24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 20

24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Það er ekki alltaf hægt að sjá á hlutaskrám hversu virk atkvæði eig- endanna eru,“ segir Jónas Fr. Jóns- son, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), sem vakti máls á því í ræðu sinni á ársfundi eftirlitsins hversu óljósa mynd hlutaskrár einstakra fé- laga veita um raunverulega eig- endur sína. „Ef hlutirnir eru til dæmis á safnreikningum þá getur verið misjafnt hvort þeir sem eiga þá eru með atkvæðisrétt í félaginu eða ekki. Síðan eru þessir framvirku samn- ingar sem ekkert er getið um í hluta- skránum. Aðili sem er með fram- virkan samning um að kaupa hlutabréf eftir ákveðinn tíma getur hafa samið um það að vera með atkvæð- isrétt. Svo geta félög verið í eigu félags innan EES-svæðisins sem getur jafnvel verið í eigu erlends fé- lags utan EES. Til að þessi mál séu á hreinu þá þarf að mínu mati að endurskoða hlutafélagalögin og lög um verðbréfaskráningu með það að markmiði að það sé alltaf ljóst hver sé raunverulegur eigandi hlut- arins.“ Skrifstofur í öðrum löndum Jónas varpaði einnig fram þeirri hugmynd að FME myndi koma á fót skrifstofum í öðrum lönd- um vegna fjölgunar á útibú- um íslenskra fyrirtækja á alþjóðavísu. „Útibúum hefur fjölgað úr fjór- um í 21 á rétt um einu og hálfu ári. Við berum beina ábyrgð á eftirliti með þeim. Það má alveg gera ráð fyrir því að sú þróun haldi áfram. Ef hún gerir það af krafti þá gætum við hreinlega verið þannig stödd á næsta ári að við þyrftum að fara að velta þessum möguleika fyrir okkur. En svo er ár alltaf langur tími í þessum bransa. Auðvitað myndum við þó ekki gera þetta nema við teldum það hagkvæmara heldur en hitt.“ Jónas Fr. Jónsson Jónas ásamt viðskipta- ráðherra á aðalfundi Fjármálaeftirlitsins. Vill að ljóst sé hver eigi hluti  Forstjóri Fjármálaeftirlitsins vill breytingar á lögum til að fyrir liggi hverjir eigendur hluta séu  Skoðar að opna útibú erlendis ➤ Um 54 prósent tekna ís-lenskra viðskiptabanka eru af erlendri starfsemi. ➤ Helmingur starfsmannaþeirra starfar erlendis. ÚTRÁS VIÐSKIPTABANKA MARKAÐURINN Í GÆR            ! ""#                                                                                !"  ##$ !%% % $! $ !$"!%$! %!" !#!% # #  "% "% " ! ## #% ! %$ $!!  %#" $ # #$#   ! # $ %$ !$ "$ & %"&%  &" $&"%  &  !&# !&$% $"& !&# %&$ !& $#& & % !&  # % %& &# & %&  $!&% & &% % & %#&  &$ $&$%  & % "& "&% $& "&% !& !&% $$& & # !& ! #  %!& &$ !& %&% $"& &" &% "&  & '()    $ ! $   ! % !   $  ! % !$  *       #" #" #" #" #" #" #" #" #" #" #" "" #" #" #" #" #" #" "" #" $" #" !" #" #" %" "       +  , -. /  ), -. 01 -. '2, -. ,   -. .03 .45  67 , -. 8   -. 2   5   -. 3 / 9 '(9. -. :3-. ; -.    !%-. +. 7-. + 7< 3<=' 0 /  ', -. '> :/ 67 7, -. ?-. @A-(-. <BC@ : 3 )  -. D  )  -.     ! E :+3 3E  /, -. 3 ( -. Sænsku bankarnir hafa nú hækk- að vexti á íbúðalán til að bregðast við þeirri niðursveiflu sem hefur einkennt erlenda markaði á síð- ustu mánuðum. Á vef E24.se segir að vextir íbúða- lána hafi verið í kringum 4,90% síðasta árið, en bankarnir hafi nú hækkað vextina. Þannig eru vext- irnir nú 5,22 % hjá Swedbank, 5,18% hjá Handelsbanken, 5,25% hjá SBAB og 5,30% hjá Nordea- bankanum. aí Sænsk íbúðalán hækka „Það er í rauninni nóg af ungu og hæfu starfsfólki en það vantar fólk með reynslu. Það er vandamálið í hnotskurn,“ segir Drífa Sigurðardóttir, starfs- mannstjóri VGK-Hönn- unar sem er ein stærsta verkfræðistofa landsins. Hún segir þetta skýrast af því að fjöldi útskrifaðra verk- og tæknifræðinga fyr- ir um það bil tíu árum hafi ekki verið svo mikill. „Við erum svolítið að súpa seyð- ið af því núna,“ segir Drífa. Hún segir að sem betur fer hafi þessi fjöldi aukist á undanförnum árum. „En það vantar fólk með reynslu, og það er ástand sem er ekki bara hér á landi heldur líka í öðrum löndum,“ segir Drífa. Hún telur að aukin ásókn banka og fjármálafyrirtækja í tækni- og verkfræðimenntað fólk sé af hinu góða. „Það eykur áhuga fólks á þessu námi því að starfsmöguleikarnir verða fleiri.“ ejg Skortir reynslu en ekki hæfni Bandarískir fjárfestar eru hrifnir af Nicolas Sarkozy, forseta Frakk- lands, ef marka má nýja könnun meðal bandarískra fjárfesta í Frakklandi. Alls telja 83% þeirra sem tóku þátt í könnuninni að Sarkozy hafi jákvæð áhrif á er- lenda fjárfestingu í Frakklandi. Er þetta mikil breyting frá því er Jacques Chirac var forseti Frakk- lands enda Sarkozy oft nefndur „Sarko hinn ameríski“ af gár- ungum. Skýrist það af aðdáun forsetans á öllu sem er banda- rískt. mbl.is Fjárfestar hríf- ast af Sarkozy Samkeppnisyfirvöld í Kanada rannsaka nú hvort kanadísk félög í eigu Nestle, Cadbury, Hershey, Mars og fleiri aðila hafi haft með sér verðsamráð um súkkulaði. Samkeppnisyfirvöld í Kanada staðfestu þetta í gær en starfs- menn Samkeppniseftirlitsins í Kanada hafa meðal annars farið inn á skrifstofur Nestle í Kanada. Talsmaður Samkeppniseftirlits- ins, Francois-Xavier Perroud, segir að ekki verði frekar upplýst um málið að svo stöddu. mbl.is Verðsamráð um súkkulaði? FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Til að þessi mál séu á hreinu þá þarf að mínu mati að endurskoða hlutafélagalögin og lög um verð- bréfaskráningu með það að markmiði að það sé alltaf ljóst hver sé raunverulegur eigandi hlutarins. Þú færð nánari upplýsingar um Vildarpunkta Glitnis á www.glitnir.is Swopper vinnustóllinn • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Ánægja við leik og störf • Fæst í ýmsum litum www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.