24 stundir - 29.11.2007, Side 10

24 stundir - 29.11.2007, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Ríkisstjórn Noregs hyggst fá óháða sérfræðinganefnd til að meta hvaða áhrif umdeild þjónustutilskipun Evrópusambandsins muni hafa fyrir Noreg. Starf nefndarinnar gæti leitt til þess að Norðmenn beittu í fyrsta sinn neitunarvaldi í EES-samstarfinu. Tveir af stjórnar- flokkum Noregs, Sósíalíski vinstri- flokkurinn og Miðflokkurinn, hafa lýst yfir miklum efasemdum um gildi tilskipunarinnar og eru opnir fyrir því að beita neitunarvaldi, en Verkamannaflokkurinn er því mótfallinn. Nefndinni er ætlað að skoða hvort tilskipunin geti leitt af sér undirboð á vinnumarkaði og hvaða áhrif hún myndi hafa á op- inbera þjónustu og réttindi neyt- enda og er niðurstaðna að vænta fyrir næsta sumar. Endalok EES-samnings? Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir það hugsanlega geta leitt til endaloka EES-samningsins ákveði Norð- menn að beita neitunarvaldi. „EFTA-ríki þurfa að vera samstiga og ef Norðmenn neita að taka þjónustutilskipunina inn í EES- samninginn þá verður hún heldur ekki að veruleika á Íslandi eða í Liechtenstein.“ Aðalsteinn segir að það sem kunni að gerast í framhaldinu veki áhyggjur. „Ef sáttaferli ber ekki ár- angur þá fellur sá hluti EES-samn- ingsins sem snertir frjáls þjónustu- viðskipti allur úr gildi og í framhaldinu er sjálfur EES-samn- ingurinn í uppnámi. Meginmark- mið samningsins er að tryggja eins- leitt markaðssvæði og EFTA-ríkin geta ekki valið og hafnað reglum innri markaðarins. Frá sjónarhóli Evrópusambandsins og raunar einnig fyrirtækja og einstaklinga á innri markaðinum, verður ástand- ið því óþolandi og liggur beint við að segja samningnum upp. Því tel ég ólíklegt að Norðmenn beiti svo- kölluðu neitunarvaldi. Líklegri niðurstaða er að samið verði um aðlögun á löggjöfinni sem allir að- ilar geti sætt sig við.“ Óháðir skoða tilskipun ESB  Gæti þýtt endalok EES-samnings beiti Norðmenn neitunarvaldi Framkvæmdir Með tilskipuninni er ætlunin að þjónustugreinar njóti sama hagræðis á innri markaðnum eins og iðnaður og aðrar framleiðslugreinar. ➤ Tilskipuninni er ætlað aðtryggja frjálst flæði þjónustu, ýta undir hagræðingu og sköpun nýrra starfa. ➤ Tilskipunina ber að innleiðainnan ríkja Evrópusambands- ins eigi síðar en í árslok 2009. ÞJÓNUSTUTILSKIPUN ESB 24stundir/Golli Samninganefndir Kosovo-Alb- ana og Serba slitu viðræðum sínum um framtíð Kosovo-héraðs í Vín- arborg í Austurríki í gær. Samein- uðu þjóðirnar höfðu áður gefið frest til 10. desember til að ná sam- komulagi um tilhögun mála. Kos- ovo-Albanar hafa farið fram á sjálf- stæði héraðsins, en Serbar taka það ekki í mál. Deiluaðilar segjast báðir vilja forðast átök. Frank Wisner, samn- ingamaður Bandaríkjastjórnar, ótt- ast að friðurinn á Balkanskaga kunni að vera í hættu og hvatti deiluaðila til að halda ró sinni. Héraðið tilheyrir Serbíu, en mikill meirihluti íbúa er af albönskum uppruna. Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið um stjórnartaumana í landinu frá 1999. atlii@24stundir.is Friður á Balkanskaga hugsanlega í hættu Viðræðum um framtíð Kosovo-héraðs slitið Vonbrigði Viðræður deiluaðila fóru fram í Austurríki. Lögregla í Frakklandi hefur hand- tekið 68 ára karlmann sem er grun- aður um að hafa myrt átján manns á árunum 1980 til 2002. Að sögn voru flest fórnarlömbin samkynhneigðir einstaklingar, ellefu myrtir í Alsace og Franche- Comte í norðausturhluta lands- ins, þrír nærri París og fjórir í Þýskalandi. Maðurinn var handtekinn í bæn- um Mulhouse í Alsace á þriðju- daginn, en hann hefur lengi starf- að sem dragdrottning. Meintur samverkamaður mannsins af- plánar nú tuttugu ára dóm í Po- issy fyrir morð. Fleiri manna er leitað í tengslum við málið. aí Frakkland Grunaður um átján morð Enginn slasaðist þegar bruni kom upp á aðallestarstöðinni í Ósló, höfuðborg Noregs, aðfaranótt gærdagsins. Fimm háspennulínur slógu út rafmagni sem leiddi til þess að lestarferðir féllu niður á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem síma- og netsamband lá víða niðri. Truflanir á lestarsam- göngum höfðu áhrif á ferðir tuga þúsunda manna og er ekki búist við að lestarkerfið komist í samt lag fyrr en um miðjan dag í dag. aí Ósló í Noregi Bruni á aðal- lestarstöðinni Krókhálsi 3 569-1900 hvítlist LEÐURVÖRUVERSLUN Leður Það er leikur einn að sauma úr leðri í venjulegri heimilis- saumavél. Piparkökur (fígúrur, kökuhús)150 g smjör 150 g púðursykur 1 1/2 dl síróp engifer á hnífsoddi 3 tsk. kanill 1/2 tsk. negull 2 tsk. natron 1 egg 5-600 g hveiti Setjið öll hráefni í pott nema egg og hveiti.Hrærið stöðugt í þar til suðan kemur upp.Dragið pottinn af hellunni. Blandið eggi oghveiti út í. Setjið deigið á borð, hnoðið og fletjiðsíðan út á bökunarplötu. Leggið sniðin ofaná og skerið út. Bakið við 200°C í u.þ.b. 10 mín.Takið af plötunni á meðan kökurnar eruvolgar. Skreytið me∂ glassúr. Límið húsiðsaman með bræddum sykri. Þessi uppskrifter tilvalin í myndakökur. Glassúr: Setjið 1 eggjahvítu í skál og sigtiðflórsykur út í smátt og smátt. Hrærið vel þartil glassúrinn verður seigfljótandi og drýpurhægt af tannstöngli.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.