24 stundir - 08.03.2008, Side 49
24stundir LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 49
Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510
HÚ
SG
AG
NA
-
L
AG
ER
SA
LA HÚSGAGNALAGERSALA
Opnunartími
mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00
ALLTAF
FRÁBÆRT
VERÐ!
Sigurður Frosti Baldvinsson, mat-
reiðslumaður á Humarhúsinu,
deilir nokkrum vel völdum rétt-
um með lesendum 24 stunda að
þessu sinni. Megináherslan er
lögð á humarrétti að hætti hússins
en einnig fær girnileg andarupp-
skrift að fylgja með. Nákvæmar
innihaldslýsingar fylgja ekki með
uppskriftunum og getur fólk því
mælt og vegið að eigin smekk.
„Sumir fara alltaf nákvæmlega
eftir uppskriftum og mælieining-
um. Aðrir gera þetta svolítið eftir
hendinni,“ segir Sigurður Frosti.
Humar hjúpaður hnetu og
steiktur við mjög lágan hita í
smjöri
Humar steiktur á vel heitri
pönnu í skamman tíma
Humartartar (hráefni):
Humarhalar
Kóríander
Hnetuolía
Salt og pipar
Brauðteningar
Lime-börkur
Aðferð:
Humarinn er tekinn úr skelinni
og smátt skorinn. Kóríander,
hnetuolíunni, salti og pipar,
brauðteningum og lime-berki
blandað saman við.
Humarkryddsoð (hráefni):
Humarsoð
Stjörnuanis
Kanilstangir
Hvítlaukur
Timjan
Smjör í lokin
Humarsoð (aðferð):
Humarskel er brúnuð í potti eða
ofni við háan hita. Sett í pott með
tómatpuré og hvítlauk. Vatni bætt
í og látið sjóða í 40 mínútur. Sigt-
ið.
Sjóðið kryddið í humarsoðinu í
smá stund eða þar til bragðið úr
kryddinu er komið í soðið. Sigtið
og þeytið svo smjöri út í sósuna í
lokin.
HUMARÞEMA
Ólík tilbrigði við humar
Elísabet Alba Valdimars-
dóttir vínþjónn mælir með
Arnaldo Caprai Grecante
2005. Fíngerð blómaeinkenni
í nefi með vott af peru-
brjóstsykri. Þéttur ávöxtur í
góðu jafnvægi við mjúka sýru
í bragði með áberandi stein-
efni og hvítur pipar í lokin.
Þrúga: Grechetto. Land:
Ítalía. Hérað: Umbria.
Önd með sætu kartöflukremi, gul-
rót, sultuðum perlulauk og grá-
fíkju-soðsósu
Hráefni:
Andarbringa
Gulrætur
Perlulaukur
Aðferð:
Andarbringa er steikt á pönnu við
lágan hita á fituhliðinni. Af og til er
fitunni sem kemur af bringunni
hellt af pönnunni og er notuð til að
elda andalærin. Bringunni er svo
snúið við og elduð í mjög skamm-
an tíma á þeirri hlið. Öndin er svo
fullelduð í ofni.
Gulræturnar eru flysjaðar og steikt-
ar upp úr smjöri. Salt og pipar í
lokin.
Perlulaukurinn er bakaður í hýðinu
í ofni við 150°C, flysjaður og lagður
í ediklög.
Ediklögur (hráefni):
Gott hvítvínsedik
Sykur
Rósmarín
Einiber
Aðferð:
Ediki og sykri er blandað saman í
potti í hlutföllunum 50/50 með
rósmarín og einiberjum og soðið
þar til allur sykurinn er leystur upp.
Sætt kartöflukrem (hráefni):
Sætar kartöflur
Appelsínusafi og appels-
ínubörkur
Salt og pipar
Aðferð:
Kartöflurnar eru bakaðar í ofni í
hýðinu. Skafið svo innan úr kart-
öflunni og setjið í matvinnsluvél og
maukið vel. Kryddið með appel-
sínusafa, berki, salti og pipar.
Gráfíkjusoðgljái (hráefni):
Shallotlaukur
Hvítlaukur
Rósmarín
Einiber
Kardimommur
Gráfíkjur
Hrásykur
Balsamik
Rauðvín
Nautasoð
Aðferð:
Laukurinn, hvítlaukurinn, rós-
marín, einiber, kardimommur og
gráfíkjur er svitað í potti. Hrásykri
bætt út á og karamelliserað. Bal-
samediki (balsamiki) er bætt á og
soðið niður í karamellu. Rauðvíni
er bætt út í og soðið niður. Nú er
nautasoði bætt út í og sósan sigtuð
og soðin niður í mátulega þykkt.
Sósan er smökkuð til og krydduð
með salti og pipar.
AÐALRÉTTUR
Önd að hætti hússins
Elísabet Alba Valdimars-
dóttir vínþjónn mælir með
Lamberti Valpolicella Clas-
sico Santepietre. Þroskaður
ilmur af kirsuberjum og
möndlum með ljúf fjólu- og
hindberjaeinkenni í munni.
Þurrt, mjúkt vín með yfirveg-
aða tannín og eftirbragð af
rauðum skógarberjum. Þrúg-
ur: Corvina / Rondinella /
Molinara / Cabernet Sauvig-
non. Land: Ítalía. Hérað: Ve-
neto.
Hráefni:
Saltfiskur
Humarhalar
Aðferð:
Saltfiskurinn er steiktur við lágan
hita í smjöri í langan tíma á ann-
arri hliðinni. Humarinn er steiktur
á vel heitri pönnu í skamman tíma.
Brandada, hráefni:
Saltfiskur
Rjómi
Ólífuolía
Kóríander
Chili-pipar
Pipar
Aðferð:
Olía og rjómi hitað upp að suðu og
saltfiskurinn eldaður rólega í hon-
um. Brjótið fiskinn niður og
kryddið með kóriander, chili-pipar
og pipar.
Blómkálsfroða (hráefni):
Blómkál
G-mjólk
Smá-rjómi
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið blómkálið niður í litla bita
og sjóðið í mjólkinni. Maukið
blómkálið vel í matvinnsluvél og
kryddið með salti, pipar og
kannski smá-truffluolíu. Blandan
er sett á rjómasprautu.
HUMARÞEMA
Humar og saltfiskur
24Stundir/Kristinn Ingvarsson
Elísabet Alba Valdimars-
dóttir vínþjónn mælir með
Condesa Eylo Verdejo 2006.
Fersk angan af greipaldin,
gulum eplum, melónu og ný-
slegnu grasi. Gljáður rabar-
bari, ferskjur, ástaraldin og
hunangsperur eru umvafin
rjómakenndum þéttleika
með brakandi sýru í lokin.
Þrúga: Verdejo. Land: Spánn.
Hérað: Rueda