Morgunblaðið - 01.12.2004, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 01.12.2004, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Tónlist Café Rosenberg | Bill Bourne syngur efni af nýrri plötu kl. 22. Gaukur á Stöng | KK, Mugison, Bob Just- man, Touch, Lára & Delphi og Ensími troða upp á útgáfutónleikum fyrir safn- diskinn Frjáls Palestína kl. 21. Aðgangs- eyrir er 500 krónur og rennur allur ágóði til styrktar æskulýðstarfi í flótta- mannabúðunum Balata á Vesturbakk- anum. Hafnarborg | Hádegistónleikar í Hafn- arborg kl. 12. Að þessu sinni er það Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari sem spilar „Vetr- armúsík“ við undirleik Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda há- degistónleikanna. Hallgrímskirkja | Tær rödd drengjasópr- ansins Ísaks Ríkharðssonar og seiðandi saxófóntónar Sigurðar Flosasonar gleðja áheyrendur á jólatónleikum Mótettukórs- ins kl. 20. Björn Steinar Sólbergsson leik- ur á stóra Klaisorgelið, Hörður Áskelsson stjórnar. Seltjarnarneskirkja | Selkórinn á Seltjarn- arnesi, ásamt kammersveit, heldur sína árlegu aðventutónleika í Seltjarnar- neskirkju kl. 20. Á efnisskránni eru íslensk jólalög og kirkjuleg kórverk eftir Vínartón- skáldin. Einsöngvari er Ingibjörg Guðjóns- dóttir sópran. Stjórnandi Jón Karl Ein- arsson. Skálholtskirkja | Aðventutónleikar í Skál- holti verða kl. 14 og 16.30. Fram koma Skálholtskórinn, Barna- og Kammerkór Biskupstungna, strengja- og blásarasveit, Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsd., konsertmeistari Hjörleifur Valsson, stjórn- andi Hilmar Örn Agnarsson. Skálholtskirkja | Aðventutónleikar Söng- sveitarinnar Fílharmóníu kl. 21. Þriðju og síðustu tónleikarnir að þessu sinni verða í Skálholti. Á efnisskrá eru ýmis kórverk eftir m.a. Tchaikovski, Rachamaninov, Byrd og Jakob Tryggvason. Stjórnandi er Óliver Kentish og meðleikari á píanó Guð- ríður St. Sigurðardóttir. Myndlist Kirkjuhvol, Akranesi | Gylfi Ægisson sýn- ir um 60 akrýlmyndir. Gallerí 101 | Daníel Magnússon myndlist- armaður – Matprjónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald heimilisins. Gallerí Fold | Guðrún Indriðadóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir og Áslaug Höskulds- dóttir – Þrjár af okkur. M.J. Levy Dickinson – Vatnslitaverk. Gallerí i8 | Kristján Guðmundsson – Arki- tektúr Gallerí Sævars Karls | Hjörtur Marteins- son – Ókyrrar kyrralífsmyndir. Gallerí Tukt | Illgresi. Manifesto: Illgresi er svar alþýðunnar við elítunni! Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efn- ið og andinn. Grafíksafn Íslands | Í dimmunni – samsýn- ing. Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóðþekktra Íslendinga. Hólmaröst, Lista- og menningarverstöð | Jón Ingi Sigurmundsson – Olíu- og vatns- litamyndir. Hrafnista Hafnarfirði | Sólveig Eggertz Pétursdóttir sýnir myndir sínar í Menning- arsalnum. Hönnunarsafnið | Sænskt listgler – þjóð- argjöf í Hönnunarsafninu. Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir sýnir ol- íumálverk – Leikur að steinum. Kling og Bang gallerí | Sigurður Guð- jónsson – Hýsill. Listasafn ASÍ | Erling Þ.V. Klingenberg og David Diviney – Ertu að horfa á mig / Are you looking at me. Sara Björnsdóttir – Ég elska tilfinningarnar þínar. Listasafn Árnesinga | Tumi Magnússon – Innsetning. Listasafnið á Akureyri | Patrick Huse – Encounter. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. 20 lista- menn sýna. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Þrjár sýningar: Ný íslensk gullsmíði í Austursal, Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmunds- dóttur á neðri hæð safnsins. Listasafn Reykjanesbæjar | Valgarður Gunnarsson – Eilífðin á háum hælum. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Grafísk hönnun á Íslandi. Stendur til áramóta. Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Stendur til 16. jan. Myndir úr Kjarvalssafni. Listmunahúsið | Sýning á verkum Valtýs Péturssonar. Norræna húsið | Vetrarmessa Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir – Inni í kuðungi, einn díll. Björk Guðnadóttir – Eilífð- in er líklega núna. Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir – –sKæti– Listasýning Handverk og hönnun | Hjá Handverki og hönnun stendur yfir jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt…“ Þetta er sölusýning þar sem 32 aðilar sýna íslenskt handverk og listiðnað úr fjölbreyttu hráefni. Dómnefnd valdi muni á sýninguna. Söfn Kringlan | Sýning á vegum Borg- arskjalasafns Reykjavíkur á 2. hæð Kringl- unnar þar sem sýnd verða skjöl tengd jóla- haldi landsmanna og sérstaklega fjallað um jólin 1974, m.a. sýnd jólakort frá ýmsum tímum. Einnig fjallað um hvað var að gerast í Reykjavík árið 1974. Opin á sama tíma og Kringlan. www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og hér- aðsskjalasöfn um land allt hafa sameinast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Þjóðskjalasafn Íslands | Þjóðskjalasafn Ís- lands er með sýningu um „Árið 1974 í skjölum“, á lestrarsal safnsins að Lauga- vegi 162. Sýnd eru skjöl sem tengjast þjóðhátíðinni 1974, skjalagjöf Norðmanna og opnun hringvegarins. Mannfagnaður Klink og Bank | Spuni kl. 21. Markmið Spuna er að kynna og stuðla að almennum spuna. Spuni gerir engan greinarmun á listgreinum, heldur innleiðir þær allar og samtvinnar þar sem við á. Allir eru vel- komnir sem þátttakendur eða áhorfendur, endurgjaldslaust. Nánari upplýsingar á http://where.is/spuni. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer miðvikudags- ins 1. desember er 82407. Krabbameinsfélagið | Heimahlynning verð- ur með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld kl. 20–22, í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Kór Kársnesskóla syngur jólalög og Þórunn Lárusdóttir verð- ur með upplestur. Boðið er upp á kaffi og meðlæti. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar– og fataúthlutun í dag kl. 14–17 að Sól- vallagötu 48. Svarað í síma og tekið við gjöfum mán.–fim. kl. 11–16. Netfang: mnefnd@mi.is. Fyrirlestrar Kennaraháskóli Íslands | Opinn fyrirlestur kl. 16.15. Brynhildur Briem, lektor í mat- væla- og næringarfræði fjallar um mat- reiðslubækur Helgu Sigurðardóttur, skóla- stjóra Hússtjórnarkennaraskóla Íslands, sem síðar rann inn í KHÍ. Námskeið www.ljosmyndari.is | Helgarnámskeið 11.– 12. des. kl. 13–17. Farið í stillingar vélarinnar svo sem: ljósop, hraða, White Balance, ISO, pixlar. Tekið fyrir; almenn myndataka, port- rett, skipuleggja myndasafn, setja myndir á geisladisk, senda myndir í tölvupósti, prenta myndir o.fl. Skráning á www.ljos- myndari.is. Málstofur Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Ásgeir Jónsson, lektor við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands, flytur erindið „Áhrif banka á efnahagslegar framfarir á Íslandi“ í Odda, stofu 101, kl. 12.15. Í fyrir- lestrinum er reynt að setja þróun íslenskra bankaviðskipta í samband við þróun sam- svarandi viðskipta erlendis. Fundir Félag húseigenda á Spáni | Félag húseig- enda á Spáni hedur árlegan jólafund, sunnud. 5. desember kl. 17, í sal á efri hæð veitingahússins Naustsins við Vesturgötu. Kvenréttindafélag Íslands | Jólafundur Kvenréttindafélags Íslands verður kl. 20, á Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Upplestur úr nýjum bókum, tónlist o.fl. Einnig er boð- ið upp á veitingar. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Búðu þig undir að heyra frá vinum og kunningjum í öðrum löndum eða fjar- lægum heimshlutum. Rökræður um trú- mál og stjórnmál taka sig upp að nýju. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú færð tækifæri til þess að hnýta ýmsa lausa enda í málefnum sem varða erfða- skrár, erfðagripi, tryggingar og sameig- inlegar eignir á næstunni. Brettu upp ermarnar, allt fer vel. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gamlir sénsar og vinir úr fortíðinni láta á sér kræla um þessar mundir. Ástæðan er sendiboðinn Merkúr, sem er í beinni mótstöðu við sólina þína og auk þess í afturábakgír, séð frá jörðu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Notaðu tímann til þess að klára verkefni sem bíða í vinnunni. Þetta er alls ekki rétti tíminn til þess að byrja á einhverju nýju. Ljúktu við verkin sem hafin eru. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki er ólíklegt að fyrrverandi elsk- hugar og ástkonur verði á vegi þínum á næstunni. Sagt er að velgengni sé besta hefndin, reyndu að sýnast hamingju- semin og sjálfstraustið uppmálað. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fylltu ísskápinn. Fjölskyldumeðlimir sem þú hefur ekki séð í háa herrans tíð láta senn á sér kræla. Endurfundir skyldfólks eru líka sennilegri en nokkru sinni fyrr núna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Borgaðu símreikninginn og sinntu erind- um sem hindrað gætu samskipti þín við aðra. Passaðu líka upp á að láta gera við bílinn. Það er aldrei að vita hvað gerist. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sért þú í verkefnaleit er farsælast að leita á gömul mið. Andrúmsloftið fyrir ný viðskiptasambönd er ekki gott núna og á næstu vikum. Kláraðu það sem þú ert með í gangi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sendiboðinn Merkúr er í afturábakgír í þínu merki og verður svo þangað til 20. desember. Skyldi það vera út af því sem þú ert svona gleyminn og klaufskur núna, bogmaður? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Á næstu vikum eru aðstæður frábærar til þess að gera upp gamlar skuldir. Hnýttu alla lausa enda í málum sem varða stofnanir af ýmsu tagi, svona tæki- færi varir ekki lengi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú rekst á fjölda vina núna og fólk sem þú þekktir einu sinni er á hverju strái. Mikilvægt er að sýna þeim sem þú deilir fortíðinni með ræktarsemi. Gleðstu yfir þessu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hugsanlegt er að þú þurfir að standa á máli þínu gagnvart yfirboðara út af ein- hverju sem þú hefur gert. Gamall yfir- maður gæti líka dúkkað upp, vertu vin- semdin uppmáluð. Stjörnuspá Frances Drake Bogmaður Afmælisbarn dagsins: Þú býrð yfir krafti og félagslyndi og vilt vinna með fólki. Hugsjónir þínar eru háleitar og þú verð það sem þú trúir á. Þú vilt að fólk komi vel fram við hvert annað. Rausnarskapur á tíma og fé eru líka einkenni þitt og þú vilt gera þitt gagn í veröldinni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ógallaður, 8 mannsnafn, 9 fjallstopps, 10 reið, 11 horuð, 13 rækt- uð lönd, 15 kjöts, 18 hey- sátu, 21 verkfæri, 22 eyja, 23 traust, 24 gata í Reykjavík. Lóðrétt | 2 götu, 3 sefur, 4 smáa, 5 alda, 6 hæðum, 7 mynni, 12 sár, 14 hús- dýra, 15 hörfa, 16 sötrar með tungunni, 17 fælin, 18 skarpskyggn, 19 sló, 20 ægisnál. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 gljái, 4 skell, 7 fótum, 8 ártíð, 9 afl, 11 norn, 13 hrun, 14 ýkjur, 15 fúst, 17 ódýr, 20 átt, 22 glæst, 23 rípur, 24 rotta, 25 gorta. Lóðrétt | 1 gufan, 2 Jótar, 3 ilma, 4 stál, 5 ertur, 6 lóðin, 10 fljót, 12 nýt, 13 hró, 15 fögur, 16 skært, 18 dapur, 19 rorra, 20 átta, 21 treg.  HLJÓMSVEITIN Leaves heldur tónleika í kvöld á Grand rokki, en sveitin hefur und- anfarnar vikur verið að leggja lokahönd á upptökur á nýrri plötu sem kemur út á næsta ári. „Við vorum að klára síðustu upptök- urnar í síðustu viku,“ segir Arnar Guð- jónsson, söngvari og lagasmiður sveit- arinnar, en fram undan er hljóðblöndun og tónleikaferð til Bretlands, þar sem sveitin mun leika á tvennum tónleikum. „Við ætlum að spila nýtt efni á Grand rokki, við ætlum að prufukeyra nýju lögin og sjá hvernig þetta virkar allt saman.“ Gert er ráð fyrir að nýja platan komi út í maí nk. og leggja Leaves-menn í vík- ing í janúar til að kynna hana. „Það er gert ráð fyrir að fyrsta smáskífan af plötunni komi út fljótlega eftir áramót. Eitt lag af plötunni var lag vikunnar á iTunes og þúsundir manna náðu í það, svo kynning á plötunni er í rauninni haf- in,“ segir Arnar. „Við erum búnir að vera að þróast mjög frá síðustu plötu. Sveitin hefur breyst dálítið, það er kominn nýr trommari og hljómborðsleikarinn, sem var með okkur í upphafi, er kominn aftur. Þá hefur tónlistin þróast mjög mikið frá síðustu plötu. Við erum búnir að eyða miklum tíma í að vera saman að spila inni í herbergi, reyna að finna rétta hljóminn fyrir okkur og þróa hann áfram.“ Morgunblaðið/ÞÖK Leaves kynna nýtt efni á Grand rokki Tónleikar Leaves hefjast kl. 22. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.