift Ragnari Steinarssyni tann-
lækni og eiga þau þrjú uppkomin börn.
Hornsteinn í þekkingaröflun og -miðlun
Félag gæludýraeigenda?
ÉG átti litla kisu sem var orðin 15
ára þegar hún dó. Ég keypti kistu
utan um hana og setti í dýragrafreit.
Og mikið er það gott og þakkarvert
að slík þjónusta skuli vera til.
Söknuður minn er mikill því hún
var besti vinurinn minn og félagi. Ég
veit að öðrum gæludýraeigendum
hefur liðið eins og mér þegar þeir
hafa misst dýrin sín.
Þess vegna finnst mér nauðsyn-
legt að stofna félag gæludýraeig-
enda þar sem við gætum stutt hvert
annað í sorginni og skipst á upplýs-
ingum varðandi umönnun dýra.
Þeir sem hefðu áhuga á að taka
þátt í stofnun félags gæludýraeig-
enda geta haft samband við mig í
síma 822 2124.
Sigrún Reynisdóttir.
Framkoma til vansa
SL. föstudag hlustaði ég á þáttinn
Spegilinn á Rás 2 og var þar m.a.
rætt um árshátíðarlag MR-inga.
Sjálfum finnst mér þetta vera
smámál sem ekki á að þurfa að ræða
í þjóðarútvarpinu, en hitt þykir mér
verra og það er að fréttamanneskjan
virtist greinilega staðráðin í því að
„grilla“ viðmælanda sinn (stíllinn
minnti á köflum á æsifrétta-
mennsku) inspektor MR, en ekki
komast til botns í þessu máli.
Fannst mér þessi framkoma
fréttamanns til mikils vansa og
finnst mér miður að skattpeningar
mínir séu notaðir í að útvarpa skoð-
unum örfárra aðila. Einnig finnst
mér fréttamatið rangt, hefði ekki
verið nær að fjalla um fíkniefnadjöf-
ulinn eða áfengisbölið í stað saklauss
gríns menntskælinga?
Með vinsemd og virðingu,
Jóhann R. Jónsson,
Hamrahlíð 48, Rvík.
Velvakandi
Svarað í síma 569 1100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Haustleikarnir í Florída.
Norður
♠--
♥DG8743 V/Enginn
♦ÁK72
♣KDG
Vestur Austur
♠Á8765 ♠2
♥Á10 ♥K952
♦DG54 ♦1063
♣Á7 ♣108542
Suður
♠KDG10943
♥6
♦98
♣963
Vestur Norður Austur Suður
Dísa Rosenkranz
1 spaði 2 hjörtu Pass Pass
Dobl Pass 3 lauf Pass
Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar !
Pass 3 grönd Pass 4 spaðar !!
Pass Pass Pass
Hálfíslensk sveit varð í þriðja sæti í
Bandaríkjamótinu í Orlando (North
American Swiss Teams). Sveitin laut
forystu hins 88 ára gamla vísinda-
manns frá Mexíkó, dr. Jorge Rosen-
kranz, sem spilaði við Hjördísi Eyþórs-
dóttur. Með þeim voru Jón Baldursson
og Þorlákur Jónsson, og þýsku lands-
liðskonurnar Daniela von Arnim og
Sabine Auken. Sveit Rosenkranz var í
efsta sæti fyrir síðustu umferð, en tap-
aði þá illa og féll niður í það þriðja.
Bandarísk sveit varð efst (Martin
Fleisher), og pólsk/bandarísk sveit í
öðru sæti (Wojewoda).
Spilið að ofan kom upp í undan-
úrslitum keppninnar. Hjördís (Dísa)
var með spil norðurs og kom inn á
spaðaopnun vesturs með tveir hjört-
um. Rosenkranz lét það eiga sig í bili
og vestur verndardoblaði. Austur valdi
laufið og enn passaði Rosenkranz. En
Dísa er baráttuglöð og reyndi þrjá
tígla. Þá loks fannst Rosenkranz tíma-
bært að nefna spaðann til sögunnar og
niðurstaðan varð sú að suður spilaði
geim í opnunarlit vesturs!
Hjördís var ekki vongóð þegar hún
lagði niður blindan, en Rosenkranz átti
fyrir sínu og gaf aðeins þrjá slagi –
einn á tromp, einn á hjarta og einn á
lauf.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 O-O
5. e4 d6 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7
9. b4 a5 10. Ba3 Rd7 11. bxa5 Hxa5 12.
