24 stundir - 08.03.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 08.03.2008, Blaðsíða 25
24stundir LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 25 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti á sér langa sögu. Hér á landi er hefð fyr- ir því að menningar- og friðar- samtökin MFÍK hafi frumkvæði að því að minnast dagsins, á síð- ustu árum í samvinnu við fjöl- mörg önnur samtök kvenna og stéttarfélög. 8. marsfundir eru þekktir fyrir að vera kraftmiklir, vekja fólk til umhugsunar og senda skilaboð út í samfélagið. Í ár standa 16 samtök og stéttarfélög að sameiginlegri dagskrá undir yf- irskriftinni Friður og menning í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 8. mars og hefst dag- skráin kl. 14. Minni samstaða Sameiginlegur 8. marsfundur er afrakstur samvinnu kvenna úr ýmsum stéttum, með ólíkan bak- grunn og fjölbreyttar skoðanir. Við sameinum krafta okkar, tökum stöðuna og þorum að horfast í augu við það sem betur mætti fara. Miklar breytingar hafa orðið á högum kvenna. Jafnvel svo mjög að sumir halda að misrétti gegn kon- um heyri nánast fortíðinni til, að minnsta kosti í þróuðum löndum. Þessar hugmyndir hafa því miður slævt nokkuð samstöðu og í ríkjandi peningahyggju eiga vel- ferðarmál undir högg að sækja. Nútíma stríðsrekstur gerir það að verkum að allt að níutíu prósent fórnarlamba eru óbreyttir borgar- ar, að stórum hluta konur og börn. Friðvæðing Um 80 prósent flóttamanna í heiminum eru konur, flestar með börn sín á vergangi. Þátttöku kvenna í friðarferli ber því að fagna. Konur á átakasvæðum þekkja afleiðingar stríðs og vita að stríð og ófriðarbrölt stuðla hvorki að jafnrétti né bættum kjörum kvenna. Best væri þó ef aðkoma kvenna yrði til þess að snúa mann- inum frá hervæðingu til friðvæð- ingar. Fyrir Alþingi liggur frum- varp ríkisstjórnar um varnarmál. Þess væri óskandi að þau sem fara með umboð þjóðarinnar á þeim vettvangi beri gæfu til að spila þannig úr málum að Ísland verði herlaust land og að hægt verði að kenna þjóðina við frið. Það er ekkert náttúrulögmál að konur séu betri menn en karlar og til að fleyta málstað jafnréttis fram á veg þurfa allir að leggja sitt af mörk- um. Sameinaðir kraftar jafnréttis- og friðarsinna auka líkurnar á því að allir dagar verði jafnréttisdagar. Allir friðar- og jafnréttissinnar eru hvattir til að sýna samstöðu og fjölmenna á fundinn. Höfundur er formaður MFÍK Friður og menning UMRÆÐAN aMaría S. Gunnarsdóttir Miklar breyt- ingar hafa orðið á hög- um kvenna. Jafnvel svo mjög að sum- ir halda að misrétti gegn konum heyri nánast fortíðinni til, að minnsta kosti í þróuð- um löndum. Dagrún Sigurðardóttir skrifar: Hvar eru hjálparsveitir fyrir fíkl- ana? Það er dapurlegt að lesa í 24 stundum vikulega frásagnir foreldra sem í örvæntingu leita eftir aðstoð fyrir börn sín. Fólk sem leitar aðstoðar fyrir full- orðin börn sín fær vart annað en höfnun hjá kerfinu, sem ég kalla svo þegar leitað er aðstoðar fyrir sjúka einstaklinga og þá sér í lagi fíkla. Fyrsta hjálp við fíkilinn er nær alltaf skráning á biðlistann svo og svo langan. Jafnvel alveg á botninum margumtalaða og við dauðans dyr skal bíða svo og svo lengi eftir að komast að aðstoð- inni. Foreldrum fullorðinna er alls ekki tekið fagnandi af kerf- inu í leitinni eftir aðstoð fyrir fíkilinn. Þeim er hafnað á grund- velli sjálfræðis fíklanna þegar þeir eru orðnir 18 ára að aldri. Samvinna við foreldra Afskiptum af málefnum fár- sjúks fólks er hafnað þó að það sé á engan veg fært um að ann- ast sín mál sjálft svo vel sé. Við 18 ára aldur skal hver og einn ráða sínum málum sjálfur og án afskipta foreldra nema þeim sé veitt formlegt umboð af þeim sjúka. Fíkillinn þekkir ekki alltaf þann rétt sem hann hefur til að- stoðar og hefur ekki baráttuþrek til að koma sér áfram í leitinni eftir hjálp. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að hægt sé að hafa samvinnu við foreldra um þau úrræði sem þarf fyrir hvern og einn í stað þess að eyða orkunni í að halda aðstandendum sífellt frá málum. Skylda kerfisins Það er eins og það sé bannað að kalla út björgunarsveitirnar í málum fíkla en ef trampólín ná- grannanna fýkur í óveðri er hægt að koma til bjargar og án um- boðs kalla til björgunarsveitina sem veitir aðstoð sína fljótt og vel eftir því sem kostur er. Ég get ekki verið annað en þakklát fyrir þessar dapurlegu frásagnir þrátt fyrir allt því að þær hreyfa ef til vill við kerfinu sem ber skylda til að koma fíklunum til aðstoðar eins og öllum öðrum sem glíma við nær óyfirstíganlegan vanda. BRÉF TIL BLAÐSINS Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Kennsla í tækjasal 5 daga vikunnar E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Stundatafla fyrir Opna kerfið mán þri mið fim fös lau sun 06:30 1. 4. 6. 1. 8. 07:30 6. 9. 1. 4. 1. 08:30 5. 1. 1. 4. 1. 09:00 1. 10:00 7. 10:30 1. 11:30 12:15 4. 1. 2. 8. 1. 13:30 8. 1. 14:30 15:30 1. 1. 16:30 4. 1. 1. 8. 1. 17:30 1. 3. 1. 7. 10. 18:25 Ath. númerin útskýra tímana - sjá heimasíðu Opna kerfið Þinn tími er kominn! 1. Almenn þjálfun, þol, styrkur og liðleiki 2. Púltími, hressileg upphitun, ýmist á palli eða gólfi, styrktar- og liðleikaþjálfun 3. Pallatími, samsett spor, mikil brennsla 4. Lóðatími, upphitun ýmist á palli eða á gólfi, unnið með þyngd og mótstöðu, lóð, stangir, teygjur 5. Liðleikaþjálfun, upphitun, styrktar- og slökunarteygjur 6. Yoga 7. Bræðingur, líkamsrækt með dansívafi, salsa, mambo, samba, jazz, funk og stuð 8. MRL - Magi, rass og læri 9. Stöðvaþjálfun, fjölbreyttir vaxtamótunartímar 10.STOTT PILATES Nú geturðu gerst áskrifandi að líkamsrækt JSB Betra verð í áskrift, aðeins 4.400 kr. á mánuði Glæsilegur tækjasalur - Einkaþjálfun Opnir tímar frá morgni til kvölds NÝTT! Tækjatímar - Kíktu á heimasíðuna www.jsb.is Barnagæsla - Leikland JSB Vertu velkomin í okkar hóp! Spennandi páskatilboð! telpurS onuK rStaðurinn - Ræktin NÁMSMANNAKORT 9 mán. 20.000.- 4 mán. 12.000.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.