24 stundir - 08.03.2008, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
Einungis tvö sauðfjárbú með líf-
ræna vottun markaðssetja sínar af-
urðir sem lífrænar. Þetta eru Mæli-
fellsá í Skagafirði og Brekkulækur í
Austur-Húnavatnssýslu. Bæði býl-
in eru á Norðurlandi og í ásætt-
anlegri fjarlægð frá þeim sláturhús-
um sem hafa lífræna vottun.
Skilar meiri hagnaði
Margeir Björnsson, bóndi á
Mælifellsá, segir þess fullviss að líf-
ræn ræktun skili mun meira í vas-
ann fyrir bóndann. „Ég myndi
hvetja alla bændur sem búa á sæmi-
lega rúmgóðum jörðum að velta
vandlega fyrir sér að taka upp svona
búskaparhætti. Hinu er þó ekki að
leyna að það hefur verið gríðarleg
andstaða gegn lífrænni ræktun af
hálfu landbúnaðarráðuneytisins og
reyndar líka bændaforystunnar. Ég
rek það til þess að menn hafi viljað
markaðssetja allt lambakjöt á Ís-
landi sem lífrænt, sem er auðvitað
galið þegar menn nota tilbúinn
áburð og tilbúnar fóðurblöndur.
Þetta er ótrúleg skammsýni.“
Framtíðin í lífrænum afurðum
Sláturhúsið á Blönduósi fékk líf-
ræna vottun í haust og sauðfé frá
Mælifellsá er slátrað þar. Gísli
Garðarsson sláturhússtjóri segist
sannfærður um að framtíðin sé í
lífrænum afurðum. „Það sem rak
okkur til að fá þessa vottun var það
að búið á Mælifellsá var í viðskipt-
um við okkur og þau sýndu þessu
mikinn áhuga. Það er ekki mikill
kostnaður við þessa vottun og við
vildum gjarnan fá fleiri bændur í
viðskipti við okkur með lífrænar af-
urðir. Þeir eru nú ekki margir á
landinu en miðað við alla um-
ræðuna um lífrænar afurðir trúi ég
því að þeim muni fjölga.“
Ekki boðlegt ástand
Atie Bakker, bóndi í Skaftholti í
Gnúpverjahreppi, segir að það ríki
ótrúlegt skilningsleysi gagnvart líf-
rænni ræktun. „Við framleiðum
alla okkar vöru lífrænt en höfum
mjög lítil tök á því að koma henni á
markað. Það er ekki boðlegt að
þurfa að keyra skepnurnar hundr-
uð kílómetra.“
HVAÐ VANTAR UPP Á?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Segir lífrænan landbúnað mæta andstöðu
Telur meiri hagnað
af lífrænni ræktun
Bjarni Harðarson þingmaður
hefur mótmælt harðlega auglýs-
ingu sem Allianz hefur birt að und-
anförnu. Bjarni segir að í auglýs-
ingunni sé evru og krónu stillt upp
hlið við hlið sem keppinautum og
krónan gerð þar í senn brosleg og
eymdarleg. Allianz leyfi sér þannig
að blanda sér í íslensk stjórnmál
með atlögu að gjaldmiðli Íslands
og þar með sjálfstæði.
„Þetta var alls ekki illa meint og
ætlun okkar var aðeins að vekja at-
hygli á að með því að spara hjá Alli-
anz sparar fólk í evrum,“ segir Eyj-
ólfur Lárusson, framkvæmdastjóri
Allianz.
Bjarni Harðarson segir að nú
fari fram mjög mikilvæg og um leið
viðkvæm umræða um íslensku
krónuna og stöðu hennar til fram-
tíðar. Það sé þó ekki hlutverk al-
þjóðlegra fyrirtækja sem hér starfa
að taka pólitíska stöðu í þeirri um-
ræðu. Hann fer þess á leit að birt-
ingu auglýsingarinnar verði hætt,
„Ég hef ekki séð mótmæli þing-
mannsins, þú ert að segja mér frétt-
ir, en við skoðum þetta að sjálf-
sögðu,“ sagði Eyjólfur Lárusson.
þe
Bjarni Harðarson mótmælir evru-auglýsingu
Ósmekkleg auglýsing
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
06:00 Ég vaknaði, fór íbað og byrjaði að
hamast í tölvupóstinum og o.fl.
sem þarf að klára fyrir helgi.
09:00 Fór upp í geymslurÞjóðminjasafns og
hitti þar fagfólk sem gefur okkur í
Skáksambandinu góð ráð varð-
andi vörslu skákminja.
11:00 Talaði við ÁsdísiBragadóttur, fram-
kvæmdastjóra SÍ, og hitti Kristian
Guttesen, tæknimann skákhátíð-
arinnar. Áttum fund með starfs-
fólki í Þjóðmenningarhúsinu til
að ganga frá hlutum fyrir hátíð-
ardagskrá til minningar um
Bobby Fischer sem verður á
sunnudaginn.
