24 stundir - 29.11.2007, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 17
Amsterdam 7
Ankara 4
Barcelona 12
Berlín 1
Chicago 0
Dublin 11
Frankfurt 3
Glasgow 10
Halifax 8
Hamborg 6
Helsinki -2
Kaupmannahöfn 4
London 11
Madrid 14
Mílanó 9
Montreal -9
München 3
New York 3
Nuuk -7
Orlando 19
Osló 1
Palma 22
París 1
Prag 2
Stokkhólmur -2
Þórshöfn 5
Vaxandi austanátt, víða hvassviðri eða storm-
ur vestantil í kvöld. Rigning eða slydda suð-
vestanlands undir kvöld, en snjókoma á norð-
vesturlandi. Vægt frost inn til landsins, en
frostlaust við sjávarsíðuna. Hlýnar heldur.
VEÐRIÐ Í DAG
5
4
2 4
5
Hvassviðri og stormur
Austan og norðaustan 15 til 23 metrar á sek-
úndu og slydda eða rigning, hvassast á Vest-
fjörðum. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
VEÐRIÐ Í DAG
4
4
2 4
5
Allt að sjö stiga hiti
„Glæpir gegn konum eru ekki
menningarlegur margbreytileiki,“
segir Fatma Mohamud frá Svíþjóð
sem hélt erindi á fundi Samtaka
kvenna af erlendum uppruna í
Norræna húsinu í gær.
Hún segir svokölluð heiðurs-
morð hafa verið mikið til umræðu
í Svíþjóð undanfarin tíu ár og þetta
vandamál tengist innflytjendasam-
félögum í Svíþjóð: „Karlar sem eru
vanir að ráða öllu verða óöruggir
þegar konurnar þeirra fara kannski
að sjá fyrir heimilinu og börnin
haga sér öðruvísi en þeir eiga að
venjast. Sumir grípa því til ofbeldis
til þess að reyna að halda í völd
sín.“
Hún varar þó við því að litið sé á
þetta ofbeldi sem hluta af menn-
ingararfi þeirra, eða afsakað á þann
hátt, því ofbeldi gegn konu af er-
lendum uppruna er jafnalvarlegt
og ofbeldi gegn innlendri konu.
„Við komum inn í þetta land og
við eigum að hlíta sömu lögum og
Svíar,“ segir hún og ítrekar að of-
beldi sé alltaf mannréttindabrot og
því beri að takast á við sem slíkt.
„Allar konur eigi rétt á að ráða
yfir líkama sínum og sínu lífi án
þess að eiga á hættu að vera myrt-
ar,“ segir Fatma og bætir við að
ýmislegt hafi verið gert og verði
gert til að sporna gegn svona of-
beldi. Þar má nefna fræðslu til
stúlkna um réttindi sín, almenna
vitundarvakningu um kynbundið
ofbeldi. fifa@24stundir.is
Fundur Félags kvenna af erlendum uppruna
Ofbeldi til að halda í völdin
Fatma Mohamud Varar við
að litið sé á ofbeldi sem
hluta af menningararfi.
Harry Potter sat í efsta sæti metsölulista Ey-
mundsson í síðustu viku en þessa vikuna fellur
hann niður í þriðja sæti listans. Arnaldur Indr-
iðason er í fyrsta sæti listans með glæpasögu
sína Harðskafi og Óttar Norðfjörð skýst upp í
annað sætið með Hníf Abrahams. Yrsa Sigurð-
ardóttir er einnig að ná athygli lesenda en bók
hennar Aska er í fjórða sæti.
Ævisaga Guðna Ágústssonar sem Sigmundur
Ernir Rúnarsson skráir kom út síðastliðinn
föstudag en þótt bókin hafi ekki verið marga
daga í sölu fer hún rakleitt í fimmta sætið.
Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn eiga tvær
bækur á topp tíu listanum, Tíu litla kenjakrakka
og Gælur, fælur og þvælur.
Barátta á metsölulista
Arnaldur á
toppinn á ný
90% öskubíla í Reykjavík verða met-
anknúnir um miðjan janúar þegar
sex nýir metanbílar verða komnir í
gagnið en nú þegar eru þrír öskubíl-
ar knúnir metani í Reykjavík. Guð-
mundur B. Friðriksson, skrif-
stofustjóri á umhverfissviði
Reykjavíkur, segir nokkur ár síðan
borgin ákvað að metanvæða ösku-
bílaflotann en í öllum útboðum hjá
borginni er gerð krafa um að sorp-
bílarnir séu metanknúnir. „Það er skemmtilegt að vera með ruslabíla
sem keyra á metani því metan er unnið úr rusli. Þetta er innlend fram-
leiðsla og með umhverfisvænni orkugjöfum,“ segir Guðmundur.
Lingþór Jósepsson, rekstrarstjóri Vélamiðstöðvar, segir metanbílana
dýrari en hina „en þetta er náttúrulega bara umhverfissjónarmið og
ekkert annað, svo það er mjög mikið atriði að nýta þennan orkugjafa
betur.“ Þrír nýir bílar eru komnir til Íslenska gámafélagsins, einn fyrir
fyrirtækið og tveir fyrir borgina, í viðbót við þá 3 sem fyrir voru. aak
Nýir bílar í ruslið
Flutningaskipinu Axel sem
strandaði í fyrradag út af Höfn í
Hornafirði var siglt til Akureyrar.
