24 stundir - 29.11.2007, Side 18

24 stundir - 29.11.2007, Side 18
Hvernig get- um við látið alla þessa fjármuni af hendi í nafni hjálparstarfs þegar 30.000 samlandar okkar eiga í erfiðleikum með að fram- fleyta sér og fjölskyldum sínum? UMRÆÐAN aSigríður Lárusdóttir Föstudaginn 23. nóvembervar forsíðufrétt 24 stunda eft-irfarandi: „50 geita brúðkaup“.Tilefni greinarinnar er aukin ásókn landans í gjafabréf útgef- in af hjálparstofnunum, sem hugsuð eru sem andsvar við efnishyggju sem gefendum finnst tröllríða þjóðfélaginu, eins og stendur í grein þessari. Samkvæmt verkefnisstjóra Hjálparstarfs kirkjunnar er hægt, með kaupum á þessum bréfum, að grafa vatnsbrunna í Afríku, gefa hænuunga og egg til ræktunar og kaupa geitur, sem eru langvinsælastar hjá þeim í ár að sögn. Samkvæmt síðustu athugunum hérlendis eru um 30.000 Íslendingar sem lifa undir skilgreindum fátækt- armörkum. Stærstur hluti þessa fólks eru aldraðir, öryrkjar og vinnandi fólk á lágum launum, margir þeirra jafnvel í tveimur eða fleiri störfum til að reyna að ná endum saman. Þetta eru foreldrar okkar, ömmur og afar sem skilað hafa heilu ævistarfi, frændur og frænkur sem sinna nauðsynlegum störfum í þjóð- félaginu, og ekki síst eru þetta börnin sem hafa engin tækifæri til að hafa áhrif á aðstæður sín- ar. Hvernig getum við látið alla þessa fjármuni af hendi í nafni hjálparstarfs þegar 30.000 sam- landar okkar eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér og fjöl- skyldum sínum? Hér er ég bara að tala um grunnþarfir eins og húsaskjól, mat, föt og almenna heilbrigðisþjónustu. Síðan er listinn endalaus yfir fjársvelta málaflokka; meðferðarheimili fyrir fíkla, aðstandendur lang- veikra fullorðinna og barna, at- hvarf fyrir heimilislausa, at- hvarf fyrir geðfatlaða, kvennaathvarf og svo mætti lengi telja. Sjá mætti fyrir sér að hægt væri að kaupa „liðsmann“ hjá hjálparstofnunum og bak við hann lægi ákveðin upphæð. Einhvern veginn finnst mér þetta allt vera yfirborðskennt og hræsnislegt. Ef við erum svo vel stödd, að við hreinlega þurfum ekki fleiri blómavasa eða mál- verk, þá bið ég ykkur að horfa ekki of langt; hér á landi er næg þörf fyrir fjárhagslega aðstoð. Megið þið eiga gleðileg jól. Höfundur er lífeindafræðingur Er í tísku að gefa geit? 18 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir Sigurður Bogi Sævarsson skrifaði: Ísland er sagt velferðarsamfélag og klisjan segir að óvíða sé betur búið að þegnunum en einmitt hér. Komi þar meðal annars til kristin viðhorf sem skipan þjóð- félagsins byggir á og þá geri skattheimta í opinbera sjóði okkur kleift að halda uppi sið- uðu samfélagi. Stúlka á öðru ári, dóttir ein- stæðrar móður, greindist á dög- unum með alvarlegan hrörn- unarsjúkdóm. Veikindin eru alvarlegt áfall fyrir aðstandendur ungu stúlkunnar og fjárhagslegt hrun foreldra langveikra barna er regla fremur en undantekn- ing. Móðir stúlkunnar sem hér er sagt frá stendur þó ekki ein í lífsbaráttunni. Hún á góða að. Í verslunum þessa dagana er uppi auglýsing um sölu á salernis- pappír henni til stuðnings. Hér liggur fiskur undir steini. Söfnun þessa má vissulega skilja sem vitnisburð um hve sam- hjálpin er sterk í íslenzku sam- félagi. Útsalan á salernispapp- írnum er þó frekar napurlegt háð um hve takmarkaðs stuðn- ings þeir sem verst standa í líf- inu geta vænst af hálfu op- inberra aðila. Mikið óskaplega væri nú ánægjulegt ef kenningar um kristið og siðað velferðarsam- félag, sem hafðar eru í frammi á tyllidögum, stæðust. Hugsjónin er hins vegar ljósárum frá veru- leikanum. Höfundur er blaðamaður BRÉF TIL BLAÐSINS Velferðar- samfélag? 578-2008 Hagaland - einbýlishús Fimmtudagseignin NÝTT Á SKRÁ* Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali. Til sölu fallegt 209,6 m2 einbýlishús með bílskúr við Hagaland 16 í Mosfellsbæ. Húsið er 154,1 m2 á einni hæð ásamt 55,5 m2 bílskúr. Fjögur góð svefnherbergi, stór stofa og gott eldhús. Skriðkjallari undir húsinu. Falleg aðkoma og skjólgóður og gróinn garður. Þetta er fallegt hús með fallegum garði á hagstæðu verði. Fasteignasala Mosfellsbæjar, Þverholti 2 Mosfellsbæ - S 586 8080 Verð 43,8 m. Félagsfundur Efling - stéttarfélag boðar til félagsfundar í Kiwanishúsinu við Engjateig 11 í dag fimmtudag kl:18:00 Dagskrá: 1. Félagsmál Undirbúningur kjarasamninga 2. Önnur mál Félagar ! Mætið vel og stundvíslega Stjórn Eflingar - stéttarfélags Stendur með þér!

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.