Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 9
bara innan hvers listforms fyrir sig heldur einnig þvert á allar listgreinar og oftar en ekki komi fólk utanfrá í sérstök verkefni. „Þetta er ofsalega fljótandi og lífrænt hús,“ bætir hún við. Við yfirgefum Rokkland og förum inn undir tjald sem virkar eins og töfra- teppi því handan þess er allt annar heimur. Við tekur stórt og bjart rými þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Það er hér sem myndlistarfólkið heldur til. Í miðri álmunni er stór vinnusalur sem er sameiginlegur og listafólkið not- ar þegar það er að vinna að verkefnum sem krefjast mikils rýmis og útheimta kannski svolítinn sóðaskap. Til hliðanna eru niðurhólfuð rými þar sem skil- veggirnir eru ljós og hálfgegnsæ bómullartjöld. Það eru fáir á ferli í vinnustof- unum þegar við hnýsumst inn fyrir tjöldin enda flest myndlistarfólk á Íslandi í fullri vinnu meðfram listinni. Þó er einn og einn listamaður á kafi við vinnu sína, sumir að mála, aðrir sníða niður korkplötur og enn aðrir sitja við sauma. Áfram höldum við gegnum álmu sem hýsir myndlistarfólk, kvikmyndagerð- armenn og hönnuði, gegnum tónleikasalinn Rússland, sem var víst kaldur í vetur, yfir græna sýningarsalinn, sem enn skartar leifunum af síðustu sýningu, HOD Djammsessjón í athvarfi Hoddaranna (hljómsveit- arinnar Hod). „Ég hef stundum sagt að ef við erum öflugt fjöltengi þá gáfu þeir okkur strauminn.“ NÍNA Dagskráin með tússi á veggnum: Nína Magnús- dóttir hússtýra. TOFFI Toffi, öðru nafni Þorfinnur Guðnason heimildamyndargerðarmaður og hundurinn Kolgrímur við störf sín. GUÐRÚN Guðrún Vera Hjartardóttir mótar mannslíkamann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.