Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 8
8 | 18.7.2004 T aktföst raftónlist hljómar úr einu herberginu og í loftinu er einhveriðandi stemning. Menn með gítara og trommukjuða mæta hver öðr-um á dökkmáluðum og heldur þröngum ganginum og þegar litið er inn um opnar gáttir sjást mixerar, magnarar, lyklaborð og tölvuskjáir – tækjaf- lóra sem virðist svo flókin að maður ímyndar sér að það þurfi háskólapróf til að stjórna henni. Við erum stödd í Klink og Bank-listamannasamsteypunni, sem rekin er í gamla Hampiðjuhúsinu við Brautarholt, nánar tiltekið í þeirri álmu sem kölluð er Rokkland. „Þetta er sá hluti hússins sem hljómsveitir og tónlistarmenn halda til í,“ útskýrir Nína Magnúsdóttir, hússtýra Klink og Bank. „Vegna allra tækjanna er þetta vel varið rými auk þess sem hljómsveit- irnar hafa hljóðeinangrað sínar vinnustofur.“ Alls starfar 61 tónlistarmaður í húsinu í a.m.k. tíu verkefnum en heildarfjöldi listamanna er þó miklu meiri. „Síðast þegar við töldum voru 138 listamenn í húsinu en ég myndi halda að ef við færum að telja aftur værum við orðin rúmlega 140. Það er alltaf ein- hver endurnýjun og það er greinilega næg eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði fyr- ir listamenn í landinu því við erum með langan biðlista.“ Hún bætir því við að húsið sé fullt af ungu fólki á öllum aldri. „Langflestir eru menntaðir í sínu fagi, hvort sem þeir eru sjálfmenntaðir eða úr skóla. Hér er atvinnufólk að vinna að sinni list.“ Klink og Bank var sett á laggirnar í janúar síðastliðnum eftir að Lands- bankinn bauð rekstraraðilum Kling & Bang-gallerís á Laugavegi það til af- nota fyrir myndlistarfólk en Nína er ein af tíu myndlistarmönnum sem reka galleríið. Þannig er Klink og Bank útúrsnúningur úr heiti gallerísins, auk þess að vísa til klinksins, sem venjulega er að finna í húsum listamanna, og bank- ans, sem gerði rekstur hússins mögulegan. „Þegar við komum hingað inn sáum við strax að ef við ætluðum bara að hafa myndlist í húsinu yrði það að vera öll myndlist á landinu því þetta er svo stórt. Okkur fannst meira spenn- andi að blanda saman fleiri greinum og ákváðum frá byrjun að opna þetta fyrir listamönnum úr öllum áttum. Í framhaldinu settum við auglýsingu í dag- blöðin þar sem fólk var beðið að sækja um og umsóknirnar hrúguðust inn. Þær hafa síðan haldið áfram að renna inn með reglulegu millibili.“ Nína segir samstarfið við Landsbankann hafa verið mjög gott. „Þeir komu yfir okkur 4.915 fermetra þaki með hita og rafmagni og aðstoða okkur við að auglýsa stóra viðburði. Ég hef stundum sagt að ef við erum öflugt fjöltengi þá gáfu þeir okkur strauminn.“ Sá böggull fylgir þó skammrifi að samningurinn um afnot af húsinu er aðeins til níu mánaða og rennur út 1. september næst- komandi. „Húsið verður væntanlega rifið og hér byggð einhver háhýsi. Við erum ekki búin að fá á hreint hvað gerist eftir að samningurinn rennur út en erum að vonast til að við verðum búin að gera okkur ómissandi í borgarlíf- inu,“ segir Nína og hlær. Hún segir að fólk í húsinu vinni talsvert saman, ekki SAGA Nýstúdentinn Saga Ásgeirsdóttir önnum kafin við að líma allar sínar eigur saman í eina bendu. Við rúmstokk, sem stendur í miðju herberginu eru áfastir geisladiskar, bækur, sjal, tannbursti, vínglas og ógrynn- in öll af öllum mögulegum og ómögu- legum hlutum. Salurinn, þar sem þessi gjörningur fer fram nefnist Berlín. Um 140 listamenn starfa í Klink og Bank sem ku vera bæði fljótandi og lífrænt hús Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur Ljósmyndir Kristinn Ingvarsson TAKA MEÐ SÉR DJÚPAN DISK OG SKEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.