24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 15
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 15 Örlög borgarfulltrúa Sjálf-stæðisflokksins í Reykja-vík eru enn til umræðu eftir að Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson komst að niðurstöðu um helgina. Athygli vek- ur að þeir sem enn tjá skoðanir sínar á mikilvægi stór- sviptinganna eru stjórnmálamenn. Borgarfulltrúar blogga sjálfir um hvort hér hafi orðið niðurstaða, eða biðstaða eða pattstaða. Frjáls- lyndir eins og Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson hafa sterkar skoðanir og sér sá fyrr- nefndi Hamlet í hverju horni. Áhugi almennings á stjórnmál- araunum borgarfulltrúa virðist hins vegar fara dvínandi enda þykja þær langdregnar. Kvennaráðstefna SÞ stendurí New York, þaðan bloggarValgerður Sverrisdóttir. „Það sem er svo skemmtilegt við New York er að þar fer maður nánast allt gangandi. Það er að vísu frekar kalt en það skiptir ekki máli fyrir íslenskar öflug- ar konur, “ segir Val- gerður og telur upp nokkrar. „Álfheið- ur, Ásta, Björk, Herdís og Ingibjörg Sólrún er mætt með fylgdarlið. Ráðuneyt- isstjóri félagsmála, Ragnhildur Arnljótsdóttir er hér og Kristín Ástgeirsdóttir, forstöðukona Jafn- réttisstofu, og fulltrúar fé- lagasamtaka.“ Þá vekur Valgerður athygli á því að einn karl er með og sá er Ingi Valur Jóhannsson deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu. Pappírstígrar og slúðurberar,heitir leiðari Deiglunnarsem telur að blogg Össurar Skarphéðinssonar um Gísla Mar- tein Baldursson sé ekki eins alvarlegt og það hve margir komast hjá ábyrgð á orðum og gjörðum. Það skipti meira máli en hvort einn kall fari offari í skrifum. Össur standi ábyrgur eigin skrifa og lendi í hópi stjórnmálamanna sem minnst trausts njóta. Guðmundur Gunnarsson slær á svipaða strengi. Við efnahagslífi Íslands blasi mestu erfiðleikar sem upp hafa komið upp lengi. Þá sé Kast- ljósinu beint að innihaldslausum umræðum tveggja stjórnmála- manna um blogg Össurar og ann- ars fjalli pressan um þingmann sem spilaði 21. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Í síðustu viku svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráð- herra fyrirspurn minni á Alþingi um stöðu vélhjóla sem notuð eru til ferðamennsku og útivistar. Svarið er lítilfjörlegt og sem köld vatnsgusa í andlit hjólafólks. Ráð- herrann er með vandamálagler- augun á nefinu og sér ekki ástæðu til að nálgast þennan útivistarhóp né tillögur hans með nokkrum hætti. Í fyrirspurninni er vísað í nýja skýrslu sem fulltrúar í Um- hverfisnefnd Mótorhjóla- og snjó- sleðasambands Íslands, þeir Jakob Þór Guðbjartsson, Ólafur Guð- geirsson, Einar Sverrisson, Leó- pold Sveinsson og Gunnar Bjarna- son unnu að ásamt Umhverfisstofnun, Landvernd, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Vegagerðinni og spurt hvernig ráðherra hyggist nýta hana. Í svarinu er ekki gerð hin minnsta tilraun til að kveða upp úr um hvort né hvernig ráðherra hyggst nýta skýrsluna. Miðað við svar ráðherra á ekkert að gera með þá vinnu. Þórunn ætti að endurskoða afstöðu sína og taka meira mark á óskum mótorhjólafólks um úr- bætur. Í svari ráðherra er einnig alvarleg rangfærsla sem hlýtur að vera mistök af hennar hálfu. Í svarinu segir: „Landmælingar Ís- lands hafa lokið kortlagningu vega og slóða miðhálendisins.