24 stundir - 08.03.2008, Page 8
8 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Hollensk stjórnvöld hafa hækkað
viðbúnaðarstig vegna mögulegra
hryðjuverkaárása þegar dregur að
frumsýningu heimildarmyndar um
Kóraninn. Myndin hefur þegar
vakið miklar deilur, þótt ekki liggi
fyrir nákvæmlega hvað hún muni
fjalla um. Að baki framleiðslu
myndarinnar stendur þingmaður-
inn Geert Wilders, formaður
hægrisinnaða Frelsisflokksins, sem
áður hefur mælst til þess að Kór-
aninn væri bannaður.
Stjórnvöld baktryggja sig
Hollenska ríkisstjórnin segist
vera ósammála afstöðu Wilders, en
leggur jafnframt áherslu á að vegna
tjáningarfrelsis geti stjórnvöld ekki
komið í veg fyrir að myndin komi
fyrir sjónir almennings.
Reynir stjórnin nú að forðast að
lenda í sömu stöðu og sú danska
árið 2006. Þá stóð Danmörk ein
gegn öldu mótmæla vegna skop-
mynda sem birtust af Múhameð
spámanni.
„Ég hef sýnt hliðstæðu við stöðu
Danmerkur og hvernig sem fer,
verðum við að vera mjög vakandi
fyrir því hvað gerist í öðrum lönd-
um,“ sagði Jan Peter Balkenende,
forsætisráðherra Hollands, á
blaðamannafundi í París. Hann
hafði nýlokið fundi með Nicolas
Sarkozy Frakklandsforseta, sem hét
stuðningi Frakklands.
Segir Maxime Verhagen, utan-
ríkisráðherra Hollands, að auk
Frakklands hafi Spánn, Svíþjóð og
Slóvenía heitið stuðningi.
Búist við mótmælum
Wilders hefur lengi gagnrýnt ísl-
am opinberlega. Hann hefur verið
undir stöðugri vernd lögreglu síð-
an leikstjórinn Theo Van Gogh var
ráðinn af dögum árið 2004.
Yfirvofandi mótmæli og undir-
búningur stjórnvalda hefur síður
en svo dregið úr gagnrýni Wilders
eða fengið hann til mildast í af-
stöðu sinni.
„Myndin mín hefur enn ekki
verið frumsýnd, en múftarnir hafa
þegar fordæmt hana og sagt að
blóð muni flæða. Og arabísk lönd
hóta að sniðganga Holland. Hvað
gerir landið mitt? Í stað þess að
segja ímömunum að þegja, í stað
þess að undirstrika lýðræðisleg
grundvallaratriði okkar og tjáning-
arfrelsi, er látið undan hótunum á
hlægilegan og aumlegan máta og
sendiherrar okkar búnir undir hið
versta,“ sagði Wilders í gær.
Holland býr sig
undir trúardeilur
Umdeild stuttmynd um Kóraninn kemur út innan skamms
Mynd mótmælt Herferð er í gangi í Hollandi til
að koma í veg fyrir frumsýninguna
➤ Heitir „Fitna“ sem er arabískaorðið fyrir erjur.
➤ Sjónvarpsstöðvar hafa ekkifengist til að sýna myndina.
➤ Þess vegna hyggst Geer Wild-ers frumsýna hana á netsíðu
sinni.
MYNDIN UMDEILDA
Danski þjóðarflokkurinn vill
að Danir skoði reynslu frænda
sinna Svía af því að gera refsi-
vert að kaupa þjónustu vænd-
iskvenna og feti í fótspor
þeirra. Árið 2002 stungu sósí-
aldemókratar upp á að sænska
leiðin yrði tekin upp, en fengu
ekki hljómgrunn inni á þingi.
Samtök vændiskvenna, SIO,
leggjast gegn áformunum,
sem þau segja draga upp
slæma mynd af stéttinni.
Danski þjóðarflokkurinn
Vill banna
vændiskaup
Paul Watson, leiðtogi Sea
Shepherd-samtakanna, segir
að japanska landhelgisgæslan
hafi skotið að sér þar sem
hann mótmælti hvalveiðum
Japana í Suðurhöfum. Segir
hann það hafa orðið sér til lífs
að vera í skotheldu vesti.
Japanir neita því að nokkrum
skotum hafi verið hleypt af. aij
Hvalveiðideilur
Flugu kúlur?
Meðal nýliða á lista Forbes yfir
ríkustu menn veraldar eru tveir
Afríkubúar sem
njóta þess heið-
urs að vera fyrstu
svörtu Afríkubú-
arnir til að kom-
ast á listann. Fyr-
ir voru þar tveir
hvítir Suður-
Afríkumenn.
Auðæfi Nígeríu-
mannsins Aliko Dangote nema
3,3 milljörðum Bandaríkjadala
og tryggja honum 334. sæti á list-
anum. Patrice Motsepe frá Suð-
ur-Afríku er í 503. sæti með um
2,4 milljarða dala eign. aij
Nýliðar á auðmannalista
Fyrstu þeldökku
frá Afríku
Tim Martin, stjórnarformaður
kráakeðjunnar JD Wetherspoon á
Bretlandi, segir að slæm fram-
koma gesta sinna hafi stóraukist
undanfarin ár. Kennir hann þar
um umfjöllun fjölmiðla um uppi-
vöðslusamar stórstjörnur, sem
fólk hafi sér til fyrirmyndar.
Martin segir lætin mest hjá eldri
viðskiptavinum sínum, þar sem
afmælis-, steggja- og gæsaveislur
fara gjarnan úr böndunum. aij
Fullorðnir á fylliríi
Apa eftir látum
Þitt atkvæði skiptir máli
Taktu afstöðu!!!
Munið að atkvæðagreiðslu lýkur á hádegi 10. mars
Boðinn