24 stundir - 08.03.2008, Blaðsíða 49

24 stundir - 08.03.2008, Blaðsíða 49
24stundir LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 49 Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 HÚ SG AG NA - L AG ER SA LA HÚSGAGNALAGERSALA Opnunartími mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00 ALLTAF FRÁBÆRT VERÐ! Sigurður Frosti Baldvinsson, mat- reiðslumaður á Humarhúsinu, deilir nokkrum vel völdum rétt- um með lesendum 24 stunda að þessu sinni. Megináherslan er lögð á humarrétti að hætti hússins en einnig fær girnileg andarupp- skrift að fylgja með. Nákvæmar innihaldslýsingar fylgja ekki með uppskriftunum og getur fólk því mælt og vegið að eigin smekk. „Sumir fara alltaf nákvæmlega eftir uppskriftum og mælieining- um. Aðrir gera þetta svolítið eftir hendinni,“ segir Sigurður Frosti. Humar hjúpaður hnetu og steiktur við mjög lágan hita í smjöri Humar steiktur á vel heitri pönnu í skamman tíma Humartartar (hráefni): Humarhalar Kóríander Hnetuolía Salt og pipar Brauðteningar Lime-börkur Aðferð: Humarinn er tekinn úr skelinni og smátt skorinn. Kóríander, hnetuolíunni, salti og pipar, brauðteningum og lime-berki blandað saman við. Humarkryddsoð (hráefni): Humarsoð Stjörnuanis Kanilstangir Hvítlaukur Timjan Smjör í lokin Humarsoð (aðferð): Humarskel er brúnuð í potti eða ofni við háan hita. Sett í pott með tómatpuré og hvítlauk. Vatni bætt í og látið sjóða í 40 mínútur. Sigt- ið. Sjóðið kryddið í humarsoðinu í smá stund eða þar til bragðið úr kryddinu er komið í soðið. Sigtið og þeytið svo smjöri út í sósuna í lokin. HUMARÞEMA Ólík tilbrigði við humar Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn mælir með Arnaldo Caprai Grecante 2005. Fíngerð blómaeinkenni í nefi með vott af peru- brjóstsykri. Þéttur ávöxtur í góðu jafnvægi við mjúka sýru í bragði með áberandi stein- efni og hvítur pipar í lokin. Þrúga: Grechetto. Land: Ítalía. Hérað: Umbria. Önd með sætu kartöflukremi, gul- rót, sultuðum perlulauk og grá- fíkju-soðsósu Hráefni: Andarbringa Gulrætur Perlulaukur Aðferð: Andarbringa er steikt á pönnu við lágan hita á fituhliðinni. Af og til er fitunni sem kemur af bringunni hellt af pönnunni og er notuð til að elda andalærin. Bringunni er svo snúið við og elduð í mjög skamm- an tíma á þeirri hlið. Öndin er svo fullelduð í ofni. Gulræturnar eru flysjaðar og steikt- ar upp úr smjöri. Salt og pipar í lokin. Perlulaukurinn er bakaður í hýðinu í ofni við 150°C, flysjaður og lagður í ediklög. Ediklögur (hráefni): Gott hvítvínsedik Sykur Rósmarín Einiber Aðferð: Ediki og sykri er blandað saman í potti í hlutföllunum 50/50 með rósmarín og einiberjum og soðið þar til allur sykurinn er leystur upp. Sætt kartöflukrem (hráefni): Sætar kartöflur Appelsínusafi og appels- ínubörkur Salt og pipar Aðferð: Kartöflurnar eru bakaðar í ofni í hýðinu. Skafið svo innan úr kart- öflunni og setjið í matvinnsluvél og maukið vel. Kryddið með appel- sínusafa, berki, salti og pipar. Gráfíkjusoðgljái (hráefni): Shallotlaukur Hvítlaukur Rósmarín Einiber Kardimommur Gráfíkjur Hrásykur Balsamik Rauðvín Nautasoð Aðferð: Laukurinn, hvítlaukurinn, rós- marín, einiber, kardimommur og gráfíkjur er svitað í potti. Hrásykri bætt út á og karamelliserað. Bal- samediki (balsamiki) er bætt á og soðið niður í karamellu. Rauðvíni er bætt út í og soðið niður. Nú er nautasoði bætt út í og sósan sigtuð og soðin niður í mátulega þykkt. Sósan er smökkuð til og krydduð með salti og pipar. AÐALRÉTTUR Önd að hætti hússins Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn mælir með Lamberti Valpolicella Clas- sico Santepietre. Þroskaður ilmur af kirsuberjum og möndlum með ljúf fjólu- og hindberjaeinkenni í munni. Þurrt, mjúkt vín með yfirveg- aða tannín og eftirbragð af rauðum skógarberjum. Þrúg- ur: Corvina / Rondinella / Molinara / Cabernet Sauvig- non. Land: Ítalía. Hérað: Ve- neto. Hráefni: Saltfiskur Humarhalar Aðferð: Saltfiskurinn er steiktur við lágan hita í smjöri í langan tíma á ann- arri hliðinni. Humarinn er steiktur á vel heitri pönnu í skamman tíma. Brandada, hráefni: Saltfiskur Rjómi Ólífuolía Kóríander Chili-pipar Pipar Aðferð: Olía og rjómi hitað upp að suðu og saltfiskurinn eldaður rólega í hon- um. Brjótið fiskinn niður og kryddið með kóriander, chili-pipar og pipar. Blómkálsfroða (hráefni): Blómkál G-mjólk Smá-rjómi Salt og pipar Aðferð: Skerið blómkálið niður í litla bita og sjóðið í mjólkinni. Maukið blómkálið vel í matvinnsluvél og kryddið með salti, pipar og kannski smá-truffluolíu. Blandan er sett á rjómasprautu. HUMARÞEMA Humar og saltfiskur 24Stundir/Kristinn Ingvarsson Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn mælir með Condesa Eylo Verdejo 2006. Fersk angan af greipaldin, gulum eplum, melónu og ný- slegnu grasi. Gljáður rabar- bari, ferskjur, ástaraldin og hunangsperur eru umvafin rjómakenndum þéttleika með brakandi sýru í lokin. Þrúga: Verdejo. Land: Spánn. Hérað: Rueda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.