Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 12
12 | 18.7.2004 V ilhelm Róbert Wessman, eins og hann heitir fullu nafni, hefur aðsetur sitt í hjarta Lundúna um þessar mundir en fyrir skömmu tók hann sig upp ásamt fjölskyldu sinni og fluttist til þessarar sögufrægu stórborgar. Við hittumst á skrifstofu Actavis í nágrenni við Trafalgar Square, nánar tiltekið í Golden Cross House, sem er með listasöfn, bókabúðir og kaffihús allt í kring. „Það er heppilegt fyrir mig að vera einhvers staðar miðlægt því ég ferðast mikið á lykilstaði okkar í dag,“ útskýrir Róbert þegar hann er spurður út í vistaskiptin. „Auk þess erum við alltaf að skoða ný tækifæri erlendis. Ég sagði hins veg- ar í byrjun að þetta væri tímabundin ráðstöfun, en það er meira út frá fjölskylduhliðinni.“ Róbert brosir þegar hann heldur áfram: „Ég er ekki alveg búinn að sannfæra konuna enn þá um að flytja hingað en ég fékk hana til að vera hérna í sumar og svo sé ég til hvernig mér tekst til þegar haustar.“ Kona Róberts er Sigríður Ýr Jensdóttir læknir. „Við kynntumst fyrir 16 árum í Menntaskólanum við Sund þar sem við sátum með samlokurnar saman en giftum okkur árið 1997.“ Börn þeirra eru Helena Ýr, sem er fimm ára, og Jens Hilmar, tveggja ára. Sjálfur er Róbert fæddur 4. október 1969. „Ég er einn fjórði Dani,“ útskýrir hann þegar hann er spurður út í ættarnafnið. „Afi, sem var dansk- ur, fluttist til Íslands eftir að hafa kynnst ömmu.“ Foreldrar Róberts eru Wilhelm Wessman fram- kvæmdastjóri og Ólöf Svafarsdóttir Wessman snyrtifræðingur og á hann tvær systur en hann er miðjubarnið í hópnum. „Ég flutti í Mosfellsbæ sex ára en áður bjuggum við úti á Seltjarnarnesi. Ég gekk því í grunnskóla í Mosfellsbæ en við fluttumst í bæinn fljótlega eftir að ég byrjaði í mennta- skóla.“ Það var í MS sem Róbert sótti framhaldsskólamenntun sína enda var skólinn „eiginlega hverf- isskóli fyrir Mosfellssveitina“ eins og Róbert orðar það. „Þetta var mjög praktískt því rútan fór beint úr Mosó og niðrí MS. Hins vegar gekk hún bara á 4–5 tíma fresti og ef maður náði henni ekki þurfti maður einfaldlega að fara á puttanum.“ Eftir stúdentspróf velti Róbert fyrir sér að gerast læknir en að lokum lá leið hans í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist árið 1993. „Þá um vorið fór ég til Samskipa og var þar í tæp sjö ár. Ég byrjaði í fjárreiðudeildinni, fór síðan í söludeildina og loks til Þýskalands og var þar í eitt og hálft ár. Í beinu framhaldi af því byrjaði ég hjá Delta sem síðar sameinaðist Pharmaco sem aftur varð að Actavis á dögunum.“ Hann bætir því við að auk þessa hefur hann fengist við ýmislegt annað, svo sem kennt stærðfræði við Háskóla Íslands og setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og félaga á borð við Verslunarráð Íslands, Samvinnulífeyr- issjóðinn og Ker hf. Að vera fyrstir með ný samheitalyf Meginstarfsemi Actavis felst í því að þróa samheitalyf og koma þeim á markað um leið og einka- leyfi svokallaðra frumlyfja renna út. „Stóru lyfjafyrirtækin þróa lyf frá grunni með því að finna upp virkt lyfjaefni,“ útskýrir Róbert. „Þau fá síðan einkaleyfi í 20 ár. Það getur kostað 100 milljarða að ALLTAF AÐ SPÁ Í NÆSTA LEIK Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur Það hvílir ekki lítil ábyrgð á herðum Róberts Wessman. Þessi 34 ára gamli viðskiptafræðing- ur stýrir einu af stærstu fyrirtækjum á Íslandi, lyfjarisanum Actavis, sem þar til nýlega var bet- ur þekktur sem Pharmaco. Fyrirtækið, sem er með starfsemi í 25 löndum, um 7000 starfsmenn og tæplega 3000 hluthafa, stefnir nú að skrán- ingu félagsins á hlutabréfamarkaði í Lundúnum auk þess sem það er með áætlanir um stækkun og frekari útrás í útlöndum í farvatninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.