Varðskip fylgdi í humátt á eftir
skipinu, samkvæmt upplýsingum
Landhelgisgæslunnar, og stöðugt
var dælt sjó úr því. Skipið lask-
aðist að framanverðu er það tók
niðri í Hornafjarðarósi. mbl.is
Axel á leiðinni
til Akureyrar
Banaslys varð á Suðurlandsvegi í
gær við Litlu kaffistofuna. Fólks-
bifreið fór yfir á rangan vegar-
helming og lenti þar framan á
vöruflutningabifreið. Ökumaður
fólksbifreiðarinnar var að sögn
lögreglu eldri maður. Hann lést.
Hann var einn í bílnum. Öku-
maður vörubílsins hlaut minni
háttar meiðsl.
Loka þurfti Suðurlandsvegi um
tíma vegna slyssins en umferð var
beint um hjáleið á meðan unnið
var á slysstað. Litlar tafir urðu á
umferð að sögn lögreglu en hún
var þó heldur hægari en vanalega.
aak
Banaslys á Suðurlandsvegi
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur
beva@24stundir.is
Tryggingastofnun skortir lagastoð
til að setja lækna út af samningi
þótt þeir séu grunaðir um fjársvik.
Dómur féll í sumar, þar sem grun-
aður læknir vann mál gegn stofn-
uninni og komst inn á samning aft-
ur með sjúklinga sína, þótt
lögreglurannsókn á meintum svik-
um hans stæði yfir. Málinu var
áfrýjað til Hæstaréttar.
Samkvæmt heimildum 24
stunda var fyrir tveimur árum
samið frumvarp til breytinga á lög-
um sem áttu að styrkja stöðu TR í
svikamálum en það hefur ekki
komið fram á Alþingi. Eftirlit
Tryggingastofnunar er langtum
smærra í sniðum en í nágranna-
löndum. Hér starfar tveggja manna
tilraunadeild, en annars sinna fags-
tjórar hvers sviðs eftirliti meðfram
öðrum störfum.
Of seint að rannsaka til fulls
Engar upplýsingar fást um hve-
nær rannsókn á meintum trygg-
ingasvikum tannlæknis í Keflavík
lýkur. Almennt er slík rannsókn
sögð geta tekið nokkur ár í héraði,
þar sem aðstæður eru erfiðari en
hjá efnahagsbrotadeild Ríkislög-
reglustjóra. Málinu var fyrst beint
þangað en það sent heim í hérað í
mars. Fyrningarfrestur vegna fjár-
svikamála er tíu ár og tilgangslítið
að láta rannsókn ná lengra aftur í
tímann, þótt málið nái lengra aftur
í tímann, en TR telji sig ekki hafa
haft aðstæður til að kæra fyrr en
gert var.
Allir sitja undir ámæli
Tryggingastofnun sætir gagnrýni
fyrir að hafa ekki gripið fyrr inn í
þrátt fyrir grun um fjársvik í fjór-
tán ár. Tryggingatannlæknir sætir
gagnrýni frá tannlæknum fyrir að
varpa rýrð á störf stéttarinnar með
ósönnuðum frásögnum. Efnahags-
brotadeild Ríkislögreglustjóra sætir
gagnrýni fyrir að vísa málinu frá
sér og lögreglan almennt fyrir
seinagang. Heilbrigðisráðherra
sætir gagnrýni fyrir að hafa ekki
fengið TR úrræði sem duga til eft-
irlits og aðgerða gegn svikum.
Undir þessu öllu situr grunaður
tannlæknir og fær hvorki dóm né
uppreisn æru árum saman.
TR skortir tök
á fjársvikum
Tryggingastofnun, samningsbundnir læknar og lögregla í vanda
Vandræðin verða að kostnaði sem fellur á skattgreiðendur
Í tannlæknastól Lögregla
rannsakar gamla reikninga
vegna tannviðgerða.
➤ Tryggingastofnun hikar viðað setja lækna út af samningi
meðan beðið er niðurstöðu
Hæstaréttar.
➤ TR í raun stærsta fjár-málastofnun landsins, um
hana fara 18,56 prósent af
fjárlögum, eða tæplega 70
milljarðar.
VELFERÐARSTOFNUN
STUTT
● Peningagjöf Bent Scheving
Thorsteinsson gaf í gær Há-
skóla Íslands 13 milljónir
króna. Hann hefur fært HÍ 60
milljónir króna á sjö árum.
● Dómur Héraðsdómur
Reykjavíkur dæmdi í gær bíla-
leigu til að greiða 30 milljónir
króna í skatt af tryggingum
sem hún hafði selt samhliða
bílaleigu. Fyrirtækið taldi
þjónustuna undanþegna
skatti.
● Árétting Vegna fréttar í laug-
ardagsblaðinu vill Tösku- og
hanskabúðin á Skólavörðustíg
koma því á framfæri að þar sé
nóg til af stórum ferðatöskum.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
REBUS OG RANKIN UPP Á SITT
BESTA
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
Enn einn
gæðakrimminn um
Rebus lögregluforingja.