24 stundir - 29.11.2007, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Það eina sem vantar er að hér sé bjór í boði yfir
enska boltanum. Að vísu veit ég ekki hvort ég
nenni að koma hingað til að versla með konunni, því
ég tók þátt í að byggja þetta húsnæði.
Rendition, eða Framsal, fjallar
um þá hlið stríðsins gegn hryðju-
verkum sem snýr að fangaflugi,
pyntingum og hvort slík mannrétt-
indabrot séu hugsanlega réttlæt-
anleg. Anwar El-Ibrahimi (Met-
wally) er Egypti sem býr á
bandarískri grund en er rænt af
stjórnvöldum vegna gruns um að-
ild að hryðjuverkum. Það fellur í
hlut CIA-greinisins Douglas
Freeman (Gyllenhaal) og lög-
reglustjórans Fawal (Naor) að leita
upplýsinga hjá El-Ibrahimi, meðan
frú Ibrahimi (Witherspoon) leitar
eiginmanns síns heima í Banda-
ríkjunum, en kemur að lokuðum
dyrum. Myndin er vel gerð í alla
staði. Hún spyr klassískra siðferð-
isspurninga en lætur áhorfand-
anum eftir svörin. Hún er ekkert
sérstaklega frumleg, þrátt fyrir eina
slíka tilraun með framrás sögu-
fléttunnar. Leikarar standa sig allir
með prýði og útlitið er flott, en
myndin gerist að mestu í Norður-
Afríku. Helsti kosturinn er að hún
fellur ekki í fúlan pytt bandarískrar
þjóðrembu, líkt og Lions for
Lambs og aðrar myndir sem fjalla
um skyld málefni hafa gert. En hún
mun eflaust hljóta meira lof í
múslímalöndunum en Bandaríkj-
unum.
Allahu akbar og Amen
Vondi kallinn? Meryl Streep í hlutverki
sínu sem Whitman.
Rendition
Bíó: Háskólabíó og
Laugarásbíó.
Leik stjóri: Gavin Hood
Að al hlut verk:
Omar Metwally,
Jake Gyllenhaal,
Reese Wither-
spoon, Meryl
Streep og Yigal
Naor.
Eft ir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@24stundir.is
BÍÓ
Félagsvefurinn Facebook.com
hefur að undanförnu sætt harðri
gagnrýni af hálfu notenda sinna
fyrir að taka í notkun sérhæft aug-
lýsingakerfi sem gerir mönnum
kleift að sjá hvað vinir þeirra á Fa-
cebook hafa verið að kaupa sér á
netinu.
Aðstandendur Facebook afhjúp-
uðu þetta nýja auglýsingaapparat,
sem nefnist Beacon, í byrjun mán-
aðarins en það er ekki fyrr en nú
sem notendur Facebook átta sig á
því hvað Beacon þýðir fyrir notk-
un þeirra á vefnum.
Þegar notendur versla á netinu í
gegnum vissar netverslanir eru
kaupin skráð inn í gagnagrunn og
eru kaupin auglýst á vefsíðum not-
enda. Því gæti sú staða komið upp
að allir vinir ákveðins notanda
gætu séð ef viðkomandi hefði
keypt sér stinningarlyf á netinu og
það væri ekki kjörstaða fyrir neinn.
Notendur geta komist hjá þessu
auglýsingabákni en til þess þurfa
þeir að merkja við agnarsmáa
kassa sem birtast í skjánum í um
það bil 20 sekúndur en að þeim
tíma liðnum samþykkist auglýs-
ingin sjálfkrafa. Því þurfa Facebo-
ok-notendur að hafa augun opin ef
þeir vilja ekki auglýsa hvað þeir
kaupa á netinu.
