Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 17
tíma styrjaldirnar illa þokkaðar og óvinsælar og dregið hefur úr átakamyndum um alþjóðlega (arabíska) hryðjuverkamenn eftir atburðina 11. september. Auk þess hefur aldurinn færst yfir Schwarzenegger, Gibson, Stallone, Willis, Ford, Kilmer, Kurt Russell og þann fé- lagsskap allan. Margir vilja benda á aukinn femínisma sem eina af ástæðunum fyrir uppgangi fríðleikspilta í röðum aðalleikara og þá stað- reynd að konur verma nú fleiri toppsæti í kvikmyndaiðnaðinum en nokkru sinni fyrr. Má nefna í því sambandi Sherry Lansing hjá Paramount, Amy Pas- cal hjá Sony, Stacey Snider hjá Universal og Ninu Jacobson hjá Walt Disney. Hvað sem því viðvíkur eru stjörnurnar sem tekið hafa við veldissprotanum í Hollywood af allt öðrum toga en áður. Tom Cruise, Johnny Depp og Leon- ardo DiCaprio, nokkrir af vinsælustu leikurum samtímans, eru mjúkar mann- gerðir þó þeir séu færir í flestan sjó. Nýjasta bylgja hasarmyndahetja: Maguire, Jake Gyllenhaal (The Day After Tomorrow) og Orlando Bloom, sem fór með annað stærsta karlhlutverkið í Tróju og fer með aðalhlutverkið í stórmyndinni Kingdom of Heaven eftir Ridley Scott, eru jafnvel enn fínlegri. Andrúmsloftið á öndverðri, nýrri öld kallar greinilega á tilfinningaríkari og viðkvæmari mann- gerðir. Fleiri ljón eru á veginum. „Það er ávallt þörf fyrir Russell Crowe- manngerðina“, segir Debra Zane, þekktur ráðningarstjóri í Hollywood, „en það er lítið framboð af þeim, ég veit ekki hvers vegna.“ „Ég er að ráða leikara í kvikmynd og vantar 18 ára gamlan Steve McQueen, en hann er ekki til“, segir Allison Jones, annar frægur sérfræðingur í manna- ráðningum í kvikmyndaborginni. „Leikari á borð við DiCaprio,“ bætir Jones við, „gengur ekki í endurgerð Bullitt“ (fræg löggu-og-bófamynd, sem gerði álíka mikið fyrir McQueen, Ford Mustang ‘67 og San Francisco), „ég lendi í þessu aftur og aftur og það er að fara með mig. Þessir gaurar virðast hreinlega ekki fyrirfinnast úti í þjóðfélaginu.“ Svo virðist sem Hollywood takist betur að grafa upp harðjaxla sína utan Bandaríkjanna. Auk Nýsjálendingsins Crowe, eru það Ástralinn Hugh Jack- man (X-Men, Van Helsing), Walesbúinn Christian Bale (Batman Begins), og Írinn Colin Farrell (Alexander, og leikur á móti Bale í The New World) sem eru eftirsóttastir hasarleikarar af gamla skólanum, ásamt hinum alameríska Brad Pitt. Kvikmyndaborgin er yfirfull af sætum strákum en málin gerast flóknari þeg- ar á að finna trúverðugan leikara í hlutverk nýrrar Superman-myndar. Warner Bros leitar nú logandi ljósi að lítt þekktum leikara í hlutverk ofurhetjunnar eftir að hafa gefist upp eftir tveggja mánaða leit í röðum stórstjarnanna. Leik- arinn þarf að vera karlmennskan uppmáluð, vörpulegri persóna en þeir Gyl- lenhaal og Magure svo að áhorf- endur sannfærist um að hann sé harðskeyttur og sannur í átaka- atriðum. Upplausn og óvissa Leikarar, fæddir til að fara með aðal- hlutverk, líkt og Depp og Pitt, gæta sín á að láta ekki útlitið rígbinda sig niður í fastar skorð- ur og velja gjarnan óvænt hlut- verk andstæð útlitinu. Pitt, sem leikur Akkiles í Tróju, fer t.d. örsjaldan með hetjuhlutverk – þó þau henti honum einkar vel. Aðrir aðalleikarar sem lofuðu góðu sem hasarmyndahetjur á síðasta áratug, líkt og Ben Affleck, Brendan Fraser, Matthew McConaughey og Matt Damon, hafa ekki náð að festa rætur í bandarískri hasarmyndamenningu né heillað er- lenda fjárfesta – sem er öruggt merki um vægi alþjóðlegrar kvikmyndastjörnu. Þrátt fyrir óvissuna sem ríkir nú um stundir varðandi framtíðarímynd has- armyndahetjunnar, virðist nokkuð ljóst að hún verður almennt hvít á lit og venjulegt útlit ameríska meðaljónsins verður áfram sýnilegt í sívinsælum leik- urum á borð við Tom Hanks. Í ljósi þess að um 140 þúsund bandarískir hermenn eru í Írak, spá margir sérfræðingar breytingum á næstunni, spennumyndahetjan verði enn á ný sterk- byggð og stórskorin – klassíska hetjan sem illþýðinu stendur stuggur af. Þróun mála í þessum heimshluta næstu misserin mun koma til með að ráða miklu um framtíð fríða mannsins í Hollywood. Fótboltastjörnur fylgja línunni Að leikurum undanskildum eru það knatt- spyrnumenn sem komast næst í tölu karlmennskugoða almennings. Sú nýjasta, snillingurinn Cristiano Ronaldo, útherji Manchester United og Portúgal, er ekki aðeins afburða íþróttamaður heldur óvenju fríður og íturvaxinn. Pilt- urinn, sem er rétt 19 ára, skyggði á flesta aðra á EM í Portúgal á dögunum. Ekki aðeins á vellinum heldur höfðaði hann til flestra áhorfenda, kynhneigðin skipti jafnvel ekki máli. Ronaldo var kjörinn kynþokkafyllsti leikmaður keppninnar af stærstu vef- síðu homma í Portúgal, þannig að hann ávann sér fleira en gult spjald þegar hann reif sig úr treyjunni eftir markið góða! Ronaldo höfðar ekki síður til kvenfólksins sem veitti piltinum sama heiðurssæti í kosningu vinsælasta tíma- rits landsins. Kvenfólkið setti Ronaldo ofar á listann en Nuno Gomes, hinn töffaralega félaga hans í portúgalska landsliðinu og stjarna Beckhams fellur ört, hann varð að láta sér nægja þriðja sætið. Dæmigerðir níu tommu harðn- aglar sátu enn neðar, Zinedine Zidane (5), Pavel Nedved (6), Fernando Couto (8), Luis Figo (9), og hinn knái Michael Owen var neðstur á topp 10 lista hins portúgalska kvennablóma. Heimildir; The Times, The New York Times, The Hollywood Reporter, ofl. Það verður alltaf pláss fyrir hinn ofurhversdagslega gæðaleikara Tom Hanks, Paul Newman er klassi hvað sem aldrinum líður en Schwarzenegger, Willis og Stallone eru harðhausar gærdagsins. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.