24 stundir - 08.03.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 08.03.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Ég lít svolítið upp til vin- konu minnar Gabríelu Friðriksdóttur því að hún er svo mikill spútnik. Ég lít upp til Bjarkar Guðmundsdóttur því að hún er svo klár að halda jafnvægi á línunni sinni. Ég lít upp til hljómsveitarinnar Sigur Rósar því að þeir eru líka klárir að halda jafnvægi á lín- unni sinni. Ég lít upp til tónlistarmannsins og langtímavinar míns Gonzales því að hann er svo duglegur að halda jafnvægi á línunni sinni. Ég lít upp til Sykurmolanna í heild sinni því að þeir voru svo góðir í að halda jafnvægi á línunni sinni. Ég lít upp til mynd- listarmannsins og vinar míns Michaels Sails- dorfer því að hann er svo klár á línunni. Ég lít upp til kunningja míns Jordan Wolfsson myndlistarmanns því að hann er svo streit á línunni. Ég lít upp til fyrrverandi kærustu minnar og myndlistarkonu, Natalie Djur- berg, því að hún er svo helv. streit á línunni. Hver er þín fyrsta minning? Það er spurt um litina á barnaheimilinu og ég kunni þá alla. Ég blanda saman lit- uðum leir á stofugólfinu heima og skil að úr bláum og gulum kemur grænn og að úr gul- um og rauðum kemur appelsínugulur. Aftur á móti get ég engan veginn skilið hvers vegna það kemur út brúnn þegar ég blanda öllum leirkubbunum saman. Þetta var ráðgáta sem fylgdi mér lengi en hún mun hafa komið upp um tveggja og hálfs árs aldurinn. Þriðja minningin er frá sama tíma og þá er ég að drösla risastóru grjóti heim af leikskólanum. Hver eru helstu vonbrigðin hingað til? Það er svo margt sem ég hef orðið vonsvik- inn með en ég er satt best að segja búinn að fyrirgefa sjálfum mér og öðrum eftir bestu getu og því eru þau einhvern veginn horfin úr minningunni. Hvað í samfélaginu gerir þig dapran? Leikaraskapurinn sem við tökum öll þátt í. Hann er þó nauðsynlegur, hann er uppi- staðan og fyrirstaðan samtímis. Tungumálið er leikaraskapur í heild. Augnatillit eru leik- araskapur í heild. Hjartað er innan í vegg og því finnst manni maður vera ósannur. Ég sé að á 22. öldinni verðum við allt öðruvísi. Við verðum kannski meistarar í að skilja til- finningar okkar og verðum telephatic og annað í þeim dúr. Kannski samt einmitt ekki. Það gerir mig líka dapran að sjá fólk sem sér ekki von í lífinu. Þá verð ég dapur, get ekki að því gert. Leiðinlegasta vinnan? Þegar ég var 21 var ég nýbúinn með fornámið í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og vildi prófa að vinna ýmsar sumarvinnur. Mér fannst það hræði- legt og lofaði mér því að ég myndi gera allt til að stunda bara myndlist og ekkert annað! Ég komst að mörgu sem ég vildi ekki gera og það hjálpaði mér að skilja hvað ég vildi gera! Uppáhaldsbókin þín? Ég kláraði síðast No Way Home, sjálfsævisögu Bobs Dylans. Svo var ég að lesa Osho svolítið. Núna er ég að lesa Brazilíufarana eftir Jóhann M. Bjarnason og Heim Daníels eftir Leif Pand- uro. Ég á enga uppáhaldsbók. Hvað eldarðu hversdags, ertu góður kokkur? Ég drekk mikið af vítamínheilsu- drykkjum því að ég fjárfesti í góðum hrá- fæðismixara fyrir um ári. Annars fer ég yf- irleitt út að borða með kunningjum og vinum á kvöldin. Það er enn gerlegt í Berlín en í Reykjavík færi maður náttúrlega á haus- inn af því. Ef ég elda er ég góður kokkur. Ég er að æfa mig að elda eftir uppskriftum núna. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Ég held að það þyrfti að vera Matt Damon eða Brad Pitt eða eitt- hvert framtíðarstirni. Eða kannski margir leikarar eins og í nýjustu Bob Dylan- myndinni sem ég er ekki enn búinn að sjá. Kannski myndi Laddi leika þar eitt hlutverk og Davíð Oddsson hitt? Það væri fínt ef Mic- hel Gondry eða Ingibjörg Magnadóttir myndi velja aðalleikarann Að frátalinni húseign, hvað er það dýr- asta sem þú hefur fest kaup á? Ég hef aldrei átt bíl eða mótorhjól þannig að fartölvan er örugglega með því dýrasta. Svo keypti ég mjög dýr nærföt handa kærustunni minni um daginn. Mesta skammarstrikið? Þegar ég tók leigubíl frá Brussel til Lúxemborgar. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri langt og misreiknaði eitt núll af upphæðinni. Þetta var 1995 og kostaði 32.000 krónur. Þegar ég kom heim hringdi ég í Hreyfil og spurði hvað það kostaði að taka leigubíl frá Reykja- vík til Akureyrar sem er sama vegalengd. Þeir gáfu mér upp nákvæmlega sömu upp- hæð og þá fannst mér þetta svolítið kúl í staðinn. Var samt aðallega æfur út í sjálfan mig. Hvað er hamingja að þínu mati? Staður inni í manni þar sem maður er sáttur við allt af einhverjum ástæðum. Hvaða galla hefurðu? Kannski smá óþol- inmæði og öfundsýki, smá vanvirðingu óvart við aðra og sjálfan mig og annað í þeim dúr. Ég reyni að ráða bót á þessu reglu- lega með því að biðjast afsökunar og skoða minn gang. Vanalega tekst mér samt ekkert að ráða bót á þessu. Þetta eru ekki gallar heldur kunnum við í samfélaginu okkar ekki að umgangast tilfinningar og erum því alltaf að traðka á sjálfum okkur og öðrum. Kannski eru börn gallalaus því að þau eru hrein og bein. Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi- leikum, hverjir væru þeir? Framtíðarinn- sýn. Mér finnst ég stundum hafa séð fyrir hluti í samfélaginu sem svo urðu. Þetta er eitthvert leikrit sem ég er fastur í. Hver skrif- aði þetta leikrit? Lífið er bara eitt stórt leik- rit. Við skrifum okkur upp á nýtt og mað- urinn er á fullu að skrifa handritið. Næsti eppisódi kemur út 23. janúar 2017. Hvernig tilfinning er ástin? Að hugsa til hennar og sjá hana í sólarljósi, alltaf! Hvað grætir þig? Þegar ég finn innan í mér gamlar tilfinningar sem kristalíserast í sýn frammi fyrir hugsjónum mínum og verða raunverulegar í tárum. Svo grét ég í laumi þegar ég sá Rattatouille í bíó fyrir nokkrum mánuðum. Hefurðu einhvern tímann lent í lífs- hættu? Já, nokkrum sinnum. Vanalega er ég samt mjög varfærinn Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Ég á ekki mikið af hlutum. Ég þurfti að henda ágætum antíksófa út á götu því að hann var að hluta til úr ull held ég og íbúðin mín fylltist af mölflugum. Ég var í marga mánuði að vinna á þeim. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Ég kaupi mér hluti til að gleðja sjálfan mig eða ég kaupi eitthvað handa öðrum. Mér finnst gaman að elda eftir uppskrift. Ég tek vana- lega frí á sunnudögum og fer í hjólreiðatúr eða fer í 12 heimsóknir og drekk mikið af kaffi og borða mikið af kökum. Hverjir eru styrkleikar þínir? Ég er ágæt- ur í að búa til myndlist og ágætur í að búa til tónlist. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítill? Picasso. Er gott að búa á Íslandi? Ég hef verið bú- settur í Berlín í 9 ár en ég kann rosalega vel við Ísland. Ég held að hér sé hægt að eiga gott líf. Landið sjálft bíður upp á feikilega margt og maður verður að hafa sig allan við til að komast yfir þetta allt saman. Amma mín er alger krúttudúlla og ég heimsæki hana og ég á margar frænkur og frændur sem er gaman að hitta og ég hef kynnst dásamlegu fólki sem býður mér í mat og ég fór í mánuð í World Class í Laugardalnum síðasta sumar og það var mjög gaman og mér finnst ofsalega gaman að fara út á land og svo fór ég að synda í sjónum við Gróttu síðasta sumar tvisvar sinnum og fleira í þeim dúr. Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi einhvers? Já. Hvert er draumastarfið? Það sem ég er að gera núna. Hvað ertu að gera núna? Góð spurning. Ég var að opna sýningu í i8 galleríi að Klapparstíg. Svo er verið að gefa út bók með tónlist og textum eftir mig í Þýskalandi. Ég þarf að senda verk til New York til gallerista þar því Armory Show er að fara að byrja. Ég iða í skinninu að fara að gera næstu verk, þau eru óþolinmóð að komast í dagsljósið. Ég kemst varla yfir þetta allt saman, þetta er alger geðveiki. Best að fara að drífa sig. 24spurningar Egill Sæbjörnsson Egill Sæbjörnsson listamaður lærði í Listaháskóla Íslands og við Parísarháskóla 8.St.Denis á árunum 1993-1997. Síðan þá hefur hann látið verulega að sér kveða og verk hans hafa verið með afar fjölbreyttu sniði. Egill hefur einnig fengist við tónlist og má þá nefna fyrstu plötu hans Tonk of the Lawn. Nú stendur yfir sýning á verki eftir hann á safninu i8 til 29. mars. a Ég iða í skinninu að fara að gera næstu verk, þau eru óþol- inmóð að komast í dagsljósið. Ég kemst varla yfir þetta allt saman, þetta er alger geðveiki. Best að fara að drífa sig 24stundir/Valdís Thor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.