24 stundir - 26.02.2008, Side 27

24 stundir - 26.02.2008, Side 27
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 27 Ég er alls ekki hrifin af við- bættum sykri í mjólkurvörum, ég er með þrjú börn á heimili og ég kaupi helst ekki bragðbættar mjólkurvörur fyrir þau. Vöruúr- valið er lélegt og það sem ég hef um að velja er aðallega hreint skyr, hrein súrmjólk, hrein jógúrt og mjólk. Ég skil ekki alveg af hverju það er ekki hægt að framleiða gott og hollt ávaxtaskyr með hreinum ávöxtum. Teljum okkur borða hollt Það er verið að ala börn upp á sætum matvörum og þau hætta að geta borðað mat nema hann sé verulega bragðbættur með sykri. Þessar vörur seljast hjá fram- leiðendum en ég tel það vera vegna þess að fólk telur sig vera að borða hollari mat en það er í raun að gera. Erfitt að lesa úr merkingum Sykraðar mjólkurvörur eru aug- lýstar sem hollustuvara. Mér finnst ekki augljóst hversu mikill sykur er í vörunum sem um er að ræða. Ég átta mig ekki á því frekar en hver annar hvað eru viðbætt kol- vetni og hvað eru eðlileg kolvetni. Mér finnst að það þurfi að herða reglur mjög um merkingar á mat- vöru þannig að það sé alveg ljóst hvert sykurinnihaldið er. Sér- staklega er það mikilvægt þegar um er að ræða vörur fyrir börn. Ég held að um leið og merkingar eru ljósar og gagnsæjar hafni fólk þess- um vörum og þá þurfa framleið- endur að bjóða eitthvað betra til sölu fyrir börnin okkar. dista@24stundir.is Védís Guðjónsdóttir, þriggja barna móðir í Reykjavík Vöruúrvalið er lélegt Sykraðar mjólkurvörur Þær eru auglýstar sem hollustuvara. „Mér finnst ekki augljóst hversu mikill syk- ur er í vörunum sem um er að ræða.“ „Út af fyrir sig er ég ekki á móti sykruðum mjólkurvörum. Aftur á móti þykir mér ótækt að bróð- urpartur vöruúrvals stærsta mjólk- urvöruframleiðandans sé fullur af viðbættum sykri á meðan mjólk er markaðssett á Íslandi sem holl- ustuvara,“ segir Snorri Stefánsson. „Sér í lagi þegar slíkri markaðs- setningu er beint að börnum. Það er beinlínis óheiðarlegt að reyna að útbúa ímynd um hollustu um vöru sem svipar um margt til sælgætis,“ segir Snorri ennfremur. Lítill metnaður Þá væri ánægjulegt ef framleið- endur mjólkurvara legðu meira upp úr því að framleiða ósykraðar vörur en mér hefur fundist sem ónógur metnaður sé í þá átt.“ dista@24stundir.is Sykraðar mjólkurvörur markaðssettar sem hollustuvara Snorri Stefánsson, stjúpfaðir í Reykjavík Óheiðarlegt Útbún- ar eru hollustuvörur sem svipar um margt til sælgætis. FÓRNAÐU FITUNNI - VIRKJAÐU VÖÐVANA SÖLUSTAÐIR: Nóatún, Hagkaup, Krónan Hress heilsurækt, Hafnarf. Nordicaspa, Nordica hótel. Sporthúsið, Kópavogi. Töff heilsurækt, Húsavík. Útilíf og Intersport. Grand spa, Grand hótel.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.