24 stundir


24 stundir - 08.03.2008, Qupperneq 4

24 stundir - 08.03.2008, Qupperneq 4
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir óvíst hvort frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um eftirlaun þing- manna verði tekið fyrir í nefnd- inni á þessu þingi eða yfirleitt. Óski nefndarmenn ekki sérstak- lega eftir því að frumvarpið verði tekið fyrir, fer það ekki fyrir þing „eins og eru örlög fjölmargra þingmannafrumvarpa á Alþingi“ að sögn Birgis. Stjórnarfrumvörp í forgangi „Við höfum haft í nógu að snú- ast við að afgreiða stjórnarfrum- vörp og mál frá forsætisnefnd þingsins út af breytingum á þing- sköpum og þess háttar þannig að við höfum ekki haft tækifæri til að taka þingmannamál fyrir,“ segir Birgir. Hann segir að til nefnd- arinnar hafi hátt í 20 þingmanna- frumvörp borist sem ekki hafa verið tekin á dagskrá og meðferð þessa máls því eins og annarra þingmannamála. Spurning um útfærslu „Eftirlaunakjör alþingismanna og ráðherra verði endurskoðuð og meira samræmi komið á í lífeyr- ismálum ráðamanna og almenn- ings,“ segir í sáttmála ríkisstjórn- arinnar og því mætti álykta að frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur væri í takt við stefnu ríkisstjórn- arinnar. „Nú hefur ríkisstjórnin auðvit- að stigið ákveðið skref með því að setja endurskoðun inn í ríkis- stjórnarsáttmálann. En ég held að það sé skoðun núverandi ríkis- stjórnar og þeirrar fyrrverandi að það væri eðlilegast að samstaða næðist milli flokkanna um breyt- ingarnar. Maður getur verið sam- mála um að breyta en áður en breytt er þurfa menn að koma sér saman um niðurstöðuna. Það á einfaldlega eftir að reyna á það hvort menn gera það,“ segir Birgir. „Fyrst þegar maður er að ýta málum áfram má maður ekki týna sér í tækniatriðum þó að auðvitað þurfi að vinna þau þegar endan- lega er gengið frá málinu,“ segir Valgerður Bjarnadóttir. Óvíst að þingið ræði eftirlaun  Óvíst hvort frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur verður rætt  Fjöldi þingmannamála dagar uppi í allsherjarnefnd ➤ Frumvarp Valgerðar kveður áum afnám sérréttinda ráð- herra, þingmanna og hæsta- réttardómara í lífeyrismálum sem fengust með lögum í desember 2003. ➤ Frumvarpið liggur nú hjá alls-herjarnefnd Alþingis. FRUMVARPIÐ 24stundir/Brynjar Gauti Alþingi hefur enn ekki rætt afnám sérlífeyrisréttinda þingmanna. NEYTENDAVAKTIN 25 manna marsípan-fermingarterta Bakarí Verð Munur Akstur Fjarðarbakarí 9.375 Innifalið Björnsbakarí 10.100 7,7 % Innifalið Mosfellsbakarí 11.150 18,9 % 2.800 Bakarameistarinn 11.440 22,0 % 1.500 Jói Fel 11.750 25,3 % 1.000/1.500 Sandholt 12.250 30,7 % Sendir ekki Bernhöftsbakarí 13.500 44,0 % 1.000 4 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir ... eru betri en aðrar Ráðstefnuhaldarar buðu Stíga- mótum háar fjárhæðir til styrktar starfseminni ef þau hættu að- gerðum sínum gegn fyrirhugaðri klámráðstefnu í Reykjavík fyrir réttu ári. Þá var þeim boðið að hafa kynningu á starfsemi sinni á kaupstefnunni „til að reyna að þagga niður í okkur“, að því er fram kemur í Ársskýrslu samtak- anna sem út kom í gær. Stígamót mótmæltu kaupstefnunni harð- lega enda telja þau tengsl milli kláms, vændis og annars ofbeldis. Neituðu klámfé Áhöfn Engeyjar RE-1 gaf rúm- lega hálfrar milljónar starfsmanna- sjóð sinn til Stígamóta þegar skipið var selt úr landi á síðasta ári. Í ársskýrslu samtakanna sem kynnt var í gær segir að stuðningur frá karlahópum sé merki þess að kynferðisofbeldi sé ekki eingöngu í höndum kvenna heldur taki allt samfélagið ábyrgð á því. Fleiri einstaklingar, félög og fyr- irtæki styrktu starfið en tekjur Stígamóta koma frá félagsmála- ráðuneytinu, Reykjavíkurborg og nokkrum bæjar- og sveitarfélög- um. Þá hafa Stígamót og Reykja- víkurborg gert með sér samstarfs- samning Heildartekjur Stígamóta námu tæplega 53,5 milljónum á síðasta ári en útgjöld námu tæpri 51 milljón. Tekjuafgangur á síðasta ári var því um 2,5 milljónir. Gáfu hálfa milljón þegar skipið var selt úr landi Starfsmannasjóðinn í Stígamót Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Að þessu sinni könnuðu Neytendasamtökin verð á 25 manna marsípan-fermingartertu þar sem ferming- arnar eru á næsta leiti. Athugið að hvorki er tekið tillit til gæða né útlits. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 44% munur á tertunni Kristín Einarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.