24 stundir - 08.03.2008, Side 21

24 stundir - 08.03.2008, Side 21
24stundir LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 21 Í Rússlandi og Kína er það ekki viðtekinn hugsunarhátt- ur að það sé frekar á færi karla en kvenna að finna hluti upp og hrinda einhverju í fram- kvæmd. Þetta kemur fram í riti danska landbúnaðarráðs- ins þar sem bent er á að í Evr- ópu séu það miklu fleiri karlar en konur sem sæki um einka- leyfi á uppfinningum. For- maður Félags uppfinninga- manna í Danmörku, Hans Haraldsted, segir skýringuna vera ákveðna hefð. Þetta hafi ekkert með hæfileika kvenna að gera. „Við höfum vanið konur á að kunna ekki,“ segir hann meðal annars. Töluvert dró úr innflutningi fólksbifreiða í febrúar miðað við janúar en þá náði hann reyndar hámarki, að því er segir í vefriti fjármálaráðu- neytisins sem vitnar í bráða- birgðatölur Hagstofunnar. Samkvæmt þeim voru í febr- úar fluttar inn vörur fyrir 32 milljarða króna en í janúar voru fluttar inn vörur fyrir 33,7 milljarða. Lítillega dró úr innflutningi fjárfestingarvara milli mánaða og töluverður samdráttur var í innflutningi á varanlegum neysluvörum. Útflutningur áls var minni í febrúar en í janúar Flugfélag Íslands hefur gengið frá samningi við Saga Capital Fjárfestingarbanka um að bankinn annist sölu á Twin Otter-flugvélum félagsins og tengdum rekstri á Akureyri. Um er að ræða tvær Twin Ot- ter-flugvélar og tengda við- haldsþjónustu á Akureyri, samninga um áætlunarflug frá Akureyri til Vopnafjarðar, Þórshafnar og Grímseyjar og samninga um leiguflug, að- allega á Grænlandi. Um 20 manns vinna við rekstur vél- anna á Akureyri, aðallega flugvirkjar og flugmenn. Uppfinningar og konur Vandar á að kunna ekki Vöruskipti við útlönd Færri fólks- bílar fluttir inn Flugfélag Íslands Saga Capital selur flugvélar Farþegar Iceland Express, sem eru einungis með handfarangur, geta frá og með næstkom- andi mánudegi innritað sig í flug í gegnum vef félagsins. Þar með sleppa farþegarnir við hefð- bundna innritun á brottfararstað og geta þess í stað gengið beint að öryggishliði. Fyrst um sinn verður vefinnritun einungis í boði fyrir þá sem eru með handfarangur og þá sem eru á leið frá Kaupmannahöfn til Íslands. „Flugvöllurinn í Kaupmannahöfn er kominn lengst með þetta og tilraunir okkar þar gengu gríðarlega vel,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. Hægt verður að innrita sig í flug í gegnum vef frá fleiri flugvöllum á næstunni, til dæmis Stan- sted og Berlín, að sögn Matthíasar. „Vonandi verður einnig hægt að gera það héðan á næstum mánuðum. Ef þetta kemur vel út, sem við eigum reyndar von á, þá verður þetta einnig í boði fyrir þá sem eru með annan far- angur en handfarangur.“ Boðið er upp á innritun á vefnum allt að 60 dögum fyrir brottför flugs að síðustu 24 klukku- stundunum undanskildum. Að lokinni innritun fá farþegar brottfararspjald sent í tölvupósti. Brottfararspjaldið er svo sýnt við öryggishliðið. Vefinnritunin er ókeypis en háð því að far- þegar hafi valið sér sérstakt sæti í flugvélinni þegar flugið var bókað. Slíkt sætaval er þjónusta sem kostar 990 krónur fyrir hverja flugferð. Matthías efast ekki um að vefinnritun verði vinsæl. „Þetta verður án efa kærkomin nýjung fyrir þá sem vilja komast hratt og örugglega leiðar sinnar í gegnum flugstöðvarnar.“ ingibjorg@24stundir.is Iceland Express býður farþegum upp á innritun í flug á vef félagsins Sleppa við hefðbundna innritun Við innritunarborðið Vefinnritun sparar tíma.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.