24 stundir


24 stundir - 26.02.2008, Qupperneq 29

24 stundir - 26.02.2008, Qupperneq 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 29 Eitt bros getur gert gæfumuninn og þó fæstir átti sig á því, þá getur brosið breytt deginum. Brosið hef- ur jákvæð áhrif á bæði þann sem brosir og sá sem sér brosið fallega. Þetta litla viðbragð lætur ein- staklinginn líta út fyrir að vera hlýjan og aðlaðandi auk þess að dreifa hamingju. Næst þegar dag- urinn er erfiður mætti kannski prófa að brosa aðeins og kanna hvort það bætir ekki daginn. Bros gerir gæfumuninn Sjónrænar ímyndir geta verið gagnlegt verkfæri til að stuðla að heilbrigðara líferni og aðstoða ein- staklinga við að ná markmiðum sínum, sama hver þau eru. Það eru ýmsar leiðir til að nota slíkar ímyndir og til að mynda má hengja upp mynd af markmiðinu á áber- andi stað á heimilinu, búa til úr- klippubók með myndum sem hvetur viðkomandi áfram og fleira í þeim dúr. Sjónræn markmið Niðurstöður 10 ára rann- sóknar sem gerð var á 4.300 Bandaríkjamönnum leiddi í ljós að heimiliskettir hafa jákvæð áhrif á heilbrigði hjartans og draga úr líkum á hjartaáfalli. Ástæðan er sú að kettir hafa streitulosandi áhrif á eigendur sína. Líkur minnka um þriðjung „Við höfum lengi haft vitn- eskju um neikvæð áhrif kvíða og streitu á hjarta og æðakerfi en langvarandi streituástand eykur líkur á hjartasjúkdómum og þá sérstaklega hjartaáföllum,“ segir dr. Adnan Qureshi, einn rann- sakenda við Háskólann í Minne- sota, í viðtali við dagblaðið U.S. News. Amerísku hjartasamtökin birtu niðurstöður rannsóknar árið 2005 sem sýndi fram á að aðeins 12 mínútur á dag í návist heim- ilishunda eða katta hefði jákvæð áhrif á hjarta- og lungnastarfsemi einstaklinga með hjartabilun. „Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á tengsl streitu og hjarta- sjúkdóma og hefur lengi verið talið að sú hlýja og ánægja sem gæludýr veita eigendum sínum hafi fyrirbyggjandi áhrif.“ Rannsókn Qureshis náði til 4.435 Bandaríkjamanna á aldr- inum 30 til 75 ára en 2.435 þeirra áttu kött eða höfðu átt kött en hinir 2000 höfðu aldrei átt kött. Qureshi og félagar báru saman orsakir dauðsfalla milli hópanna og kom í ljós að katta- eigendur voru síður líklegir til þess að látast af völdum hjarta- áfalls en þeir sem ekki áttu kött. Að sögn Qureshi áttu rannsak- endur ekki von á því að mun- urinn væri svo mikill á milli hópa en dauði af völdum hjarta- áfalls var 30% minni hjá katta- eigendum en hinum. „Við bjugg- umst við einhverjum mun en alls ekki svona miklum,“ segir Qu- reshi. Gæludýrin hafa jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi Kettir draga úr líkum á hjartaáfalli Árvakur/Eyþór Árnason Heimilisköttur Gæludýrin hafa jákvæð áhrif á heilsu eig- enda sinna en heimiliskött- urinn dregur úr líkum á hjarta- áfalli um þriðjung. Öll verðum við að taka ábyrgð á lífi okkar og þeim ákvörðunum sem við tökum. Sama hve neikvæðir at- burðir gerast þá er það undir okk- ur sjálfum komið hvernig við bregðumst við þeim. Oft kennum við heiminum um depurð okkar og vonleysi í stað þess að átta okk- ur á að gjörðir okkar eru val. Það eitt að hvetja okkur sjálf áfram á morgnana með jákvæðu tali getur breytt nútíð og framtíð. Að taka ábyrgð á lífi sínu Áhugamál eru ekki aðeins andlega gefandi heldur einnig líkamlega. Að eiga sér áhugamál og gefa sér tíma til þess að sinna þeim hefur jákvæð áhrif á líkamann, dregur úr streitu og hvílir hugann. Rannsókn sem gerð var á sjúklingum sem voru að jafna sig eftir uppskurð leiddi í ljós að þeir sem áttu sér uppbyggjandi áhugamál voru fljót- ari að jafna sig en hinir sem áttu sér engin. Áhugamál hafa góð áhrif Sækjum styrk í íslenskt náttúruafl! www.sagamedica.is Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum Vaknar flú oft á nóttunni? SagaPro er náttúruvara úr íslenskri ætihvönn ætlu› fleim sem flurfa oft á salerni› á nóttunni. Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 ÐI Ð ALB U N NIVTA atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.