24 stundir - 08.03.2008, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir
A
RG
U
S
/
07
-0
82
7
16% vaxtaauki!
Nýttu þér þetta
TILBOÐ og sto
fnaðu
reikning á spron
.is
Þeir sem stofna sparnaðarreikningana SPRON Vaxtabót,
SPRON Viðbót eða SPRON Veltubót á Netinu fyrir 15. apríl nk.
fá 16% vaxtaauka á áunna vexti til 1. júli nk.
gert við vefi. Þannig megi nýta þær
til lækninga á t.d. Parkinsonsveiki
eða sykursýki. „Það er þó framtíð-
arlausn og enginn ábyrgur vísinda-
maður myndi lofa neinu í þeim efn-
um. En menn komast þangað aldrei
nema með því að gera rannsóknir á
stofnfrumum,“ segir Magnús Karl.
Þá er einnig þegar farið að nota
stofnfrumur í lyfjarannsóknum. Í
dag eru lyf fyrst prófuð á frumum,
svo á dýrum og síðast á fólki.
Heppilegra er að nota fósturstofn-
frumur við lyfjarannsóknir en aðrar
frumur, eins og nú er gert, segir
Magnús Karl. „Þannig verður til
enn eitt tólið sem hægt er að nota til
að prófa lyf, áður en þau eru prófuð
á fólki.“
Valda dauða fósturvísa
Notkun fósturvísa til stofn-
frumurannsókna fylgja ýmis sið-
ferðileg álitaefni, enda stöðvast
þroski fósturs þegar stofnfruma er
Í nýframlögðu frumvarpi til
breytinga á lögum um tæknifrjóvg-
anir felast tvær veigamiklar breyt-
ingar. Annars vegar er gert ráð fyrir
að heimilt verði að framkvæma
stofnfrumurannsóknir á umfram-
fósturvísum – þ.e. fósturvísum sem
búnir eru til við framkvæmd glasa-
frjóvgunarmeðferðar en nýtast
aldrei í því skyni.
Einingis verður þó leyfilegt að
ráðstafa fósturvísum til stofn-
frumurannsókna að hámarks-
geymslutíma liðnum, sem sam-
kvæmt gildandi lögum er fimm ár.
Þá þarf upplýst samþykki beggja
kynfrumugjafa að liggja fyrir.
Hins vegar verður í undantekn-
ingartilvikum gert leyfilegt að fram-
kvæma kjarnaflutninga, eða með
öðrum orðum að stunda einræktun
(klónun). Slíkt verður þó ekki leyfi-
legt í æxlunarskyni, heldur einungis
til lækninga eða til að afla þekkingar
í líf- og læknisfræði, þegar ekki er
talið að sami árangur náist með
notkun stofnfrumna sem sóttar eru
úr umframfósturvísum. Til þess
mun þurfa leyfi vísindasiðanefndar.
Áfram verður bannað að fram-
leiða fósturvísa eingöngu í þeim til-
gangi að gera á þeim rannsóknir.
Einnig verður bannað að rækta
fósturvísa lengur en í 14 daga utan
líkamans, en það er sá tími sem það
tekur fyrir frumrák að myndast hjá
fóstri, sem er fyrsti vottur að mynd-
un taugakerfis.
Mikilvægt að taka þátt
„Okkur finnst mjög mikilvægt að
taka þátt í hinu alþjóðlega vísinda-
samfélagi,“ segir Magnús Karl
Magnússon, læknir og einn þeirra
sem sátu í nefnd sem skipuð var af
heilbrigðisráðherra árið 2005 til að
semja umrætt frumvarp. „Þetta er
það sem hið alþjóðlega vísindasam-
félag hefur verið að rannsaka og það
er mjög mikilvægt að okkar löggjöf
sé sambærileg við aðra svo að við
getum verið hluti af því.“
Frumvarpið hefur þegar farið í
gegnum fyrstu umræðu á þinginu.
Því var vísað aftur til heilbrigðis-
nefndar, sem afgreiddi frumvarpið
á fimmtudaginn. Það verður því
líklega lagt fyrir þingið fljótlega eftir
helgi og rætt þar í vikunni.
Tól til að skilja sjúkdóma
Það sem greinir stofnfrumur í
fósturvísum frá öðrum frumum
líkamans er að þær eru ósérhæfðar
og geta haldið áfram að skipta sér
endalaust. Þannig er við réttar
kringumstæður hægt að rækta þær
til að verða að frumugerðum hvaða
vefja líkamans sem er.
„Langpraktískasta þýðingin sem
stofnfrumurannsóknir hafa í för
með sér er að þær veita vísinda-
mönnum tól sem nota má til að
skilja eðli sjúkdóma,“ segir Magnús
Karl.
Vísindamenn gera sér jafnframt
vonir um að í framtíðinni verði
hægt að nota stofnfrumur til að
mynda sérhæfðar frumur sem geta
sótt úr því. Segja má því að slíkar
rannsóknir valdi því að fóstur deyi
og snýst því umræðan um siðferði-
legt réttmæti notkunar fósturvísa til
stofnfrumurannsókna að vissu leyti
um „upphaf lífs og helgi þess“ eins
og Flóki Guðmundsson og Trausti
Óskarsson bentu á í grein í Lækna-
blaðinu árið 2003.
