24 stundir - 08.03.2008, Síða 14

24 stundir - 08.03.2008, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir Upplýsingar í símum 845-1425 / 899-1295 www.kgbtours.is Ástralía frá 12. til 29. okt. 2008. Heillandi ferð, ósnortin náttúra, kóralrif með öllu sínu lífríki, hvítar strendur og þjóðgarðar. Heimsókn á vínbúgarð og Australian Zoo, heimili hins fræga Crocodile Hunter o.m.fl. Verð kr. 433.735 á mann í tvíbýli. Nokkur sæti laus. 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Enn eykst stuðningur í atvinnulífinu við að Ísland gangi í Evrópusam- bandið. Á iðnþingi í fyrradag töluðu fulltrúar iðnfyrirtækja skýrar en áður. Samtök iðnaðarins vilja að ríkisstjórnin setji aðild að sambandinu á dag- skrá og feli nýrri Evrópunefnd sinni að byrja að undirbúa aðildarviðræður. Það er algeng röksemd hjá þeim, sem ekki telja tímabært að huga að að- ild að ESB, að með tillögum af þessu tagi séu menn aðeins að hlaupa frá nú- verandi viðfangsefnum í íslenzku efnahagslífi. ESB-aðild og upptaka evru í framhaldinu leysi ekki núverandi vanda. Athygli vakti á iðnþingi að tals- menn ESB-aðildar sögðu alveg skýrt að hér væri um langtímamarkmið að ræða, sem leysti engan vanda til skemmri tíma litið. Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði þannig að iðn- fyrirtækin gerðu sér ljóst að um nokkurra ára verkefni væri að ræða. „Við gerum okkur einnig ljóst að ákvörðun um Evrópustefnu Íslendinga leysir ekki núverandi vanda í efnahagslífi þjóðarinnar,“ sagði Helgi. „En við telj- um óviðunandi að málinu sé sífellt frestað vegna þess að það taki svo lang- an tíma að leiða það til lykta eða þá að aldrei sé rétti tíminn til að fjalla um það vegna ýmissa skammtímavandamála sem fyrst þurfi að greiða úr! Slík svör duga ekki lengur og engin þörf er á að blanda saman umfjöllun um skammtíma úrlausnarefni og langtíma stefnumörkun. Við erum að tala um langa ferð – og komumst aldrei á leiðarenda ef við leggjum ekki af stað.“ Hörður Arnarson, forstjóri Marels, talaði skýrt um að næstu árin væru ekki aðrir kostir en að notast við krónuna, þótt hún væri iðnfyrirtækjum óhagstæð, og grípa til hagstjórnaraðgerða í samræmi við það. „Til lengri tíma litið þurfum við hins vegar að huga að inngöngu í Evrópusambandið,“ sagði Hörður. „Aðild að sambandinu leysir ekki þann vanda sem nú er við að etja. Til að geta gengið í sambandið þarf hins vegar að byrja á að leysa hann.“ Umræðurnar á iðnþingi sýna vel að talsmenn ESB- aðildar í atvinnulífinu verða ekki sakaðir um að líta á hana sem skammtímalausn. Þeir horfa til lengri tíma – en hafa rétt fyrir sér í því að jafnvel langtímalausnir þarf að byrja að undirbúa strax ef þær eiga að vera vandaðar. Líklegt verður að telja að þrýstingurinn í at- vinnulífinu á ESB-aðild og evruvæðingu sé ekki heldur skammtímafyrirbæri heldur kominn til að vera. Langtíma- þrýstingur SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Geir H. Haarde, forsætisráðherra, virðist ekki alltaf hugsa mjög stórt fyrir Íslands hönd. Þannig sagði hann á þingi í vikunni á þá leið að menn skyldu ekki ætla að miklu munaði um framlag Ís- lendinga í frið- arumleitunum í Palestínu. Það lá í orðunum að við værum smáir lítilmagnar á al- þjóðavettvangi! Ég leyfi mér að vara við þessum þankagangi. Þjóð sem hugsar á þennan veg verður nefnilega smá hversu fjöl- menn sem hún annars kann að vera. [...]Eða eru menn búnir að gleyma dæmisögunni um Davíð og Golíat? Ögmundur Jónasson ogmundur.is BLOGGARINN Smá eða stór