Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 4
4 | 18.7.2004
S
íðasta árið hefur Emilía Rós Sigfúsdótt-
ir varið flestum stundum sínum ofan á
sjálfum Greenwich-núllbaugnum, sem
klukka heimsins miðast við. Ekki vegna þess
að hún sé sérstakur áhugamaður um tímann
heldur gengur baugurinn í gegnum skólann
hennar, Trinity College of Music, þar sem hún
var í framhaldsnámi í flautuleik í vetur. Hinn
23. júní síðastliðinn var hún ein af þremur
hljóðfæraleikurum sem tóku þátt í úrslitum
einleikarakeppni skólans. „Hinir tveir voru pí-
anóleikarar,“ segir hún. „Keppnin er opin öll-
um nemendum skólans, sem eru um 600 tals-
ins, þótt þeir taki ekki allir þátt í keppninni. Í
janúar var okkur skipt niður í hópa eftir hljóð-
færum og keppt innan hvers hóps fyrir sig og
síðan voru valdir tveir úr hverjum hópi.
Reyndar voru þrír flautuleikarar valdir úr mín-
um hópi svo alls voru þrettán manns sem
kepptu um að komast í úrslitakeppnina.“
Emilía, sem er 21 árs, lauk burtfararprófi í
flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í
fyrra þar sem aðalkennari hennar var Bern-
harður Wilkinson. Hins vegar hefur hún verið
að spila síðan hún var pínkupons. „Ég bjó á
Akureyri þegar ég var lítil og byrjaði fjögurra
ára í Tónlistarskólanum þar. Sex ára byrjaði ég
á þverflautu því ég var strax fjögurra, fimm ára
gömul farin að snúa blokkflautunni út á hlið,“
segir hún og brosir.
Hún segist ekki viss um hvað keppnin eigi
eftir að þýða fyrir sig. „Aðallega er þetta mikill
heiður fyrir mig og gaman fyrir litla hjartað
manns að fá tækifæri til að spila með hljóm-
sveit og í svona fínu tónlistarhúsi,“ segir hún
en tónleikarnir fóru fram í St. Johns Smith
Square sem er í miðborg Lundúna. „Reyndar
býður skólinn umboðsmönnum og ýmsu fólki
úr tónlistargeiranum að koma að hlusta og
hvetur þá til að bjóða okkur að koma að spila
seinna,“ bætir hún við en vill lítið gera úr þeim
þætti keppninnar.
Í sumar kemur Emilía til Íslands enda lauk
hún námi sínu í vor og segist svolítið óráðin
með framhaldið. „Kennarinn minn er að
hvetja mig til að vinna sjálfstætt sem ég held að
gæti verið mjög gott fyrir mig. Ég er búin að fá
margar hugmyndir í vetur og það er ýmislegt
sem mig langar að gera sem ég hef ekki haft
tíma til að framkvæma. Ég ætla samt að halda
áfram að koma hingað í einkatíma til kenn-
arans míns. En til að byrja með verð ég aðeins
á Íslandi til að ná mér niður því þetta er búinn
að vera brjálaður vetur.“ ben@mbl.is
Emilía Rós Sigfúsdóttir
LOFAR GÓÐU
L
jó
sm
yn
d:
H
el
ga
E
gi
ls
on
Tók þátt í einleikarakeppni í London á dögunum og
stefnir á að starfa sjálfstætt sem flautuleikari í vetur
Það er hressandi að ganga á fjöll. Að þenja lær- ogkálfavöðva, fylla lungun af hreinu lofti, hlusta ánið lækjarsprænu og söng fugla. Narta í nesti,
tæma hugann, sigra fjallið og sjálfan sig um leið. Kyrrðin
og náttúrufegurðin allsráðandi, endorfínblönduð sæla
þegar tindinum er náð. Hvað gæti nú verið andstæða
þess? Jú, að fara í langa fatainnkaupaferð með spúsunni
í stórar tískuverslanir. Standa týndur á stórum brjósta-
halda-, eyrnalokka- og nærbuxnaakri, finna máttleysið
klófesta hverja taug líkamans og örvæntinguna taka
völdin.
