Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 16
16 | 18.7.2004 Síðustu helgar hefur Kóngulóarmaðurinn 2, með hinum fíngerða TobyMaguire, verið að slá ný og öfundsverð aðsóknarmet í kvikmyndaheim-inum. Á meðan fellur gengi harðhaussins The Rock (Walking Tall) og vinsældir Vin Diesel, vöðvakuggsins með grafarröddina, bregðast í sumarhas- arnum The Chronicles of Riddick. Eini karlleikarinn sem náð hefur að vinna sig upp í stórstjörnusæti úr Hringadróttins-þrennunni er hinn undurfríði Or- lando Bloom. Þetta eru örfá dæmi um breyttan smekk kvikmyndahúsgesta fyr- ir ímynd hasarmyndahetju samtímans. Tímarnir breytast og hetjurnar með Á undanförnum árum hafa átt sér stað hægfara en ákveðin stakkaskipti á karlmennskuímyndinni í síbreytilegum dæg- urheiminum. Saga spennu- og átakamynda er mörkuð endalausum körlum í krapinu; kempulegum stjörnum, þannig útlits að flestir hugsa sig um tvisvar áður en þeir abbast upp á þá. Leikarar á borð við uppgjafahermanninn Tom Mix og fyrrum kúrekann William S. Hart, voru dæmigerðar hetjur á bernsku- dögum Hollywood á 2. áratug síðustu aldar. Karlmannlegir á velli og gáfu has- armyndahetjum 20. aldarinnar tóninn. Þjóðfélagsástandið á hverjum tíma ræður meira um útlit spennumyndaleik- ara en margan grunar. Andrúmið skapar tískuna í þessum efnum sem flestum öðrum. Því sjá margir samasemmerki á milli fríðleikspiltanna á hvíta tjaldinu í dag og því tiltölulega hógværa ástandi sem ríkt hefur í heiminum á milli Flóastríðsins og innrásarinnar í Írak. Lítum aðeins nánar á þetta samhengi. Kreppan mikla skall á haustið 1929, í kjölfarið fór að bera á auknu raunsæi í Hollywood, sakamálamyndum og karlmennskudýrkun. Upp spruttu harð- jaxlar sem aldrei fyrr. James Cagney, George Raft, Edward G. Robinson, Paul Muni, að ógleymdum goðsögnunum Humphrey Bogart og Gary Cooper. „Macho“ manngerðin festist í sessi í hópi vinsælustu kvikmyndaleikara sam- tímans. Undir lok fjórða áratugarins gerðust veður öll válynd á nýjan leik, nasistar tóku völdin í Þýskalandi og síðari heimsstyrjöldin gjörbreytti heimsmyndinni – að Hollywood ekki undanskilinni. Stríðsmyndir og áróðursmyndir gegn Þriðja ríki Hitlers og Möndulveldunum, spruttu fram á sjónarsviðið. Ekki dugði að senda veimiltítur gegn nasistaskepnunum, vörpulegir leikarar höfðu yfrið nóg fyrir stafni. John Wayne, Errol Flynn, Gregory Peck, Robert Mitchum, Kirk Douglas Anthony Quinn, Cooper, Bogart ..., Síðari heimsstyrjöldinni lauk en Adam hélt sig fjarri paradís. Fyrr en varði hófst kalda stríðið, kommagrýlan og kjarnorkusprengjan ógnaði mannkyninu, Kóreustríðið braust út. Þörfin fyrir traustvekjandi hetjur á tjaldinu var jafnvel aldrei meiri en nú og áróðurs- og hetjumyndir blómstruðu. Hollywood fann svarið í stálnöglum á borð við Steve McQueen, Paul Newman, Burt Lancaster og fleiri gæðaleikurum sem hífðu ímynd harðjaxlsins upp í nýjar og glæstar hæðir og áður óþekktar vinsældir. Ekki má gleyma vestranum, hann var sígildur bakgrunnur hetjuskapar, holdi klæddum af John Wayne, Henry Fonda, James Stewart og síðar meir nöglum á borð við Yul Brynner, Charles Bronson, Clint Eastwood, James Coburn, Lee Van Cleef og Kevin Costner. Í þessum geira er lítið pláss fyrir súkkulaðidrengi, hér eru raddsterkir og svipmiklir skapgerðarleikarar á borð við Lee Marvin og Ernest Borgnine kóngar í ríki sínu. Yfirbragðið mýkist Upp á síðkastið hafa fjölmargar, hefðbundnar upp- sprettur fyrir kempuleg karlmennskuhlutverk nánast lokast. Vestrinn er svo gott sem horfinn af sjónarsviðinu um sinn, kommagrýlan er fyrir bí, síðari KVIKMYNDIR | SÆBJÖRN VALDIMARSSON HARÐHAUSAR Á UNDANHALDI Hetjuímyndin er að mildast og „mjúkir leikarar“ sækja á í spennumyndum Hollywood Tobey Maguire í Spiderman 2, Brad Pitt í Tróju, Orlando Blo- om í Tróju, Van Diesel í Riddick, og svo Cristiano Ronaldo. Mjúkar og sætar hetjur framtíðarinnar - að undanskildum harðjaxlinum Vin Diesel, hans líkar eru að falla úr tísku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.