Morgunblaðið - 01.12.2004, Side 49
STELPUSKJÁTAN hún Birgitta
Jóns á ennþá hug flestra bíógesta en
önnur myndin um þessa óöruggu en
óviðjafnanlegu söguhetju var vin-
sælasta myndin í bíóhúsum hér á
landi aðra helgina í röð. Yfir 4 þús-
und manns sáu hana um helgina.
„Eigum við ekki bara að segja að all-
ir elski Bridget Jones. Hún er núna
komin í 17.500 eftir tvær vikur í sýn-
ingu. Fólkið er mjög sátt við þetta
framhald og hún á nóg eftir,“ segir
Christof Wehmeier hjá Sambíó-
unum en myndin gekk betur um
aðra helgina en fyrri myndin.
Efsta nýja myndin á lista er ein af
jólamyndunum í ár, í orðsins fyllstu
merkingu. Jólaklúður Kranks-
fjölskyldunnar (Christmas with the
Kranks) er ein af þessum ekta amer-
ísku jólamyndum sem ætluð er allri
fjölskyldunni. Hún skartar meira að
segja Tim Allen í aðalhlutverki en
segja má að hann hafi sérhæft sig í
jólamyndum síðan hann hætti að
leika í þáttunum vinsælu Handlag-
inn heimilisfaðir. Að sögn Jóns
Gunnars Geirdal hjá Skífunni eru
nálægt 4 þúsund manns búin að sjá
myndina, að meðtöldum forsýn-
ingum. Hún var heimsfrumsýnd hér
á landi síðastliðinn fimmtudag, sama
dag í Bandaríkjunum. Jón Gunnar
segir viðbrögð áhorfenda svipuð hér
og vestra: „Áhorfendur voru mjög
ánægðir með myndina og 91% að-
spurðra fannst hún „frábær“ eða
„mjög góð“ og 80% myndu „pottþétt
mæla með henni“ sem er mjög svip-
að og þau viðbrögð sem við erum að
fá frá íslenskum kvikmynda-
húsagestum. Chris Columbus
(Home Alone, Mrs. Doubtfire og
Harry Potter 1 & 2 ofl.) skrifar líka
handritið og þekkir fjölskylduform-
úluna vel! “
Jón Gunnar segist búast við því
að, líkt og jólamyndir gera vanalega,
þá eigi Jólaklúðrið eftir að ganga vel
fram að og yfir jólahátíðina.
Þá koma myndirnar Without A
Paddle og Open Water beint inn í 4.
og 5. sætið en báðar fjalla um fólk í
neyð, á æði ólíkan hátt. Hin fyrri er
gamanmynd um þrjá félaga sem
lenda í dæmalausum hremmingum
er þeir skella sér í kanóleiðangur.
Seinni fjallar um par sem verður
fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu að
vera skilið eftir tvö, ein og yfirgefin,
úti á ballarhafi í köfunarleiðangri.
Bíóaðsókn | Jólamyndirnar gera vart við sig
Birgitta og Jólaklúðrið
Jólaklúðrið: Tim Allen er sannkallaður jólasveinn.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 49
Búið ykkur undir að öskra.
Stærsta opnun á hryllingsmynd
frá upphafi í USA.
KRINGLAN
kl. 10.10. B.i. 16 ára.
Stanglega bönnuð innan 16 ára
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15 og 10.20.
M.M.J. Kvikmyndir.com
H.J. Mbl.
Kvikmyndir.is
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 5.40, 8 og 10.20.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.40 8 OG 10.20.
SETH GREEN MATTHEW LILLARD DAX SHEPARD
Frá leikstjóra Mr Deeds kemur
gamanmynd sem fær þig til að
missa það algjörlega.
Fór beint á toppinn í USA
M.M.J. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH
Sama Bridget. Glæný dagbók.
H.J. Mbl.
Stanglega bönnuð innan 16 ára
Frá spennumyndaleikstjóranum,
Renny Harlin kemur þessi
magnaði spennutryllir sem
kemur stöðugt á óvart.
l i tj ,
li i
i t lli
t t t.
Kvikmyndir.is
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10.20.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.10
HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY
Sagan af Öskubusku í nýjum búningi
ÁLFABAKKI
kl. 4 og 6.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.10.
Kvikmyndir.is
H.J.Mbl.
ÁLFABAKKI
kl. 3.45 og 6.15.
Ísl tal.
H.L.Mbl.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6.
AKUREYRI
kl. 8 og 10.10.
AKUREYRI
kl. 6, 8 og 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6.
KRINGLAN
kl. 6. Ísl tal.
kl. 8. Enskt tal.
L´affaire Marcorelle
(Marcorelle málið)
Inspecteur Lavardin
Scénes de Crimes
(Glæpavettvangur) ÁLFABAKKI
kl. 4, 6, 8 og 10.10.
S.V. Mbl.
SÖNGKONUNA Ragnheiði Gröndal
þarf ekki að kynna, en mikið hefur
borið á henni síðustu misserin. Hér
kemur hún með sína aðra plötu og
nefnist hún Vetrarljóð. Það er einvala
lið tónlistarmanna sem er hér Ragn-
heiði til fulltingis enda hljóðfæra-
leikur allur með ágætum.
