24 stundir - 26.02.2008, Page 4

24 stundir - 26.02.2008, Page 4
„Þessu var smyglað inn síðasta sumar, þegar allir voru í fríi, bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi í einu. Margir sáu það ekki þannig að þeir héldu að þeir hefðu lengri frest. Héldu að fyrst þyrfti að samþykkja að- alskipulagið áður en deiliskipulagið yrði kynnt. En þessu var stungið saman,“ segir Ásta Þorleifsdóttir, formaður hverfisráðs Grafarvogs sem hefur samhljóða ítrekað fyrri ályktun sína þar sem gerð er athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur sem felur í sér breytta landnotkun á reitnum Spöngin 3-5. Breyt- ingin felur í sér að í stað þess að reiturinn sé skil- greindur sem atvinnu- eða þjónustusvæði verður hann skilgreindur sem íbúðasvæði. „Það eru aðrar lóðir í Grafarvogi þar sem hægt er að byggja blokkir, bara ekki á þessari lóð. Þessi lóð liggur mjög vel við öllum samgöngum og er mjög miðsvæðis þannig að hún myndi henta sérstaklega undir mikla allsherjar fé- lagsmiðstöð fyrir íbúa á öllum aldri þar sem listasýn- ingar, tónleikar, þjónusta og önnur afþreying gæti far- ið fram,“ segir Ásta. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann skipulagsráðs, vegna máls- ins. elias@24stundir.is Hverfisráð Grafarvogs gerir athugasemdir við skipulagsbreytingar „Þessu var smyglað inn“ Ásta Þorleifsdóttir vill fá menningarmiðstöð í Grafarvoginn. Árvakur/Golli 4 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir Ferðaskrifstofa Salan á flugsætum til Alicante fer af stað með látum! Heitustu sætin! Flogið allt árið Flugdagar í sumar: fimmtudaga (3 flug), föstudaga, laugardaga, sunnudaga og þriðjudaga Besta verðið bókast fyrst Bókaðu strax á www.plusferdir.is Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Stefnt er að því að stofna hlutafélag um innflutning á nýjum kúastofni í næsta mánuði. Jón Gíslason, for- maður Nautgriparæktarfélags Ís- lands (NRFÍ), sem barist hefur fyr- ir innflutningi á norskum kúastofni til Íslands, segir að hið nýja hlutafélag muni sækja um innflutningsleyfi til Landbúnaðar- ráðuneytisins á næstu mánuðum. „Við stefnum að því að sækja um innflutningsleyfi á fósturvísum og sæði úr norska kúastofninum. Ráðuneytið mun þá leita álits hjá umsagnaraðilum eins og yfirdýra- lækni og fleiri aðilum.“ Telur norska kúakynið betra Jón segir ekkert til fyrirstöðu að fara af stað með verkefnið annað en leyfisgjöf frá ráðuneytinu. „Inn- flutningi á nýju kúakyni var hafn- að árið 2001 en það er okkar skoð- un að síðan þá hafi aðstæður breyst. Krafan um hagræðingu í landbúnaði hefur aukist mjög undanfarin ár, kúabú hafa stækkað og skuldir þeirra aukist. Þess vegna er afar mikilvægt að skoða leiðir til að auka hagræðingu í rekstri þeirra og það er okkar skoðun að norska kúakynið sé í hagrænu tilliti mun betra en það íslenska.“ Jón leggur mikla áherslu á að ef leyfi fæst fyrir innflutningi yrði um að ræða tilraunaverkefni. „Þetta yrði innflutningur í litlum mæli og það er ekki fyrr en að tilrauninni lokinni að það er hægt að fara að ræða um breytingar. Það gæti gerst eftir um það bil fimm ár frá því að tilraunin með norsku kýrnar hæf- ist.“ Almenn samstaða æskileg Einar K. Guðfinnsson landbún- aðarráðherra segir að þessi mál hafi verið nokkuð rædd á haust- fundum Landssambands kúa- bænda. „Það þarf að hafa margt í huga varðandi ákvörðun af þessu tagi. Við munum hins vegar taka afstöðu til erindisins þegar það berst. Mín skoðun er sú að það væri afar æskilegt að það skapaðist almenn samstaða meðal bænda um þetta mál.“ HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Norskar kýr í íslensk fjós?  Stofna á hlutafélag um innflutning á norskum kúm til Íslands  Sótt um leyfi á næstunni  Samstaða æskileg, segir ráðherra Íslenskar kýr Í framtíðinni gætu norskar stallsystur íslensku kýr- innar velt henni úr sessi. ➤ Guðni Ágústsson, þáverandilandbúnaðarráðherra, heim- ilaði innflutning á fóst- urvísum úr norskum kúm í október árið 2000. ➤ Kúabændur höfnuðu þeiminnflutningi í almennri at- kvæðagreiðslu árið 2001. ENDURTEKIÐ EFNI Árvakur/Þorkell Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Olíuflutningar um íslenska lög- sögu frá norðvesturhluta Rússlands til Vesturlanda hafa ekki aukist undanfarin ár þvert á væntingar. Siglingamálastofnun býst varla við mikilli eða skyndilegri aukningu í útskipun á olíu frá Barentshafi nema stefnubreyting verði hjá stjórnvöldum í Rússlandi. Stofnunin segir, að væntingar um aukna olíuflutninga hafi aðal- lega byggst á áætlunum rússneska olíufélagsins Yukos og fleiri aðila um flutningslögn frá olíuríkum svæðum Síberíu vestur og norður til Murmansk. Forsvarsmaður Yu- kos hafi síðan lent í fangelsi og áætlanir um aukna flutninga orðið að engu. Árið 2005 fóru 278 skip með um 9,6 milljón tonn af olíu- afurðum úr Barentshafi. Megnið til Evrópuhafna. mbl.is Olíuflutningar framhjá Íslandi standa í stað Olíuskip ekki fleiri Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu kílóverð á ýsuflökum, roð- og beinlausum. Af þessum sex verslunum sem kannaðar voru var langlægsta kílóverðið í Fiskbæ, Keflavík. En hæsta kílóverðið af ýsunni fannst í Gallerý Fiskur, þar var hún 69% dýrari en í Fiskbæ. 69% munur á soðningunni Þuríður Hjartardóttir NEYTENDAVAKTIN Ýsuflök roð- og beinlaus Verslun Verð Verðmunur Fiskbær Keflavík 799 Fjarðarkaup 1.032 29,2 % Fiskbúðin Hófgerði 1.180 47,7 % Fiskisaga 1.290 61,5 % Nóatún 1.298 62,5 % Gallery Fiskur 1.350 69,0 % STUTT ● Lyf sett í drykki Tveir karl- menn voru handteknir á skemmtistaðnum Vegamót að- fararnótt sunnudags grunaðir um að hafa sett lyf í drykki stúlkna á staðnum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var mönnunum sleppt að lokinni skýrslutöku. ● Búið að laga spenni Við- gerð lauk fyrir helgina á öðr- um spenni Sultartangastöðv- ar, en báðir vélaspennar stöðvarinnar biluðu með skömmu millibili í lok síðasta árs. Bilun varð í einangrun spennanna sem líklega má rekja til eldinga.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.