Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 10
og niður tröppur. Á miðjum stigapalli stansar Nína við hurð, sem maður ímyndar sér að hylji kústaskáp eða einhverja álíka kytru. „Hérna er leynda hæðin, við fund- um hana fyrir skömmu,“ segir hún brosandi. „Þessar dyr voru læstar þegar við komum hingað inn og við héldum að þetta væri geymsla eða eitthvað álíka. En svo fengum við lykilinn og fundum bara heila hæð.“ Á hæðinni hefur hópur fólks komið sér fyrir með útbúnað sinn, meðal annarra Kristleifur Björnsson ljósmynd- ari, sem þarf stór ljósaborð við vinnu sína, og hljómsveitin Ske svo einhverjir séu nefndir. Eftir viðkomu í kjallaranum, þar sem við heimsækjum bæði tólgarverksmiðju og stóra rýmið Berlín, skokkum áfram á eftir hússtýrunni og í þetta sinn uppávið, lengst upp á þriðju hæð þar sem tölvu- og kvikmyndagerðarfólkið heldur til. „Hér er það sem við köllum Hannað í Helvíti,“ segir Nína kímin og bendir á innrétting- arnar, sem einkennast af óstjórnlegri lita- og formgleði níunda áratugarins. Á bak við þríhyrningslaga og bogadregna skilveggi situr fólk við tölvuskjái, þar sem margvísleg verkefni blasa við; einn er á kafi í grafíkvinnslu á meðan annar vinnur að gerð heimildamyndar. Það er ekki laust við að maður hafi á tilfinningunni að Klink og Bank sé hálfgert völundarhús þar sem hið óvænta bíður á hverju strái. Okkur tekst samt einhvern veginn að rata út en á leið okkar rekumst við á plakat þar sem listamennirnir eru hvattir til að mæta til matstofu. „Við erum með eldhús hérna og ætlum að hafa það fyrir reglulegan viðburð að borða saman,“ segir Nína. „Þá setjum við bara upp langt matarborð í Rússlandi.“ Andrúmsloftið í Klink og Bank ólgar af sköpunarkrafti. Þar sem efnin vantar tekur hugmyndaflugið völdin og það er fátt sem fær stöðvað þetta samfélag. Það endurspeglast ágætlega á matstofuplakatinu þar sem lesa má eftirfarandi tilmæli til matargesta frá umsjónarmönnum Matstofu myndlistarmanna, þeim Ingibjörgu Magnadóttur og Daníel Björnssyni: „Kjötsúpa á föstudaginn – taka með sér djúp- an disk og skeið!“ ben@mbl.is GJÖRNINGA- KLÚBBURINN Jóní og Sigrún í Gjörn- ingaklúbbnum leggja drög að list sinni. … hún bendir á hóp fólks sem er niðursokkið í að steypa undarlega ílanga drjóla í plastmót. VERKSMIÐJAN Í kjallaranum opnar Nína hurð og á móti okkur leggur undarlegan daun sem kemur manni þó kunnuglega fyrir nasir. Það er eitthvað íslenskt við þetta. „Hér erum við komin með verksmiðju í gang,“ segir Nína um leið og hún bendir á hóp fólks sem er niðursokkið í að steypa undarlega, ílanga drjóla í plastmót. „Þessi verk eru unnin úr íslensku sauðkindinni,“ heldur hún áfram. „Hér er verið að búa til sápu úr tólg sem síðan er notuð í verkin.“ Auk tólgarinnar er notuð óhreinsuð ull en alls voru 200 slíkir drjólar framleiddir í kjallaranum. Verkin eru hluti af sýningu tveggja heimsfrægra listamanna, Paul McCarthys og Jason Rohades í Kling & Bang gallerí og í Hall- ormsstað á Fantasy Island sýningunni en báðar sýningarnar standa nú yfir. BIBBI Bibbi, öðru nafni Birgir Örn Thoroddsen, rekur stúdíó Tíma í tónlistarálmunni ásamt nafna sínum Birgi Erni Steinarssyni í hljómsveitinni Maus og Alex MacNeil í Kimono. „Það er mjög skemmtileg stemning sem myndast hérna. Ég er t.d. að vinna efni fyrir tónleika í Kaplakrika á sama tíma og þau í GusGus eru með nýtt lag. Þá hleypur mað- ur yfir til þeirra og segir „djö … er þetta flott lag!“ Samgangurinn er mjög mikill og t.d. hefur Gísli Galdur DJ bæði verið að spila með okkur í Ghostigital og líka í Trabant auk þess sem hann er að æfa sig á trommur og spila með Sigtryggi Baldurssyni.“ GODDUR Alltaf þegar eitthvað er að gerast tekur einhver í húsinu að sér að dokumentera það á vídeó, með ljósmyndum eða með því að skrifa það niður. Á skrifstofu Godds, Guðmundar Odds Magnússonar, er efninu safnað saman. Hér er hann ásamt Sirru eða Sigrúnu Sigurðardóttur. „Við dokumenterum meira að segja dokumentasjónina,“ kallar einhver út úr skrifstofunni og bendir síðan glottandi á okkur blaðamanninn og ljósmyndarann. „Við verðum að fá mynd af þeim!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.