14:00 Talaði við WilliamLombardy, aðstoð-
armann Fischers í einvíginu 1972,
sem er hvort tveggja í senn stór-
meistari og kaþólskur prestur, og
hann er á leið til Íslands.
17.00 Tók við gjöf fráMagna Kr. Magna-
syni sem stóð í mörg ár vaktina
„Hjá Magna“. Þau hjónin gáfu
öllum keppendum fyrstadagsum-
slög frá einvíginu 1972 og yngstu
keppendum minnispeninga.
17:30 Fundur í stjórnSkáksambandsins
þar sem farið var yfir framkvæmd
viðburða næstu daga og ákvarð-
anir teknar vegna Norðurlanda-
móts stúlkna í apríl.
21:00 Tók á móti Geir H.Haarde forsætis-
ráðherra í Skákhöllinni. Þegar
hann kom var heil hersing af
áhorfendum búin að þjappa sér í
kringum borð Illya og Sahaj.
22:30 Kom við hjá Frið-riki Ólafssyni stór-
meistara til að ná í skák og skák-
skýringar Fischers, sem hann
hefur valið til birtingar.
00:00 Kom heim til Steinuminnar sem er búin
að vera ótrúleg hjálparhella síð-
ustu daga og vikur. Áður en ég
sofnaði dáðist ég að fórnfúsa fólk-
inu í skákhreyfingunni sem með
samstilltu átaki lætur svona stórt
verkefni ganga 100% upp.
Konan á bak
við skákmótið
24stundir með Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksam-
bands Íslands og varaþingmanni Vinstri grænna í SV-kjördæmi
➤ Fæddist á heimsmeistara-einvígisárinu 1972 og ólst
upp í Reykjavík. Hún býr þar
nú ásamt spúsu sinni.
➤ Hefur verið forseti SÍ í fjögurár en hættir í vor. Hún vinnur
sem framkvæmdastjóri þing-
flokks VG en tók sér frí frá
störfum til að sjá um skákhá-
tíðina.
➤ Er með BA-próf í sagnfræðiog meistarapróf í stjórn-
málafræði og heimspeki.
GUÐFRÍÐUR LILJAGuðfríður Lilja Grét-
arsdóttir er fyrsta konan
til að gegna stöðu forseta
Skáksambands Íslands.
Hún vinnur sem fram-
kvæmdastjóri þingflokks
VG ásamt því að vera
varaþingmaður flokksins.
Þessa dagana heldur hún
utan um alþjóðlegu
skákhátíðina sem stend-
ur yfir í Reykjavík.
Gjöf Guðfríður Lilja tekur á móti gjöfum til keppenda á
skákmótinu frá hjónunum Magna og Steinunni.
24 stundir/Ómar
Kattasýning
Höllin er opin frá kl.10 - 17.30 báða dagana
Nánari uppl. á www.kynjakettir.is
M
ar
gr
ét
G
ís
la
dó
tt
ir
,
A
lio
sh
a
Ro
m
er
o
Eyvor Andersson
Danmörk
Kristina Rautio
Finland
Lone Lund
Svíþjóð
Sýningin verður haldin
8. og 9. mars 2008
í Reiðhöll Gusts, Álalind,
Kópavogi
Dómarar eru:
bladaaugl08.pdf 6.3.2008 13:00:48
IKEA hefur stöðvað sölu á barna-
stólnum Gulliver í nokkrum
löndum eftir að tilkynning barst
frá Þýskalandi um að miðjuband
sem á að koma í veg fyrir að barn
detti úr stólnum hefði losnað.
IKEA á Íslandi selur Gulliver-
barnastólinn en er ekki meðal
þeirra verslana sem fengið hafa
stóla frá þeim framleiðanda sem
um ræðir, að sögn Þórarins Æv-
arssonar framkvæmdastjóra.
„Við erum ekki á listanum,“ segir
Þórarinn. ibs
IKEA stöðvar
sölu á barnastól
Trúnaðarmenn Strætó vilja koma
því á framfæri að þeir séu ekki í
einkastríði við
einn eða neinn.
Viðmælandi 24
stunda, sem titl-
aður var trún-
aðarmaður,
sagði bréf nokk-
urra trún-
aðarmanna vera
hluta af einka-
stríði þriggja
trúnaðarmanna en í bréfinu er
framkvæmdastjóri Strætó gagn-
rýndur. Bent er á að viðmæland-
inn sé ekki trúnaðarmaður, held-
ur 3. varamaður.
Ekki í einka-
stríði við neinn
Lögregla hefur handtekið mann
sem reyndi að stela fartölvum úr
verslun í Borgartúni á miðviku-
dag.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu hefur maðurinn játað brot-
ið og var hann færður í fangelsi
þar sem hann mun hefja af-
plánun tíu mánaða fangelsisdóms
sem hann hafði áður hlotið
Borgartúnsræninginn
Beint í afplánun