Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 13
þróa eitt svona frumlyf þannig að menn leggja gríðarlega fjármuni undir og því er á færi fárra fyr- irtækja að fara út í slíka þróun. Við á hinn bóginn seljum samheitalyf sem virka nákvæmlega eins en megum að sjálfsögðu ekki selja þau á meðan einkaleyfið er í gildi. Hins vegar þróum við lyfið og er- um tilbúin með það um leið og einkaleyfið rennur út. Þá getum við komið inn á markað með ódýr- ari útgáfu af lyfi með sömu virkni og frumlyfið en munurinn er sá að kostnaður okkar við þróun nemur að jafnaði 150 milljónum króna.“ Þróunar- og skráningarferli samheitalyfs á borð við þau sem Actavis framleiðir tekur um fimm ár að sögn Róberts. „Þetta ferli tryggir að okkar lyf séu eins að gæðum og frumlyfin.“ Hann segir oft á tíðum um flókin lyf að ræða auk þess sem nauðsynlegt sé að skrá þau í hverju einasta landi, sem ætl- unin er að selja það í, og fá markaðsleyfi viðkomandi yfirvalda. Það markaðsleyfi sé yfirleitt komið áður en einkaleyfið rennur út. „Okkar starfsemi gengur út á að vera fyrst á markað með lyf um leið og einkaleyfi á því rennur út. Þetta þýðir að við framleiðum inn á lager og sendum vöruna inn á markað á miðnætti sama dag og leyfið rennur út.“ Maður veltir fyrir sér hvernig það getur verið hagstætt fyrir fyrirtæki frá litla Íslandi að taka þátt í þessum slag en Róbert kann skýringu á því. „Þú mátt að sjálfsögðu ekki selja samheitalyf á meðan einkaleyfi er í gildi en sums staðar, eins og í Kanada, Bandaríkjunum, Búlgaríu og Möltu máttu þróa samheitalyf þrátt fyrir einkaleyfið. Í dag máttu ekki þróa samheitalyf í flestum löndum í Evrópu á meðan einkaleyfi er í gildi þó það standi til að breyta því. Ísland hefur í raun ekki neina sérstöðu hvað þetta lagaumhverfi varðar en munurinn er sá að frumlyfjafyrirtækin sóttu ekki um einkaleyfi á Íslandi á sínum tíma. Þau hugsuðu með sér að þetta væri lítið land þar sem einungis byggju 280 þús- und manns og fannst sennilega ekki taka því að sækja um einkaleyfi hér á landi enda kostar það sitt. Þess vegna eru ekki mörg einkaleyfi í gildi á Íslandi sem gerir okkur kleift að þróa og selja sam- heitalyf hér á landi. Oft eru lyf frá okkur búin að vera nokkur ár á markaðinum heima áður en einkaleyfi renna út í öðrum löndum og við setjum þau á markað þar.“ Ameríka stóra málið Actavis hefur stækkað ört á undanförnum árum og þannig bættust 16 fyrirtæki við samsteypuna á síðustu fjórum árum. Í dag nær starfsemin yfir 25 lönd, sem flest eru í Evrópu. „Tekjur af sölu lyfja skiptast nokkuð jafnt á milli Vestur- og Austur-Evrópu,“ segir Róbert. „Actavis er meðal annars með söluskrifstofur á Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Finn- landi, Svíþjóð og síðan í Mið- og Austur-Evrópu. Við erum með framleiðslueiningar á Íslandi, Búlg- aríu, Tyrklandi, Möltu og Serbíu og loks innkaupaskrifstofu á Indlandi auk lítillar skrifstofu í Ástr- alíu.“ Hann segir fyrirtækið hafa fullan hug á að halda áfram að vaxa með því að fjárfesta í samheitalyfjafyrirtækjum. „Við höfum sagt að það sé hluti af okkar aðalstarfsemi að vaxa með því að yfirtaka önnur félög og þegar allt er talið erum við sennilega með þrjú og hálft stöðugildi sem eru í því alla daga að skoða erlenda fjárfestingakosti. Hins vegar kaupum við bara fyrirtæki þegar það fellur að okkar aðalstarfsemi og við teljum okkur geta náð meiru út úr rekstri þess en var gert þegar við keyptum það. Þetta gæti t.d. þýtt að við getum skráð okkar lyf á sama markaði og fyrirtækið starfar á, þeirra lyf á okkar markaði eða nýtt verksmiðjur og svo framvegis.“ Mikilli fjárfestingu fylgir alltaf viss áhætta en Róbert segir tvær hliðar á því. „Eins og ég horfi á það þá er verið að minnka áhættuna með þessum fjárfestingum vegna þess að um leið er verið að fjölga mörkuðunum og lyfjunum. Í raun er verið að skjóta fleiri stoðum undir fyrirtækið. Þannig hefur það minni áhrif á Actavis ef sala í einu landi bregst eða ef sala á einu eða tveimur lyfjum er ekki í samræmi við væntingar. Með því að stækka fyrirtækið eins og við höfum gert erum við því í raun að minnka áhættuna. Auðvitað má síðan spyrja hvort áhætta sé falin í einstökum fjárfestingum sem við förum út í. Hins vegar fer viðkomandi fyrirtæki alltaf í gegn um mjög ítarlegar áreið- anleikakannanir hjá okkar starfsfólki, endurskoðendum og sérfræðingum þannig að við reynum alltaf að átta okkur vel á fyrirtækjunum áður en við festum kaup á þeim.“ Actavis ætlar þó ekki að láta nægja að stækka í Evrópu eins og það hefur fyrst og fremst gert hing- að til. „Stóra málið hjá okkur þessa dagana er Ameríka. Við erum með skrifstofu þar núna og það sem er kannski mest spennandi í þessu er hversu Bandaríkjamarkaður er stór. Til að selja lyf í Evr- ópu þarftu að fá markaðsleyfi eða skrá lyfin í hverju einasta landi sem á að selja þau í en í Bandaríkj- unum kemstu inn á markað sem er tvöfalt stærri en þessi lönd samanlögð. Við höfum séð að það er töluverð samlegð í að þróa lyfin fyrir Ameríku og Evrópu þar sem þróunarferlið er svipað. Tilkostn- aður við að þróa lyf fyrir okkur í Ameríku er því minni en fyrir fyrirtæki sem þróa bara lyf fyrir Am- eríku.“ Hluti yfirstjórnarinnar verði í Lundúnum Undanfarin misseri hafa hlutabréf Actavis hækkað talsvert í verði og greiningardeildir bankanna hafa á stundum dregið í efa að fyrirtækið standi undir þeirri bjartsýni sem þau endurspegla. Í dag er samsteypan með verðmætustu fyrirtækjum í Kauphöll Íslands. „Markaðsaðilar hafa í gegn um árin spurt sig hvort verð bréfanna sé ekki of hátt,“ segir Róbert um þetta. „Þessi saga nær allt aftur til 1999 þegar ég var að byrja hjá Delta. Hlutabréfaverðið hefur hækkað mikið á hverju ári og því hafa Lj ós m yn d: G ol li 18.7.2004 | 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.