24 stundir - 26.02.2008, Side 40

24 stundir - 26.02.2008, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a [...] Hún [Diablo Cody] hefði einnig mátt fá einhvers konar verðlaun fyrir að mæta í ein- hverjum ljótasta kjól sem sést hefur á Óskarshátíð- inni í lengri tíma. Skandall kvöldsins: „Ljúkum þessu af“ Ekki það að margir hafi gaman af löngum þakkarræðum, en í ár var óþarflega mikið um að verðlaunahöfum væri bolað út af sviðinu með tónum hljómsveitarinnar í hálfkláruðum ræðum. Þegar Marketa Irglova og Glen Hansard hlutu verðlaun fyrir besta lagið var gengið svo langt að slökkva á hljóðnemanum þegar Irglova ætlaði að taka til máls á eftir Hansard. Kynnirinn Jon Stewart neyddist til að fá Irglovu aftur á sviðið eftir auglýsingahlé og leyfa henni að þakka fyrir sig. Óskarsverðlaunin fóru fram í 80. sinn á sunnudagskvöld. Eins og margir höfðu búist við stóð No Country for Old Men uppi sem sigurvegari hátíðarinnar og hlaut fern verðlaun, en þar af fóru þrenn þeirra í hendur leikstjórabræðranna Joel og Ethan Coen. Það var flest eftir bókinni í ár, en óvæntustu tíðindin voru í leikkvennaflokki þar sem Marion Cotillard og Tilda Swinton fóru með sigur af hólmi, en ekki Julie Christie og Cate Blanchett eins og margir höfðu búist við. Daniel Day- Lewis og Javier Bardem tóku hins vegar stytturnar í karlaflokki eins og veðbankar höfðu verið tilbúnir að hengja sig upp á. Hátíðin í ár þykir af flestum hafa heppnast einkar vel. Jon Stewart stóð sig með glæsibrag í hlutverki kynnisins og verðlaunadreifingin var góð. Engin hneyksli, besta myndin vann og þær sem hlutu flestar tilnefningar fengu allar eitthvað fyrir sinn snúð. Kvikmyndasérfræðingar 24 stunda fylgdust að sjálfsögðu með og áttu ekki í vandræðum með að útlista það besta og versta við Óskarinn 2008. Sérfræðingar 24 stunda fylgdust með Óskarnum og útlistuðu það besta og versta Stórgóð Óskarsverðlaunahátíð Litur kvöldsins: Rauður Rauðir kjólar voru áberandi á rauða dreglinum í ár og margar leikkvennanna sem skörtuðu rauðu voru með eindæmum glæsilegar. Erfitt er að velja þá flottustu, en á meðal þeirra sem klæddust rauðum kjól voru Helen Mirren, Heidi Klum, Katherine Heigl, Anne Hathaway, Miley Cyrus og Julie Christie. Besta kvikmynd No Country for Old Men Bestu leikstjórar Joel og Ethan Coen, No Country for Old Men Besti leikari Daniel Day-Lewis, There Will Be Blood Besta leikkona Marion Cotillard, La Vie En Rose Besti aukaleikari Javier Bardem, No Country for Old Men Besta aukaleikkona Tilda Swinton, Michael Clayton Besta frumsamda handrit Diablo Cody, Juno Besta erlenda kvikmynd Die Fälscher frá Austurríki Besta handrit byggt á áður útgefnu efni Joel og Ethan Coen, No Country for Old Men Besta heimildarmynd Taxi to the Dark Side Besta teiknimynd Ratatouille Heiðursverðlaun Robert F. Boyle Helstu verðlaun Ljótasti kjóll kvöldsins: Diablo Cody Fyrrum nektardansmærin Diablo Cody hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda handrit fyrir kvikmyndina Juno. Hún hefði einnig mátt fá einhvers konar verðlaun fyrir að mæta í einhverjum ljótasta kjól sem sést hefur á Óskarshátíðinni í lengri tíma. Hlébarðamussan sem Cody klæddist minnti miklu heldur á rúmföt gleðikonu en hátíðarkjól. Kona kvöldsins Marion Cotillard Óvæntasti sigurvegari hátíðarinnar, en afar vel að því komin að vera valin besta leikkona í aðalhlutverki. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem leikari hlýtur Óskar fyrir hlutverk á öðru tungumáli en ensku. Cotillard var gullfalleg, í glæsilegum kjól og heillaði alla upp úr skónum þegar hún tók við verðlaununum og þakkaði fyrir sig af mikilli einlægni. Sigurvegari kvöldsins: Evrópa Allir leikararnir sem hlutu Óskar eru evrópskir. Daniel Day-Lewis (aðalleikari) og Tilda Swinton (aukaleikkona) eru ensk, Marion Cotillard (aðalleikkona) er frönsk og Javier Bardem (aukaleikari) er spænskur. Þar að auki hlutu Evrópubúar Óskar í nokkrum öðrum flokkum. Líklega hefur þáttur Evrópubúa á Óskarnum aldrei verið eins stór. Maður kvöldsins: Jon Stewart Jon Stewart var í einu orði sagt frábær sem kynnir hátíðarinnar og sá til þess að fólki leiddist aldrei yfir þessari óralöngu athöfn. Stewart átti fjölmarga brandara sem slógu í gegn og var beittur, án þess þó að fara yfir línuna. Óskarinn hefur sjaldan verið eins fyndinn og í ár. Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Hlíðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Auglýsingasíminn er 510 3744 Bizzaró Aðþrengdur Afsakið að ég er til! GERVIFELDUR? ÞETTA ER LÍKA BARA GERVIBLÓÐ! Mér finnst alveg sama lyktin af nýja árinu og því gamla... Já, ég veit! Það er ekki ennþá búið að skipta um bleyju á því ELSKAN, ERTU VISS UM AÐ ÞÚ SÉRT T ILBÚIN Í ÚTSÖLURNAR? RÓMVERSKUR RIDDARI RÉÐST INN Í RÓMARBORG, RÆNDI OG RUPLAÐI, RÓFUM OG RÚSÍNUM! HVAÐ ERU MÖRG „R“ Í ÞVÍ? JÓN GAMLI ÁKVAÐ AÐ GANGAST UNDIR LYGA- MÆLINGU GEGN RÁÐI LÖGFRÆÐINGS MYNDASÖGUR

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.