Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 14
14 | 18.7.2004
sumir dregið þá ályktun að verðið hljóti að vera of hátt. Auð-
vitað get ég ekki tekið afstöðu til þess. Það sem skiptir máli er
hvernig fyrirtækið er, hvaða vaxtartækifæri reksturinn hefur
og hvort það geti skilað aukinni arðsemi með auknum vexti.
Svo þurfa menn einfaldlega að meta fyrirtækið út frá því
hvaða tækifæri þeir sjá út úr því í framtíðinni.“
Actavis stefnir á skráningu félagsins í erlenda kauphöll á næstunni. Róbert segir
nokkrar ástæður fyrir því. „Í fyrsta lagi lítum við til hlutabréfamarkaðarins heima.
Þar er félagið orðið mjög stórt og þar sem við viljum halda áfram að stækka og kaupa
fyrirtæki er hugsanlegt að við viljum nota okkar hlutabréf sem gjaldmiðil í þeim við-
skiptum. Þá er heppilegra að vera á stærri markaði. Erlend fyrirtæki þekkja oft tak-
markað til Íslands eða íslensku krónunnar og það er allt annað að bjóða hlutabréf í
fyrirtæki á Íslandi en að bjóða hlutabréf í félagi sem er t.d. skráð í London. Það að
vera skráð í stærstu kauphöll í Evrópu styrkir jafnframt ásýnd Actavis sem alþjóðlegs
félags. Tiltrú lyfjafyrirtækja skiptir miklu máli og styrkur þeirra þegar menn velja sér
samstarfsaðila. Skráning erlendis mun því styrkja okkur enn frekar í þessum efnum.“
Til stóð að skráningin færi fram í Lundúnum á þessu ári en nýlega var tilkynnt um
seinkun hennar fram yfir næstu áramót. „Við kusum að seinka skráningu út af tækni-
legum atriðum,“ segir Róbert. „Við áttum von á að fá undanþágu frá þeim bókhalds-
stöðlum sem eru í gildi hér í Bretlandi en 1. janúar næstkomandi verða teknir upp al-
þjóðlegir staðlar sem við höfum unnið eftir. Ef við hefðum ekki seinkað skráningunni
hefðum við þurft að breyta bókhaldinu hjá öllum okkar félögum þrjú ár aftur í tím-
ann til samræmis við þessa bresku staðla.“ Hann segir að það hefði ekki svarað kostn-
aði að leggja út í þá vinnu sem til þyrfti. „Ég hugsa að kostnaðurinn, bara við að fá
okkar endurskoðendur í þessa vinnu, hefði verið á bilinu 70 til 100 milljónir fyrir ut-
an að þetta hefði tekið allt of mikinn kraft út úr því fólki sem er að vinna þetta starf.“
Róbert bendir á að ekki séu nema örfá prósent af veltu fyrirtækisins á Íslandi. „Ís-
land spilar samt stórt hlutverk. Hjartað í þróunarstarfseminni er og mun verða áfram
á Íslandi og hluti af verksmiðjunum er sömuleiðis á Íslandi,“ segir hann. En stendur
þá til að flytja höfuðstöðvarnar til Lundúna? „Það er ekkert óeðlilegt að hluti af yf-
irstjórninni verði hér til lengri tíma, m.a. vegna þess að það verða mikil samskipti við
ýmsa greiningaraðila hér úti eftir að búið er að skrá fyrirtækið á markað. Menn vilja
sjálfsagt fylgjast mjög vel með rekstrinum.“ Hann vill þó ekki tjá sig um hvort sjálfar
höfuðstöðvarnar verði staðsettar í Lundúnum eða á Íslandi í framtíðinni enda sé það
óráðið.