Það er frekar kuldaleg staðreynd að ungt fólk sem fer út til að læra sjái ekki hag í því að flytja heim aftur, en ákveði þess í stað frekar að vera áfram á þeim slóðum. Staðan er reyndar fjarri því góð um þessar mundir; húsnæðisverðið er komið al- gjörlega út úr öllu korti og varla svo að náms- menn ráði orðið við verðið á markaðnum. Ekki bætir vont at- vinnuástand og almenn dýrtíð hérna heima úr skák. Það fer því svo að við missum mikilvægt fólk úr landi um lengri tíma en þyrfti ella. Það er skiljanlegt að ungir námsmenn vilji ekki heim … Stefán Friðrik Stefánsson stebbifr.blog.is Koma ekki heim Nú verða stjórnvöld að fara að grípa til aðgerða til þess að unga fólkið snúi aftur heim. Tryggt húsnæði og at- vinna er forsenda þess. Niðurfelling stimpilgjalda af kaupum af fyrsta húsnæði er eitt af því sem þarf að komast í fram- kvæmd strax. Síðan verður að standa við fyrirheitin um þekk- ingarsköpun og útrás eins og rík- isstjórnin setti í stefnuyfirlýsingu sína. Það er til lítils að eiga efsta sætið á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna ef unga fólkið okkar velur síðan að búa annars staðar, vegna hindrana á húsnæðis- og atvinnumarkaði. Anna Kristinsdóttir annakr.blog.is Aðgerða þörf Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Hinn áttunda mars árið 2008 er jafnrétti í launum kvenna og karla enn fjarlægt markmið. Í stórri norskri rannsókn sem kom út fyrsta þessa mánaðar er reynt að skýra orsakir þess hve hægt miðar að markinu sem allir segjast vilja ná. Niðurstaðan er í raun einföld og kemur ekki á óvart. Stefnumótun, rannsóknir, yfirlýsingar og jákvæð nálgun skila ekki því sem þarf. Orðin eru oft tóm og margt kemur í veg fyrir að gripið sé til raunverulegra ráða sem virka. Samkvæmt NOU-skýrslunni „Kjönn og lönn“ hefur sáralítið þokast frá því um miðjan níunda áratuginn. Sama sagan víðast á Vesturlöndum Norskur vinnumarkaður er einn sá kynjaskiptasti á Vesturlöndum. Erfitt hefur reynst að hafa áhrif á val kynjanna til náms. Færri konur en karlar gegna forystuhlutverki á vinnumarkaði. Þær eru oftar í hlutastörfum og þær fá lægri laun en karlarnir. Heildarlaunatekjur norskra kvenna eru 65 prósent af heildarlaunatekjum karla. Þegar leiðrétt hefur verið vegna vinnutíma hafa konurnar 85 prósent af laun- um karla. Þessi þróun er ekkert sérnorskt fyrirbæri. Hún er svipuð alls staðar á Vesturlöndum. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra segir að til þessa hafi staðan mælst ívið verri á Íslandi en í Noregi. Hún tel- ur útilokað að jafnrétti í launum verði náð með góð- um áformum, velvild og frelsi atvinnurekenda. Laun jafnist ekki nema með afli og þær handvirku aðgerðir þurfi að koma strax. Ekki sé eftir neinu að bíða. Í norsku skýrslunni er bent á þá leið til að jafna launin að opna aðgang launþega að upplýsingum um laun vinnufélaga sinna. Skorti þann aðgang sé erfitt um vik með samanburð og kærur. Bjartsýn á að hjólin fari að snúast Kristín Ástgeirsdóttir er hnuggin yfir því hve hægt hefur gengið en trúir á betri tíð. Allir viti af misrétt- inu og flestir þekki ástæður þess og viti að það lagast ekki af sjálfu sér. Hún er þess fullviss að nú sé vilji til aðgerða hjá stjórnvöldum. „Þrír hópar vinna nú á vegum ríkisstjórnarinnar að tillögum til úrbóta. Svo verður tíminn auðvitað að leiða í ljós hvernig til tekst en viljinn er til staðar og ég spái því að nú verði tekið Mettir munnar og orðin tóm SKÝRING

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.