“ Hið sanna er að Landmælingar Íslands hafa náð að kortleggja einungis hluta vega og slóða miðhálendisins í góðu samstarfi við Ferðaklúbb- inn 4x4 samkvæmt samstarfs- samningi. Miðað við bjartsýnustu spár mun ekki takast að klára það verkefni með takmörkuðum fjár- veitingum ráðuneytisins fyrr en í fyrsta lagi í árslok 2009 enda á enn eftir að mæla og kortleggja þús- undir kílómetra í óbyggðum. Mótorhjólin æ vinsælli Á síðustu árum hefur mótor- hjólafólki sem nýta vélhjól til ferðamennsku og útivistar fjölgað mjög mikið og eru þessi hjól nú um 7.000 talsins. Hjólum í land- inu hefur stórfjölgað á skömmum tíma án þess að stjórnvöld, hvorki ríki né sveitarfélög, hafi brugðist við á nægjanlega markvissan hátt með uppbyggingu aðstöðu og skýrum lagaramma um hvar megi nýta hjólin. Hjólin eru flest á höf- uðborgarsvæðinu og hefur aðstað- an þar þó batnað upp á síðkastið. Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) náði þeim árangri á sínum tíma í samstarfi við Reykjavíkurborg og fleiri að fá úthlutað svæði fyrir motocrossbraut í Álfsnesi. Í júlí 2005 var svo skrifað undir samn- ing VÍK, Landssambands Íslenskra Vélsleðamanna, Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Ölfus um nýtt svæði við Bolaöldu sem hentar vel motocross- og endurohjólahópn- um og vélsleðamönnum. Búið er að vinna mikla sjálfboðavinnu á svæðinu og er þar að verða til hin prýðilegasta aðstaða. Skipuleggja þarf aðgengi Í síðasta mánuði var haldinn af- ar fjölmennur stofnfundur Ferða- og útivistarfélagsins Slóðavina en í því félagi eru einstaklingar og fjöl- skyldur sem nýta sér mótorhjól til ferðamennsku og útivistar á veg- slóðum um hálendi og láglendi. Stofnfundurinn er enn ein birting- armynd þess að mótorhjólin njóta æ meiri hylli til útivistar hér á landi. Í dag er ekki nægjanlega skýrt hvar nýta megi hjólin s.s. á slóðum á hálendinu og hvar ekki. Hefur m.a. komið til dómsmála vegna þessa þar sem deilt hefur verið um hvað sé slóði og hvað ekki. Brýnt er að stjórnvöld vinni markvisst að því að greiða úr óvissunni því það er hagur allra aðila að reglur séu skýrar. Lang- flest mótorhjólafólk sýnir góða umgengni um landið og fordæmir utanvegaakstur. Forystumenn mótorhjólafólks eiga hrós skilið fyrir framlag sitt gegn utanvega- akstri en það hefur staðið fyrir markvissri uppfræðslu á því sviði. Margir hópar nýta hálendi Íslands í dag s.s. göngufólk, hestafólk, mótorhjólafólk, jeppafólk og aðrir almennir ferðamenn. Allir þessir hópar eiga rétt á sér. Stjórnvöld verða því að taka sér tak og skipu- leggja aðgengi þessara hópa að landinu í sátt við náttúruna svo allir geti vel við unað. Það er ár- íðandi út frá náttúruverndarsjón- armiðum að aðgengi mótorhjóla- fólks sé vel skipulagt. Höfundur er alþingismaður Mótorhjól og útivist VIÐHORF aSiv Friðleifsdóttir Stofnfund- urinn er enn ein birting- armynd þess að mót- orhjólin njóta æ meiri hylli til útivistar hér á landi. Jeppadekk ALORKA • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Heilsársdekk 31" kr. 13.900 (31x10.50R15) 33" kr. 15.900 (33x12.50R15) Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" og 17". Sendum frítt um land allt! Við mælum með míkróskurði P IPA R • S ÍA • 8 016 5 Nánar á jeppadekk.is Draupningsgata 7,m 603 Akureyri S: 462 - 6600 polyak@simnet.is Leður sófasett Hornsófasett Sófasett með skemli Tungusófar Tungu hornsófar Stakir sófar Borðstofuborð og stólar Skenkar Sófaborð Eldhúsborð Rúmgaflar Leðursófasett áður 239,000 Nú 119,900 Hornsófar tau áður 198,000 Nú 103,000 Hornsófar leður áður 249,000 Nú 149,000 Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 HÚ SG AG NA - L AG ER SA LA HÚSGAGNA LAGERSALA VERÐDÆMI Opnunartími mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00 ALLTAF FRÁBÆRT VERÐ!                                 ATVINNUBLAÐIÐ atvinna@24stundir.is alltaf á laugardö gum Pantið gott pláss t ímanlega

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.