Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 22
22 | 18.7.2004 Nafn Heimilisfang Póstfang Við Álitamál hafði samband maður sem á ínokkrum vanda. Vinkona hans, nýfengin,hefur boðið honum í utanferð með sér og er það honum gleðiefni en þó eru ýmis ljón í veginum. „Ég er svo flughræddur að ég þori varla að fara, þegar ég hef ferðast í flugvél hef ég jafnan talið daga mína talda og byrjað ferðina á að skrifa í huganum minningar- greinar um sjálfan mig. Ég kvíði þessari boðsferð óneitanlega afar mikið, en á hinn bóginn vil ég ekki neita boðinu – bæði er það aum- ingjalegt og svo gæti það haft slæm áhrif á nýbyrjað samband. Ég veit líka að ef ég á annað borð kæmist út gæfist gullið tækifæri til að þróa sambandið og langar til að gera það,“ segir maðurinn. Þarna er um nokkuð sértækt álitaefni að ræða. Flughræðsla er staðreynd sem blasir við ýmsum og hún er þeim ekkert lamb að leika sér við. Rannsóknir sýna að karlmenn og konur upplifa flughræðslu á nokkuð misjafnan hátt. Hluti af flughræðslu karla er ótti þeirra við að hafa ekki stjórn á hlutunum, þetta á síður við um konur. Hægt er að fara á námskeið til að yfirvinna flug- hræðslu og skilar það stundum góðum árangri. Sumir drekka frá sér ráð og rænu eða taka stóran skammt af róandi lyfi fyrir flugferðir, – en ekki er víst að slíkt myndi mælast vel fyrir hjá ástfanginni konu. Víst er hálfleiðinlegt að þurfa að viðurkenna fyrir ástmey að vera svo flughræddur að þora ekki með henni til útlanda, en kannski væri í framhaldinu hægt að stinga upp á við ástmeyna á að fara næst með skipi, (þó er sá hængur á að fátt er um farþegaskip og slíkar ferðir taka lengri tíma). Margir eru sjóveikir, ekki síst konur, og jafnvel sjóhræddir, þannig að kannski snýst þá dæmið við, hin flughugrakka ástmey gæti orðið sjóhrætt fórnarlamb í eigin hugarheimi og því skilningsríkari. Verið getur þó að í þessu tilviki sé maðurinn sjálfur líka sjóveikur og sjóhræddur og þá liti dæmið enn verr út þegar á hólminn væri komið. Talandi um hólm er oftast best að „ganga á hólm“ við ótta sinn ef hægt er – þannig eru mestu líkindi til að yfirvinna hann smám saman. Líka mætti hugsa sér að vera hreinskilinn og segja konunni eins og er, neita boðinu og taka „sjensinn“ á að sambandið þróist í rétta átt þrátt fyrir þetta atvik. Manninum til huggunar er rétt að nefna og hafa í huga að rannsóknir sýna að mun hættu- legra er að ferðast í bíl en flugvél og hættulegast af öllu er að liggja í rúmi – því þar deyja flestir. Guðrún Guðlaugsdóttir Álitamál Byrjar ferðina á minningargrein um sjálfan sig Stendur þú andspænis erfiðum aðstæðum? Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp möguleikum í stöðunni | gudrung@mbl.is 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 B R Ú N A M I K L A R R Æ Ú V Ó E S J A F N A R M A T Ú N F I S K U R A I M R F S E R S E T Æ R A N D I L B A K K E L S I S V F U A D L O S T A F E N G I N N R F Ý U R S S I L F U R M Á F U R Ð K T I P E U A P D Í L A S K A R F U R R G A L I S T Ó R E F L D I V S P F F A B E I N H Á K A R L Þ U I L Y Ð A I E A B E N D I L L S M S B R E N L U J S K A Ð S E M I I Þ J Ó R S Á T G I N N A L A U G A R V A T N R R LÁRÉTT 1.Léttsteikja stórar og sérstakar til augnanna. (11) 7.Menntaskóli lagar stöðuna með því að finna lýsingu á þrí- hyrningi (8) 9.Fiskur sem finnst í ræktuðu landi. (9) 10.Hreinn loftblær er eyðandi. (7) 11.Bólga í baki er oft borin á borð. (8) 12.Munaðargjarn finnur fimmtíu osta ávinninginn. (12) 13.Matarstellsfugl úr góðmálmi er vargur. (11) 16.Semja gamlir menn um fugla. (11) 19.Stór ef fimmtíu við fimmhundruð og fimm styrkti (9) 22.Bein há karldýri af brjóskfiskaflokki. (10) 25.Ef þú setur krydd við sár færðu band. (7) 26.Kassi með hættu. (8) 27.Þá sjór tekur við af fljóti. (6) 28.Innihald sundlauga gefur stað heiti. (10) LÓÐRÉTT 1.Mikil ósigur í bænum sé á torfbæ. (10) 2.Með úr mel dýr af nagdýraætt. (9) 3.Kíló var til sem var 6 þumlungar. (7) 4.Lítt hagganlegur úr stærðfræðihugtaki. (9) 5.Málsverður til hegningar? (11) 6.Hræði hró með kræklingum. (10) 8.Agnarkafli um feng. (8) 14.Tiltekinn sem örþreyttur. (9) 15.Snjóstormur sem drepur skepnur finnst í heitu loftslagi. (10) 16.Dylja einfaldlega alla flækta í blómi. (9) 17.Slúður um Nemó? (9) 18.Stoðvefur rótarhnýðis? (8) 20.Hættuleg við Sjáland. (7) 21.Upprunalegir plebbar. (8) 23.Söfnun á nagdýri. (7) 24.Þangað inn fer brúnþörungurinn (6) KROSSGÁTA 18.07.04 Krossgátuverðlaun Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn kross- gátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausn- inni í umslagi merktu Krossgáta Tímarits Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Skilafrestur á úrlausn kross- gátu 18. júlí rennur út næsta föstudag og verður nafn vinningshafa birt sunnudag- inn 8. ágúst. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning sem Edda útgáfa hf. gefur. Vinningshafi krossgátu 4. júlí sl.: Sigrún Sigvaldadóttir, Urðarvegi 51, 400 Ísafjörður. Hún hlýtur í verðlaun bókina Kven- spæjarastofa númer eitt eftir Alexander McCall Smith, sem Mál og menning gefur út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.