Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 3
18.7.2004 | 3 4 Helgi Snær segir það skelfilegt að standa í risavaxinni tískuverslun og bíða í hálftíma eftir betri helmingnum, sérstaklega ef ekki er hægt að setjast niður. Hann hefur samt heilræði fyr- ir karla sem þjást af verslunarmiðstöðv- arkvíða. 4 Lofar góðu Emilía Rós Sigfúsdóttir er 21 árs og stefnir að því að starfa sjálfstætt sem flautuleikari næsta vetur. Hún tók þátt í einleikara- keppni í London þar sem hún hefur verið í námi. 6 Hver er Colin Powell? Brugðið er upp svipmynd af Colin Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem mun stýra viðræðum við Íslendinga um varn- armálin. 8 Taka með sér djúpan disk og skeið Í Klink og Bank eru 140 listamenn starf- andi í lifandi umhverfi þar sem í loftinu er einhver iðandi stemning. 12 Alltaf að spá í næsta leik Róbert Wessman er forstjóri lyfjafyrirtæk- isins Actavis þar sem unnið er að þróun samheitalyfja sem seld eru á markaði þegar einkaleyfi frumlyfja renna út. Róbert hefur flutt til London um sinn enda er stefnt að skráningu Actavis á hlutabréfamarkaði þar. Frekari stækkun er áformuð á fyrirtækinu í framtíðinni. 16 Harðhausar á undanhaldi Fríðleikspiltar á hvíta tjaldinu sækja á í spennumyndum Hollywood í stað gömlu harðhausanna. Sú staðreynd að konur verma nú fleiri toppsæti í kvikmyndaiðn- aðinum en nokkru sinni fyrr gæti haft áhrif. 18 Mari-munir og -meyjar Marimekko nýtur vaxandi vinsælda á ný eftir nokkra lægð. Eftir kaldan einfaldleika naumhyggjunnar eru litrík munstur kær- komin tilbreyting. 20 Prinsessan sem seldi milljónir kjóla Diane Von Furstenberg kom fram á sjón- arsviðið með nýjan kjól árið 1973 sem sló í gegn. Nú 30 árum síðar er hann aftur orð- inn eftirsóttur af konum út um allan heim. Einfaldur í sniði og bundinn í mitti. 22 Álitamál Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp nokkr- um hliðum á mannlegum málum. 22 Krossgáta Skilafrestur úrlausnar er næsta föstudag. 23 Pistill Auður Jónsdóttir hvetur karla til að gráta og gráta - og gráta, líkt og Beckham og Friðrik Danaprins hafa gert. Konurnar munu elska þá eins og syni sína. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Hreinn Magnússon af Róberti Wessman forstjóra Actavis. 8Klink og Bank listamannasamsteypan iðar af lífi og frumlegum hugmyndum. Meðal þeirra sem þar starfa erErvin van der Werve sem hefur málað á Íslandi í um tvö ár. 2316 Breytingar hafa einkennt íslenskt viðskiptalíf á síðustu miss- erum og hraði breytinganna er mikill. Þeir sem fylgjast með á viðskiptasviðinu þurfa að hafa sig alla við að vita hver á hvað, hver keypti hvern og hver ræður ríkjum á hverjum stað. Fram á sjónarsviðið er komin ný kynslóð athafnafólks og stjórnenda. Karlarnir eiga reyndar það svið svo til einir, þar fer lítið fyrir konum. Þeir koma auga á tækifæri og grípa þau óhræddir. Það virðist sem Ísland sé engan veginn nógu stórt fyrir þessa ungu framsæknu menn sem nú staðsetja sig hver af öðrum erlendis til að eiga auðveldara með að stýra vexti og viðgangi. „Fyrirtæki sem hafa náð árangri á Íslandi geta nýtt þekkingu og styrk sinn til að vaxa út fyrir landsteinana. Síðan er sú kynslóð, sem er núna við stjórnvölinn, kannski ekki hrædd við að glíma við þessi verkefni erlendis,“ segir Róbert Wessman sem er á forsíðu Tímarits Morgunblaðsins í dag og tilheyrir þessari nýju kynslóð stjórnenda. Hann heldur um stjórnartaumana í Actavis, einu verðmætasta fyrirtækinu í Kauphöll Íslands. Félagið er með 7000 starfsmenn í 25 löndum og stefnir að skráningu í London. Áformin eru metnaðarfull og Róbert hvergi banginn enda segist hann ávallt vera að spá í næsta leik og næstu skref. Hann hefur skýra framtíðarsýn og þegar er búið að velja lyf til þróunar fram til ársins 2016. Einhverjir hafa af því áhyggjur hvert íslenskt atvinnulíf stefnir en fullyrða má að aldrei áður hafa fyrirtækin verið öflugri til að takast á við stór verkefni hér heima og erlendis. Það er óhætt að segja að íslenskt viðskiptalíf einkennist af kjarki og þori. Ungt fólk er að láta til sín taka, ungt fólk sem hræðist ekki áhættu, ungt fólk sem lætur slag standa og framkvæmir. margret@mbl.is 18.07.04 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.