Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 6
6 | 18.7.2004 Þ ó að engin stórtíðindi hafi borist af fundi Davíðs Oddssonar forsætisráðherrameð George W. Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu fyrir rúmri viku geta menn líklega verið sammála um að það teljist jákvæðar fréttir fyrir Íslendinga að Bush skuli hafa falið Colin Powell utanríkisráðherra að stýra viðræðum milli land- anna um varnarsamstarfið. Felur slíkt stöðumat í sér þá trú að Powell sé öllu líklegri en hermálahaukarnir í varnarmálaráðuneytinu, Pentagon, til að gefa sjónarmiðum íslenskra stjórn- valda í málinu gaum, enda hans hlut- verk ekki einungis að færa til hermenn, tæki og tól heldur líka að tryggja áfram- haldandi góð samskipti við bandamenn og vinaþjóðir. Þá sé Powell einfaldlega öðruvísi innstilltur en hinn umdeildi varnarmálaráðherra, Donald Rumsfeld, sem segja má að sé eins og holdgerv- ingur fyrir þann hroka sem Bush-stjórn- in er sökuð um að hafa sýnt í samskipt- um við aðrar þjóðir allt frá því að hún tók við völdum fyrir tæpum fjórum ár- um. Nú á eftir að koma í ljóst hvort þetta mat á aðstæðum sé rétt. Óhætt er hins vegar að segja að sú tiltrú sem menn hafa á utanríkisráðherranum í þessum efnum sé í takti við þá mynd sem margir hafa gert sér af Colin Powell; að hann sé hinn eini úr hópi nánustu ráðgjafa for- setans sem eitthvert vit er í. Og það þarf ekki að horfa til Íslands eða Evrópu til að finna þessi viðhorf, þau einkenna til dæmis þá mynd sem dregin er upp í Plan of Attack: the Road to War, nýjustu bók bandaríska blaða- mannsins Bobs Woodwards. Þar birtist Powell oft á tíðum sem rödd skynsem- innar innan um menn sem fyrir löngu virðast hafa verið búnir að ákveða að hreinsa þyrfti til í Írak, fyrir Dick Che- ney og félaga var nánast trúaratriði að koma Saddam Hussein frá völdum. Hið merkilega er að Colin Powell hefði líklega sjálfur getað orðið forseti Bandaríkjanna ef hann hefði haft til þess metnað. Powell var mjög nefndur til sögunnar sumarið 1995 sem hugs- anlegur frambjóðandi í forsetakosningum árið eftir en hann fór þá um Bandaríkin og kynnti sjálfsævisögu sína, My American Journey. Var talið koma til greina að Po- well færi fram sem óháður frambjóðandi og fannst mörgum að þá mættu demó- kratinn Bill Clinton, sitjandi forseti, og repúblikaninn Bob Dole fara að vara sig. Til greina kom jafnframt að Powell tækist á við Dole um útnefningu Repúblik- anaflokksins, auk þess sem einhverjir léðu máls á því að Powell yrði varaforsetaefni Doles. En ekkert varð af framboði. Powell gekk að vísu í Repúblikanaflokkinn og tók að ræða landsins gagn og nauðsynjar á opinberum vettvangi en óskir konu hans, Ölmu Powell, eru sagðar hafa ráðið því að Powell lét ekki verða af því að skella sér í slaginn. Mun Alma Powell hafa viljað sjá meira af bónda sínum og ótt- aðist jafnframt um öryggi hans ef hann léti verða af framboði. Í yfirlýsingu sinni kvaðst hins vegar Powell telja að forsetaframboð væri „köllun sem hann enn ekki hefði fengið“. Þegar George W. Bush bað Powell um að þjóna sem utanrík- isráðherra rétt fyrir áramót 2000 skoraðist hann hins vegar ekki undan; þannig varð hann fyrsti blökkumaðurinn í sögu Bandaríkjanna til að gegna þessu valda- mikla embætti. Áður hafði hann orðið fyrstur blökkumanna til að gegna starfi yf- irmanns bandaríska herráðsins, 1989–1993, en það var á grundvelli þeirra starfa sem hann varð heimsfrægur, hann sást enda næstum daglega á sjónvarpsskjám jarðarbúa í Persaflóastríðinu fyrra 1991. Powell er 67 ára gamall en lítur út fyrir að vera yngri. Foreldrar hans voru frá Ja- maíku en fluttust til Bandaríkjanna og Powell ólst upp í Bronx-hverfinu í New York. Hann lauk BS-gráðu í jarðfræði frá New York-háskóla og gekk síðan í her- inn 1958. Eiginkonu sína, Ölmu, hitti hann á blindu stefnumóti 1961 og þau gengu í hjónaband ári síðar. Colin og Alma Powell eiga þrjú uppkomin börn, Michael, Lindu og Önnu. Powell var sendur til Víetnam 1962 og þjónaði þar tvívegis. Hann