Hér stimplar
Ragnheiður sig
heldur betur
inn sem afar
snjall lagasmið-
ur. Hún á fjög-
ur lög á plöt-
unni, þau sem
skilja hvað mest eftir sig og standa
raunar algjörlega uppúr. Þar fer
fremst lagið „Landgangur“ með sínu
þjóðlagakennda viðlagi og snjöllum
texta Hallgríms Helgasonar ortum í
anda Vatnsenda-Rósu. Stórglæsilegt
lag. Hið djassskotna lag Ragnheiðar
„Gamlar vísur um blóm“ sýnir, svo
ekki verður um villst, úr hvaða jarð-
vegi hún er sprottin. Lagið „Jóla-
kveðja“ er lágstemmt og hugljúft
jólalag sem mun væntanlega hljóma
um ókomin jól héðan í frá. Punktinn
setur hún svo með síðasta lagi plöt-
unnar „Vögguljóð – rituð á jólakort“
sem hún semur við ljóð langafa síns
og leikur jafnframt á píanóið með til-
þrifum.
Framlag Magnúsar Þórs Sig-
mundssonar er heldur ekki lítið á
þessari plötu, eða fjögur lög. Þar ber
af lagið „Norðurljós,“ sem er samið
við samnefnt ljóð Jóhannesar úr
Kötlum. Ljóð þetta er eitt það feg-
ursta sem ort hefur verið á íslenska
tungu, og liggur það í hlutarins eðli
að lag samið við þess konar ljóð hlýt-
ur að hafa eitthvað til brunns að bera,
og sannast það hér. Glæsilegur söng-
ur Ragnheiðar er svo studdur mögn-
uðum píanóleik slaghörpuleikara
Nýdanskrar, Jóns Ólafssonar. Í hin-
um þremur lögum Magnúsar, „Húm-
ar að“, „Ítem“ og „Nótt“ er róið á
svipuð mið og gert var í laginu „Ást“
sem kom út á síðasta ári. Áferð-
arfalleg lög, en hafa lítið nýtt fram að
færa.
Útsetningin á lagi Ingibjargar
Þórbergs „Jólakötturinn“ er frábær-
lega vel heppnuð. Hér má heyra svo-
lítið nýja hlið á söngkonunni, greini-
legt er að þarna býr óbeislaður
kraftur sem fram að þessu hefur ekki
mikið farið fyrir. Ljóst má telja að hið
smekklega og hljómþýða lag „Jól“
eftir Jón Ólafsson eigi eftir að skipa
sér í flokk klassískra íslenskra jóla-
laga þegar fram líða stundir. Lögin
„Vetrarsól“, „Kærleikur“ og „Gleði
og friðarjól“ hljóma hins vegar eins
og uppfylling og bæta engu við það
sem áður hefur verið gert í flutningi
þeirra.
Plata þessi geldur fyrir tvennt;
annars vegar það að vera hálfgildings
jólaplata, sem er klaufalegt, en hætt
er við hún fari inn í skáp eftir hátíð-
arnar með hinum jólaplötunum og
sjáist ekki aftur fyrr en að ári. Annað
hvort eru plötur jóla eða ekki jóla.
Hins vegar það að á köflum hljómar
þetta frekar eins og plata útgefand-
ans en sólóplata Ragnheiðar Gröndal,
að ákveðið hafi verið að gefa út auð-
seljanlega plötu. Hyggilegra hefði
verið fyrir alla (nema kannski útgef-
andann) að bíða með þessa útgáfu,
gefa söngkonunni lausari tauminn og
meiri tíma til að semja, og gefa svo út
alvöru sólóplötu síðar. Því þrátt fyrir
að hér sé landslið hljóðfæraleikara og
lagasmiða samankomið er það samt
þáttur Ragnheiðar sjálfrar sem
stendur algjörlega uppúr. Hann er
bara því miður ekki nógur stór til að
gera þessa plötu eins góða og hún
hefði getað orðið.
Jóla – eða ekki jóla?
TÓNLIST
Íslenskur geisladiskur
Ragnheiður Gröndal hefur sent frá sér
plötuna Vetrarljóð. Ragnheiður syngur og
leikur auk þess á píanó í einu lagi. Auk
hennar leika á plötunni Guðmundur Pét-
ursson (gítar, dobro), Jón Ólafsson
(píanó, orgel), Róbert Þórhallsson (raf-
bassi, kontrabassi), Birgir Baldursson
(trommur, tabla), Haukur Gröndal (klarín-
ett, bassett-horn), Snorri Sigurðsson
(trompet), Ásgeir Óskarsson (slagverk)
og Hrafnkell Orri Egilsson (selló). Um
upptökustjórn sá Jón Ólafsson, og var
platan hljóðrituð í Stúdíó Sýrlandi og Eyr-
anu. Útgefandi Steinsnar ehf.
Ragnheiður Gröndal – Vetrarljóð
Grétar Mar Hreggviðsson
Morgunblaðið/Ómar
Á annarri plötu Ragnheiðar Gröndal eru lög tileinkuð vetrinum og jólum.
"
$
%
&
% (
%
*
"+
! "# # $
% "
&' ( "
! "# # $
#)!*+ "#)$ +
!
" #
%%
&'(
)*
+
)
,
- /
0
,
&
-
.
/
0
1
2
,.
3
,&
,,
,'
,/
,0
,2
,-
!
&
,
&
,
,
.
.
2
&
-
-
&
-
/
0
0
3
-
,/
1
4*5 6#+4!!7 84*57 9! 7 : +# *!7 ;8!5#4*5
84*57 < 47 4*5
84*57 < 47 4*5
4*5 6#+4!!7 :#7 9! 4*5 6#+4!!7 ;8!5#4*5
84*57 84*57 < 47 4*57 = 4*5 : +# *!
4*5 6#+4!!7 :#7 9! 4*5 6#+4!!7 9! 7 : +# *!7 : 4*5 6#+4!!7 :#7 9! 84*5
4*5 6#+4!!7 :#7 9! 84*57 4*5
4*5 6#+4!!7 ;8!5#4*5
;8!5#4*5
< 47 >+=?
:#7 : +# *!
84*57
+=?
84*57 4*5
4*5 6#+4!!
84*5