24 stundir - 08.03.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 08.03.2008, Blaðsíða 10
borgarinnar til að komast hjá því greiða skattfé almennings til að mæta þessari framúrkeyrslu er afar veik. En hvað fór úrskeiðis í þessu ferli? Hver, ef einhver, ber ábyrgð á því og af hverju kosta tvö vara- mannaskýli tólf milljónir króna? Allir neita ábyrgð Samningur um verkið var und- irritaður þann 15. september 2005. Samkvæmt honum átti framkvæmdin að kosta 1.068 milljónir og hlutur borgarinnar að vera 428 milljónir króna. KSÍ fékk að vera framkvæmdaraðili verks- ins sem þýðir að sambandið stjórnaði framkvæmdinni, réð byggingarstjóra og allir reikningar fóru í gegnum bókhald KSÍ. Sér- stök byggingarnefnd með fulltrú- um KSÍ og borgarinnar átti síðan að sinna eftirliti með framkvæmd- Framkvæmdir vegna byggingar nýrrar stúku við Laugardalsvöll munu kosta Reykjavíkurborg mörg hundruð milljónum króna meira en upphaflega var gert ráð fyrir. Í liðinni viku hafa kjörnir fulltrúar, embættismenn og forsvarsmenn KSÍ kastað á milli sín ábyrgðinni á því að svona fór. Komið hefur í ljós að byggingarnefnd sem átti að sinna eftirliti með verkinu gerði það ekki, aukaverk voru fram- kvæmd og samþykkt án aðkomu borgarinnar og að lagaleg staða inni og láta hana standast áætlun. Eggert Magnússon, þáverandi formaður KSÍ, var formaður nefndarinnar og átti að sjá um fundarboð. Auk hans sátu þar Geir Þorsteinsson, núverandi formaður KSÍ, embættismaður frá borginni og Dagur B. Eggertsson, sem var fulltrúi borgarstjóra. Byggingar- nefndin fundaði alls tvisvar á öll- um framkvæmdartímanum, í nóv- ember 2005 og þann 3. apríl 2006. KSÍ sá um að ráða byggingarstjóra til að stýra framkvæmdinni og var Magnús Bjarnason fenginn til þess. Samkvæmt samningi átti Magnús að tryggja sér umboð verkkaupa í þeim tilvikum þegar kaupa þurfti aukaverk fyrir umtalsverða fjár- muni. Verkkaupinn í þessu tilfelli var KSÍ. Magnús fór því með öll sín mál þangað. Ef eðlilega hefði verið staðið að verkum hefði KSÍ átt að boða til fundar í byggingarnefnd- inni til að fara yfir alla slíka kostn- aðarauka. Það gerði KSÍ ekki. Kannast ekki við samráð Eggert sagði í Morgunblaðinu í gær að aukaverk sem leiddu af sér aukakostnað hefðu aldrei verið framkvæmd án þess að borgin vissi um þau á hverjum tíma. Þeir sem sátu í byggingarnefndinni hafa þó sagt að þeir hafi ekki verið látnir vita af slíku. Ætlað samráð hlýtur því að hafa átt að vera við fram- kvæmdasvið borgarinnar. En sviðið kannast alls ekki við slíkt. Í minnisblaði sem það sendi innri endurskoðun við rannsókn málsins, og 24 stundir hafa undir höndum, segir orðrétt að „ákvarð- Helgar tilgangur meðal?  Hver ber ábyrgð á mörg hundruð milljóna króna framúrkeyrslu vegna stúkubyggingar í Laugardal? Varamannaskýli Auka- vinna við þau er sögð hafa kostað 12 milljónir. Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is FRÉTTASKÝRING 10 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir REOG Þarf að leggja göngustíg, hirða gróður, setja upp körfuboltahring eða framkvæma eitthvað annað? SAMRÁÐ UM BETRA BORGARUMHVERFI stjórnvöld hafa tekið treglega í slíkar hugmyndir. Furðuleg þögn Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir þetta mjög mikla hækkun á eldsneyti sem komi mjög illa við heimilin í Eldsneytisverð heldur áfram að hækka og hefur aldrei verið hærra. Íslensk olíufélög hafa nú hækkað lítraverð á bensíni um tvær krónur og lítraverð dísils um fimm krón- ur. Verð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú víða um 142 krónur, en verð á dísil um 150 krónur. Hækkunin er sögð skýrast af veikri stöðu Bandaríkjadals gagnvart öðrum myntum. Margir hafa kallað eftir að ríkið lækki op- inberar álögur á eldsneyti, en landinu. „Við höfum aldrei séð hærra verð. Heimsmarkaðsverð hefur verið að rjúka upp og á sama tíma hefur gengi íslensku krón- unnar verið að veikjast. Þessi þögn stjórnvalda um kröfu FÍB um lækkun skatta á eldsneyti er því svolítið furðuleg. Hækkanir skila ríkissjóði drjúgum viðbótar- tekjum í formi aukins virðisauka- skatts. Ég geri ráð fyrir að þetta muni koma inn á borð aðila vinnumarkaðarins, því rekstur bifreiða er með stærri útgjaldalið- um heimila í landinu.“ Fjórðungshækkun Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur bensínverð hækkað um tæp 24 prósent síðasta árið, en dísilverð um rúm 26 pró- sent. Aðspurður hvort hann telji frekari hækkanir framundan segir Runólfur útlitið ekki vera gott. Menn hafi frekar átt von á að þró- unin yrði á annan veg vegna sam- dráttar í Bandaríkjunum og Evr- ópu. „Efnahagssamdráttur hefur leitt af sér minni eftirspurn frá þessum markaðssvæðum, en svo virðist sem viðskipti spákaup- manna hafi áhrif á verðið. Eins og staðan er nú virðist sem eldsneyt- isverðið muni ekki lækka í bráð. Það gæti hins vegar rofað til ef þetta ástand í efnahagsmálum heimsins varir eitthvað áfram. Þá mun draga úr eftirspurn sem aftur gæti ýtt verðinu niður.“ Veikur Bandaríkjadalur Magnús Ásgeirsson, innkaupa- stjóri eldsneytis hjá N1, segir hækkunina sem komið hafi fram á alþjóðamarkaði mjög mikla. „Þessar fimm krónur á dísillítrann er náttúrlega há tala, en hún dugar í raun ekki alveg til að slaga upp í heimsmarkaðsverðið.“ Hann seg- ist þó ekki vilja segja neitt um hvort neytendur megi eiga von á Dísillítrinn yf- ir 150 krónur  FÍB kallar eftir að stjórnvöld dragi úr ofurskattheimtu sinni á eldsneyti  Hækkanir raktar til veikrar stöðu Bandaríkjadals gagn- vart evru  Olíufélög hækka lítraverð á dísilolíu um fimm krónur ➤ Bensínverð hefur hækkað umtæp 24 prósent undanfarið ár, en dísilverð um rúm 26 pró- sent. ➤ Veikur Bandaríkjadalur ogspákaupmenn orsaka hærra verði á heimsmarkaðsverði. ➤ Verð á olíu er nú nálægt 106dölum á hverja tunnu. ELDSNEYTISHÆKKANIR Atli Ísleifsson atlii@24stundir.is FRÉTTASKÝRING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.