særðist lít- illega í tvígang og var verðlaunaður ítrekað fyrir vasklega framgöngu. Yfir- mönnum í Bandaríkjaher þótti Powell snemma efnilegur yfirmaður og tóku að velja hann til pólitískra verkefna í Wash- ington. Hann var að vísu fyrst sendur á skólabekk – Powell náði sér í MBA- gráðu frá George Washington-háskóla – en 1972 var hann svo í fyrsta sinn sendur til starfa á vegum hersins í Hvíta húsinu. Flestir eru sammála um að Víetnam- stríðið móti heimsmynd Powells og póli- tísk viðhorf umfram allt annað. Þessi viðhorf eru í dag jafnan nefnd „Powell- kenningin“ en megininntak hennar er sú skoðun Powells að Bandaríkin eigi ekki að senda hermenn sína í bardaga/stríð nema algerlega sé ljóst hvaða markmið- um þeir eigi að ná, að grundvallarhags- munir séu í húfi fyrir Bandaríkin, að al- menningur í Bandaríkjunum styðji þær aðgerðir sem efnt er til, að skýrt liggi fyr- ir hvernig hermennirnir sleppa aftur af vígvellinum og til síns heima og loks, að öruggt sé að sigur náist í umræddum átökum. Ekki ætti því að koma á óvart að Po- well skyldi vera tregastur mikilvægustu liðsmanna Bush-stjórnarinnar til að skrifa upp á innrás í Írak. Sumum þykir raunar sem hann hafi í gegnum tíðina verið of ófáanlegur til að hugleiða vald- beitingu, fræg er sú sena þegar Made- leine Albright, sem þá var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um, vildi beita hervaldi til að skakka leikinn í Bosníu-Herzegóvínu 1992. „Til hvers að hafa þennan öflugasta her í heimi sem þú ert alltaf að tala um ef við ekki megum nota hann?“ spurði hún hinn trega stríðsmann. Segja gagnrýnendur Po- wells að hann hafi haft rangt fyrir sér að þessu sinni, hernaðaríhlutun hafi skilað ár- angri í Bosníu þegar loks var ákveðið að láta sverfa til stáls 1995. Þá telja Cheney varaforseti og Paul Wolfowitz, næstráðandi í varnarmálaráðu- neytinu, Powell víst of varkáran, þeir eru sagðir kenna honum að hluta til um að Saddam skyldi ekki felldur af stalli þegar árið 1991. Það var nefnilega Powell sem réð mestu um að kné var ekki látið fylgja kviði þegar flótti var kominn í úrvals- sveitir Saddams. Hefðu þær verið upprættar að fullu er ekki víst að Saddam hefði tekist að tryggja völd sín í Írak á ný. Eða svo segir kenningin. Á hinn bóginn er Powell legið á hálsi fyrir að hafa stuðlað að því að bandarískar hersveitir voru sendar til Sómalíu 1993 – en sá leiðangur er jafnan talinn meðal mestu mistaka og klúðurs í síðari tíma sögu Bandaríkjanna. Þau mistök sem gerð voru í Sómalíu og hugsanlega Bosníu hafa þó ekki á neinn átt, að því er virðist, skil- ið eftir kusk á hvítflibba hershöfðingjans fyrrverandi. Hann er eftir sem áður álit- inn „sönn bandarísk hetja“ en þau orð notaði Bush þegar hann á sínum tíma til- kynnti að Powell yrði utanríkisráðherra. david@mbl.is Heimildir: Newsweek, The New York Times, Time, New Statesman. HVER ER COLIN POWELL UTANRÍKISRÁÐHERRA? Tregi stríðsmaðurinn Colin Powell, sem Bush Bandaríkjaforseti hefur falið að stýra viðræðum við Íslendinga um varnarmál þjóðanna, hefur víða komið við á löngum ferli sínum. Altalað er þó að Powell hafi ekki hug á að sitja annað kjörtímabil sem utanríkisráðherra. Colin Powell heimsótti Ísland í maí 2002 en þá var hér haldinn fundur utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna. Colin Powell hefur gegnt ýmsum af valdamestu embættum í bandaríska stjórnkerfinu. Áður en yfir lauk var hann orðinn fjögurra stjörnu hershöfðingi í Bandaríkjaher. Hann eyddi fjórum árum í varnarmálaráðuneytinu í forseta- tíð Jimmys Carters og einu til viðbótar í orkumálaráðuneytinu. Síðar var hann hernaðarlegur ráðgjafi Caspars Weinbergers varnarmálaráðherra, 1983– 1986, og aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi forsetans síðla árs 1986. Ári síðar gerði Ronald Reagan hann að þjóðaröryggisráðgjafa sínum og það féll síðan í hlut George Bush eldri að skipa Powell yfirmann herráðsins bandaríska 1989. L jó sm yn d: R A X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.