Morgunblaðið - 01.12.2004, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 45
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
ÓLIVER!
frumsýnt 28. des
Óliver! Eftir Lionel Bart
Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Frums.
Mið 29/12 kl 20 UPPSELT
Fim 30/12 kl 16 UPPSELT
Fim 30/12 kl 21 UPPSELT
Sun 2/1 kl 14 örfá sæti
Sun 2/1 kl 20 örfá sæti
Fim 6/1 kl 20 örfá sæti
Lau 8/1 kl 20 UPPSELT
Sun 9/1 kl 20 nokkur sæti
Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti
Lau 15/1 kl 20 nokkur sæti
Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti
Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir
Pamela Anderson sást yfirgefa húsStephen Dorff á sunnudags-
morguninn eftir að hafa eytt nóttinni
þar. Sjónarvottar
segja að hún hafi
laumast út um kl.
10.30 í fötunum
sem hún var í
kvöldið áður.
„Hárið á henni var
úfið og það var
augljóst að hún
var að skríða fram
úr rúminu,“ sagði sjónarvottur í sam-
tali við New York Post.
Vinur Dorff, sem nýlega lék í
myndbandinu „Everytime“ með
Britney Spears, segir að samband
þeirra sé platónskt. „Þau eru búin að
vera vinir í mörg ár og eftir því sem
ég best veit eru þau ennþá bara vin-
ir.“
Catarine Zeta-Jones ætlar að festakaup á fótboltaliði. Sagt er að
hún ætli að kaupa velska liðið Llanelli
AFC, af frænda
sínum á tæpa
fjóra og hálfan
milljarð króna.
Catherine er
stolt af velskum
rótum sínum og
hefur heimsótt lið-
ið nokkrum sinn-
um en það er á
botninum á velsku úrvalsdeildinni.
Starfsmenn hjá fótboltaliðinu hafa
viðurkennt að þeir hafi mikinn áhuga
á að leikkonan, sem er gift Michael
Douglas, kaupi liðið og gefi því þannig
heilmikla athygli og peninga.
Fólk folk@mbl.is
U2 hefur drottnað sem „mesta rokk-
sveit heims“ (skrásett vörumerki)
lengur en sumir kæra sig um að
muna. Því fylgja fleiri kostir en gallar,
um það verður ekki deilt hér. En einn
gallinn, einn vandi sem listamenn í
slíkri stöðu þurfa að glíma við er að
þurfa að búa til tónlist sem stendur
uppi í hárinu á vörumerkinu. U2 er
með öðrum orðum löngu orðin stærri
en tónlistin sem
þeir búa til, rétt eins
og Rolling Stones
og REM t.a.m.
Þetta er hinn mesti
vandi fyrir metnað-
arfulla tónlistar-
menn eins og þeir írsku fjórmenning-
ar klárlega eru. Síðustu plötur hafa
opinberað þennan vanda, á óþægilega
áberandi máta, einkum þó hin herfi-
lega Pop. Kunni ég ágætlega við
poppið smeðjulega sem var að finna á
All That You Can’t Leave Behind,
þótt auðvitað hafi sveitin þar verið
alltof umhugað um að gera öllum til
geðs.
Sama má eiginlega segja um nýju
plötuna. Hér er reynt að þóknast öðr-
um, með því að leita aftur í ræturnar,
en þó ekki nándar eins mikið og áður,
sem greina má að því að þeir virðast
finna sig mun betur í því sem þeir eru
að gera núna en oft áður. Eru í gamla
nostalgíugírnum, búa til lög sem
hljóma svolítið eins og gömlu perlurn-
ar; „City of Blinding Lights“ minnir
t.a.m. þægilega á „New Years Day“
og „Sometimes You Can’t Make It On
Your Own“ hefði getað verið ein af
hinum fínu b-hliðum sem ekki komust
á Unforgetable Fire eða Josuah Tree
og hugsunin á bak við „All Because of
You“ er væntanlega að það hefði get-
að verið samið fyrir October og litla
systirin í „A Man And a Woman“ gæti
verið litla systir Partístelpunnar.
Þetta er umdeilanleg nálgun Ég,
sem gamall U2-aðdáandi, þráði ekk-
ert sérstaklega heitt að þeir myndu
fara aftur að gera þetta „gamla og
góða“. Nei, þvert á móti fólst sjarm-
inn lengi vel í því hversu einstakt lag
þeir höfðu á því að endurnýja sig,
ganga skrefi lengra í tónlistarsköpun-
inni, án þess að það yrði á kostnað
sinna tryggu aðdáenda.
En það breytir því ekki að nýja
platan er örugglega algjör sprengja
fyrir þá sem vilja bara þetta „gamla
góða“. Því verður heldur ekki neitað
að hér heilmargt vel gert. Textar
Bonos vandaðir, tilfinningaríkir og
furðu jarðbundnir og lög á borð við
„One Step Closer“, „Original of the
Species“ og „Love and Peace or Else“
fantagóð.
Þessi nýjasta U2-sprengja er
kannski komin svolítið til ára sinna,
en hún springur nú samt. Það mætti
t.d. nota hana til þess að sprengja í
loft upp helsta ljóð plötunnar, hinn af-
spyrnuvonda og ofursperrta smjörþef
„Vertigo“.
En hún
springur
samt
TÓNLIST
Erlendar plötur
U2 – How to Dismantle an Atomic Bomb
Skarphéðinn Guðmundsson
Fréttasíminn 904 1100