Einhverra hluta vegna hefur mér aldrei tekist að njóta
slíkra ferða. Kannski er það súrefnisleysið eða hin sjón-
ræna mengun af endalausu varningsúrvali. Eða kon-
urnar æðandi milli fatarekka með fangið fullt af alls
kyns drasli undir gargandi danstónlist sem borar sér inn
í viðkvæmustu tónstöðvar heilans. Mig svimar, ég
svitna, mér finnst ég vera gróinn fastur við gólfið. Ef
helvíti er til þá hlýtur það að vera kvenfataverslun sem
engan enda tekur.
Einhvers staðar las ég að álagið væri jafnmikið á karl-
manni í verslunarmiðstöð og orrustuflugmanni í loft-
bardaga. Dreg reyndar í efa vísindalega nákvæmni
þeirrar fullyrðingar. Að þurfa að standa í risavaxinni
tískuverslun og bíða í hálftíma eftir betri helmingnum
er skelfilegt, sérstaklega ef maður getur ekki sest niður.
Það lítur líka heldur illa út að standa iðjulaus innan um
aragrúa kvennærbuxna. Konur í nær-
haldsleit vita ekki að mæðulegi maðurinn
sem gónir á litlar nærbuxur er að bíða
eftir konu sinni. „Oj, nærbuxnaperri,“
hugsa þær og leita að nærbuxum á vin-
konu sína. Hvað ætli vinir mínir myndu
segja ef ég færði þeim nærbuxur, nýkom-
inn úr utanlandsferð? „Þessar eru handa
þér, Jón minn. Notar þú ekki svona síðskálma „boxer“
með klauf? Mér fannst svo flott að hafa breska fánann
framan á þeim.“ Ekki mjög svalt. Kannski annað mál ef
ég keypti rörtöng handa honum. Hann myndi kunna að
meta það.
Hún er stórmerkileg þessi orka sem konur hafa til
verslunarferða. Þær geta ætt um og mátað föt, eyrna-
lokka, skó og nærbuxur í fleiri klukkutíma án þess að
blása úr nös! Hvaðan kemur orkan? Er hægt að virkja
hana? Af hverju þessi hamingja? Bolur kallar jú á buxur,
buxur á eyrnalokka, eyrnalokkar á skó, skór á sokka,
sokkar á nærbuxur, nærbuxur á brjóstahaldara og þegar
þessu öllu er loks náð er allt saman farið úr tísku og
buddan tóm. Ferlið hefst að nýju.
Ég verð víst að játa á mig glæp. Ég er með kven-
mannsheila. Ég hef gaman af því að kaupa á mig föt, þá
sjaldan ég geri það. Ég skammast mín fyrir það en get
ekkert að því gert. Það er ákveðinn sigur fólginn í því að
finna það sem mann vantar í offramboði nútímans. Að
sjá fyrir sér gallabuxur í huganum, leggja síðan á galla-
buxnafjallið með nesti og nýja skó. Galdurinn er að leita
líka að fötum á sjálfan sig, að bíða ekki bara eftir kærust-
unni og láta sér leiðast.
Ég ætla að gefa þeim körlum sem þjást af verslunar-
miðstöðvarkvíða dálítið heilræði: Reynið að stjórna því
hversu eggjandi nærbuxur, hversu stutt pils eða hversu
háa sokka hún kaupir sér. Ef það dugar ekki þá getið þið
alltaf hefnt ykkar með einföldum hætti. Kaupið bara
fleiri flíkur en hún og eyðið miklu meiri peningum. Ég
hef prófað það. Mæli hiklaust með því. helgisnaer@mbl.is
Beðið eftir konunni
Helgi
Snær
Mig svimar, ég
svitna, mér
finnst ég vera
gróinn fastur
við gólfið