Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 18
18 | 18.7.2004 MARI-MUNIR OG -MEYJAR forðast alþjóðlega tískustrauma. Segja má að fyrirtækið hafi boðið upp á valkost fyr- ir þá sem ekki vildu fylgja fjöldanum, á sjöunda áratugnum var sú stefna kölluð „and-tíska“. Þegar litið er til baka er hins vegar líklega réttara að Marimekko hafi einfaldlega verið á undan sinni samtíð. Unikka munstrið, sem Maja Isola hann- aði fyrir Marimekko, er gott dæmi um slíkt. Blómatíska hippa- áraanna var skammt undan, sem og litrík tíska og lifandi skemmtanalíf tengt Carnaby Street í London. Og þá má jafnvel finna samlíkingu með popplistinni - en þó litríkt Unikka munstrið sé vissulega fígúratíft er tví- víður valmúinn engu að síður ýktur og stækkaður svo munstrið líkist allt að því málverki, verkum listamanna á borð við Andy Warhol. Marimekko sker sig líka frá öðrum stórfyrirtækjum þess tíma, og reyndari líka síðari, að því leyti að hugmynda- og fagurfræði fyrirtækisins var að stóru leyti í höndum kvenna. Forstjórinn, Armi Ratia, var dugleg við að hafa uppi á ungum og efnilegum hönnuðum og láta hæfileika þeirra blómstra innan Marimekko, en stór hópur þessara hönnuða voru konur. Ein þeirra var Maja Isola, hönnuður hins klassíska Unikka munsturs, sem og öldulaga Lokki munstursins og er Isola í raun ekki síðri samnefn- ari Marimekkos en Ratia og Unikka munstrið. Hönnunarverkefni hennar fyrir Marimekko urðu líka yfir 500 talsins. Í dag virðist Marimekko njóta vaxandi vinsælda á ný eftir nokkra lægð á tíunda áratugnum og hefur hagnaður fyrirtækisins aukist umtalsvert sl. fjögur ár. Kirsti Pa- akkanen, núverandi forstjóri og stjórnarformaður Marimekko er ekki í neinum vafa um að Marimekko eigi fullt erindi á markað í dag. „Fyrirtækið var illa rekið en varan er góð,“ hafði BusinessWeek eftir Paakkanen nýlega. Eyjólfur Pálsson, eigandi Epal er sammála því að Marimekko njóti nú aukinna vinsælda á ný og segir eftirspurn eft- ir vörum fyrirtækisins hafa aukist töluvert. Eftir kaldan einfaldleika naumhyggj- unnar eru litrík munstur í anda Unikko líka kærkomin tilbreyting og vel til þess fall- in að hleypa nýju lífi í hversdaginn. annaei@mbl.is Heimildir: Marimekko - Fabrics Fashion Architecture. Ritstj. Marianne Aav Phenomenon Marimekko. Ritstj. Pekka Suhonen og Juhani Pallasmaa BusinessWeek, 26. apríl 2004. Hitaplatti með Unikka munstri kr. 1.270. Unikka, valmúamynstrið glaðlega frá Marimekko er 40 ára um þessar mundir,en Unikka er efalítið af mörgum talið eins konar samnefnari þessa finnskafyrirtækis. Marimekko á sér þó lengri sögu, en það var stofnað sem text- ílfyrirtæki árið 1951 í eftirleik heimsstyrjaldarinnar síðari þegar takmarkað og óspennandi úrval vefnaðarvöru skapaði kjöraðstæður fyrir litríka og framúr- stefnulega textílframleiðslu hinnar framsæknu Armi Ratia sem var á und- an sinni samtíð. Armi Ratia, sem ásamt Viljo Ratia stofnaði Marimekko, var ekki síðri samnefnari þess en Unikka munstrið, enda fyrirtækið stofn- að, og lengst af rekið út frá draumsýn hennar. Hugmyndafræðin að baki Marimekko ber líka keim af hugmyndafræði módern- ismans og kenningarnar sem grunnur fyrirtækisins er reistur á eru óneitanlega einkar draumkenndar. Ratia hafði líka meiri metnað fyrir hönd Marimekkos en svo að látið yrði staðar num- ið í textíliðnaðinum. Marimekko átti að vera, og var um tíma, lífstíll ekki síður en verslunarvara. Fatnaður og önnur textílvara, leir- og glervara, húsbúnaður, finnskar gufubaðsstofur, hús og jafn- vel heilt þorp - allt var þetta hluti af draumsýn Ratia. Bygging Mari- þorpsins reyndist fyrirtækinu þó fjárhagslega ofviða, en nægur grundvöll- ur reyndist fyrir hugmyndinni um Mari-manneskjuna og konurnar sem störf- uðu hjá Marimekko voru þekktar undir samheitinu Mari-meyjar. Fagurfræði Marimekko hugsunarinnar var líka alltumvefjandi og féll ekki að stöðluðum hugs- unarhætti, heldur leitaðist þess í stað við að kalla fram jákvæð áhrif andstæðra afla hvers á annað - þess þjóðlega og hins alþjóðlega, hefðanna og nútímans, náttúrunn- ar og borgarinnar. Sá hugsunarháttur féll menntafólkinu, helstu aðdáendum Mari- mekko, vel í geð. Á síðari hluta sjöunda áratugarins var fatalína Marimekko líka orð- in eins konar einkennisbúningur hinnar róttæku menntastéttar sem kunni vel að meta einföld sniðin og litrík sterkmunstruð klæðin. Sjálf sagði Ratia hins vegar um fatalínuna: „Ég sel í raun ekki föt. Ég sel lífsstíl. Fötin eru hönnun, ekki tíska.“ Vinsældir Marimekko á sjöunda áratugnum voru líka mjög miklar, og hönnun fyrirtækisins teygði sig inn á sífellt fleiri svið. Í þessari útópíu Marimekko snerti hönnun fyrirtækisins allt frá byggingu iðnaðarhúsnæðis til þess hversdagslega. Hin goðumlíka Jacqueline Kennedy var meðal aðdáenda Marimekko og klæddist kjól- um fyrirtækisins sem jók vinsældirnar verulega á Bandaríkjamarkaði. Ratia neitaði hins vegar alla tíð að fylgja straumnum. Hennar heimspeki var sú að maður yrði að vera öðruvísi en aðrir. Þess vegna lagði Marimekko líka alltaf mikla áherslu á að Lokki taska kr. 2.970. Pohjanma ofnhanski kr. 1.100. Unikka taska kr. 4.620. L jó sm yn di r: Á rn i S æ be rg HÖNNUN | ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR Barnagalli með Unikka munstri kr. 3.630. Hetkia kassi kr. 2.310. Bolli og undirskál með Unikka munstri kr. 1.865. Unikka skál kr. 1.690.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.