24 stundir - 26.02.2008, Page 34

24 stundir - 26.02.2008, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir LÍFSSTÍLLFERÐIR ferdir@24stundir.is Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Einhverra hluta vegna virðast Ís- lendingar ekki gera sér fulla grein fyrir möguleikunum. Þess í stað kjósum við að fara í ævintýraferðir út í heim og láta öðrum eftir að uppgötva leyndardóma Íslands. Ferðir síðan árið 1991 Einar Rúnar Sigurðsson rekur ferðaþjónustufyrirtækið Öræfa- ferðir ásamt eiginkonu sinni, Matt- hildi Unni Þosteinsdóttur, og föð- ur sínum, Sigurði Bjarnasyni. „Faðir minn hóf sínar ferðir árið 1991 og ég fylgdi honum eftir þremur árum síðar,“ segir Einar. Öræfaferðir bjóða upp á spenn- andi skíðaferðir þar sem gengið er upp á Hvannadalshnjúk og aðra tinda og skíðað niður. „Jöklaferðir á skíðum eru að aukast en við tök- um þó aðallega á móti ferðamönn- um enn sem komið er. Ég hef samt orðið var við að Íslendingar eru að átta sig á þessum valmöguleika og því má búast við því að ferðirnar verði vinsælar.“ Gera má ráð fyrir því að þeir sem einu sinni reyna ferð á borð við þessar fari aftur. Kjörið fyrir vinahópa Skíðaferðirnar eru misjafnlega erfiðar eftir því hvað tindur er val- inn en þeir sem ekki hafa reynslu geta til dæmis farið í gönguskíða- ferð á Vatnajökli. Þetta er kjörin ferð fyrir saumaklúbba og aðra hópa enda er hægt að fá skíði, skó og skíðastafi hjá fyrirtækinu og verð á einstakling lækkar eftir því sem fleiri skrá sig í ferðina. „Hvannadalshnjúksferðin er erf- ið og ég mæli ekki með henni fyrir þá sem hafa litla reynslu af göngu og skíðamennsku. Verðlaunin fyrir það að ná á toppinn eru auðvitað óviðjafnanleg en þau eru stórkost- legt útsýni og meiriháttar skíðaferð niður í bíl.“ Ferðin tekur um 10 tíma og allt að 7 manns geta farið í einu. Jafnvel fleiri ef um vana menn er að ræða sem eiga eigin búnað. Búnaðurinn er lykilatriði „Fjallaferðir krefjast þess að viss búnaður sé notaður enda skiptir öryggið öllu máli. Við leigjum flest það sem á þarf að halda en fólk þarf að huga sérstaklega að fatnaði enda getur verið vetur á toppnum þó að fínasta vorveður sé í byggðinni. Einnig skiptir máli að vera með góðan bakpoka með öllu því sem á þarf að halda.“ Hraustur Einar á Hvanna- dalshnjúk í 222 skipti. Öræfaferðir bjóða upp á spennandi fjallaskíðaferðir Skíðað niður af Hvannadalshnjúk Á meðan Íslendingar láta sig dreyma um ferðalög til sólarstranda og fram- andi borga þjóna íslensk- ir ferðafrömuðir sívax- andi hópi erlendra ferðalanga. Ísland býður upp á marga kosti fyrir ævintýramanninn ➤ Halda úti vefsíðunni hofs-nes.com þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar um ferðirnar. ➤ Bjóða auk skíðaferðanna uppá göngu-, fuglaskoðunar-, sögu- og kajakferðir. ÖRÆFAFERÐIR Hraustleg Matthildur á göngu Á toppnum Hjónin slaka á eftir göngunaHnappur Einar á toppnum eftir gönguna Vefsíðan www.icetourist.is er sérstaklega góð fyrir þá sem vilja ferðast innanlands. Vefsíðunni er haldið úti af Ferðamálastofu og er henni ætlað að vera nokkurs konar upplýsingabrunnur um ferðalög á Íslandi. Viðamikill gagnagrunnur Vefurinn er sérstaklega ætlaður Íslendingum sem vilja njóta þess að ferðast um landið sitt. Á vefnum er að finna alls kyns upplýsingar um landið bæði hvað varðar náttúru, veðurfar og staðhætti. Stærsti hluti vefsins er þó gagnagrunnur sem hefur verið í vinnslu í mörg ár og geymir nú upplýsingar um tæplega tvö þúsund ferðaþjónustuaðila auk alls kyns upplýsinga sem geta reynst ferðalöngum ómetanlegar, sérstaklega ef um óvana ferðamenn er að ræða. Gagnagrunnurinn er bæði á ensku og íslensku og því hentar hann jafnvel fyrir erlenda ferða- menn og áhugasama Íslendinga. Auk þess að bjóða upp á upplýs- ingar um allt frá strætóferðum að skipulögðum ferðum er síðan með leitarvél sem gagnast sérstaklega þeim sem vilja skipuleggja ferð á eigin spýtur. Öflugur gagnagrunnur fyrir ferðalanga Allar upplýsingar um Ísland Göngugarpar Ísland er ferðaparadís. Með „bonjour“ heilsuðu ungu fjórmenningarnir kurteislega sem koma vikulega saman til að læra frönsku.  Að venju var mikið um dýrðir þegar Ósk- arsverðlaunin voru afhent í 80. skipti í Kodak leikhúsinu í Hollywood. »Meira í Morgunblaðinu Daglegt líf Þriðjudagur 26. febrúar 2008 Það er meira í Mogganum í dag  Guðmundur tekur við landsliðinu.  Spánverjar bjóða tvo æfingaleiki.  Meiðsli Ragnars minni en talið var.  Taylore fór til Eduardo á sjúkrahúsið. »Meira í Morgunblaðinu Íþróttir Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.