Bb4 Ha8 13. a4 Kh8 14. a5 Rg8 15. Dd3
f5 16. Rd2 Hf7 17. Rb3 Bf8 18. De3
Rgf6 19. Bf3 f4 20. De2 g5 21. h3 Hg7
22. g4 fxg3 23. fxg3 g4 24. hxg4 Rc5 25.
Bxc5 dxc5 26. Kg2 Bd6 27. Hh1 Rxg4
28. Hh5 Bd7 29. Hah1 De7 30. Dd2
Hag8 31. Re2 Hf8 32. Dd3
Staðan kom upp í fyrra hluta Ís-
landsmóts skákfélaga sem fram fór
fyrir skömmu í húsakynnum Mennta-
skólans í Hamrahlíð. Sigurbjörn
Björnsson (2339) hafði svart gegn
Torfa Stefánssyni (2025). 32... Hxf3!
33. Dxf3 Hf7 34. Dd3 34. Hf5 hefði ekki
verið mikið skárra vegna 34...Bxf5 35.
exf5 Dg5 og svartur stendur til vinn-
ings. 34... Df6 35. Hf5 Bxf5 36. exf5
Dxf5 37. Dxf5 Hxf5 38. Hh4 Re3+ 39.
Kh3 Hf1 40. g4 og hvítur gafst upp um
leið enda fátt til varnar eftir 40... e4.
SKÁK
Svartur á leik.
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
85 ÁRA afmæli. Ídag, 1. desem-
ber, er 85 ára Guð-
laug Pétursdóttir
Kjerulf. Hún tekur á
móti frændfólki og
vinum sunnudaginn 5.
desember í Helgafelli,
4. hæð, Hrafnistu í
Reykjavík, milli kl. 15–17.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
SÖNGSVEITIN Fílharmónía heldur
tónleika í Skálholtskirkju kl. 21 í
kvöld. Þetta eru þeir síðustu af
þrennum tónleikum sem kórinn flyt-
ur í dómkirkjum landsins.
Í tilefni aðventu og jóla eru mörg
verkin á efnisskránni tengd þeim.
Þar er m.a. að finna verk eftir rúss-
nesku tónskáldin Rachmaninov og
Tsjaíkovskí, pólska tónskáldið Gor-
ecky, enska endurreisnartónskáldið
William Byrd, Jón Ásgeirsson og
Jakob Tryggvason en yfirskrift tón-
leikanna er einmitt hending úr sálmi
Jakobs, Ó Jesúbarn. Stjórnandi
söngsveitarinnar er Óliver Kentish
og meðleikari Guðríður St. Sigurð-
ardóttir.
Lilja Árnadóttir, formaður Fíl-
harmóníu, segir austrænan tón ein-
kenna tónleikana. „Með þessum
austur-evrópsku og rússnesku tón-
skáldum kemur svolítið sérstakur
hljómur með tónfallinu,“ segir Lilja.
„Það kemur svona þjóðlegur tónn
sem við þekkjum úr slavneskri mús-
ík, sem þessi tónskáld einhvern veg-
inn draga inn í sínar tónsmíðar, alveg
eins og það er til íslenskur tónn í
verkum margra íslenskra tónskálda.
Þetta verður mjög gaman að syngja í
Skálholtskirkju, sem hefur mjög góð-
an hljómburð og er sambærilegur við
það sem gerist í kirkjum í útlöndum.
Það má segja að þessi stykki séu
öll afar krefjandi. Þau eru langflest
flutt án undirleiks og kórinn stendur
algjörlega óstuddur, nema í einu tón-
verki, hollensku þjóðlagi sem enska
tónskáldið John Rutter hefur útsett.“
Söngsveitin Fílharmónía fagnar á
þessu starfári 45 ára afmæli sínu en
fyrstu tónleika sína hélt kórinn í
Þjóðleikhúsinu vorið 1960 þegar
hann frumflutti hér á landi tónverkið
Carmina Burana eftir Carl Orff und-
ir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar.
Næsta stóra verkefni verður einmitt
Carmina Burana sem flutt verður í
lok apríl í Langholtskirkju.
Fílharmónía syngur aðventu-
dagskrá í Skálholtskirkju
Morgunblaðið/Sverrir
!"#
$%"%#
"
"# & ' &(
' )(
' (
*+$%,%
% -" ., /''"