Þeir sem tala fyrir siðferðilegu
réttmæti þess að fósturvísar séu
notaðir til stofnfrumurannsókna
benda gjarnan á að fósturvísir sé
ekki persóna með sjálfsvitund. Auk
þess geti fósturvísir fram að fjór-
tánda degi orðið að tvíburum og
því sé hæpið að tala um fóstur fram
að þeim tíma sem einstakling.
Þeir sem talað hafa gegn því að
fóstrum sé fórnað í þágu þekkingar
hafa hins vegar bent á að fósturvísir
hafi möguleika til að verða að
manneskju. Verði fóstur að mann-
eskju sé um samfelldan þroskaferil
að ræða frá getnaði og þar til fóstrið
verður að fullburða manneskju. Því
sé fóstur „smæsta form manneskju
sem nýtur þar með fullra réttinda
sem slík, þar með talinn óskoraðan
rétt til lífs“ eins og Flólki og Trausti
orða það.
Millileið valin í frumvarpinu
Sú leið sem farin er í frumvarp-
inu er í raun millileið á milli þessara
andstæðu viðhorfa, eins og Vil-
hjálmur Árnason, prófessor í heim-
speki við Háskóla Íslands, bendir á,
en Vilhjálmur sat einnig í nefndinni
sem samdi drög að umræddu frum-
varpi. Skýrt sé kveðið á um það í
frumvarpinu að ekki megi fara með
fósturvísa á hvaða hátt sem er. Ein-
ungis megi nota umframfósturvísa
sem komnir eru fram yfir hámarks-
geymslutíma til rannsókna sem geta
fært okkur mikilvæga þekkingu á
erfiðum sjúkdómum.
„Og ég held að Íslendingar upp
til hópa telji slík rök vera mjög mik-
ilvæg – þ.e. að þýðingarmiklir
mannlegir hagsmunir vegi þyngra
en hagsmunir umframfósturvísa
sem ekkert bíður annað en að verða
eytt,“ segir Vilhjálmur.
Hann segir lykilatriði í þessu
samhengi að við glasafrjóvgunarað-
gerðir verði í dag til umframfóst-
urvísar.
Mannlegt lífsform, ekki tæki
„Það er markverður munur á því
að fósturvísar séu annars vegar
búnir til í þeim tilgangi að aðstoða
fólk við að eignast börn, en séu not-
aðir til rannsókna að hámarks-
geymslutíma liðnum, og hins vegar
því að búa gagngert til fósturvísa
sem hráefni til rannsókna. Í síðara
tilvikinu er þetta mannlega lífsorm
gert að algjöru tæki,“ segir Vil-
hjálmur.
Um framkvæmd kjarnafluninga
til að búa til stofnfrumur sem not-
aðar eru til rannsókna, segir Vil-
hjálmur mikilvægt að hafa í huga að
það sem til verður við slíka einrækt-
un sé ekki venjulegur fósturvísir og
skýrt bann sé lagt við að koma því
fyrir í legi konu.
„Þannig að línan í frumvarpinu
er dregin við það að búa ekki til
venjulega fósturvísa eingöngu í
rannsóknarskyni,“ segir Vilhjálmur.
Mannlegt lífsform, ekki tæki
Einræktun í rannsóknarskyni verður heimiluð, verði nýlegt frumvarp að lögum Notkun umframfósturvísa
til stofnfrumurannsókna verður einnig heimiluð Mikilvægt tól til að skilja eðli sjúkdóma og prófa ný lyf
➤ Í Belgíu, Bretlandi, Spáni ogSvíþjóð er heimilt að búa til
fósturvísa í rannsóknarskyni.
➤ Í Tékklandi, Danmörku, Finn-landi, Frakklandi, Grikklandi,
Hollandi og Portúgal er heim-
ilt að nota umframfósturvísa
sem verða til við tæknifrjóvg-
unarmeðferð til stofn-
frumurannsókna.
➤ Í Þýskalandi og á Ítalíu eróheimilt að búa til nýjar
stofnfrumulínur úr fóst-
urvísum.
ÓLÍKAR REGLUR
Magnús Karl Magnússon Segir frum-
varpið gera Íslendingum kleift að vera
hluti af alþjóðlegu vísindasamfélagi
Vilhjálmur Árnason Segir mikilvægt að fósturvísar sé ekki búnir til
eingöngu í rannsóknarskyni.
Jim Smart
FRÉTTASKÝRING
Eftir Hlyn Orra
Stefánsson
hlynur@24stundir.is
24 stundir/Árni Sæberg
aFósturvísir: Frjóvgað egg á öllumþroskastigum þess, allt frá því að það
er frjóvgað og þar til það kemst á fóst-
urstig.
Lög um tæknifrjóvgun, 1. grein