Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 20
20 | 18.7.2004
Fatahönnuðurinn Diane Von Furstenberg hefur tvisvar sinnum slegið ígegn í heimi tískunnar og í bæði skiptin með sama kjólnum. Húnkom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1973 og hafði þá í farteskinu ein-
falda áskorun sem þótti eilítið róttæk mitt í hippatískunni og pólitísku um-
róti; Vertu eins og kona, farðu
í kjól! Kjóllinn sem um ræðir
var hennar eigið hugarfóstur,
úr prjóna-jersey, með kraga og
löngum ermum og bundinn
saman í mittið. Þremur árum
og fimm milljónum kjóla síðar
stóð hún á þrítugu og kom fyr-
ir sjónir almennings á forsíðum
Newsweek og Wall Street Jo-
urnal (í kjólnum) og var þá
meðal annars sögð næstmark-
aðsvænasta kona tískuheimsins
á eftir Coco Chanel og nýtt
átrúnaðargoð nútímakonunnar.
Diane Von Furstenberg er af
belgískum ættum og giftist
austurrísk-ítalska prinsinum
Egon Von Furstenberg þegar
hún var 22 ára gömul. Hún
gerði sér far um að vera fjár-
hagslega sjálfstæð og eiga sér
annað líf, en það sem tengdist
konungsfjölskyldu. „Hvað
konu varðar, er sjálfstæði það
að vera fjárhagslega sjálfstæð-
ur,“ á hún að hafa sagt. Í kjöl-
far hinnar miklu velgengni sem
fatahönnuður reyndi hún fyrir
sér með gerð snyrtivara og
tískubúnaðar fyrir heimili, en
dró sig síðan alfarið út úr
sviðsljósinu þegar fór að halla
undan fæti og flutti frá Banda-
ríkjunum.
Árið 1992 kom hún aftur
fram á sjónarsviðið, þá með
vörulínu fyrir sjónvarpsmarkað
sem seldist upp á tveimur
klukkustundum. Þrátt fyrir að
framleiðsla kjólanna sem allar
vildu klæðast og gerðu hana
fræga hafi runnið sitt skeið á
enda gengu þeir lengi kaupum
og sölum í verslunum með not-
uð föt og tímabilsflíkur. Árið
1996, þá fimmtug, afréð Von
Furstenberg því að reyna aftur
fyrir sér sem hönnuður og end-
urgerði bundna kjólinn með
aðstoð tengdadóttur sinnar,
Alexöndru Miller. Aftur varð
hann táknmynd nýrrar kyn-
slóðar ungra tískufyrirmynda á
borð við Jade Jagger, Cindy
Crawford, Hilton-systranna
Paris og Nicky og Gwyneth
Paltrow, svo dæmi séu tekin,
og seldist reyndar þegar upp í
verslun Saks við fimmtu breið-
götu í New York er hann kom
á markað.
Hermt er að á sínum tíma
hafi Gloria Steinem, Cheryl Tiegs, sem þá var þekkt fyrirsæta, Cybil Shepard
og Aretha Franklin bundið um sig kjóla Díönu Von Furstenberg. Það gerðu
líka húsmæður í úthverfum og hún varð í senn ímynd tísku áttunda áratug-
arins og hinnar nýfrjálsu konu.
Kjóllinn mun hafa orðið til
sem hugmynd árið 1972, er
Von Furstenberg sá hversu vel
dóttir þáverandi forseta, Julie
Nixon, tók sig út í sjónvarpi í
samfestingi sem bundinn var
saman í mittið. En hann var
reyndar hluti af nýrri fatalínu
hennar sjálfrar. Varð úr að-
sniðinn kjól úr bómull og ra-
yon, sem líka var vafið um lík-
amann og bundinn í mittið og
naut hann samstundis hylli
fyrir að vera bæði óformlegur
og nýtískulegur. „Bundni
kjóllinn reyndist klæðilegur á
alls kyns konum, auðveldur í
meðförum og kvenlegur. Kona
sem vissi ekki í hvað hún ætti
að fara gat klætt sig í eina flík
og verið smart,“ er haft eftir
Von Furstenberg. Þess má
geta að upprunalegi kjóllinn
hangir nú á Smithsonian safn-
inu í Washington í Bandaríkj-
unum.
Nú hefur Diane Von Fur-
stenberg enn og aftur tekist að
láta að sér kveða í tískuheim-
inum, þar sem hún hefur mátt
þola að vera upphafin, sveip-
uð dýrðarljóma, útskúfuð og
sniðgengin. Einkalíf hennar
hefur ekki síður verið marg-
slungið og einkennst af umtöl-
uðum og ástríðufullum sam-
böndum, hatrömmum
skilnuðum og tilfinninga-
þrungnum endurfundum.
Móðir hennar lifði af helför
gyðinga í heimsstyrjöldinni
síðari og þá hefur hún glímt
við og yfirbugað krabbamein í
munni. „Henni er gefið að
bogna í vindinum og geta lag-
að sig að breyttum aðstæð-
um,“ er haft eftir Andre Leon
Talley, aðalritstjóra Vogue.
„Það er með ólíkindum að
fatahönnuður geti náð slíkri
fótfestu öðru sinni. Ég hef
aldrei áður séð það gerast.“
Diane Von Furstenberg hef-
ur opnað fjölda verslana á
undanförnum árum, meðal
annars í New York og Miami
og nú síðast í London og París
(sjá dvf.com). Sem fyrr eru
tískuskvísur og ömmur (eins
og Von Furstenberg) sólgnar í hinn fræga kjól, ekki síst fyrir þær sak-
ir að hann þykir passa flestum gerðum vaxtarlags. Fyrir fáeinum vik-
um var síðan gefin út bók um sögu kjólsins og kynnt með viðhöfn í
tískuverslunum vestanhafs. helga@mbl.is
TÍSKA | HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR
PRINSESSAN SEM SELDI MILLJÓNIR KJÓLA
Diane Von Furstenberg í
einni verslana sinna.
Nýtt til-
brigði DVF
við sögu-
frægan kjól.
Hilton systurnar
vita jafnan hvað
er í tísku, í þessu
tilviki bundnir
kjólar frá DVF.
Sá bundni reyndist
klæðilegur á alls
kyns konum, auð-
veldur í meðförum
og kvenlegur
Á forsíðu News-
week árið 1973.