Það er erfitt að festa hönd á þeim gríðarlegu hagsmunum sem eru í húfi fyrir sam-
heitalyfjafyrirtæki eins og Actavis en til að gefa einhverja hugmynd má nefna að gert
er ráð fyrir að á næstu fjórum árum renni einkaleyfi fyrir lyf
með veltu upp á 84 milljarða dollara út í Bandaríkjunum og
Evrópu. Þó eru ekki mörg alþjóðleg samheitalyfjafyrirtæki í
heiminum í dag að sögn Róberts. „Það eru kannski tíu fyr-
irtæki sem eru bæði á Ameríkumarkaði, Evrópu og öðrum
mörkuðum í heiminum. Flest fyrirtækin eru annað hvort bara á Vestur-Evrópusvæð-
inu, Austur-Evrópusvæðinu eða aðeins í Bandaríkjunum. Þetta er hins vegar að
breytast og á síðustu 5 árum hefur maður séð mikinn hraða í stækkun fyrirtækjanna.
Samkeppnin er því vissulega að aukast en hún hefur engu að síður alltaf verið mikil.
Ég man t.d. eftir því árið 1999 þegar við settum tvö okkar lykillyf inn á Bretlands-
markað. Á fyrstu vikunni lækkaði verðið á öðru lyfinu um 98% og það sem við feng-
um fyrir það innan tveggja, þriggja mánaða dugði bara fyrir kostnaðinum á umbúð-
unum sem lyfið var pakkað í.“
Til að mæta samkeppninni segir Róbert stórt atriði að vera fyrstur eða með þeim
fyrstu á markað með nýtt samheitalyf. „Þá eru fyrirtækin í þeirri stöðu að ná samn-
ingum við stærstu sölu- og dreifingaraðilana og tryggja sér þannig góða markaðs-
hlutdeild. Síðan skiptir miklu máli að vera með verksmiðjur sem standast samkeppn-
ina, bæði hvað varðar framleiðslukostnað og gæði. Ef litið er á heildarkostnaðinn í
fyrirtæki eins og Actavis eru hráefni og laun um 70% af framleiðslukostnaðinum. Því
skiptir miklu máli að horfa á þessa tvo kostnaðarþætti til að tryggja hagkvæman
rekstur. Við getum náð niður launakostnaðinum með því að staðsetja verksmiðjurnar
vel, eins og við erum að gera með verksmiðjurnar á Möltu og Búlgaríu. Launakostn-
aður á Möltu er helmingur af því sem hann er á Íslandi eða jafnvel minna.“ Það eru
reyndar fleiri kostir við staðsetningu verksmiðjunnar á Möltu eins og Róbert útskýrir.
„Þar er skattaumhverfið mjög hagstætt, sérstaklega fyrir fyrirtæki sem er að fjárfesta í
verksmiðju eins og við. Sömuleiðis veitir ríkið lyfjafyrirtækjum lán á niðurgreiddum
vöxtum, t.d. ef við þurfum að fjárfesta í fastafjármunum. Loks niðurgreiðir ríkið
leigu á verksmiðjum. Auðvitað skiptir þetta allt saman máli og það mun skipta enn
meira máli eftir t.d. fimm ár að vera ávallt með hagkvæman rekstur.“
Hvað varðar hráefnin segir Róbert skárri kost að velja lyf til þróunar sem hefur fáa
hráefnabirgja en marga því eftir því sem birgjarnir séu fleiri sé líklegra að þeir reyni
að fá fleiri aðila til að þróa viðkomandi lyf með sér. „Þá er gefið að það verði mikil
samkeppni á síðari stigum. Þess vegna veljum við frekar lyf þar sem eru fáir birgjar en
á móti kemur að það er miklu erfiðara að semja við einhvern, sem er kannski bara
einn af tveimur birgjum í heiminum. Í þeirri stöðu skiptir máli að geta þróað efnið
sjálf og það getum við bæði í Búlgaríu og í Tyrklandi og munum halda áfram að
styrkja okkur þar.“
L
jó
sm
yn
d:
H
el
ga
E
gi
ls
on
Í faðmi fjölskyldunnar í
Lundúnum: Sigríður Ýr,
Helena Ýr, Róbert og
Jens Hilmar.
„Ég ferðast kannski helm-
inginn af mánuðinum og
auðvitað er fjölskyldulífið
svolítið öðruvísi þegar mað-
ur er svona mikið í burtu.“