24 stundir - 08.03.2008, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir
Mikki Mús
Dýragarðurinn
HVERNIG GANGA GALDRARNIR?
ÉG KEMST
ÖRUGGLEGA BRÁÐUM
Í SJÓNVARPIÐ!
SJÁÐU HVERNIG KANÍNAN HVERFUR
ÉG ER
TILBÚINN
MIG LANGAR AÐ SKILA BÓK SEM ÉG KEYPTI!
Ákveðnar reglur eru um mann-
ganginn. Taflmennirnir hafa sína
hæfileika varðandi hvert þeir geta
farið og hve langt.
Manngangurinn
Hvor spilari fær einn kóng og
kóngurinn getur eingöngu hreyft
sig um einn reit í einu en getur þó
farið í allar áttir.
Drottningin er verðmætur tafl-
maður því hún getur hreyft sig í
allar áttir og má fara eins langt og
hún kemst.
Hrókurinn hreyfir sig í beina
línu í allar áttir eins langt og hann
kemst.
Biskupinn getur bara hreyft sig á
ská eins langt og hann kemst.
Hreyfingar riddarans eru L-laga
og byggjast á því að riddarinn getur
hreyft sig um einn reit upp eða
niður og síðan 2 reiti annaðhvort
til hægri eða vinstri … eða öfugt.
Það skiptir engu máli þó að aðrir
skákmenn séu á þessum reitum þar
sem riddarinn hefur þann eigin-
leika að hoppa á reitinn sem hann
lendir á.
Peð geta eingöngu hreyft sig upp
skákborðið í beina línu (nema þeg-
ar þau drepa) og aðeins um einn
reit í einu, nema í fyrsta leik þeirra,
þá getur spilari valið um hvort þau
fara áfram um einn reit eða tvo
reiti. Reglurnar um hvernig peð
drepa eru hins vegar öðruvísi en
gengur og gerist hjá öðrum skák-
mönnum, þau geta eingöngu drep-
ið á ská upp. Peð hafa líka þann
eiginleika að ef þau komast alla leið
á efstu línu skákborðsins, þá má
breyta þeim í drottningu, hrók,
riddara eða biskup.
Peðin eru hermenn og skjöldur
Lærið mannganginn
Undrabörnin Ray Robson frá
Bandaríkjunum og Illya Nyzhnyk
frá Úkraínu komu og kepptu á
Reykjavíkurskákmótinu.
FURÐUFRÉTT
KRAKKAKROSSGÁTA
Ef fuglar gætu svitnað gætu þeir
ekki flogið.
Letidýr hnerra og gera það afar
hægt!
Leðurblaka getur étið allt að 1000
skordýr á klukkustund.
Úlfar geta gelt eins og hundar,
þeir gera það samt sjaldan.
Humrar éta humra.
Fullorðinn krókódíll getur sleppt
því að borða í heil tvö ár.
Gullfiskar muna ekkert lengur en
í 3 sekúndur.
Furðulegar staðreyndir
Humrar éta
humra!
Geitin Lily var yfirgefin af móð-
ur sinni sem eignaðist 2 aðra kið-
linga til viðbótar og gat ekki annast
alla þrjá. Á vefsíðunni ananova-
.com kemur fram að boxerhund-
urinn Billy hafi fljótt gengið geit-
inni í föðurstað, sé alúðlegur við
hana og gæti hennar vel.
Hundurinn Billy gengur lítilli geit í föðurstað
Lily og Billy
1
2
3
4 5
KRAKKAGAMAN
lifsstill@24stundir.is a
Hvernig er hægt að láta heilan arin
hverfa? Þú bætir f framan við orðið!
Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
Hjá okkur fáið þið mikið úrval af
kerrum og vögnum fyrir börnin