Innkaupin auglýst á Facebook
Fandango.com Ein af þeim síðum
sem birta sölu á Facebook
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@24stundir.is
Í nýrri verslun Hagkaupa í
Holtagörðum er sérstakt pláss
ætlað körlum meðan konurnar
kaupa inn fyrir heimilið. Í pláss-
inu eru fjögur sæti og stórt sjón-
varpstæki, þar sem boðið verður
upp á sýningar frá ensku knatt-
spyrnunni. Einnig stendur til að
tengja Playstation-leikjatölvu við
tækið, til að stytta karlpen-
ingnum stundirnar.
Enginn bjór á boðstólum
„Þetta er bara alger snilld,“
sagði Finnur Freyr Harðarson,
örþreyttur viðskiptavinur Hag-
kaupa, í gær aðspurður um ágæti
athvarfsins. „Það eina sem vantar
er að hér sé bjór í boði yfir
enska boltanum. Að vísu veit ég
ekki hvort ég nenni að koma
hingað til að versla með kon-
unni, því ég tók þátt í að byggja
þetta húsnæði.“ Samkvæmt
starfsmanni verslunarinnar
stendur til að sýna frá leikjum
ensku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu, með því að kaupa áskrift
hjá Sýn. „Þeir sem hönnuðu þetta
voru að tala um að þetta væri
fyrir karlana sem kæmu að versla
með konunni. Það væri fínt
fyrir þá að geta sest niður og
slappað af. Þess vegna settu
þeir nú bjórdælurnar til
sölu hérna við inngang-
inn.“
Gamaldags
Sóley Tómasdóttir,
formaður mannrétt-
indanefndar Reykja-
víkurborgar og rót-
tækur femínisti,
segist hissa á þessari
þjónustu Hagkaupa. „Mér finnst
þetta gamaldags viðhorf til
kynjanna. Það er ótrúlegt að jafn
framsækið fyrirtæki og Hag-
kaup er skuli ekki átta sig
á því að það eru bæði
kyn sem bera ábyrgð á
innkaupum fjölskyld-
unnar. Þetta viðhorf
þeirra er einnig til
marks um afar staðl-
aðar kynjamyndir
þeirra og með
þessu uppátæki
eru þeir einnig að
ýta undir staðal-
ímyndir,“ sagði
Sóley að lokum.
Friðþægingarstaður fyrir karlmenn með kaupleiða í Hagkaupum
Hagkaup með
dagvistun karla
Afþreyingarpláss fyrir
karlmenn tíðkast víða í
erlendum verslunarmið-
stöðvum. Hagkaup í
Holtagörðum bjóða nú
upp á slíkt pláss fyrir
karla með kaupleiða.
Í góðu yfirlæti Það getur
verið gott að hvíla lúin bein.
Hissa Sóley segir bæði kyn
kaupa inn fyrir fjölskylduna.
Laugavegi 44 S: 561-4000 www.diza.is
Diza
Danskir skartstandar
Margar gerðir
Nýr bókaflokkur
fyrir stelpur á
aldrinum 8-14 ára.
Fyrsta bókin heitir
Horfin sporlaust.
Næsta bók kemur
í október og heitir
Mikil áhætta.
Spenna og fjör
fyrir börn og
unglinga.
Vertu með
frá byrjun!
www.tindur.is
tindur@tindur.is
MYND
Bæjarhraun 26, Hafnarfirði
s. 565 4207 www.ljosmynd.is
Pantið jólamyndatökurnar
tímanlega
Jólamyndatökur
HEILL HEIMUR
AF SKEMMTUN
Opið sunnudaga til fimmtudaga
11.00 -24.00
Opið föstudagaoglaugardaga
11.00 - 02.00
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 3366
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf
www.misty.is
Mjög haldgóður, samt mjúkur í CDEF
skálum á kr. 2.350,-
buxur í stíl á kr. 1.250,-
Nýr og flottur í BC skálum á kr. 2.350,-
buxur í stíl á kr. 1.250,-
Létt fylltur og rosa gott snið í BC
skálum á kr. 2.350,-
buxur í stíl á kr. 1.250,-
24stundir/Sverrir